Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 46
30 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. ríki í Mið-Ameríku 6. klafi 8. efni 9. bar að garði 11. íþróttafélag 12. grátur 14. rabb 16. skammstöfun 17. fiskur 18. hress 20. samtök 21. að utan. LÓÐRÉTT 1. að lokum 3. utan 4. baknaga 5. for 7. tónleikar 10. samræði 13. knæpa 15. asi 16. hláku 19. númer. LAUSN „Það er skyrbarinn í Boot Camp. BC Boost à la Unnur er besta boost-ið í bænum. Síðan er allur veislumatur frá Múlakaffi toppurinn. Það er vanmetinn kostur.“ Arnaldur Birgir Konráðsson hjá Boot Camp. LÁRÉTT: 2. kúba, 6. ok, 8. tau, 9. kom, 11. kr, 12. snökt, 14. skraf, 16. þe, 17. áll, 18. ern, 20. aa, 21. ytra. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. út, 4. baktala, 5. aur, 7. konsert, 10. mök, 13. krá, 15. flas, 16. þey, 19. nr. María Reyndal leikstjóri stendur í ströngu þessa dagana. Hún vinnur með tveimur hand- ritshöfundateymum að þáttaröðum fyrir Stöð 2. Annars vegar eru grínþættir sem fjalla um unga konu á uppleið í viðskiptalífinu, og hins vegar lögmannadrama. En það eru miklar breytingar fram undan. María flytur með fjöl- skyldu sinni til Nýja-Sjálands í byrjun febrúar. „Ég ætla að fara að læra það sem ég hef verið að vinna við og hef skráð mig í tveggja ára nám í háskólanum í Auckland,“ segir María. „Við vorum þarna í hálft ár fyrir þrem- ur árum og urðum algjörlega ástfangin af landinu. Þetta er því upplögð afsökun til að snúa aftur.“ María segir ýmislegt gott við Nýja-Sjáland. „Best er náttúrlega veðrið, það er eiginlega alltaf 27 stiga hiti þarna. Fólk er mjög afslapp- að, strendurnar eru frábærar og nýsjálenska hvítvínið æðislegt. Maður er sem sé aðallega að fara til að slappa af og vera á ströndinni og svona smá skóli með,“ segir María og bætir hlæjandi við: „Og svo stefni ég að því að fá mér tattú og fara í teygjustökk. Það eru nefni- lega allir þarna með tattú og alltaf í teygju- stökki. Ég ætlaði reyndar líka að gera þetta síðast en klikkaði á því þá.“ María fer með manni og tveimur börnum og segir fjölskylduna vera búna að leigja einbýlis- hús með garði. „Leigan er svo sem ekkert mjög hagstæð en það er miklu ódýrara að lifa þarna.“ Maður Maríu er Orri Vésteinsson og þau giftu sig nú rétt fyrir jólin. „Orri varð fertugur sama dag og brúðkaupið svo dagsetning var valin til að enginn tæki eftir afmælinu hans. Við stopp- um í Taílandi á leiðinni og verðum í viku. Það má segja að það séu hveitibrauðsdag- arnir okkar, með krökkunum!“ María ætlar að vinna ein- hver íslensk verkefni í gegnum tölvupóstssendingar og kvíðir því ekki að segja skilið við íslenska menningargeirann. „Ég held þetta verði allt á sínum stað þegar ég kem til baka.“ - glh María flytur til Nýja-Sjálands STRÖNDIN, HVÍTVÍN OG SMÁ SKÓLI María Reyndal flytur til Nýja-Sjálands í byrjun febrúar. Ýmis dæmi eru um forspárgildi skáldverka. Í síðustu viku fjallaði Þóra Tómasdóttir og Kastljós af mikilli einurð um unglingaheimilið í Efstaleiti, meðal annars ásakanir um einangrun og það að unglingar hefðu verið teipaðir niður. Árið 1997 kom út bókin Falskur fugl eftir Mikael Torfason og í henni má lesa um Arnald sem vill frekar fara í fangelsi en á unglingaheimili: „Niðri í Efstaleiti og svona. Það er klikkað lið sem vinnur þar. Maður er alltaf í einangrun og ef þeir halda að maður ætli að strjúka þá teipa þeir mann við rúmið. Í fangelsum er maður bara lokaður inni.” Páll Ásgeir Ásgeirsson, áður stjörnublaðamaður á DV, rithöfund- ur og ferðagarpur með meiru, hefur verið ráðinn ritstjóri tímaritsins Útiveru en það er útgáfu- fyrirtækið Fjölvi sem gefur það út. Nokkuð hljótt hefur verið um Pál Ásgeir að undanförnu en hann hætti nýverið sem fjölmiðlafulltrúi Þjóðleikhússins og skrapp í kjölfarið til Indlands með konu sinni. Aðdáend- ur Páls Ásgeirs hafa þó heyrt ferða- pistla frá honum á Rás 2 auk þess sem hann er höfundur spurninga í Gettu betur. Fréttablaðið sagði á dögunum frá væntanlegum sjónvarpsþætti smiðsins og fjölmiðlamannsins Gulla Helga. Þátturinn mun heita Hæðin og verður sýndur á Stöð 2 en efni þáttarins svipar nokkuð til hins ástralska The Block. Þrjú pör munu keppa um hvert þeirra innréttar nýja íbúð sem flottast. Mikill áhugi virðist vera á þættinum meðal Íslend- inga því hvorki meira né minna en 260 pör skráðu sig til leiks fyrstu fjóra dagana eftir að opnað var fyrir umsóknir. - jbg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Íslenski pókerspilarinn Andri Arnþórsson hefur byrjað vel á sterku móti evrópsku mótaraðar- innar í Texas Hold‘em sem haldið er á Bahama-eyjum um þessar mundir. Sam- kvæmt íslensku vefsíðunni pokernet.is er Andri í 353. sæti en tveir aðrir Íslendingar, þeir Rúnar Rúnarsson og Halldór Sverrisson, heltust úr lestinni á fyrsta degi. Alls skráðu 1.200 sig til leiks á mótinu og féllu tæplega sjö hundruð spilarar úr leik á fyrsta degi. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru tvær milljónir dollara eða rúmar 120 milljónir íslenskra en verðlaun eru fyrir 120 fyrstu sætin. Miðað við þá keppendur sem mættu til leiks í sólskinsparadís- inni í Karíbahafinu er ljóst að Andri á við mjög erfiða andstæð- inga að etja; fyrrverandi heims- meistarinn Joe Hachem féll þannig úr leik mjög snemma en hinn reyndi Daniel Negreanu var enn í fullu fjöri en báða þessa keppendur ættu áhorfendur Sýnar að þekkja vel úr pókerþáttunum sem hafa notið gríðarlegra vinsælda. - fgg Keppir um 120 milljónir HALLDÓR SVERRISSON „Þetta var svakalegt. Það mættu átta hundruð manns til að sjá okkur. Við vissum ekki að við værum svona vinsælir þarna,“ segir Árni Teitur Ásgeirsson, forsprakki Skaga sveitarinnar Worm is Green, sem spilaði fyrir fullu íþróttahúsi í borginni Bydgoszcz í Póllandi. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Það var gríðarlega vel tekið á móti okkur. Þarna var manneskja í fullri vinnu við að sjá um okkur. Þetta var alveg fáránlegt. Ef við fórum á bar þá var fólk rekið úr sætunum sínum svo við gætum sest niður. Við erum ekki alveg vanir þessu af Skaganum,“ segir Árni Teitur og hlær, en þetta voru fyrstu tónleikar Worm is Green í Póllandi. Eftir tónleikana þurftu Árni og félagar síðan að eyða einum og hálfum klukkutíma með æstum aðdáendum sínum. Gáfu þeir fjölda eiginhandaráritana auk þess sem aðdáendur stilltu sér upp með þeim fyrir myndatökur. „Þetta var fynd- ið því við höfum aldrei gert þetta á Íslandi og þess vegna er skrítið að þetta gerist í Póllandi. Þetta var alveg „surreal“ eins og maður segir og algjör snilld.“ Árni telur að þessi mikla athygli hafi verið afraksturinn af kynning- arstarfi þýska útgáfufyrirtækisins Elektrolux, sem Worm is Green er á mála hjá. Aðspurður hvort aðrir tónleikar í Póllandi séu ekki fyrir- hugaðir segir hann það mjög lík- legt. „Við stefnum á það. Það verð- ur að berja járnið á meðan það er heitt.“ Fyrsta plata Worm is Green síðan Push Play kom út 2005 er væntan- leg síðar á þessu ári. - fb Fengu stjörnumeðferð í Póllandi WORM IS GREEN Þorsteinn Hannesson, Guðríður Ringsted, Árni Teitur Ásgeirsson og Bjarni Þór Hannesson skipa hljómsveitina Worm is Green. Íslensk stjórnvöld verða að hækka endurgreiðslu frá fjórtán og upp í tuttugu prósent af framleiðslu- kostnaði til að grundvöllur skapist fyrir því að stórmynd Ridley Scott um leiðtogafundinn í Höfða verði tekin upp hér á landi. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson hjá True North en fyrirtækið hefur verið í nánum samskiptum við fram- leiðslufyrirtæki Scotts og unnið að því að greiða götu þess hér á landi. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í gær að Ridley Scott hygðist framleiða kvikmynd um sögufrægan fund þeirra Ron- alds Reagan og Mikhaíls Gorbat- sjov í Reykjavík árið 1986. Fulltrúar kvikmyndafyrirtækis Scotts, ScottFree Productions, komu hingað til lands síðasta sumar og áttu meðal annars fund með Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, þáverandi borgarstjóra. Hann lýsti yfir áhuga á fullri samvinnu Reykjavíkur- borgar og bauð Höfða til afnota fyrir Hollywood. Dagur B. Eggerts- son, núverandi borgarstjóri, sagði í samtali við Fréttablaðið í október á síðasta ári að afstaða höfuðborgar- innar hefði ekkert breyst með nýjum manni í brúnni. Kvikmynda- gerðarmennirnir áttu einnig fund með Össuri Skarphéðinssyni iðnað- arráðherra. Össur mundi vel eftir þeim fundi en þar hefði honum verið kynnt áform um mögulega kvikmyndatöku hér á landi og að þar hefði hækkun á endur- greiðslu einnig verið nefnd. Össur taldi á hinn bóginn að endurgreiðslan, sem var nýlega hækkuð, væri samkeppnishæf miðað við hvað almennt gerist í heiminum en ef það hefði eitthvað breyst væri hann reiðubúinn að skoða það. „Við í ríkisstjórninni höfum fullan vilja á því að Ísland verði stórstöð í kvik- myndaiðnaðinum,“ segir Össur. Hann gerði sér jafnframt fulla grein fyrir því að kvikmynd Scotts væri ekki nein venjuleg mynd fyrir Ísland enda hefði leiðtogafundur- inn gert bæði höfuðborgina og land- ið að þekktu nafni. „En það breytir því ekki að það er samkvæmt lögum erfitt að grípa til sértækra aðgerða. Við verðum að skoða samkeppnis- stöðuna og athuga hvort hún hafi breyst. Ég er fullur skilnings en lofa engu.“ Jeri Sullivan, einn af fram- leiðendum myndarinnar, sagði að þeir hefðu átt fundi með íslenskum fjárfestum en lítið hefði komið út úr þeim viðræðum. Það hefði valdið honum nokkrum vonbrigð- um. Dyr þeirra stæðu hins vegar öllum opnar. „Þegar allt kemur til alls þá eru kvikmyndir líka iðnaður og það verður að huga að kostnaði,“ segir Sullivan og því sé ekki útilokað að kvikmynd um Reykjavík verði tekin upp í ein- hverju öðru landi. Sullivan sagði hins vegar að veigamesta atriðið í Íslands hlutanum ylti á því hversu viljug íslensk stjórnvöld væru að taka þátt í kvikmyndinni. Sullivan tók undir með Leifi að ef endur- greiðslan yrði hækkuð úr fjórtán í tuttugu prósent myndi það eitt og sér opna nýja möguleika. „Myndin er einstakt markaðstækifæri fyrir land og þjóð,“ segir Sullivan. freyrgigja@frettabladid.is ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON: FULLUR SKILNINGS EN LOFAR ENGU Ísland gæti misst af stór- mynd um leiðtogafundinn FREMSTUR Á SÍNU SVIÐI Ridley Scott fram- leiðir kvikmyndina og mun jafnvel leikstýra henni. VELTUR Á STJÓRNVÖLDUM Að sögn eins framleið- anda myndarinnar myndi það opna nýjar dyr ef stjórnvöld hækkuðu end- urgreiðsluna úr fjórtán í tuttugu prósent. LEIÐTOGAFUNDURINN Sögufræg stund í sögu Íslands þegar augu heimsbyggðarinn- ar beindust að Höfða í Reykjavík. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1. Kenía. 2. John McCain. 3. Listeria monocytogenes.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.