Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 20
[ ]Dansnámskeið eru skemmtileg fyrir unga sem aldna og það getur komið sér vel að kunna nokkur vel valin spor.
Í sumar verður tendrað á kyndli Ólympíuleik-
anna í höfuðborg Kína og Íslendingar streyma í
kínverskunám.
„Kínverska er langt í frá léttasta tungumálið fyrir
Íslendinga að læra. Hún er tónamál þar sem hvert
orð getur haft mjög margar merkingar eftir því
hvaða tón menn nota,“ segir Magnús Björnsson sem
lærði kínversku í Peking á árunum 1995 til 2000 og
hefur undanfarin ár kennt Íslendingum kínversku og
Kínverjum íslensku við Mími-símenntun.
„Kínversku táknin, sem vissulega virka keimlík í
útliti, eru um 40 þúsund talsins en eftir að hafa lært
5.000 tákn er maður nokkuð vel staddur. Þau eru vita-
skuld talsvert flóknari en þeir 31 latneski bókstafur
sem við lærum hér heima og má til sanns vegar færa
að maður þurfi að vera jafnvígur á söng og myndlist
til að koma kínversku til skila, en skrautskrift kín-
verskra tákna er mikils metin listgrein í Kína þar
sem skrautskrifarar eru síst í minni metum en
almennir listmálarar,“ segir Magnús sem telur harla
ólíklegt að Kínverjar breyti flóknu stafrófi sínu
héðan af. „Um það voru miklar vangaveltur á tímum
Maós, en úr því formaðurinn gerði það ekki á sínum
tíma verður kínverskunni ekki breytt. Í kringum
tungumálið er mikil menning og saga og skiljanlegt
að Kínverjar vilji halda í þá arfleifð, en latneska staf-
rófið er einnig kennt í upphafi grunnskólanáms.“
Í byrjun marsmánaðar verður Magnús svo með
ítarlegt námskeið um perluna Peking. „Augu heims
munu beinast að Peking vegna Ólympíuleikanna í
sumar og borgin er ákaflega heillandi og gríðarlega
sögufræg. Þarna er komist að Kínamúrnum og finna
má Forboðnu borgina þar sem keisarar ríktu, en
mannlífið er ólgandi suðu-
pottur og ekki síður
spenn-
andi því til Peking kemur fólk af öllu landinu. Tilfinn-
ingin sem fylgir því að koma til Kína er svipuð því og
að lenda á annarri plánetu; allt er svo framandi,
maður skilur ósköp fátt og tungumálakunnátta Kín-
verja er mjög slök. Hins vegar gerir vinsemd og
jákvæðni heimamanna öll ferðalög til Kína einstök,
því landsmenn eru virkilega vingjarnlegir og ljúfir í
samskiptum,“ segir Magnús um fornfræga höfuð-
borg Kína.
Peking er nú heimili 15 milljóna manna. „Borgin er
tvöföld í roðinu þegar kemur að skipulagi. Í henni eru
einföld hverfi með breiðum götum, en líka minni
hverfi sem rekja sögu sína til Mongóla og eru
óregluleg völundarhús til að villast í. Þá er gott
að geta spurt til vegar á kínversku og
Íslendingar geta vel bjargað sér á einfald-
an hátt eftir eitt námskeið og vissulega
orðið fullnuma ef þeir temja sér sjálfsaga
á framhaldsnámskeiðum, þótt alltaf sé
skemmtilegast að fara til Kína og upplifa
land og þjóð um leið og maður fullnemur
málið.“ thordis@frettabladid.is
Ljúf en tvöföld í roðinu
Forboðna borgin er ein af
gersemum Pekingborgar.
Magnús Björnsson
er útlærður í því
flókna tungumáli
kínversku sem hann
lærði í höfuðborg
Kína fyrir aldamót.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Tungumál
10 vikna námskeið
20 kennslustundir
Kennt er í byrjenda–
framhalds –
og talæfi ngafl okkum
ENSKA
DANSKA
NORSKA
SÆNSKA
FRANSKA
ÍTALSKA
SPÆNSKA
ÞÝSKA
ÍSLENSKA
fyrir útlendinga
ICELANDIC
for foreigners
Nauka jezyka
islanckiego dla
obcokrajowcow
9 vikna námskeið
50 kennslustundir
Kennt er í byrjenda og
framhaldsfl okkum.
Ísl. I, Ísl. II, Ísl. III, Ísl. IV, Ísl. V.
Verklegar greinar
BÓKBAND
FRÍSTUNDAMÁLUN
GLERBRENNSLA
LOPAPEYSUPRJÓN
SKRAUTRITUN
TRÉSMÍÐI
ÚTSKURÐUR
Garðyrkjunámskeið
GARÐURINN ALLT ÁRIÐ
TRJÁKLIPPINGAR
TRJÁRÆKT Í SUMAR-
BÚSTAÐALANDINU
Saumanámskeið
AÐ BREYTA FÖTUM
OG ENDURSAUMA
CRAZY QUILT
FATASAUMUR /
BARNAFATASAUMUR
ÞJÓÐBÚNINGUR
SAUMAÐUR
SKRAUTSAUMUR
Baldering
Skattering
Tölvunámskeið
FINGRASETNING
TÖLVUGRUNNUR
TÖLVUGRUNNUR II
WORD
Ritvinnsla
NÁMSKEIÐ Á Á VORÖNN 2008
Matreiðslunám-
skeið
GÓMSÆTIR
BAUNA – PASTA –
OG GRÆNMETISRÉTTIR
GÓMSÆTIR HOLLIR
SUÐRÆNIR RÉTTIR FRÁ
MIÐJARÐARHAFS-
LÖNDUNUM
HRÁFÆÐI
MATARMIKLAR SÚPUR
OG
HEIMABAKAÐ BRAUÐ
MATARGERÐ
FYRIR KARLMENN I
Grunnnámskeið
MATARGERÐ
FYRIR KARLMENN II
Framhaldsnámskeið
SPENNANDI BÖKUR
Innritun í síma 564 1507
á vef skólans http:// kvoldskoli.kopavogur.is eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla
Nánari upplýsingar eru einnig á vefsíðu skólans
Vefsíða:http:// kvoldskoli.kopavogur.is Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is
ÍTALSKA I þriðjud. og fi mmtud. 22. jan. - 14. feb. 18 - 19:30
ÍTALSKA III þriðjudaga 29. jan. - 17. mars 19:30-21
ÍTALSKA II þriðjud. og fi mmtud. 19. feb. - 13. mars 18 - 19:30
SPÆNSKA I (a) mánud. og miðvikud. 21. jan. - 13. feb. 18 - 19:30
SPÆNSKA II mánud. og miðvikud. 18. feb. - 12. mars 18 - 19:30
SPÆNSKA I (b) mánud. og miðvikud. 21. jan. - 13. feb. 19:30-21
SPÆNSKA III mánud. og miðvikud. 2. - 28. apríl 18 - 19:30
ENSKA II mánud. og miðvikud. 20. feb. - 17. mars 18 - 19:30
ENSKA I mánud. og miðvikud. 21. jan. - 13. feb. 18 - 19:30
ENSKA III fi mmtudaga 23. jan. - 12. mars 19:30-21
ÞÝSKA I þriðjud. og fi mmtud. 29. jan. - 21. feb 19:30-21
FRANSKA I mánud. og miðvikud. 28. jan. - 20. feb. 19:30-21
ÞÝSKA II þriðjud. og fi mmtud. 26. feb. - 20. mars 19:30-21
ICELANDIC I mondays - wednesdays 21. jan. - 13. feb. 19:30-21
DANSKA þriðjud. og miðvikud. 29. jan. - 27. feb. 18 - 19:30
ICELANDIC III mondays - wednesdays 2. - 28. apríl 19:30-21
ICELANDIC II mondays - wednesdays 20. feb. - 13. mars 19:30-21
ISLANDZKI I wtorki i czwartki 22 stycznia - 14 lutego 19:30-21
JAPANSKA I mánud. og miðvikud. 28. jan. - 20. feb. 19:30-21
ISLANDZKI II wtorki i czwartki 19 lutego - 13 marca 19:30-21
Litlir hópar, færir kennarar, persónuleg kennsla
Kennt í Odda, Háskóla Íslands
... Málaskólinn LINGVA, Sími : 561 0315 www.lingva.is ...
Lifandi
talmálskennsla