Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 8. janúar 2008 23 Hefðbundin útgáfa af plötu hljóm- sveitarinnar Radiohead, In Rain- bows, fór beint á toppinn á breska vinsældalistanum sína fyrstu viku á lista. Platan var gefin út á netinu í október þar sem aðdáendur gátu ráðið hversu mikið þeir borguðu fyrir hana. Virðist það ekki hafa hægt á sölunni á þess- ari nýju útgáfu. Fyrrverandi konungur poppsins, Michael Jackson ætlar að koma fram á þrjátíu tónleikum í O2- tónleikahöllinni í London síðar á þessu ári. Verða þeir hluti af fyrstu tónleikaferð Jacksons um heiminn í rúman áratug. Talið er að kappinn fái í sinn hlut um 120 milljónir króna fyrir hverja tónleika í London, eða alls um 3,6 milljarða króna. Prince hélt 21 sinni tónleika á sama stað í fyrra við miklar vin- sældir. Nýjasta mynd Nicolas Cage, National Treasure: Book of Secret, hélt toppsæti sínu yfir vinsæl- ustu myndir Bandaríkj- anna. Myndin hefur því setið á toppnum í þrjár vikur sem hlýtur að teljast viðunandi árangur. Í öðru sæti er hasarmynd Will Smith, I Am Legend, og í því þriðja er unglinga- myndin Juno. Leikkonan Reese Witherspoon er sú kvenkyns stjarna sem flestum konum líkar við. Kemur þetta fram í nýrri skoðanakönnun sem rúmlega eitt þúsund konur tóku þátt í. Í öðru sæti lenti Jenni- fer Aniston og í því þriðja varð Angelina Jolie. Næst á eftir komu Jennifer Lopez og Katie Hol- mes. Á hinum endan- um bar Paris Hilton naumlega sigurorð af Britney Spears sem óvinsælasta stjarnan. FRÉTTIR AF FÓLKI Jennifer Aniston ku nú leita logandi ljósi að mögulegum sæðisgjafa. Samkvæmt heimildum Femalefirst vill leikkonan óð og uppvæg eignast barn, og vill helst fá sæði að gjöf frá einhverjum vina sinna. Heimildarmaður sem þekkir leikkonuna segir hana orðna mjög áhugasama um að eignast barn, þar sem tíminn sé henni ekki í hag, en Aniston er 38 ára gömul. „Jen er að velta fyrir sér kostum karlkyns vina sinna, til að gera svo fljótlega upp við sig hver þeirra væri bestur í hlutverk sæðisgjafa,“ segir heimildarmaðurinn. „Hún skoðar útlit, gáfur og per- sónuleika þar sem hún vill falleg og gáfuð börn til að fullkomna líf sitt. Þegar hún er búin að ákveða sig mun hún spyrja einhvern steinhissa piparsvein, og útskýra að hún vilji ekki hjónaband – bara börn!“ segir heimildarmaðurinn. Á sæðisgjafalista leikkonunnar eru bæði Vince Vaughn og nýi kærastinn Jason Lewis, að sögn heimildarmannsins. „Þó að Jen hafi kannski orðið fráhverf hjónabandi eftir skilnaðinn frá Brad Pitt langar hana ennþá mjög mikið í fjölskyldu. Hún á fallegt hús með tilbúnu barnaherbergi, milljónir í bankanum og lista af ákjósanlegum mönnum – og hún mun bráðum velja einn til þess að verða faðir,“ segir heimildarmaðurinn. Aniston leitar að sæðisgjafa ÓÐ Í BÖRN Jennifer Aniston ku nú leita að sæðisgjafa á meðal vina sinna. Hún vill eignast börn sem fyrst. Leikarinn Tom Cruise er orðinn næstæðstur innan Vísindakirkj- unnar. Þetta kemur fram í vænt- anlegri ævisögu Cruise, sem breski rithöfundurinn Andrew Morton skrifaði án samráðs við stjörnuna. Hann hefur áður skrif- að bækur um Díönu prinsessu og Beckham-hjónin. Í bókinni kemur fram að söfnuð- urinn reiði sig svo mikið á frægð Cruise til að breiða út boðskap sinn að leikarinn sé nú talinn vera næstur leiðtoganum David Misca- vige. Einnig segir í bókinni að kvikmyndaferill Cruise hafi verið byggður upp í kringum trúar- brögðin og að hann hafi valið eiginkonu sína, Katie Holmes, með tilliti til þess hvað hentaði Vísindakirkjunni best. Lögfræðingur Cruise er ósáttur við ævisöguna og segir hana fulla af rangfærslum. Cruise næstæðstur CRUISE OG HOLMES Leikarinn Tom Cruise er orðinn næstæðstur innan Vísindakirkjunnar samkvæmt bók Andrews Morton. mig vantar orðabók á netinu ... núna ! hm ... tic tic tic tic tic tic tic . tic tic ... auðvitað ! :-)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.