Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 8
8 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR
NOREGUR Gro Harlem Brundtland,
fyrrverandi forsætisráðherra
Noregs og framkvæmdastjóri
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar,
hefur búið í Frakklandi frá 2004
og nýtt sér gat í norskum skatta-
reglum til að komast hjá því að
greiða skatt. Gro hefur nú lýst
því yfir að hún ætli að flytja lög-
heimili sitt aftur heim til Noregs
og greiða skatt þar, að sögn Ver-
dens Gang.
Brundtland hefur haft tæplega
sextíu prósent af tekjum norska
forsætisráðherrans frá 65 ára
aldri sem þýðir að hún hefur haft
átta milljónir króna í árstekjur.
Ef hún byggi í Noregi þyrfti hún
að greiða um tvær og hálfa millj-
ón af því í skatt. Í Frakklandi eru
reglurnar hins vegar þannig að
ekki er heimilt að innheimta skatt
af Norðmanni sem fær greiðslur
frá Noregi. Gro hefur því ekki
greitt krónu í skatt.
Brundtland hefur um þrjár
milljónir króna í tekjur til við-
bótar sem ráðgjafi hjá gos-
drykkjaframleiðandanum Pepsi-
Co. Starfið felst í því að sitja í
ráðgjafarnefnd og mæta á fundi
hennar fjórum sinnum á ári. Þess-
ar tekjur ætti hún að gefa upp í
Noregi en hefur viðurkennt að
hafa ekki gert. Samkvæmt norsk-
um reglum skerða aukagreiðsl-
urnar ekki ellilífeyrinn.
Brundtland hefur legið undir
ámæli síðustu daga. Það þykir
siðleysi af fyrrverandi forsætis-
ráðherra landsins að hafa nýtt sér
gat í skattareglum þó að hún haldi
því fram að hún hafi ekki vitað af
þeirri reglu þegar hún flutti til
Frakklands. Þá þykir einnig
ámælisvert að fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar sé á launum hjá
einum stærsta gosdrykkjafram-
leiðanda heims.
Kaare Norum prófessor segir
að þau Gro hafi unnið saman hjá
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
inni „gegn því að fólk verði of
þungt af því að drekka of mikið af
gosdrykkjum. Þess vegna finnst
mér slæmt að hún sé ráðin hjá
einu af þeim fyrirtækjum sem
vinna ekki að góðri heilsu í heim-
inum“, segir hann í samtali við
norska ríkisútvarpið NRK.
Brundtland telur hins vegar
ekkert gagnrýnisvert við það að
vera á launum hjá gosdrykkja-
framleiðandanum og neitar að
gefa upp hvað hún fái í laun. Dag-
blaðið Verdens Gang segir hins
vegar að aðrir ráðgjafar fái þrjár
milljónir.
Jens Stoltenberg forsætisráð-
herra ætlar að stoppa í gatið í
skattareglunum. ghs@frettabladid.is
Gro hefur
ekki greitt
krónu í skatt
Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráð-
herra Noregs, hefur ekki greitt krónu í skatt frá
2004 með því að nýta sér gat í skattareglum og búa í
Frakklandi. Hún er líka harðlega gagnrýnd fyrir að
þiggja laun frá gosdrykkjaframleiðandanum Pepsi.
FÆR LAUN FRÁ PEPSI Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi framkvæmdastjóri
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, barðist fyrir minni sykurneyslu á sínum tíma en
þiggur nú laun fyrir setu í nefnd hjá gosdrykkjarisanum PepsiCo.
ÆTLAR AÐ BREYTA Jens Stoltenberg for-
sætisráðherra ætlar að breyta reglunum
og stoppa í gatið sem Gro nýtti sér.
MAKING MODERN LIVING POSSIBLE
REFRIGERATION &
AIR CONDITIONING DIVISION
Aðvörun!
Möguleg hætta á eldsvoða í gömlum kæliskápum
og frystum sem keyptir voru árið 1994 eða fyrr
Ef kæliskápurinn þinn eða frystirinn
var keyptur árið 1994 eða fyrr, ættir
þú að athuga hvort hann er búinn
Danfoss þjöppu.
Nýlegar prófanir gefa til kynna að
stigvaxandi hrörnun plastefnis í
startarabúnaði Danfoss þjappa frá
þessu tímabili geti (við öfgakenndar
eða aðrar kringumstæður) valdið
aukinni eldhættu. Startari framleid-
dur eftir 1994, í nútíma þjöppum
ber ekki – og mun ekki í framtíðinni
– bera þessa hættu með sér.
Þú finnur þjöppuna aftan á eða á
hlið kæliskápsins eða frystisins og
mögulega á bak við hlíf í sumum
tilfellum.
Þú ættir að aftengja rafmagns-
snúruna áður en þú færir kæli-
skápinn þinn eða frystinn.
Til að bera kennsl á Danfoss þjö-
ppu, vinsamlegast leitaðu að gula
merkimiðanum með heiti Danfoss,
myndmerki og gerðartegund fram-
an á þjöppunni. Sjá teikninguna að
ofan.
Ef þú finnur Danfoss þjöppu bygg-
ða í kæliskápinn þinn eða frystinn,
framleiddan og dagsettan aftur til
1994 eða fyrr, ættir þú að grípa til
eftirfarandi aðgerða til að eyða
hugsanlegri hættu á eldsvoða:
– hafa samband við Danfoss til að
panta ókeypis varahlut – leita
aðstoðar hjá faglærðum þjónustu-
tæknimanni til að láta setja hann
upp.
Þú getur fundið frekari upplýsingar
og pantað ókeypis varahlutinn sem
þú þarft á:
20
90
Vefur:
www.danfoss.is/compressorinfo
Bein lína Danfoss (gjaldfrjálst númer): 8001030
(virka daga frá 09:00-21:00, laugardaga & sunnudaga 10:00-17:00)
ÞRÓUNARMÁL Hjálparstarf kirkj-
unnar og Þróunarsamvinnustofn-
un hafa gert með sér samstarfs-
samning um þriggja ára
þróunarverkefni í Eþíópíu. Þetta
er stærsta verkefnið sem Hjálpar-
starf kirkjunnar hefur lagst í.
Þaðan koma 40 prósent fjárins en
60 prósent frá Þróunarsamvinnu-
stofnun. Samtals verður 75 millj-
ónum varið til verkefnisins.
Sighvatur Björgvinsson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarstofnunar
og Jónas Þ. Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj-
unnar, undirrituðu samninginn 19.
desember síðastliðinn.
„Verkefnið verður unnið í Jijiga,
einu fátækasta héraði landsins þar
sem búa um 230 þúsund íbúar,“
segir Lydia Geirsdóttir, verkefna-
stjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunn-
ar. Meðal viðfangsefna sem fylgja
verkefninu nefnir hún byggingu
vatnsþróa og vatnsgeyma sem
gera mönnum kleift að nýta
rigningarvatn til neyslu og rækt-
unar. Heildarverkefnið mun nýtast
öllum íbúum hérðasins og sá hluti
sem snýr að vatnsöflun mun
tryggja 25 þúsund íbúum í tíu
sýslum aðgang að hreinu vatni en
Lydia segir að einungis 30 prósent
landsmanna í Eþíópíu njóti þeirra
mikilvægu mannréttinda. „Það
þýðir að meira en 50 milljónir hafa
ekki aðgang að hreinu vatni,“ segir
hún. - jse
75 milljónum veitt til þriggja ára verkefnis í Eþíópíu:
Tryggja 25 þúsund
manns hreint vatn UMHVERFISMÁL Ábyrgð framleið-enda dagblaða og auglýsinga-bækl inga verður meðal þess sem
nefnd sem umhverfisráðherra
skipaði nýverið mun skoða.
Nefndinni er ætlað að leggja til
aðgerðir til að
minnka úrgang
og auka endur-
vinnslu á
prentpappír.
Mikilvægt er
að auka ábyrgð
þeirra sem
framleiða og
flytja inn blöð,
tímarit, bækur
og auglýsinga-
bæklinga þannig að þeir beri
kostnað vegna úrgangs af fram-
leiðslunni, að því er segir í
skipunarbréfi nefndarinnar.
- bj
Vilja aukna endurvinnslu:
Skoða ábyrgð
framleiðenda
ÍTALÍA, AP Ítalski herinn hófst eld-
snemma í gærmorgun handa við
að ryðja ruslinu burt af götum
Napólíborgar. Sorphirða hefur
legið þar niðri í meira en hálfan
mánuð.
Sorphirðu var hætt vegna þess
að allir sorphaugar borgarinnar
eru einfaldlega yfirfullir og tvö ár
eru þangað ný sorpbrennslustöð
verður tilbúin til notkunar.
Árum og jafnvel áratugum
saman hefur stefnt í óefni í þess-
um málum, en íbúar hafa þó mót-
mælt því að gamlir sorphaugar
verði enduropnaðir því þeir séu
svo nálægt íbúðabyggð að hætta
stafi af, auk þess sem þeir vilja
enga bráðabirgðalausn heldur
varanlega lausn á málinu.
Romano Prodi forsætisráðherra
hefur heitið því að finna lausn á
málinu hið fyrsta, en til að byrja
með var herinn sendur af stað í
gær til að hreinsa til, einkum í
kringum skóla þar sem skólar
hófust á ný í gær eftir jólahlé.
Íbúar borgarinnar eru æva-
reiðir borgaryfirvöldum vegna
ástandsins og krefjast afsagnar
þeirra. Stjórnvöld kenna hins
vegar því um að skipulögð glæpa-
starfsemi hafi haft áhrif á sorp-
hirðuna, auk þess sem óskipuleg
skriffinnska hafi flækt málin. Þá
hafi mótmæli íbúanna gegn nýjum
sorphaugum og sorpbrennslu-
stöðvum gert illt verra. - gb
Meira en hálfur mánuður liðinn frá því sorphirðu var hætt í Napólí:
Herinn látinn ryðja sorpinu
MÆTTUR Í RUSLIÐ Ítalskur hermaður býr
sig undir að takast á við ófögnuðinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN, AP Bandarískur
maður er í varðhaldi eftir að
lögreglumenn fundu eyra kærustu
hans sjóðandi í potti heima hjá
honum og eldaða líkamshluta
hennar á diski á eldhúsborðinu.
Christopher Lee McCuin hringdi
sjálfur í neyðarlínuna og sagðist
hafa myrt kærustuna sína sem var
21 árs. McCuin er 25 ára.
Yfirvöld sögðu óljóst hvort
McCuin lagði sér lík kærustu
sinnar til munns eða hvort hann
vildi láta líta svo út.
McCuin er einnig grunaður um
að hafa stungið kærasta fyrrver-
andi konu sinnar á laugardaginn.
- sdg
Morðingi hringdi í neyðarlínu:
Eyra í potti og
líkhluti á borði
DAGBLÖÐ
Magn fjölpósts
hefur aukist um 76
prósent á fjórum
árum.
1. Í hvaða Afríkuríki hafa fimm
hundruð látist í kjölfar kosn-
inga 27. desember síðastliðinn?
2. Hvaða frambjóðandi repúbl-
ikana er talinn sigurstrangleg-
astur í forkosningunum í New
Hampshire sem fara fram í
dag?
3. Hvað heitir sjaldgæfa bakt-
eríusýkingin greindist fjórum
sinnum á LSH í fyrra og getur
valdið fósturskaða?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
VEISTU SVARIÐ?