Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 10
10 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR FÉLAGSMÁL Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyris- sjóða, telur ástæðulaust að lífeyrissjóðir gaumgæfi fjár - festingar sínar í íslenskum fjárfestingarfyrirtækjum út frá siðferðissjónarmiðum – umfram það sem þegar er gert. Skúli Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins, kallar eftir samfélags- legri meðvitund í fjárfestingum lífeyrissjóða. Hann vill ekki að sjóðirnir eigi hluti í fjárfestingar- fyrirtækjum sem kaupa fyrir- tæki til að umbreyta þeim og selja svo aftur í smærri eining- um. „Ég vil ekki að lífeyrissjóð- irnir taki þátt í að skilja eftir slóð atvinnuleysis,“ sagði Skúli í Fréttablaðinu í gær. Arnar Sigurmundsson er í meginatriðum sammála Skúla. Hann segir að horfa eigi til sið- ferðislegra þátta við mat á fjár- festingum. „Það á að gera það og það er gert,“ segir Arnar en telur ástæðulaust að lífeyrissjóðir taki upp önnur vinnubrögð en þeir ástundi nú þegar. Í nýársgrein á vef Starfs- greinasambandsins fjallaði Skúli Thoroddsen um nýkapítalisma og sagði hann vera að ryðja sér til rúms. Kvaðst hann þeirrar skoð- unar að kröfur fjárfesta um mik- inn skyndigróða hefðu skaðað samfélagið og sagði stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja í þeim hópi. „Kvótabrask og græðgi hefur verið aðall greinarinnar,“ sagði Skúli. Arnar, sem jafnframt er formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva, lítur hlutina öðrum augum. „Það er eðlilegt að fyrir- tæki vilji efla kvótastöðu sína og slíkt leiðir til nauðsynlegrar hag- ræðingar. En þegar menn vilja hætta og fara í eitthvað annað er ekkert við því að gera. Um þetta var talsvert rætt fyrir fimm til tíu árum en það er búið núna.“ - bþs Formaður stjórnar samtaka lífeyrissjóða telur fjárfestingar sjóðanna standast kröfur um siðferði: Lífeyrissjóðir stuðla ekki að atvinnuleysi FINNLAND Finnar eru lítt hrifnir af því að Vladimír Pútín verði áfram leiðtogi Rússlands þegar kjörtíma- bili hans sem forseta Rússlands lýkur. Margir Finnar líta á Rússland sem ógn við Finnland. Skoðanakönnun, sem finnska dagblaðið Helsing- in Sanomat lét gera í lok nóvember og byrjun desember, sýnir að innan við fjórðungur aðspurðra vill að Pútín verði áfram raunverulegur leiðtogi Rússlands. Pútín lýsti því yfir í desember að hann væri reiðubúinn í embætti forsætisráðherra ef Dmitri Medvedev næði kjöri sem forseti í mars. - ghs Finnsk skoðanakönnun: Fáir Finnar hrifnir af Pútín VLADIMÍR PÚTÍN EINFÆTTUR Í HÁLOFTUM Meðlimur í japönskum minningarsamtökum um slökkviliðsmenn sýnir listir sínar þar sem hann stendur á einum fæti efst í háum bambusstiga í verslunarmið- stöð. Er hann íklæddur búningi sem slökkviliðsmenn notuðu á fyrri hluta 20. aldarinnar. NORDICPHOTOS/AFP INDLAND, AP Yfirvöld í einu af ríkj- um Norður-Indlands hyggjast nýta krafta atvinnulausra í að gelda apa sem hafa hrellt íbúa undan- farin ár. Ætlunin er að koma þannig böndum á fjölgun apanna, sem halda til í borgum í tug- þúsundatali. Aparnir verða geltir með leysigeisla. Verkefnið er hugarfóstur nýkjörins ríkisstjóra Himachal Pradesh sem vill leysa tvö helstu vandamál ríkisins – atvinnuleysi og árásargjarna apa – samtímis. Aðstoðarborgarstjórinn í Nýju- Delí lést í lok október þegar hann féll fram af svölum eftir árás villtra apa. - sþs Atvinnulausir á Norður-Indlandi: Gelda villta apa APAPLÁGA Gelda á indversku borgarapana með leysigeislum. ARNAR SIGUR- MUNDSSON SKÚLI THORODDSEN SKATTABREYTINGAR Sorphirðu- og sorpeyðingargjaldið hækkar hjá öllum stærstu sveitarfélögum landsins. Mest hækkar það að krónutölu í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi eða um fjögur þúsund krónur í hvoru sveitarfélagi. Það hækkar líka í Kópavogi, Hafnar- firði, Garðabæ, Reykjanesbæ og á Akureyri. Minnst hækkar það í Mosfellsbæ og Garðabæ. Sorphirðu- og sorpeyðingar- gjaldið er hæst í Reykjanesbæ en þar er það rétt tæpar 19 þúsund krónur á íbúð. Í borginni er gjald- ið 16.300 krónur á tunnuna á ári frá áramótum en 8.150 ef tunnan er græn. Gjaldið tvöfaldast ef tunnurnar eru tvær. Sorphirðu- gjaldið er þar með í hærri kantin- um en það á að standa undir þjón- ustunni og gerir það nú. Kópavogsbúar og Akureyringar greiða 14 þúsund krónur og Hafn- firðingar 13 þúsund. Garðbæingar greiða rúm 13 þúsund og Mosfell- ingar 11.500 krónur. „Sorphirðugjaldið er langt frá því að standa undir rekstrarkostn- aði við sorphirðuna,“ segir Karl Guðmundsson, bæjarritari á Akur- eyri. „Menn eru enn að greiða þessa þjónustu niður. Með þessari hækkun erum við farin að nálgast það að gjaldið standi undir rekstr- arkostnaði við sorphirðuna en það standa enn út af nokkrar milljónir sem við höfum ekki tekjur í. Þetta er ástæðan fyrir því að menn eru smám saman að hækka þetta gjald.“ Á Akureyri kostar sorphirðan rúmar 8.000 krónur á íbúa. Heild- arkostnaðurinn er 138,8 milljónir en sorphirðugjaldið skilar 120 milljónum króna. Inni í þessum tölum er sorphreinsun og sorpeyð- ing, reksturinn á sorphaugunum og gámasvæði en ekki þjónusta við fyrirtæki. Sorphirðugjaldið er lagt á hverja íbúð á Akureyri, ekki á tunnuna eins og í Reykjavík. Hjörtur Zakaríasson, bæjarrit- ari í Reykjanesbæ, segir að íbúar í öllum sveitarfélögunum á Suður- nesjum hafi sama sorphirðugjald- ið, 18.900 krónur. Þjónustugjaldið sé ákveðið hjá Sambandi sveitar- félaga á Suðurnesjum sem sjái um reksturinn á stöðinni. Gjaldið standi undir rekstrinum og þjónustan sé ekkert niðurgreidd. Ástæðan fyrir miklum rekstrar- kostnaði sé sú að sorpeyðingar- stöðin hjá Kölku sé brennslustöð. Guðjón E. Friðriksson, bæjar- ritari í Garðabæ, segir að sorp- hirðugjaldið hafi hækkað í sam- ræmi við verðbólguna, eða um sex prósent. Engin önnur vísindi séu þar á bak við. ghs@frettabladid.is Hækkar mest úti á Nesi og í Reykjavík Sorphirðugjaldið hækkar í öllum stærstu sveitar- félögum landsins. Mest hækkar það að krónutölu í Reykjavík og á Seltjarnarnesi eða um fjögur þúsund krónur á hvorum stað. HÆKKAR Á STÆRSTU STÖÐUNUM Sorphirðugjald hækkar í stærstu sveitarfélögum landsins, sérstaklega er hækkunin þó mikil í Reykjavík og á Seltjarnarnesi eða um heilar 4.000 krónur hvort sveitarfélag. Safapressa fyrir heilsuna og línurnar Fæst með berjapressu Verð frá kr.: 23.500 Aðrir söluaðilar: SORPHIRÐU- OG EYÐINGARGJALD 2007 Gjaldið/krónur Hækkun/krónur Reykjavík 16.300 4.000 Kópavogur 14.000 2.400 Hafnarfjörður 13.000 1.500 Garðabær 13.300 800 Reykjanesbær 18.900 1.600 Akureyri 12.650 1.150 Seltjarnarnes 14.000 4.000 Mosfellsbær 11.500 700

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.