Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 16
16 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Ný útgáfa Biblíunnar og kristið siðgæði hefur verið nokkuð til umræðu á síðustu vikum. Þetta eru góð og gagnleg skoðanaskipti og minna okkur á þá gjöf sem kristindómurinn er. Á sama hátt og við undrumst á ári Jónasar Hallgrímssonar snilli hans í nýyrðasmíð og hvað íslensk tunga á honum mikla skuld að gjalda, sést okkur gjarnan yfir hvað kristnin hefur auðgað og mótað líf okkar og þjóðarvitund. Biblían er af mörgum talin merkust bóka og í hana sækja menn huggun, styrk og andagift. En Biblían er ekki trú. Ekki frekar en matreiðslubók er matur. Hún er trúarrit. Kirkjan er samfélag kristinna manna og sú helgi og kyrrð sem menn finna gjarnan í kirkjunni sinni er tilkomin vegna bænahalds og lotningar sem þar vaknar í vitund manna þegar best lætur. Kristnir menn halda stórhátíð tvisvar á ári. Annars vegar til að minnast fæðingar Krists og hins vegar dauða hans og krossfesting- ar. Engin hátíð er haldin vegna þess sem hann boðaði og eftir honum er haft. Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna. Væri ekki gaman að halda Fjallræðuhátíð á Þingvöllum um bjarta sumarnótt? Eða á sólskinsmorgni? Tilboð sem ekki ætti að hafna Kristin trú byggist á krossfest- ingu og upprisu Krists. En hvort sem menn tilheyra kristnum söfn- uði, öðrum trúfélögum eða engu, þá nálgast hver og einn almættið á sinn hátt, því að fólk er ólíkt, skilur og upplifir það sem sagt er og gert í samræmi við eigið upp- lag og reynslu. Sjálfri finnst mér erindi Krists vera fyrirgefningin. Kærleikur- inn og fyrirgefningin. Fyrirgefn- ing er svo miklu dýpra og stærra hugtak en það að fyrirgefa sjálf- um sér og öðrum misgerðir. Krist- ur er nefndur frelsari og erindi hans er að frelsa okkur frá okkur sjálfum. Frá hatrinu, reiðinni, eigingirninni, öfundinni, illgirn- inni og afbrýðiseminni. Þessum fjötrum sem við leggjum á okkur sjálf og eigum stundum erfitt með að sleppa. Teljum jafnvel sérstaka dyggð að halda í gamla óvild og reiði. Það sé vitnisburður um skapstyrk og reisn. Við manneskjurnar erum breyskar og berum bæði í okkur hærri og lægri hvatir og allt þar á milli. En við höfum alltaf val um hverju við hlúum að og styrkjum í okkur sjálfum og hvaða jurt fær enga vökvun. Á því byggist hver við erum. Það er því margt verra en að skoða tilboð Krists um það sem gerir mann frjálsan og ég held að skólabörn skaðist varla af kynn- um við það. Faríseinn er víða Bæði fyrr og síðar hefur nokkuð borið á því að faríseinn í hverjum og einum láti á sér kræla í trúfé- lögum. Við og hinir viðhorfið. Hinir frelsuðu og syndararnir. Eins má ekki rökræða um hluti. Fólk er búið að finna sannleikann í eitt skipti fyrir öll. Þá er þetta orð- inn dauður bókstafur og á ekkert skylt við opinn huga og umburðar- lyndi. Við sjáum reyndar þessi við- brögð alls staðar í kringum okkur þegar fólk með góðan málstað missir sig í sjálfsupphafningu, smámunasemi og heilagleika. Við sjáum þetta til dæmis bæði í umhverfismálum og jafnréttis- málum hér á landi. Afkomendur þeirra sem töluðu ekki hástemmdara um neitt annað en landið sitt og náttúruna og skáldanna sem ortu innblásið um fossa og fjöll, tala eins og þeir séu fyrsta og eina fólkið sem ber raun- verulega virðingu fyrir náttúr- unni. Tungumálið er virkjað og nú er talað um umhverfissóða eins og hverja aðra staðreynd. Næst kemur umhverfislögregla og nágrannaeftirlit. Sama má segja um jafnréttis- umræðuna. Maður fer hjá sér þegar maður heyrir hvað tínt er til og talið til mikilvægis. Ekkert af þessum málum er ágreiningsmál í sjálfu sér, þótt skoðanir geti verið skiptar. Þau varða alla. En með því að elta smá- atriði, búa til ágreining og upp- hefja sig í nafni málstaðarins er verið að varpa rýrð á hann. Þetta er reyndar dálítill útúrdúr frá spjalli um kristindóminn, en mig langar að minna á fallega grein sem Illugi Jökulsson skrif- aði á aðventunni um andartaks upplifun á stjörnubjörtu kvöldi fyrir löngu. Einhvers konar kyrrð- ar einingu sem orð ná ekki að fanga. Kvaðst þó ekki hafa hitt Guð. Það minnti mig á söguna af fiskunum tveim sem sem voru að synda saman í hafdjúpinu og litli fiskurinn sagði við stóra fiskinn: – Hvar ætli hann sé þessi sjór sem allir eru að tala um? UMRÆÐAN Velferðarmál Í Fréttablaðinu á föstudaginn var, þann 4. janúar, er frétt um raunir sjónskertrar og ósjálfbjarga ekkju. Dóttir hennar hefur annast móður sína, en hún fær ekki um önnunarbætur, sem ríkið greiðir þegar svona stendur á. Ástæðan er sú að greiðslan er takmörkuð við þá sem eiga sameiginlegt lögheimili. Lögin eru skýr og úrskurðar- nefnd um almannatryggingar staðfesti synjun um greiðslu umönnunarbóta í þessu máli. Vandinn sem við blasir í þessu máli er að ríkið veitir ekki ekkj- unni viðunandi umönnun heima hjá sér svo hún býr við óviðunandi þjónustu þar til hún kemst á stofnun til dvalar og þjónustu. Þrautalendingin er þá að ættingjar hlaupa undir bagga með ríkinu. Vissulega var það framför á sínum tíma þegar lögfestar voru umönnunarbætur í þessum tilvikum, en heimildin er takmörkuð og afar þröng. Þess vegna fá mun færri aldraðir og sjúkir umönnun í heimahúsi en nauðsyn krefur. Brýnt er að rýmka lagaákvæðið með hagsmuni þeirra í fyrirrúmi sem þjónustuna þurfa. Það mun stuðla að því að aldraðir geti verið lengur í heimahúsi en nú er, þeim mun vonandi líða betur og svo merkilegt sem það nú er, þá sparar ríkið umtalsverða fjárhæðir fyrir hvern þann mánuð sem dregst að aldraðir flytjist í hjúkrunar- rými. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem þingmenn Frjálslynda flokksins lögðu fram, þar sem lagt er til að breyta lögunum og rýmka heimildir til þess að greiða umönnunarbætur og heimila greiðslur til þeirra sem eiga annað lögheimili en sá sem annast er um. Heimilt yrði skv. frumvarpinu að greiða öðrum en maka viðkomandi, svo sem ættingjum eða nákomnum vinum. Auk þess er lagt til að hækka greiðslurnar og samræma þær öðrum greiðsluflokki. Kostnaður ríkisins við mánaðar- þjónustu yrði eftir sem áður aðeins fjórðungur kostnaðar við dvöl á hjúkrunarheimili. Löngu tímabært er að stíga næsta skref til þess að bæta þjónustuna við aldraða og sjúka í heimahúsum. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Engar umönnunarbætur greiddar KRISTINN H. GUNNARSSON Við og hinir Biblían er af mörgum talin merkust bóka og í hana sækja menn huggun styrk og anda- gift. En Biblían er ekki trú. Ekki frekar en matreiðslubók er matur. Hún er trúarrit. Kirkjan er samfélag kristinna manna og sú helgi og kyrrð sem menn finna gjarnan í kirkjunni sinni er tilkomin vegra bænahalds og lotningar MARKAÐURINN með Fréttablaðinu alla miðvikudaga Er gæðafrumvarp gera skal Hver kannast ekki við að standa á gati þegar undirbúa á og ganga frá lagafrumvarpi? Kannski ekkert sér- staklega margir en þeir sem það gera þurfa ekki lengur að örvænta því út er komin Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa. Bókin er liður í aðgerðaáætluninni Einfaldara Ísland frá 2006, þar sem mælt var fyrir um leiðir til að einfalda lög og reglur og vanda betur til verka við undirbúning nýrra reglna. Handbókina má meðal annars finna á vef Alþingis og veitir um margt skemmtilega innsýn í störf Alþingis; að ýmsu er að huga þegar semja á gott frumvarp. Lagatextar Sérlega áhugaverður er fyrsti hluti annars kafla handbókarinnar sem fjallar um málfar. Lagatexti skal vera „knappur en að sama skapi nákvæm- ur, stíllinn hlutlægur og ópersónuleg- ur“. Það gefast fá tækifæri til að skella sér á bak skáldafáksins: „Í lagatexta gefst ekki tilefni til tilþrifa í orðnotkun og þótt það sé ekki rismikill stíll er nauðsynlegt að hugtak sé alltaf táknað með sama orðinu. Í umferðarlögum er t.d. hugtakið bifreið skilgreint nákvæmlega og alltaf notað orðið bifreið í þeirri merkingu, ekki t.d. bíll sem allt eins gæti átt við um hópbifreið, og enn síður orð eins og drusla, drossía eða kaggi þótt þau mundu eflaust lífga upp á stílinn.“ Erfiðir tímar Jón Viðar Jónsson lætur sýningar LR ekki líða fyrir það þótt Borgarleikhús- stjóri hafi sett hann út af sakra ment- inu. Jón Viðar keypti miða á Jesus Christ Superstar fyrir helgi og gaf söngleiknum þrjár og hálfa stjörnu í DV í gær. Þótt dómurinn sé heilt á litið jákvæður notar gagnrýnandinn tækifærið til að senda Guðjóni Peder- sen leikhússtjóra sneið: „[M]örgum áhorfenda var auðheyrilega skemmt – en æ, nú gleymdi ég mér, það er dónaskapur að tala um áhorfendur í Borgarleikhúsinu. [...] Við lifum á erfiðum tímum, eins og Brecht sálugi sagði í frægu ljóði – og var þá ekki bara að hugsa um nasistana sem flæmdu hann af fósturjörðinni.“ bergsteinn@frettabladid.is Í DAG | Trúmál JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR U mræður um endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hafa á löngum tíma þróast í tiltölulega málefnalegan og markvissan farveg. Leikir samnings- aðila eru flestir fyrirsjáanlegir. Stærstu hagsmunirnir beggja megin samningsborðsins eru augljósir og sam- eiginlegir: Einfaldlega þeir að halda niðri verðbólgu. Í sjálfu sér kom ekki á óvart að kallað væri eftir aðild ríkis- stjórnarinnar við lausn þessara samninga. Í því efni þarf þó að hafa í huga að vinnumarkaðurinn á að vera kominn á það þroska- stig að geta fundið lausnir án aðkomu ríkisvaldsins nema sérstak- lega standi á. Tvennt hefur hins vegar komið á óvart við kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar á hendur stjórnvöldum. Það fyrra er að óska eftir niðurstöðu þar um áður en sést fyrir endann á samningum aðilanna sjálfra. Öllum má vera ljóst að það væri efnahagslegt ábyrgðar- leysi af hálfu ríkisstjórnar. Það hefur alltaf verið forsenda og réttlæting á aðkomu ríkis- stjórnar að samningum á vinnumarkaði að hún væri óhjákvæmi- leg til að viðhalda stöðugleika. Ríkisstjórn á hverjum tíma þarf því að sjá fyrir heildaráhrif samninga og eigin aðgerða áður en hún tekur endanlegar ákvarðanir. Það væri efnahagslegur háskaleikur af hálfu ríkisstjórnar að koma með fjörgjöf inn í samningaferli sem enn sést ekki fyrir endann á. Takist einu sinni að afvegaleiða ríkisstjórn að þessu leyti er hætt við að þessi leið sé einfaldlega úr sögunni sem skyn- samlegur kostur til úrlausnar deilum þegar sérstök þörf krefur við flóknar aðstæður. Hér verður ekki mælt gegn hefðbundinni aðkomu ríkisvalds- ins að þessum samningum á lokastigi. En eins og nú standa sakir eiga aðilarnir sjálfir að ráða við mestan hluta þess verkefnis upp á eigin spýtur. Efnahagslega eru ekki sterk rök fyrir umfangsmikilli aðkomu stjórnvalda. Síðara atriðið varðar sjálfa kröfugerðina á hendur ríkisvaldinu. Í fyrsta lagi er þar um að ræða meiri kröfur en skynsamlegar geta talist. Þrátt fyrir góða stöðu ríkissjóðs má öllum vera ljóst að veru- legur afgangur á rekstri hans er ein helsta forsenda stöðugleik- ans. Of mikil innkoma ríkissjóðs getur því beinlínis unnið gegn því keppikefli. Í öðru lagi er ljóst að krafan um tekjutengda hækkun persónu- afsláttar veldur verulegri hækkun jaðarskatta. Slík breyting mun kalla á leiðréttingu síðar gagnvart meginhluta félagsmanna í verkalýðsfélögunum. Kjarasamningarnir sjálfir hafa lengi verið eins og dragspil sem ýmist er þanið sundur eða saman. Þannig er hins vegar ekki unnt að spila á skattkerfið. Hlutabréfamarkaðurinn slitnaði með öllu úr tengslum við rekstrarumhverfi fyrirtækjanna á fyrri hluta síðasta árs. Þó að sú sveifla hafi að mestu gengið til baka getur verið erfitt beint í kjölfarið að gera samninga sem verða að lúta þeim takmörkunum sem rekstrarumhverfið eitt setur. Það er hins vegar sá veruleiki sem við blasir. Fyrir þá sök er óhjákvæmilegt að kalla eftir aðhaldi af hálfu ríkisstjórnarinnar. Á herðum aðila vinnumarkaðarins hvílir fyrst og fremst sú ábyrgð að nýta það takmarkaða svigrúm sem fyrir hendi er til þess að bæta stöðu þeirra sem lakast eru settir. Ríkisvald og kjarasamningar: Skattkerfið er ekki dragspil ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.