Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 4
4 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, *+, -+, ./ 0+, *+,  1. 23+,/ 1. 23+, 4+,  1. 5+,  1. 5+,  1. *+,  1. 4+, 26+,  1. 25+,  1. -2+,  1.          !"# $%# &   "' ('# ) *"#%# + '%"! , !- . ' '# "  (' '# (! / '"# /" *# "# 01''# 0'(/'# /" '/ " 2%' #% %#- 3%)# '"! "'  1 2"' 0 4"01' / " +!  "# 2(   * # #  %# - ."%  * %"## "#- 5 ! !,# '"6' (' # '"#!' ) 7',02"###-  8945 5 39 .,! (' %,! - #!#! "  %6- .## %,! 0'(/'#- 0768  07238 9:    .9:    .  :#!' ' ;- !'(& 2" '0', #!' =  <  > ?     @  > @ A @ ? @ A   <  ?? <     02.03 05.46 01.11 23.25 23.13 22.37 22.23 22.22 22.02 22.01 21.58 21.46 21.45 21.43 21.42 21.32 21.09 21.02 20.21 19.00 17.14 17.00 01.38 01.35 00.48 00.26 23.05 23.05 22.49 19.54 14.29 06.07 00.44 00.02 GENGIÐ 07.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,713 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,83 62,13 121,84 122,44 90,68 91,18 12,170 12,242 11,528 11,596 9,666 9,722 0,5638 0,5670 97,60 98,18 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR flugfelag.is Burt úr bænum SNÆFELLSJÖKULL DRANGJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Hópaferðir fyrir öll tilefni Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is FERÐAMÁL Félag háskólamennt- aðra ferðamálafræðinga, FHF, telur ráðningu nýs ferðamála- stjóra algjörlega á skjön við þróun íslenskrar ferðaþjónustu undanfarin ár. „Það er augljós- lega gengið fram hjá fólki með háskólamenntun á sviði ferða- málafræði og það gagnrýnum við harðlega,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, stjórnarmaður í FHF. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra réð Ólöfu Ýrr Atladótt- ur líffræðing í stöðu ferðamála- stjóra. Bjarnheiður segir þetta einkennilegt. „Það skýtur skökku við að hann skuli ráða líffræðing í embætti ferðamála- stjóra. Líffræðing með enga sérmenntun í ferðaþjónustu, enga sérþekkingu og ekki umtalsverða reynslu af nokkru sviði ferðaþjónustu [...] Meðal umsækjenda um þessar stöðu voru að minnsta kosti sjö umsækjendur með sérhæfða háskólamenntun af sviði ferðamála auk víðtækrar reynslu í atvinnugreininni.“ - mh Ferðmálafræðingar: Mótmælu ráðn- ingu ráðherra BRUNI Hálffimmtugur karlmaður, Hilmar Ragnarsson, lést þegar eldur kom upp í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Tungusel 8 í Reykjavík rétt fyrir klukkan sex í gærmorgun. Maðurinn bjargaði konu og tveimur börnum úr íbúðinni áður en hann hneig niður. Tveir reykkafarar úr slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins fundu manninn í íbúðinni. Konan og börnin voru flutt á slysadeild vegna reykeitrunar. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga fólki úr íbúð á fjórðu hæð með hjálp körfubíls. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eld í húsinu korter fyrir sex og var allt tiltækt slökkvilið sent á vett- vang. „Slökkvistarf á vettvangi gekk vel. Góð samvinna var á milli lögreglu og annarra sem komu að hjálp á vettvangi, þar á meðal Rauða krossins,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Lögreglan kallaði til strætisvagn og hópferðabíl til að hlúa að þeim sem þurftu að yfirgefa íbúðir sínar í stigaganginum. Mikill reykur var í stigaganginum þegar slökkviliðið kom á vettvang en greiðlega gekk að reykræsta. Íbúum í húsinu var boðin áfalla- hjálp auk þess sem nágrannar hjálpuðu til með því að gefa fólkinu sem yfirgefa þurfti íbúðir sínar mat og drykk. Tuttugu slökkviliðsmenn voru að störfum í og við fjölbýlishúsið þegar mest var en lögð var áhersla á að koma fólki út og reykræsta húsið fljótt og vel. Rannsóknardeild lögreglunnar tók við þegar slökkvistarfi var lokið og hóf strax vettvangsrannsókn. Eldsupptök eru óljós en samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Víði Eggertssyni, í rannsóknardeild lög- reglunnar, getur vettvangsrann- sóknin tekið tvo daga. Ingibjörg Eggertsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum, segir samstarf á milli þeirra sem sinntu björgunar- starfi hafa gengið vel. „Það var kominn strætisvagn á staðinn þegar við komum. Sjálfboðaliðar frá okkur voru komnir á vettvang innan skamms til þess að aðstoða.“ Haukur Sigurðsson, íbúi í Tungu- seli 6, segir brunann í húsinu áfall. „Ég vaknaði við þessi ósköp í [gær]morgun. Slökkviliðið náði fljótt tökum á aðstæðum og við sem ekki vorum á svæðinu þar sem bruninn hafði áhrif gátum verið inni. Sumir fóru út og fylgdust með gangi máli. Þetta er vitaskuld mikið áfall.“ Hilmar lætur eftir sig þrjú börn á aldrinum sex til fimmtán ára. magnush@frettabladid.is Bjargvættur fórst í bruna Hálffimmtugur maður lést eftir að eldur kom upp í íbúð í Tunguseli. Áður hafði hann bjargað konu og tveimur börnum. Þremur var bjargað af hæðinni fyrir ofan. Maðurinn lætur eftir sig þrjú börn. Taylor var í Líberíu Charles Taylor, sem nú hefur verið dreginn fyrir stríðsglæpadómstól í Hollandi, var að sjálfsögðu harðstjóri í Líberíu en ekki Síerra Leóne, eins og fullyrt var í Fréttablaðinu í gær. LEIÐRÉTTING RANNSÓKNARDEILD Á VETTVANGI Rannsóknar- deild lögreglunnar var kvödd á vettvang sjö mín- útur yfir sex. Hún hóf rannsókn á vettvangi eftir að slökkviliðið hafði lokið störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Maður spyr sig óneitan- lega hvert stefnir í samfé- laginu þegar við þurfum að þeytast um allt svæðið til að slökkva elda sem fólk hefur kveikt að gamni sínu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri á höfuðborgarsvæð- inu, en mjög hefur borið á íkveikjum að undanförnu. „Við sendum dælubíla í tólf útköll aðfaranótt sunnudags og 21 útkall síðustu nótt [fyrrinótt]. Útköllin voru misalvarleg en það var auðvitað alltof mikið um útköll þar sem vísvitandi hafði verið kveikt í.“ Jón Viðar segir fólk skapa óþarfa hættu með því að kveikja í ruslagám- um og ýmsu öðru laus- legu og það geti komið niður á viðbragðsflýti þegar mest liggur við. - mh Slökkviliðsstjóri ósáttur við íkveikjur: SKAPA HÆTTU ÞEGAR MEST LIGGUR VIÐ FJÁRMÁL Sífellt fleiri bera fyrir sig vankunnáttu í fjármálum sem ástæðu þess að þeir hafi lent í fjárhagskröggum og þurfi því að leita til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Árið 2006 gáfu rúmlega 16 prósent þeirra sem þangað leituðu þá skýringu en aðeins tæp fimm árið 2003. „Stundum er þetta fólk sem hefur skrifað undir eitthvað en svo ekki áttað sig á að böndin myndu berast að þeim ef lántakandi lendir í vanda. Eins segist fólk ekki hafa áttað sig almennilega á því hvað það var að gera þegar það samdi við bankann,“ segir Ásta S. Helgadóttir forstöðumaður. - jse Fjármál heimilanna: Vankunnátta veldur vanda ÚTKÖLL SLÖKKVILIÐSINS SÓLARHRING FYRIR SLYSIÐ Fyrir dóm vegna fíkniefna Þrítugur Kópavogsbúi hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir fíkniefnalagabrot. Í janúar 2007 gómaði lögregla hann með 11,38 grömm af amfetamíni, 0,57 grömm af marijúana og 2,5 skammta af vímuefninu LSD. DÓMSTÓLAR LANDBÚNAÐUR Nærri þrjátíu ára gamalt met í mjólkurframleiðslu var slegið á síðasta ári. Þá voru framleiddar 126 milljónir lítra af mjólk. Baldur Helgi Benjamíns- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda, segir fjár- hagslegan hvata til framleiðenda og minni hömlur á framleiðslu mjólkur helstu ástæðurnar. „Í janúar 2006 voru birgðir af mjólkurvörum orðnar óþægilega litlar, þar sem neysla hafði aukist hraðar en framleiðsla um nokkurn tíma,“ segir hann. „Þá voru bænd- ur hvattir til að auka framleiðslu og gefið út að það yrði borgað fullt verð fyrir mjólk umfram kvóta. Kvótakerfið var þannig í raun tekið úr sambandi um tíma.“ Baldur segist eiga von á því að framleiðslan verði eitthvað minni í ár en í fyrra, þar sem kvótakerf- ið sé aftur komið á. Þess utan sjái bændur fram á töluverðar hækk- anir á kjarnfóðri og áburði, sem auki framleiðslukostnað. Aðspurður hvaða mjólkurvöru- tegundir hafi selst best á síðasta ári segir hann mesta aukningu hafa verið í smjöri. „Neysla á smjörlíki hefur verið á undanhaldi og fólk snúið sér í ríkari mæli að náttúrulegri fitu. Það er alveg sama á hvaða mat- reiðsluþátt þú horfir, þegar verið eru að elda fínan mat þá nota menn alvöru hráefni,“ segir Baldur. - sþs Fjárhagslegur hvati og minni hömlur á framleiðslu mjólkur helstu ástæður: Mjólkurframleiðendur slá met MJÓLK Framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda segist eiga von á minni framleiðslu í ár en var í fyrra. Hömlur á framleiðslu hafi aukist og framleiðslukostnaður hækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.