Fréttablaðið - 08.01.2008, Page 26
8. JANÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Hitateppi er búnaður sem
heldur hitanum innan dyra
og kuldanum úti.
Margar verslanir og fyrirtæki
eru með hitateppi fyrir ofan úti-
dyrahurðir til að koma í veg fyrir
að kalt loft berist inn og heitt loft
út þegar dyr eru opnaðar. Þetta
getur verið mikill kostur á fjöl-
förnum stöðum þar sem mikill
umgangur er. Þeir sem inni eru
sleppa við kulda og trekk og
heitur straumur umlykur þá sem
ganga inn og út.
Teppin fást í mismunandi
stærðum og gerðum og fer lengd
þeirra og breidd eftir því hversu
mikið pláss er fyrir ofan dyrn-
ar. Þá er einnig hægt að fá stand-
andi teppi sem blása lofti frá hlið.
Hitateppin fást hjá Johan Rönn-
ing en það er í höndum verktaka
að koma þeim fyrir. Bjarni Jónas
Jónsson, pípulagningameistari
hjá Pípulagnaverktökum, er einn
þeirra. „Við höfum sett þetta
upp nokkuð víða og má nefna
fyrirtæki, verslunarmiðstöðvar,
skóla og sundlaugar, segir hann.
„Búnaðurinn er ekki mjög flók-
inn í uppsetningu,“ bætir hann
við. „Þetta er svipað og að tengja
ofn.“
Haukur Tómas Hafsteinsson,
sölumaður hjá Johan Rönning,
segir búnaðinn vera frá sænska
framleiðandanum Frico. „Bún-
aðurinn myndar teppi sem skil-
ur að kuldann úti og hitann inni.
Þetta snýst því ekki bara um að
blása út einhverju magni af heitu
lofti heldur að mynda vegg og er
hægt að fá búnaðinn án nokkurs
hita. Þá er hægt að fá sambæri-
legan búnað fyrir kæligeymslur
sem varnar því að kuldinn leiti
út,“ útskýrir Haukur.
„Vinsælustu teppin eru vatns-
hitablásarar. Þeir fá inn á sig heitt
vatn og gefa því frá sér varma,“
heldur hann áfram. Þá er boðið
upp á mismunandi stýrikerfi.
„Algengasta kerfið virkar þannig
að stillt er á ákveðinn hraða en
kerfið fer svo á fullt þegar dyrn-
ar eru opnaðar. Ef of mikill hiti
myndast í rýminu slekkur kerfið
á sér.“ - ve
Kuldan-
um
úthýst
Bjarni Jónsson pípulagningameistari
hefur sett upp þó nokkur hitateppi um
alla borg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hitateppið er tæki sem sett er upp
fyrir ofan dyr. Tækið myndar nokkurs
konar teppi sem heldur hitanum inni og
kuldanum úti.
Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080
Flutningatæki og hjólbarðar
Traust þjónusta og hagstætt verð!
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
16
9
6
www.alorka.is
Heildarlausnir í flutningavögnum og
flutningakössum frá traustum framleiðendum.
Vinnuvéladekk
Níðsterk dekk fyrir stórar vinnuvélar á lager.
Sérpöntum flestar aðrar gerðir með stuttum
fyrirvara.
Flutningavagnar og kassar
Ál-sliskjur – fyrir létt og þung tæki
Hjólkoppar og felgur / naglar og míkróskurður
Dekkjavélar
Fáðu vörulista sendann,
hringdu eða pantaðu á vefsíðu okkar.
Vörubíladekk
Traust vetrar- og heilsársdekk.
Áralöng reynsla við íslenskar aðstæður.
Höfum einnig ýmis önnur tæki
til byggingaframkvæmda
VINNULYFTUR TIL LEIGU
Skæralyftur // Spjótlyftur // Skotbómulyftarar // Turnlyftur // Lyftarar
Loftpressur
Rafstöðvar
Jarðvegsþjöppur
Armar ehf.
Flatahrauni 25
220 Hafnarfjörður
Sími 565 4646
Fax 534 4320
www.armar.is