Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 6
6 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR NEYTENDUR Seðilgjöld munu heyra sögunni til eftir stuttan aðlögunar- tíma og óheimilt verður að inn- heimta kostnað sé farið yfir á bankareikningi nema gjaldtakan eigi sér stoð í samningi. Þetta sagði Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Þar kynnti hann niðurstöður starfshóps sem farið hefur yfir heimildir fjár- málafyrirtækja til gjaldtöku, og aðgerðir sínar í kjölfarið. „Það sem við erum að kynna hér í dag er skref í röð aðgerða sem við munum framkvæma í neyt- endamálum, og munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum,“ sagði Björgvin. „Ég mun nú þegar gefa út til- mæli um að bannað verði að bæta seðilgjöldum eða öðrum fylgikröf- um við aðalkröfu sem greidd er á gjalddaga nema sérstaklega sé samið um annað,“ sagði Björgvin. Hann segir að veittur verði eðli- legur frestur til að bregðast við og fella gjöldin niður, ef til vill tveir til þrír mánuðir. Bent er á í skýrslu starfshóps- ins að ein viðbrögð við niðurfell- ingu seðilgjalds gæti verið hækk- un á undirliggjandi verðskrám. Við því sé þó lítið að segja þar sem verðlagning sé frjáls. Lögum um neytendalán verður breytt á vorþingi þannig að óheim- ilt verði að innheimta yfirdráttar- kostnað, eða FIT-kostnað, nema skýrt sé kveðið á um heimild til slíks í samningi. FIT-kostnaður verður til dæmis til ef debetkort án innistæðu er notað í verslun. Slíkur kostnaður á í öllu falli að vera hóflegur og endurspegla þá upphæð sem yfirdregin var, sagði Björgvin. Þannig eigi ekki að vera sami kostnaður fyrir að yfirdraga reikning um 500 krónur og 50.000 krónur, og ekki eigi að innheimta fyrir hverja færslu heldur fyrir heildarupphæð sem yfirdregin er. Óheimilt verður að krefjast upp- greiðslugjalds fyrir lán í íslensk- um krónum undir 50 milljónum með breytilegum vöxtum, segir Björgvin. Þar sem þó megi semja um uppgreiðslugjald skal kveða á um það í samningi, og gjaldið má ekki vera hærra en tjón lánveit- andans vegna uppgreiðslunnar. brjann@frettabladid.is Seðilgjöld felld niður Viðskiptaráðherra beinir tilmælum til fjármálafyrirtækja um að seðilgjöld verði ekki innheimt. Lögum verður breytt svo FIT-kostnaður verði háður samningi og innan eðlilegra marka. Uppgreiðslugjöld lána falla niður í ákveðnum tilvikum. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON „[Þetta] er skref í röð aðgerða sem við munum fram- kvæma í neytendamálum, og munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Bannað verður að innheimta seðilgjöld nema sérstaklega sé um það samið. ■ Óheimilt verður að innheimta svokallaðan FIT-kostnað nema samið sé um slíkt sérstaklega. ■ Bannað verður að krefjast upp- greiðslugjalds af eftirstöðvum láns í íslenskum krónum með breytilegum vöxtum, sé lánið lægra en 50 milljónir. ■ Neytendastofa mun gera sérstakt átak til að kynna réttindi almenn- ings í viðskiptum við fjármála- stofnanir. ■ Nefnd mun fá það verkefni að vinna frumvarp um greiðslumiðla og rafræna greiðslumáta á borð við greiðslukort og heimabanka. ■ Ráðherra mun beina tilmælum til fjármálafyrirtækja að bæta aðgengi neytenda að skilmálum, meðal annars með því að birta þá á netinu. ■ Lagaumhverfi almennrar fjármála- þjónustu verður bætt. HELSTU AÐGERÐIR VIÐSKIPTARÁÐHERRA NEYTENDUR „Þessi fyrstu skref sem þarna eru tekin eru til hagsbóta fyrir neytendur, og við hljótum að fagna því,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um aðgerðir viðskiptaráðherra sem kynntar voru í gær. Jóhannes leggur áherslu á að hér sé um eitt skref af mörgum að ræða, boðað sé breytt lagaum- hverfi í fjármálaþjónustu og fleira og því á eftir að sjá hvaða áhrif breytingarnar í heild muni hafa. En byrjunin lofi góðu. Neytendasamtökin hafa haldið því fram að seðilgjöld hafi verið hærri en sem nemi kostnaði fyrirtækja við innheimtu. Jóhannes segir að virk samkeppni verði að koma í veg fyrir að verð á þjónustu hækki umfram kostnað við innheimtuna. - bj Formaður Neytendasamtaka: Fyrsta skrefið fagnaðarefni NEYTENDUR Mestu skiptir að það umhverfi sem hér er verið að breyta verði sem líkast því sem gerist í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, í stað þess að búið sé til séríslenskt kerfi. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjár- málafyrirtækja, um boðaðar aðgerðir viðskiptaráðherra. Hann segir að svo virðist sem starfshóp- urinn hafi færst nær þeirri hug- myndafræði en upphaflega hafi stefnt í. Hann lýsir þó efasemdum um takmarkanir á álagningu upp- greiðslugjalda. Réttara hefði verið að virða frelsi til þess að gera upp- lýsta samninga. Guðjón segir ekki óeðlilegt að samið sé um seðilgjöld, bankar og spari- sjóðir geri það nú þegar. Það væri þó óeðlilegt að banna slík gjöld með öllu, það skipti að viðskiptavinur- inn viti hvað hann sé að borga fyrir. Með boðuðum breytingum á innheimtu FIT-kostn- aðar segir Guðjón að viðurkennt sé að eðlilegt sé að lagt sé gjald á þá sem fari yfir á reikningum sínum. Væntanlega muni bankarnir skoða hvort núverandi gjaldtaka verði innan þess ramma sem eðlileg telj- ist, og breyta henni sé svo ekki. - bj Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja: Frelsi til samninga heppilegra en bann GUÐJÓN RÚNARSSON PÓLLAND, AP Atvinnuleysi í Póllandi mældist 11,4 prósent í desember og hækkaði um 0,2 prósent frá mánuðinum sam- kvæmt tölum vinnumálaráðu- neytisins. Talsverð lækkun hefur þó orðið frá því í desember fyrir ári þegar atvinnuleysi mældist 14,9 prósent. Atvinnuleysi í Póllandi hefur farið stöðugt minnkandi eftir að þjóðin gekk í Evrópusambandið árið 1994. Í febrúar árið áður náði atvinnuleysið hámarki í 20,7 prósentum. 38 milljónir búa í Póllandi og er talið að 1,75 milljón manns hafi verið án atvinnu í desember. - sdg Stöðug lækkun frá ESB-aðild: Minna atvinnu- leysi í Póllandi GEORGÍA, AP Mikhail Saakashvili Georgíuforseti, sem endurkjörinn var um helgina með rúmlega helmingi atkvæða, segir að lýðræðinu í landi sínu sé enn ábótavant. „Ég tel að margt þurfi að gagnrýna. Landið er enn á breytingaskeiði, það er ekki fullþroskað, vel mótað samfélag,“ sagði Saakashvili í viðtali í gær. „Ég held að við séum á réttri leið og kosningarnar sanna það.“ Stjórnarandstaðan sakar Saakashvili um kosningasvik, en alþjóðlegt kosningaeftirlit segir kosningarnar að mestu hafa farið eðlilega fram. - gb Saakashvili Georgíuforseti: Lýðræðinu er enn ábótavant HOLLAND, AP Vöxtur Hollendinga, sem löngum hafa verið taldir hæsta þjóð í heimi, hefur dregist saman undanfarin ár að því er hollenska hagstofan greindi frá í gær. Meðalhæð fullorðins hollensks karlmanns jókst um meira en þrjá sentimetra frá upphafi níunda áratugarins upp í rúma 180 sentimetra árið 2000. En síðan hefur hann staðið í stað sam- kvæmt tilkynningu hagstofunnar. Á sama tíma hefur einnig hægt á vexti hollenskra kvenna. - sdg Hollendingar verði ekki hærri: Hæsta þjóðin hætt að stækka HOLLENDINGAR Eru þjóða hæstir sam- kvæmt mörgum alþjóðlegum könnun- um sem gerðar hafa verið. NORDICPHOTOS/AFP KENÍA, AP Keníski stjórnarand- stöðuleiðtoginn Raila Odinga aflýsti í gær fyrirhuguðum mótmælum á landsvísu vegna ótta um að þau gætu valdið frekari blóðsúthellingum. Um fimm hundruð manns hafa látist í átökum eftir forsetakosn- ingarnar 27. desember þar sem forseti Kenía, Mwai Kibaki sigraði. Þingkosningar fóru fram samtímis og vegnaði flokki Odinga þar vel. Odinga og Kibaki saka hvor annan um kosningasvindl. Aðalerindreki Bandaríkjanna í Afríku, Jendayi Frazer, hefur staðfest kosningasvindl en að báðir flokkar kunni að vera sekir. - sdg Ótti við meiri blóðsúthellingar: Mótmælum í Kenía aflýst DÓMSMÁL Maður hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsár- ás fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki þótti fullsannað að maðurinn hefði kýlt annan mann í andlitið fyrir framan Herragarðinn á Laugaveginum þann 18. júní 2006. Fórnarlambið hlaut brotna tönn, mar og bólgu á andliti. Höggið átti sér stað þegar fórnarlambið reyndi að stilla til friðar milli bróður síns og annars manns. Framburður vitna þótti ekki nægilega trúverðugur til þess að hægt væri að sakfella, og var maðurinn því sýknaður. Bótakröfu upp á hálfa milljón var einnig vísað frá. - sþs Vitni þóttu ótrúverðug: Sýknaður í lík- amsárásarmáli BEÐIÐ UM AÐSTOÐ Yfirvöld áætla að 255.000 manns hafi flúið heimili sín vegna átakanna. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton berst nú hvað hún getur fyrir því að sigra í forkosningum bandaríska Demókrataflokksins í New Hamp- shire í dag. Áfallið fyrir baráttu hennar fyrir því að verða forsetaefni flokksins í haust yrði mikið ef hún myndi tapa öðru sinni fyrir Barack Obama, sem þó hefur mikið forskot sam- kvæmt sumum skoðanakönnunum. Aðrar kannanir benda þó til þess að mjótt geti orðið á mununum. Hún segist sjálf ætla að halda ótrauð áfram baráttunni þótt hún tapi, en það gæti orðið erfitt fyrir hana ef fjármagnið sem hún hefur til umráða minnkar. „Það eru einhverjar hræringar í loftinu,“ segir Obama, harla bjart- sýnn á sigur þar sem hann ávarpaði mannfjölda í bænum Keene í gær. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur forskot hjá rep- úblikönum með ríflega 30 prósent, en Mitt Romney kemur næstur með um 25 prósent. Litlar líkur þykja á því að sigurvegarinn frá Iowa, Mike Huckabee, endurtaki leikinn í New Hampshire í dag. Úrslit fyrstu forkosninganna, nefnilega í New Hampshire í dag og Iowa í síðustu viku, hafa oft mikil áhrif á framhald kosninga- baráttunnar. Sigurvegarar þeirra fá forskot á mótframbjóðendurna í seinni forkosningum, en þeir sem verða undir heltast gjarnan úr lest- inni. - gb Demókratar og repúblikanar í New Hampshire velja sér forsetaefni í dag: Obama og McCain í forystu KONAN Á KASSANUM Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York, steig upp á kassa í gær til að ná betur til kjósenda. Með henni á myndinni er dóttir hennar Chelsea. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Er rétt að banna þekktum ofbeldismönnum að stunda skemmtistaði? Já 93% Nei 7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með aðdraganda bandarísku forsetakosning- anna? Segðu skoðun þína á vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.