Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 24
 8. JANÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● verktakar Í eldri fjölbýlishúsum er víða orðið tímabært að endurnýja gólfefni á sameign. Iðnaðar- gólfefnið Topp 4000 er langtímalausn. „Topp 4000 hefur síðustu þrjá áratugi verið sett á iðnaðarhúsnæði, en nú í auknum mæli á bílskúrs- gólf og sameignir fjölbýlishúsa þar sem það hentar einkar vel á gólf þvottahúsa, í hjólageymslur og á ganga,“ segir Ari Tryggvason hjá Gólflögnum sem er meðal þeirra verktaka og söluaðila sem býður húsfélögum þetta slitsterka gólfefni til brúks. „Topp 4000 er yrjótt, glansandi gólfefni sem samanstendur af glæru epoxy-bindiefni, lituðum kvartssandi og topplakki. Það fæst í tólf staðallit- um og er sérlega endingargott. Efnið er slitsterkt, það flagnar ekki og heldur sér mjög vel,“ segir Ari um Topp 4000 sem eingöngu er lagt af verktökum og ekki selt sér heldur ákomið og tilbúið til notk- unar. „Hér er einfaldlega gengið frá málinu í einni heimsókn og í framhaldi veitum við alla þjónustu, en alls tekur þrjá til fjóra daga að vinna gólfefnið með undirvinnu, lögn og efni. Þetta er varanleg lausn og hagkvæm til langs tíma litið,“ segir Ari og leggur áherslu á að fólk sé meðvitað um mikilvægi þess að verja gólf sín; ekki síst í bílageymslum þar sem vatn og selta á greiða leið í gegnum sprungur inn í járnagrind, með óheyrilega kostnaðarsömum afleiðingum. „Í bílageymslur er hægt að velja nokkur kerfi til varnar gólfum, og er þá um þykkmálningarkerfi að ræða, stráningargólf í mismunandi grófleika og Topp 4000-gólfefnið. „Þetta er stílhreint gólfefni, samskeytalaust og alltaf lagt með 7 til 10 sentimetra húlkíl upp á veggi, nema í ruslageymslur þar sem það er gjarn- an lagt 1,20 metra upp fyrir ruslatunnur, en þá eru veggir vel varðir og auðvelt að þrífa.“ - þlg Topp-gólfefni á sameignir Topp 4000 hentar vel á álagsfleti í fjölbýlishúsum og bílskúrum, en hér sést hvernig það er lagt samskeytalaust með húlkíl upp á vegg í hjólageymslu. Hér má sjá lúið, málað gólf á geymslugangi í fjölbýlishúsi, en á myndinni fyrir ofan sést hvar búið er að leggja stílhreint Topp 4000 á gólfið. Frekari útfærslur, liti og sýnishorn má einnig skoða á golflagnir.is. Ari Tryggvason, starfsmaður hjá Gólflögnum sem leggja Topp 4000-gólfefni á sam- eignir og bílskúra. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Tilboð í lokaendurbætur á Gríms- eyjarferjunni Sæfara voru opnuð 4. janúar. Fjórar stöðvar hér á landi sem geta tekið ferjuna í slipp áttu kost á að gera tilboð og barst tilboð frá þeim öllum. Lægsta til- boðið átti Slippurinn Akureyri. Slippurinn Akureyri 12.966.300 kr. Skipasmíðastöð Njarðvíkur 22.404.000 kr. Vélsmiðja Orms og Víglundar 22.881.610 kr. Stálsmiðjan 26.995.100 kr. Gengið verður til viðræðna við Slippinn Akureyri um fram- kvæmd verksins en í því felast nokkrir verk- þættir svo sem að smíða dyr á stjórn- borðssíðu sem verð- ur aðalinngangur í ferjuna sem gerir hreyfihömluðum auð- veldara um vik. Sams konar dyr verða settar á bakborðshliðina og verð- ur neyðarútgangur. Þá verður skipt út um 22 fermetrum af stáli á byrðingi skipsins sem auðveld- ar og bætir klössun þess. Komið verður fyrir kælingu í efri flutn- ingalestinni vegna fiskflutninga, og salernum verður breytt þannig að þau nýtist hreyfihömluðum á betri hátt en ella, auk nokkurra fleiri smærri verka. Gert er ráð fyrir að vinna við skip- ið geti hafist á Akureyri 15. jan- úar og áætlaður verktími er þrjár vikur. www.vegagerdin.is Lokahönd lögð á Grímseyjarferju ● WWW.VERKTAKAR.IS Framkvæmdir eru framundan og upp vaknar sú spurning hver eigi að sjá um þær. Á vefsíðunni www. verktakar.is er að finna handhæg- an lista yfir verktaka og fagmenn í byggingariðnaði. Slippurinn á Akureyri gerir að öllum líkindum lokaendurbætur á Sæfara.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.