Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 8. janúar 2008 19 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Kr. Björnsdóttir Nónvörðu 2, Keflavík, verður jarðsett frá Keflavíkurkirkju í dag, 8. janúar kl. 14.00. Loftur Hlöðver Jónsson Kristján Már Jónsson Ragnhildur Jónsdótttir Kristmundur Árnason Ásta Margrét Jónsdóttir Sigurður H. Jónsson Dóra Birna Jónsdóttir Hermann Waldorff barnabörn, barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför Ásrúnar Benediktsdóttur frá Vöglum, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A-6 á Landspítala í Fossvogi og einnig starfsfólki á Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda. Auður Benediktsdóttir Helga Tryggvadóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Adda Sigurlína Hartmannsdóttir Sæbólsbraut 28, Kópavogi. lést á heimili sínu 2. janúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.00. Halldór Ólafsson Anna María Halldórsdóttir Ólafur Halldórsson Anna Sigríður Pálmadóttir Logi Halldórsson Guðfinna Brynjólfsdóttir Hartmann Páll Halldórsson Ásdís Halldórsdóttir Magnús Þór Hrafnkelsson Auður Halldórsdóttir Jens Letager og barnabörn. Elskulegi eiginmaðurinn minn Indriði Jónsson frá Bolungarvík, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér samúð og hlýju við andlát og útför eiginmannsins míns. Edith K. Jónsson. Sigfús Ingimundarson húsasmíðameistari sem lést að morgni 22. desember á Hrafnistu í Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Unnur Elísdóttir Bryngeir Sigfússon Ásta Margrét Kristinsdóttir Jónas R. Sigfússon Hrafnhildur Óskarsdóttir Guðni B. Sigfússon Anna M. Björndótir Ingólfur A. Sigfússon Wenche Raknes Örn Sigfússon Ingimundur Sigfússon Hjördís Árnadóttir Sigurjón B. Sigfússon barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Útför bróður okkar, Gísla Eyjólfssonar, Frá Sandgerði, Aflagranda 40, verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.00. Gyða Eyjólfsdóttir Ása Eyjólfsdóttir Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hjalta Ragnarssonar vélfræðings, Ársölum 1, Kópavogi. Útför hans fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 19. desember 2007. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fyrir einstaka umönnun og umhyggju. Sigríður E. Konráðsdóttir Konný R. Hjaltadóttir Óskar Guðjónsson Hjalti Heiðar Hjaltason Margrét Jónsdóttir Sigurður Ingvar Hjaltason Magnea Helga Magnúsdóttir Aðalheiður Íris Hjaltadóttir Árni Árnason barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru Auðar Halldóru Jónsdóttur. Einnig viljum við þakka starfsfólki Reynihlíðar á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Sverrir Hermannsson Jón Ásmundsson Auður Elva Jónsdóttir Snæbjörn Magnússon Guðrún Lilja Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson Sverrir Már Jónsson Birkir Már, Katrín og Nói. Elskulegur sonur okkar og bróðir, Jón Gunnar Stefánsson Gullsmára 1, Kópavogi, lést á heimili sínu hinn 3. janúar 2008. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 11.00. Þorgerður Gylfadóttir Stefán V. Jónsson Rebekka Stefánsdóttir Rut Stefánsdóttir Helgi Magnússon Sigrún Sif Stefánsdóttir Ólafur Harðarson Rétt rúmlega fimmtán ár eru nú liðin frá því að far- símanotandi á almennum markaði fékk í fyrsta skipti sent SMS-smáskilaboð í sím- ann sinn. Neil Papworth notaði þá tölvuna sína til að senda vini sínum Richard Jarvis skila- boð sem innihéldu þá ein- földu kveðju „Gleðileg jól“. Richard þessi var að vísu forstjóri Vodafone í Bret- landi og var staddur í jóla- gleði starfsfólks þegar hann fékk skilaboðin frá Neil sem var þá ungur tölvuverk- fræðingur. Einhverja lukku hefur SMS-ið vakið þar sem Neil Papworth þessi hefur nú unnið sig til mikilla met- orða innan fyrirtækis síns. Tölvuvísindamenn höfðu allt frá árinu 1980 spekúl- erað í því hvort ekki væri sniðugt að geta sent texta í og á milli síma. Sérfræð- ingarnir töldu að SMS gæti verið sniðug leið til að til- kynna farsímanotendum að þeir hefðu fengið skilaboð í talhólfið sitt eða til að senda þeim hvers kyns upplýsing- ar. En þá óraði ekki fyrir því að SMS yrði vinsæl leið til daglegra samskipta. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því hve tal og ritun eru ólík- ir samskiptamátar. Helsti styrkleiki smáskilaboða sem tjáningarmáta er sá að þau geta komið einföldum upplýsingum örugglega og möglunarlaust frá sér. Einn- ig höfða þau til þeirra sem eru feimnir og auðvelda fólki að tjá sig þegar það er ekki sérlega stemmt fyrir mannleg tjáskipti. Smáskilaboðabyltingin fór þó hægt af stað. Tölur bresks símafyrirtækis sýna að árið 1995 sendu gemsa- notendur að meðaltali 0,4 skilaboð á mánuði. Í þá daga var það mun flóknara, það þurfti að stilla símann sér- staklega og ekki var hægt að senda hverjum sem var. En eftir að kerfið var einfald- að, viðmótið í símunum gert þægilegra og verðskráin lækkuð fór þetta allt saman að rúlla. Árið 2000 sendi hver farsímanotandi að meðaltali 35 skilaboð á mán- uði og nú til dags er fjöldinn hreinlega óteljandi. Fimmtán ár frá fyrsta SMS-inu SMÁSKILABOÐABYLTINGIN FÓR HÆGT AF STAÐ. AFMÆLI DAVID BOWIE TÓNLISTARMAÐUR ER 61 ÁRS. STEPHEN HAWKING EÐLISFRÆÐINGUR ER 66 ÁRA. ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON RITHÖFUNDUR ER 65 ÁRA. ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON RITHÖFUNDUR ER 49 ÁRA. Ný þjónusta var tekin upp við Heil- brigðisstofnun Suðurnesja frá og með ársbyrjun. Þetta eru, að því sem fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni, tímamót í þjónustunni þar sem biðtími stytt- ist verulega í hraðmóttöku en einn- ig mun styttast biðtími í móttöku á heilsugæslu stofnunarinnar. Um er að ræða eins konar hrað- móttöku á dagvinnutíma þangað sem fólki er beint sem á við „skammtíma- vandamál“ að etja. Með því er átt við fólk sem er ef til vill að kljást við flensu, sýkingar eða eitthvað þess háttar sem hægt er að greina fljótt og veita viðeigandi meðferð. Hrað- móttakan er opin á dagvinnutíma frá kl. 08-16 og hægt að panta tíma sam- dægurs. Tekið er á móti pöntunum í síma 422-0500. Sigurjón Kristinsson, yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni, sagði í sam- tali við Víkurfréttir að með þessu sé verið að breyta skipulaginu og auka við þjónustu til að hægt sé að sinna fleiri sjúklingum. Sigurjón bætir því við að nýlega hafi verið gerð könn- un á biðtíma á læknavaktinni og kom þar í ljós að meðalbiðtími á biðstofu til læknis á Heilbrigðisstofnuninni er um 45 mínútur. „Núna er ástand- ið þannig að af heildarfjölda þeirra sem leita á heilsugæsluna koma sex- tíu prósent á vaktina en fjörutíu pró- sent á dagvinnutíma og því erum við að reyna að snúa við. Með þessu nýja fyrirkomulagi miðum við að því að sinna 28 sjúklingum aukalega á dag og 140 á viku. Þannig styttum við biðtíma eftir viðtali við lækna veru- lega.“ Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri HSS, segir jafnframt í tilkynningu að með þessari bættu þjónustu væri vonast til að hægt væri að mæta þörf- um skjólstæðinga enn betur og fyrr. Einnig benti hún á að óvíða væri styttri biðtími eftir bráðaþjónustu heldur en Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja byði upp á núna. Auðvitað væru þó undantekningar frá þessu, eðli málsins samkvæmt, því stærri slys og meiri veikindi fengju alltaf forgang. Biðtíminn styttur á Suðurnesjum STYTTRI BIÐTÍMI Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur opnað hraðmóttöku á dagvinnutíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.