Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 12
fréttir og fróðleikur Sannkallaður frumskógur ólíkra aðferða Palestínumaðurinn Ali Zbeidat segir útséð með að vestræn stjórnvöld komi Palestínumönnum til hjálpar að fyrra bragði. Þau séu samsek Ísraelsmönnum og taki í raun þátt í þjóð- ernishreinsunum með því að gera ekki neitt. Ísrael, skilgreint sem ríki gyðinga, sé klárlega byggt á kyn- þáttahatri. „Já, ég bjó í sjö ár í Hollandi áður en ég flutti til baka. Hvers vegna flutti ég aftur til Ísraels? Því þar er landið mitt og heimilið mitt. En því miður er þetta ekki ríkið mitt,“ segir Ali Zbeidat, Palestínumaður með ísraelskan ríkisborgararétt. Ali Zbeidat er einn af hinum „lánsömu“ Palestínumönnum, að því leytinu til að hann á vegabréf og hefur ríkisfang. Hann borgar skatta til Ísraels og má kjósa þar í kosningum. En samkvæmt ein- faldri skilgreiningu á hann ekki eiginlegt heimili þar. Ísraelsríki er skilgreint sem gyðinglegt lýðræðisríki. Ali legg- ur áherslu á misræmið sem hann sér í þeim orðum.„Þessi skilgrein- ing er þversögn í sjálfri sér. Það er ekki hægt að kalla ríki annars vegar lýðræðislegt og hins vegar bara fyrir einn hóp manna, í þessu tilfelli gyðinga. Meinið er að fimmtungur svo- kallaðra Ísraelsmanna er alls ekki gyðingtrúar. Í þessum fimmtungi eru til dæmis afkomendur þeirra Palestínumanna sem voru ekki reknir burt árið 1948. Þeir eru meira að segja með ríkisborgara- rétt. Búa innan um gyðingana og vinna við hliðina á þeim. En þeir eru ekki gyðingar. Hvernig eiga þeir þá heima í gyðinglegu ríki?“ spyr Ali. Þessir Palestínumenn, sem oft eru kallaðir ísraelskir arabar, voru innlimaðir í ríkið, en ekki skildir frá því, eins og þeir Palestínu- menn sem búa á Gaza-svæðinu, Vesturbakkanum og í flóttamanna- borgum í nágrannalöndunum. Aðskilnaðurinn lýsi sér meðal ann- ars í því að Palestínumenn fái ekki byggingarleyfi, skólavist eða atvinnu. Ali segir að gyðinglega ríkinu megi líkja við Suður-Afríku á sínum tíma, þar sé í raun opinber aðskilnaðarstefna. Stjórnvöld rói að því öllum árum að losna við Palestínumennina. Hann rifjar upp orð Benjamíns Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. „Hann sagði blákalt í ræðu fyrir um tveimur árum að Palestínu- mennirnir á Gaza væru ekki helsta vandamál Ísraels. Hið raunveru- lega „vandamál“ væri þessi hópur Palestínumanna sem byggi innan landamæranna. Núverandi utan- ríkisráðherra, Tzipi Livni, tekur í sama streng. Hún talar oft um að tveggja ríkja lausnin sé „lausn á Palestínumönnunum“. Lieberman aðstoðarforsætisráðherra vill svo skera þau landsvæði Ísraels, þar sem Palestínumenn eru í meiri- hluta, frá sjálfu ríkinu og gera það hluta af nýju palestínsku ríki, bara til að Palestínumenn séu ekki innan um gyðinga.“ Ali telur ekki að Ísraelsríki í núverandi mynd eigi sér mikla framtíð. Það þurfi að beita miklu ofbeldi og hroðaverkum til þess eins að viðhalda ástandinu og hafi líklega ekki þrek til þess enda- laust. Tveggja ríkja lausnin svokallaða, með sjálfstæðu ríki Palestínu- manna við hlið Ísraelsríkis, er hins vegar dauðadæmd, segir Ali, því við samningaborðið hafi Ísra- elsmenn aldrei boðið Palestínu- mönnum upp á neitt nema léleg- asta landið, með afarkostum. „Og hvernig á það að ganga, þegar það tekur sjö klukkutíma að fara kortersspotta milli bæja eins og Ramallah og Jerúsalem? Þeir eru búnir að reisa risavaxinn aðskilnaðarmúr sem þarf að fara fram hjá og svo þarf að stoppa í mörgum öryggishliðum. Þetta gengur ekki til lengdar.“ Eitt ríki, óháð trúarbrögðum, er besta lausnin, að mati Alis. Hug- sjónin um eitt ríki gyðinga hafi reynst of blóðug. „Zíonisminn hefur mistekist, því hann er byggður á kynþátta- hatri sem eitrar út frá sér. Þessa dagana flytja því fleiri gyðingar frá landinu en til þess. Það sjá allir að það er vonlaust að byggja ríki á kynþáttahatri. Þeir eru að reyna að búa til samkennd eða sjálfs- mynd Ísraelsmannsins með mörg- um ólíkum þjóðarbrotum og deila svo um hvað sé að vera gyðing- ur!“ Ali telur að vestræn ríki muni aldrei stöðva hryllinginn í Palest- ínu að fyrra bragði, ekki fyrr en almenningur neyði þau til þess. „Og með þögninni takið þið þátt í þessu. Við Palestínumenn þurf- um ekki einhvern dollara hér og annan þar. Við þurfum að láta stöðva stríðsglæpamennina sem eru við völd. Og frumkvæðið virðist þurfa að koma af götunni, frá venjulegu fólki. Hvað gerðu evrópskir þingmenn til dæmis í fyrra, þegar fimmtíu palestínskir þingmenn voru settir á bak við lás og slá? Ekkert.“ Þarf að falla frá zíonisma Fólk hlífir sér Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu TASKI Swingo 1250 B Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B TASKI swingogólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.