Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 2
2 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR YACOUBIAN BYGGINGIN EFTIR ALAA AL-ASWANY INNILEG, GRÍPANDI OG SKEMMTILEG Hrífandi og beinskeytt mynd af fjölbreyttu mannlífi í Kaíró „HEILLANDI OG SLÁANDI BLANDA AF ÆRSLASÖGU OG SAMFÉLAGSGREININGU, BRJÁLAÐRI SKEMMTUN OG FÚLUSTU ALVÖRU.“ – JYLLANDS-POSTEN „BESTA BÓK ÁRSI NS“ – THE GU ARDIAN D Y N A M O R E Y K JA V ÍKKOMIN Í KILJU! DÓMSMÁL Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi nektardans- staðarins Goldfinger, krefst þess að ummæli Lovísu Sigmundsdóttur, fyrrverandi nektardansara, um aðstöðu kvenna sem dönsuðu á staðnum hjá Ásgeiri verði dæmd dauð og ómerk. Lovísa sagði frá reynslu sinni í 34. tölublaði Vikunnar, sem kom út 23. ágúst í fyrra, en þar hélt hún því fram að vændi væri algengt á Goldfinger og konurnar sem þar ynnu væru undir þrýst- ingi frá Ásgeiri um að selja sig. Ásgeir stefnir einnig Björk Eiðsdóttur blaðamanni og Guðrúnu Elínu Arnardóttur, ritstjóra Vikunnar. Ásgeir Þór hefur þvertekið fyrir að lýsingar í greininni séu réttar og byggir stefna hans í málinu á því öðru fremur. Guðrún Elín segir málshöfðun Ásgeirs einkennilega og ekki eiga við rök að styðjast. „Umfjöllun okkar byggðist á ummælum viðmælenda sem við treystum. Við stöndum við okkar umfjöllun. Mér finnst einkenni- legt að hann sé að ákæra okkur, ritstjóra og blaða- mann Vikunnar, fyrir það eitt að taka viðtal við fyrrverandi nektardansara. Auk þess beindist umfjöllunin ekki sérstaklega gegn Ásgeiri Þór heldur var hún almennt um það umhverfi sem nektardansarar lifa í.“ Ásgeir Þór segir greinina sem birtist í Vikunni vera uppfulla af rangindum og því hafi hann ákveðið að fara í mál. „Þetta er allt meira og minna rangt. Ég veit ekki af hverju fólk hefur svona mikinn áhuga á mér og mínum stað. Það liggur við að það þurfi GPS- tæki til þess að finna hann lengst inni í iðnaðarhverfi í Kópavogi en samt er hann alltaf í fréttunum. Ég skil þetta ekki.“ Á morgun verður einnig tekið fyrir mál Ásgeirs Þórs gegn Jóni Trausta Reynissyni, fyrrverandi ritstjóra Ísafoldar og núverandi ritstjóra DV, og Ingi- björgu Dögg Kjartansdóttur, fyrrverandi blaða- manns Ísafoldar. Sú umfjöllun fjallaði einnig um Goldfinger og hvernig starfsemin þar tengdist mansali. Jón Trausti segir mikla vinnu hafa verið lagða í umfjöllunina enda hafi hún verið viðkvæm. „Við stöndum við umfjöllunina. Hún var að mörgu leyti erfið í vinnslu þar sem viðmælendur þorðu ekki að koma fram undir nafni. Ásgeir Þór hefur í gegnum tíðina fengið mikla og jákvæða umfjöllun í fjölmiðl- um en þegar betur var að gáð var ekki sami ljóminn yfir þessari starfsemi eins og hann vildi meina.“ Málin verða bæði tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. magnush@frettabladid.is Krefst ómerkingar á orðum um vændi Ásgeir Þór Davíðsson krefst þess að orð fyrrverandi dansara á nektardansstað hans, Goldfinger, verði dæmd ómerk. Stúlkan var í viðtali við Vikuna í ágúst í fyrra. Stöndum við allt sem kom fram í greininni, segir ritstjóri Vikunnar. ÁSGEIR ÞÓR DAVÍÐSSON GOLDFINGER Starfsemin á nektardansstaðnum Goldfinger hefur lengi verið umdeild. Nokkur af ummælum Lovísu: „Ég endaði á því að vinna fyrir Geira en það var mjög mikið um vændi inni á stöðunum hans og gríðarleg pressa á þeim stelpum sem fyrir hann störfuðu að stunda slíkt.“ „Geiri hefur alltaf gert mikið út á vændi og þá inni á stöðunum. Eftir að einkadansinn var bannaður hefur vændið einfaldlega farið fram bak við tjöld sem sögð eru notuð til að hægt sé að spjalla við kúnnana í einrúmi.“ „Það er allur gangur á því hvort kúnnarnir borga Geira sjálfum fyrir þjón- ustuna eða stelpunum beint.“ UMMÆLI SEM ÁSGEIR VILL ÓMERK DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að slá tæplega fertugan mann í andlitið, rífa í vinstra auga hans og bíta hann jafnframt í lærið. Árásin átti sér stað í gleðskap í heimahúsi í Vestmannaeyjum aðfaranótt 1. apríl 2006. Fórnarlamb árásarinnar hlaut glóðurauga, eymsli yfir kjálka og bitfar og stórt mar á innanvert vinstra læri. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag. - mh Karlmaður ákærður: Reif í augað og beit í lærið DÓMSMÁL Átján ára piltur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði á skilorði, fyrir líkamsárás í Garðastræti aðfaranótt 1. janúar 2007. Pilturinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að slá rúmlega þrítugan mann í höfuðið með vodkaflösku með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi slasaðist verulega. Hann hlaut mar í kringum augu, þrjár sprungur í höfuðkúpu vinstra megin og mar í heilavef. - jss 18 ára piltur fyrir Héraðsdóm: Sex mánuðir fyrir líkamsárás Þorkell, það er kannski ekki að ástæðulausu að viðskipta- vinir Spari- sjóðsins eru þeir ánægð- ustu í banka- kerfinu? „Enda veitum við framúrskarandi þjónustu.“ Nokkur ungmenni nýttu sér viðskipta- reikning pilts til að millifæra sex og hálfa milljón króna úr Sparisjóðnum á Akranesi í leyfisleysi. Svo virtist sem endalaust væri hægt að taka út af reikningnum, þótt innistæðan væri engin. Þorkell Logi Steinsson er útibússtjóri. SUÐUR-KÓREA, AP Fjörutíu manns létust í eldi og sprengingum í vöruhúsi í borginni Icheon í Suður- Kóreu í gærmorgun. Flest fórnar- lömbin voru svo illa brunnin að erfitt reyndist að bera kennsl á þau. Fimm hundruð slökkviliðsmenn börðust við eldinn fram eftir degi. Allir hinir látnu fundust í kjallara vöruhússins sem var í byggingu og var því sem næst tilbúið.Verka- mennirnir voru að sprauta einangrunarfroðu í veggi þegar eldurinn kviknaði. Orsök var óljós. Tíu voru fluttir á sjúkrahús vegna brunasára og reykeitrunar. - sdg 500 börðust við eldinn: Fjörutíu fórust í eldi í S-Kóreu VINNUMARKAÐUR Samninganefnd og forystumenn Starfsgreinasambands Íslands, SGS, fóru yfir stöðuna í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífs- ins, SA, og ríkisstjórnina í gær. Fundurinn var langur og vandlega farið yfir málið. Niðurstaðan var sú að kynna nýja tillögu, launaramma, fyrir SA á fimmtu- dag. „Þetta var langur og strangur fundur þar sem við tókum mjög ítarlegt stöðumat og komumst að þeirri niðurstöðu að vísa deilunni til ríkissáttasemjara ef enginn árangur næðist í þessari viku,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður SGS. Fyrirhugaður er fundur með SA á fimmtudag. „Þar ætlum við að máta hugmyndir að lausn eða niður- stöðu um launaramma. Ef það gengur eftir þá fara hlutirnir að gerast hratt en auðvitað byggir þetta á þeim fyrirvara að árangur náist líka í viðræðunum við ríkið. Það er enn mjög mikilvægur þáttur að ríkið komi myndarlega að málinu og þá einkanlega í skatta- málum,“ segir Kristján. Hann segir að SGS finni ágætan samhljóm hjá öðrum samböndum, samstaðan innan SGS hafi verið góð en sé nú enn betri. „Þetta er samanlímdur hópur. Ég er mjög hreykinn af því að hafa slíkt bakland.“ Kristján telur óskynsamlegt ef viðsemjendur nálgist ekki verkalýðshreyfinguna á þeim grunni sem kynntur verður á fimmtudag. „Ég trúi ekki öðru en að ríkisstjórnin leggi sitt lóð á vogarskálarnar. Annars er allt á leiðinni í harðan leiðindahnút og það verða bara átök og læti.“ - ghs Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, eftir stöðumatið í gær: Launarammi verður kynntur ÍTARLEGT STÖÐUMAT Samninganefnd og forystumenn Starfs- greinasambandsins funduðu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Karlmaður var í gær ákærður fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir að hafa tugi þúsunda barnaklámsmynda í tölvubúnaði sínum. Samkvæmt ákæru ríkissaksókn- ara var maðurinn með 24.430 ljós- myndir og 750 hreyfimyndir, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, í þremur turn- tölvum sem lögregla lagði hald á í apríl á síðasta ári. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa í janúar 2006 aflað sér klám- fenginna ljósmynda og hreyfi- mynda af börnum af bandarískri heimasíðu. Eftir að hafa greitt fyrir aðgang að síðunni gat maður- inn horft á efni af þessu tagi og hlaðið niður myndefni að vild. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa í þrígang á árinu 2006 aflað sér, eða reynt að afla sér, hreyfimynda af stúlkubörnum þar sem þau sáust á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Í eitt skipti tókst manninum að ná í slíka mynd eftir að hafa pantað hana með rafræn- um hætti. Í tvö skiptanna sendi maðurinn pöntun og greiddi með korti en myndin komst aldrei í vörslu hans. - jss Karlmaður ákærður fyrir Héraðsdómi fyrir stórfellda vörslu barnakláms: Með tugþúsundir barnaklámsmynda BARIST VIÐ ELDINN Slökkviliðsmenn þurftu að rjúfa þak vöruhússins til að komast að eldinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GREIDDI MEÐ KORTI ■ Í þremur tölvum í eigu mannsins fundust tæplega 25 þúsund ljós- myndir og 750 hreyfimyndir sem sýna börn á klámfenginn hátt. ■ Hann náði í barnaklámið á netinu, meðal annars á tveimur bandarísk- um síðum þar sem hann greiddi fyrir efnið með greiðslukorti. ■ Hann reyndi tvisvar að panta hreyfimynd með greiðslukorti af bandarískri síðu en sótti hana ekki í tölvuna sína. ■ Viðurlög við brotunum sem mað- urinn er ákærður fyrir eru allt að tveggja ára fangelsisvist. ATVINNUMÁL Verktakafyrirtækið Arnarfell, sem meðal annars hefur unnið að gerð jarðganga við Kárahnjúkavirkjun, hefur frestað komu rúmlega fjörutíu verka- manna sem áttu að hefja störf hjá fyrirtækinu. Mennirnir áttu að koma til landsins í gær og í dag. Þá fengu nokkrir starfsmenn sem hefja áttu störf í gær boð um að koma ekki strax aftur til starfa. Nánari útskýringa á breytingun- um er að vænta eftir viku. Sigurbergur Konráðsson framkvæmdastjóri Arnarfells segir ástæðuna vera áherslubreyt- ingar hjá fyrirtækinu. Verið sé að koma í veg fyrir fjárhagsörðug- leika með breytingum. „Verklok eru áætluð í ágúst 2009 og við búumst ekki við töfum á því sem eftir er,“ segir Sigurbergur. - kdk Breytingar hjá Arnarfelli: Fresta komu verkamanna Nálgast tvö þúsund íbúa Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi 1.932 talsins í byrjun desember. Hafði íbú- unum fjölgað um 78 á einu ári sem svarar til fjögurra prósenta fjölgunar. Flestir eru íbúarnir í Þorlákshöfn, 1.564, en 368 eru í dreifbýli. ÖLFUS BANDARÍKIN, AP Þrjú bandarísk herskip voru við það að hefja skothríð á fimm báta íranska byltingarvarðliðsins á sunnudag í kjölfar ögrunar að því er embættis- maður í bandaríska varnamála- ráðuneytinu greindi frá í gær. Írönsku bátarnir sneru burt rétt áður en til þess kom. „Þetta er alvarlegasta ögrun af þessari gerð sem við höfum upplifað hingað til,“ sagði em bætt- ismaðurinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Sagði hann írönsku bátana hafa gert atlögu að herskipunum, sleppt kössum í sjóinn fyrir framan skipin sem þau þurftu að víkja sér undan. - sdg Íranska byltingarvarðliðið: Ögraði banda- ríska sjóhernum SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.