Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 18
[ ]Kókosolía er holl fita. Hún eykur brennslu í líkamanum, gefur aukna orku og er græðandi. Kókosolía er tilvalin til matargerðar og geymist einna lengst af öllum olíum án þess að skemmast.
Valdís Silja Sigurþórsdóttir
einkaþjálfari hefur innleitt til
landsins nýtt líkamsræktaræði
sem tröllríður Bandaríkjun-
um um þessar mundir. Æðið
kallast Jump Fit og er heiti yfir
nýstárlega sippu-tækni.
„Þetta er alls ekki dæmigert
sipp, eins og margir halda,“ segir
Valdís. „Við gerum einmitt
minnst af því að sippa jafnfætis
heldur stígum alls konar spor í
takt við tónlist og gerum það í
rútínum.“
Að sögn Valdísar fer Jump Fit
fram í námskeiðaformi og gengur
út á þolþjálfun ásamt því að
byggja upp styrk. Unnið er með
stærstu vöðvahópana þar sem
markmiðið er að móta vöðvana í
sinni upprunalegu mynd og þar af
leiðandi fæst heilmikil brennsla
út úr hverjum tíma, sem er yfir-
leitt 45 mínútna langur.
„Tæknin er kennd frá grunni.
Það er auðvitað mikilvægt hvern-
ig einstaklingurinn hoppar og
nýtir innri kviðvöðva,“ segir Val-
dís og bendir á að konur sem átt
hafa börn þurfi að læra það sér-
staklega. „Maður nær púlsinum
upp, tekur hann niður, aftur upp
og svo framvegis. Álagið er í raun
eins og af léttu skokki í grunnæf-
ingunum. Svo byggjum við upp
ákefðina. Aðaláherslan er sam-
hæfing, taktur og snerpa.“
Valdís segir sippið vissulega
taka á en þrátt fyrir það hafi hún
ekki enn séð á eftir neinum út úr
tíma. „Fólk þrjóskast við. Við
sippuðum náttúrulega einu sinni
og þess vegna gefumst við ekki
svo auðveldlega upp, heldur
göngum skrefinu lengra.“
Til marks um þennan vilja-
styrk nefnir Valdís sem dæmi að
nokkrir úr hópnum hafi náð svo
miklum árangri að þeir séu
farnir að koma fram með henni.
„Þetta eru konur sem voru byrj-
aðar að sýna með mér eftir aðeins
níu vikur og eru komnar í sér-
stakan súperframhaldshóp þar
sem farið er eftir rosalegri
æfingaáætlun.“
Hópurinn kemur fram við ýmis
tækifæri og hinn 19. janúar ætlar
hann að sippa til styrktar Speglin-
um, hagsmuna-, forvarnar- og
fræðslusamtökum um átröskun-
arsjúkdómana anorexiu og bul-
emiu nervosa. „Við byrjum með
300 manna pallatíma og strax á
eftir mun Jump Fit-hópurinn
sippa í 24 tíma. Ágóðinn rennur
beint til Spegilsins,“ segir Valdís.
Nánar á blog.central.is/jumpfit
roald@frettabladid.is
Samhæfing og snerpa
Valdís Silja kennir Jump Fit á Íslandi en Jump Fit nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Öðruvísi hugsun
HEILASTARFSEMI ANOREXÍUSJÚK-
LINGA ER TALIN VERA FRÁBRUGÐIN
HEILASTARFSEMI ANNARRA.
Sneiðmyndir af heila anorexíusjúk-
linga benda til þess að heilastarf-
semi þeirra sé frábrugðin annarra.
Þetta á jafnvel við um sjúklinga
sem eru á batavegi og hafa verið í
kjörþyngd í meira en ár.
Niðurstöðurnar sem birtar voru
í American Journal of Psychiatry
gefa til kynna að heilastarfsemi
anorexíusjúklinga svipi til heila-
starfsemi kvíðasjúklinga og þeirra
sem haldnir eru fullkomnun-
aráráttu. Meðal annars benda
niðurstöðurnar til þess að sá
hluti heilans sem fæst við skipu-
lag og útkomu sé mun virkari hjá
anorexíusjúklingum.
Vísindamenn vonast til að niður-
stöðurnar geti leitt til nýrra úrræða
en talið er að ein af hverjum 100
konum á aldrinum 15 til 30 ára
þjáist af sjúkdómnum. - ve
Ný skýrsla UNICEF sýnir batn-
andi tilveru barna um allan
heim, en enn er langt í land
svo heilbrigði og hamingja séu
lífskjör þeirra allra.
Fjöldi þeirra barna sem létust
fyrir fimm ára afmæli sitt dróst
saman um tíu milljónir árið 2006
en enn er langt í land, segir í nýrri
skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna (UNICEF). Í skýrslunni
segir að framfarirnar skrifist aðal-
lega á umbætur í heilbrigðismál-
um, en í samanburði létust árlega
um 20 milljónir barna undir fimm
ára aldri á sjöunda áratugnum.
Ann Veneman, framkvæmdastjóri
UNICEF, bendir á að „miklu meira
átak þurfi til að skapa börnum
betri heim“.
Í skýrslunni kemur einnig fram
að meira en 500 þúsund konur láti
lífið ár hvert af völdum barnsburð-
ar og vandamála á meðgöngu; um
helmingur þeirra býr í Afríku.
Einnig að skelfilegur skortur á
hreinlæti, sorphreinsun og öruggu
drykkjarvatni valdi ótímabærum
dauða 1,5 milljóna barna ár hvert.
UNICEF áætlar að um 158 millj-
ónir barna á aldrinum fimm til
fjórtán ára séu enn í barna þrælkun
um allan heim.
Meðal góðra frétta úr skýrslu
UNICEF er að á árunum 1990 til
2004 fengu 1,2 milljarðar manna
aðgang að hreinu drykkjarvatni,
sem skilaði sér í færri dauðsföll-
um. Bólusetningar hafa einnig haft
gífurleg áhrif til batnaðar, sem og
aukin brjóstagjöf í þróunarlönd-
unum. - þlg
Barnadauði í
sögulegu lágmarki
Barnadauði fer minnkandi um heimsbyggðina, en betur má ef duga skal.
www.madurlifandi.is
Næstu fyrirlestrar og námskeið
08. jan. Góð heilsa er auðveldari en þú heldur
Matti Ósvald heilsuráðgjafi
10. jan. Heilbrigð skynsemi, og heilsan í lag
Matti Ósvald heilsuráðgjafi
16. jan. Ævintýralíf
Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi
17. jan. Heilsukostur - Matreiðslunámskeið
Meistarakokkar Maður lifandi
24. jan. Heilsukostur - Matreiðslunámskeið
Meistarakokkar Maður lifandi
30. jan. Heilbrigði og hamingja
Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK
Skeifunni 3j · Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
Kennari:
Meistari Zhang
einkatímar og hópatímar
Tau lo
Tai jí
Skráning
er hafin