Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 34
18 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1297 Mónakó fær sjálfstæði. 1895 Fyrsta kvennablaðið á Íslandi, Framsókn, hefur göngu sína á Seyðisfirði. 1912 Afríska þjóðarþingið er stofnað. 1926 Abdul-Aziz ibn Saud verð- ur konungur af Hejaz og endurnefnir ríkið Sádi- Arabíu. 1962 Hið fræga málverk Mona Lisa eftir Leonardo da Vinci er sýnt í Bandaríkj- unum í fyrsta skipti. 1965 Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona er kosin íþróttamaður ársins fyrst kvenna. 1989 Fjörutíu og sjö láta lífið í Kegworth-flugslysinu í Leicestershire í Englandi og 74 slasast alvarlega. „Þegar litið er um öxl þá er einna efst í huga hvað tíminn hefur liðið fljótt og hversu gæfusamur maður hefur verið í lífinu,“ segir Þuríður en hún hefur lengi tengst stjórnmálum og starfað við þau á einn eða annan hátt. Nú situr hún á þingi fyrir vinstri græna. „Það hefur bæði verið mjög gefandi og mikil lífs- fylling sem og áskorun. Þetta hefur allt verið eitt ævintýri. Ég var farin í pólitík löngu áður en ég gerði mér grein fyrir að ég væri í pólitík,“ segir Þur- íður kímin og bætir við: „Ég hef verið meira og minna í pólitík frá 1978 en það sem dreif mig inn núna og í forystu rað- ir vinstri grænna er sú hugmyndafræði sem framboð vinstri grænna byggir á. Það er hugmyndafræði sjálfbærrar þró- unar bæði til efnahagslegrar og félags- legrar þróunar og umhverfisvernd.“ Þuríður segir að sínar hugmyndir hafi í raun lengi byggt á sams konar hug- myndafræði án þess að hún hafi verið búin að staðsetja sig í pólitíkinni. „Það er ekki fyrr en farið er að skilgreina hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að ég átta mig á því hvar ég stend. Það varð til þess að ég ákvað að halda áfram en ég hafði tekið ákvörðun um að hætta eftir að ég var í forystu í sveitarstjórn fyrir Alþýðubandalagið. Ég var oddviti í sveitarstjórn á Egilsstöðum frá 1994- 1998 og ætlaði að láta það gott heita og snúa mér að minni vinnu sem er hjúkr- un og fræðslustarf,“ útskýrir Þuríður, en skjótt skipast veður í lofti og þegar þessi nýja hreyfing kom fram var ekki aftur snúið að sögn Þuríðar. „Hvað framtíðina varðar þá er þetta í raun það eina sem er. Ef mannkyn- ið ætlar að lifa af þá þurfa fleiri að að- hyllast þessa hugmyndafræði og lifa og vinna samkvæmt henni. Ef þetta verður ekki öflug alheimshreyfing þá á mann- kynið og líf hér á jörðu mjög erfitt upp- dráttar.“ Þuríður mun halda afmælisdaginn hátíðlegan í veislusalnum Ými. „Fram að þessu hef ég haldið upp á þessa stóru tugi á minn hátt með heimaveisl- um. Nú ætla ég hins vegar að fara út fyrir heimilið og halda afmæli fyrir nánustu ættingja og vini í Ými í kvöld. Ég tek á móti gestum og hef þar smá fræðslu,“ segir Þuríður íbyggin en vill þó ekki láta meira uppi um hvað verð- ur í boði þar sem það á að koma á óvart. „Síðan verð ég með málþing austur á Egilsstöðum á sunnudaginn um málefni mér tengd og hugleikin,“ segir Þur- íður en þar verður rætt um sjálfbæra þróun. „Ég hef fengið Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing sem er í forsvari fyrir sjálfbæra þróun sveitar- félaga til að vera með erindi og auk hans tala Salvör Jónsdóttir skipulags- fræðingur og Helgi Hallgrímsson nátt- úrufræðingur sem verður með erindi og myndasýningu,“ útskýrir Þuríður og bætir við að þar að auki verði tónlistar- atriði og veitingar. Það er því ljóst að Þuríður lætur ekki deigan síga og hefur ákveðið að halda upp á afmælið eins og henni einni er lagið. „Á þessum tíma- mótum horfir maður í senn til baka og fram á veginn og ég vil nota tækifær- ið og þakka minni fjölskyldu og sam- ferðafólki þann spöl sem kominn er og ég hlakka til að takast á við fram- tíðina. Það er ekki dónalegt í þessum góða hópi og ekki kvíðvænlegt,“ segir Þuríður sem horfir björtum augum fram á veginn. hrefna@frettabladid.is ÞURÍÐUR BACKMAN ÞINGMAÐUR: FAGNAR 60 ÁRA AFMÆLI Hlakkar til framtíðarinnar SJÁLFBÆR ÞRÓUN EINA VITIÐ Þuríður Backman telur að ef mannkynið ætli að lifa af þá þurfi að huga að sjálfbærri þróun. Á sunnudaginn verður hún með málþing á Egilsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR, ALÞING- ISKONA OG SKÁLD, FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1880. „Kyrrlátt og óbrotið hvers- dagslíf felur í sér þroska- skilyrði sem eru barnssál- inni svo nauðsynleg.“ Guðrún Lárusdóttir fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal en lét lífið á dramatískan hátt 20. ágúst árið 1938 þegar hún drukknaði í Tungufljóti ásamt tveimur dætrum sínum. Stjörnufræðingurinn Galileo Galilei lést þennan dag árið 1642 í Arcetrí á Ítalíu, 77 ára að aldri. Galileo fæddist 15. febrúar 1564 í Písa, í Toskanahéraði á Ítalíu. Hann hóf læknanám, sneri sér þó fljótlega að stærðfræði og heimspeki og hætti í háskóla árið 1585 án þess að ljúka prófi. Hann hefur verið kallaður faðir nútíma stjörnufræði, faðir eðlis- fræðinnar og faðir vísinda vegna ótrúlegra uppgötvana sinna. Galileo starfaði lengst af sem stærðfræðikenn- ari og prófessor og vann að tilraunum með afl- fræði og velti fyrir sér stjörnufræði. Hann smíðaði sjónauka og beindi honum að himintunglunum. Hann var fyrstur manna til að birta niðurstöður vísindalegra athugana á himintunglum gegnum kíki. Hann sá meðal annars höf og fjöll á tungl- inu og uppgötvaði fjögur stærstu tungl Júpiters, og þau hafa síðar verið kölluð Galíleó-tunglin. Hann setti einnig fram kenning- ar um sólbletti og lenti í deilum við ýmsa sem mótmæltu því sem hann hélt fram enda stönguðust hugmyndir hans á við heimsmynd Aristótelesar og kirkjunnar. Helstu vandræði Galileos sköpuðust þó við það að hann lýsti yfir stuðningi við sólmiðjukenningu Kópernikus- ar. Hann fékk áminningu frá kirkj- unni og var síðar dreginn fyrir rannsóknarrétt- inn í Róm sem dæmdi hann í lífstíðarfangelsi fyrir villutrú. Hann var fundinn sekur árið 1633 og dæmdur í lífstíðarfangelsi en vegna aldurs og slæmrar heilsu mátti hann sitja dóminn af sér í stofufangelsi og gerði hann það hjá vini sínum Piccolomini erkibiskupi í Síena. ÞETTA GERÐIST: 8. JANÚAR 1642 Galileo Galilei andast á Ítalíu Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Svava Guðrún Eiríksdóttir Tindaflöt 8, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 14.00. Guðjón Pétursson Björgvin Guðjónsson Sólrún Hulda Ragnarsdóttir og ömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, Guðrúnar Elsu Erlendsdóttur Vesturgötu 102, Akranesi. sérstakar þakkir til starfsfólks sambýlisins á Vesturgötu 102 fyrir einstaka umhyggju og velvild. Þorvarður Ellert Erlendsson Áslaug Valdimarsdóttir Hafsteinn Erlendsson, Birgir Þór Erlendsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Eiríksson bifvélavirki, Urðarbraut 11 Blönduósi, , lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 4. janúar sl. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Alda S. Theódórsdóttir Vigdís Björnsdóttir Albert Stefánsson Eiríkur Ingi Björnsson Kristín Guðmannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Arndís Theódórs Stórási 9, Garðabæ, áður Dalseli 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 11.00 Borgar Skarphéðinsson Sesselja Svavarsdóttir Guðmar Guðmundsson Karitas Sigurðardóttir Hólmfríður Guðmundsdóttir Sveinn Ingi Sigurðsson barnabörn og langömmubörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Hermann Eyfjörð Jónsson Dalbraut 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag kl. 13.00. Þórey Gísladóttir Jón Bjarni Eyfjörð Stefánsson Svanborg Oddsdóttir Elís Stefán Eyfjörð Stefánsson Sigríður Albertsdóttir Jóna Gísley Eyfjörð Stefánsdóttir Geirmundur Geirmundsson afabörn og langafabörn. Dagana 8.-12. janúar bjóða starfsmenn Framkvæmda- sviðs íbúum borgarinnar að sækja jólatréð þeirra. Íbúar eru beðnir að setja jólatré á áberandi stað við lóðamörk og ganga þannig frá þeim að sem minnst- ar líkur séu á að þau fjúki. Fjúkandi jólatré geta valdið skemmdum. Eftir að átakinu lýkur geta íbúar losað sig við jóla- tré á gámastöðvum Sorpu. Íbúar eru einnig hvattir til að hreinsa upp flugelda- rusl í nágrenni sínu og hjálpast þannig að við að halda borginni hreinni. Þeir sem vilja koma ábendingum eða óskum til hverfisstöðva geta haft samband við Reykjavíkur- borg í síma 4 11 11 11. Trén sótt heim JÓLIN ERU LIÐIN Kominn tími til að losa sig við trén og taka á móti hækkandi sól.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.