Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 38
22 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Golden Globe-verðlauna- hátíðin gæti orðið með ansi óhefðbundnu sniði í ár. Leikarar styðja við bakið á handritshöfundum og hyggjast margir hverj- ir sniðganga verðlauna- hátíðina. Golden Globe-verðlaunahátíðin er ein þriggja stærstu hátíða á þessu sviði vestanhafs, ásamt Óskars- verðlaunahátíðinni og Screen Act- ors Guild-verðlaununum. Golden Globe ýtir verðlaunavertíðinni úr vör, en henni lýkur með afhend- ingu Óskarsverðlaunanna 24. febrúar næstkomandi. Ef ekki leysist úr verkfalli handritshöf- unda í Hollywood gæti vertíð árs- ins orðið óvenjuleg um margt, en um sjötíu tilnefndir leikarar hafa nú þegar lýst því yfir að þeir hygg- ist ekki mæta á Golden Globe- hátíðina næstkomandi sunnudag. Þeir vilja þannig styðja handrits- höfunda í Hollywood, sem hyggja á mótmælaaðgerðir við rauða dregilinn. Á meðal leikara sem ætla að gera fjarveru sína gildandi á sunnudag eru stjörnur á borð við Juliu Roberts, Keiru Knightley og Johnny Depp, ásamt George Cloon- ey, John Travolta, Denzel Washing- ton og Cate Blanchett. Keira hefur enn betri ástæðu en aðrir leikarar til að styðja við bakið á samstarfs- mönnum sínum í iðnaðinum, því móðir hennar, Sharman MacDon- ald, er leikskáld. Talsmaður Samtaka leikara í Hollywood lýsti því yfir fyrir helgi að eftir umtalsverðar umræður hefðu leikarar tilnefndir til Golden Globe-verðlaunanna og umboðs- menn þeirra, komist að samkomu- lagi um að leikarar myndu virða verkfall handritshöfunda og snið- ganga hátíðina. Screen Actors Guild-verðlaunin fylgja fast á hæla Golden Globe, en afhending þeirra fer fram 27. janúar. Samtök handritshöfunda hafa hins vegar veitt þeirri verð- launahátíð undanþágu, og mega handritshöfundar því vinna við hana. Ástæðan er meðal annars mikill stuðningur leikarasamtak- anna við verkfallið. Hvað verður á sjálfri Óskarsverðlaunahátíðinni, 24. febrúar næstkomandi, er enn óljóst. Líklegast er þó að þar verði svipað upp á teningnum og á Gold- en Globe. Fámennt á Golden Globe í ár GEORGE CLOONEY JULIA ROBERTS KEIRA KNIGHTLEY George Clooney er tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik í aðal- hlutverki, fyrir hlutverk sitt sem Michael Clayton í samnefndri mynd. Julia Roberts hlaut tilnefningu fyrir leik í aukahlutverki í Charlie Wilson‘s War, en Keira Knightley fyrir aðalhlutverkið í hinni margumræddu Atone ment. Ekkert þeirra mun heiðra rauða dregilinn með nærveru sinni á sunnudag. FÁTT UM STJÖRNUR Á GOLDEN GLOBE „Ég er til í allt, ef það er hæfilega „wild“ og snyrtimennskan er í fyrirrúmi,“ segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson. Bubbi Morthens lýsti því yfir á tónleik- um sínum með stórsveit Reykja- víkur í Laugardalshöll að nú ætti hann aðeins nokkra hluti eftir ógerða og meðal þeirra væri að syngja með Bó. Björgvin útilokar ekki að þetta gæti orðið að raun- veruleika, þeir hafi jú svo sem sungið saman áður. „Við komum fram saman fyrir mörgum árum, ég spilaði á munnhörpu og við tókum blús á tónleikum hans í Austurbæjarbíói,“ segir Björg- vin sem var meðal gesta í Laug- ardalshöllinni á laugardaginn og hlustaði á Bubba. Og þótti hann fínn. „Við sungum líka saman í víð- frægu afmæli Ólafs Ólafssonar þar sem Elton John stal senunni, einmitt með Stórsveit Reykjavík- ur. Og Bubbi var alveg ótrúlega hrifinn af þessu þá. Eflaust hefur þessi hugmynd kviknað þar,“ útskýrir Björgvin en þar tróðu þeir upp ásamt Kristjönu Stef- ánsdóttur. Björgvin viðurkennir hins vegar að þeir hafi ekki komið fram saman í jafn stórum sal og Laugardalshöllinni en miðað við aðsóknina má telja víst að hægt væri að fylla þjóðarhöllina í það minnsta sjö sinnum. - fgg Björgvin til í allt REIÐUBÚINN Björgvin er til í að syngja með Bubba á stórtónleikum. BARA BÓ EFTIR Bubbi sagðist núna bara eiga nokkra hluti eftir ógerða, meðal þeirra væri að syngja með Bó. Mikla grein og viðtal við Garðar Thor Cortes má finna í sunnudagsblaði hins írska Independent. Útgangspunkt- urinn er miklir tónleikar sem verða með Garðari og írsku sinfóníuhljómsveitinni í National Concert Hall í Dublin nú í vikunni. Írski blaðamaðurinn Evan Fanning dregur hvergi af í skrifunum og segir Garðar næstu stórstjörnu óperu- heimsins: „Farðu frá, Domingo, þú líka, Carreras. Ísmaðurinn Garðar Thor Cortes er kominn á kortið.“ Fanning greinir frá því að Cortes sé með MySpace-síðu sem sé fremur einkenni popp- ara og rokkara en klassískra söngvara. Á síðunni séu Katherine Jenkins og Myleene Klass á topp- lista yfir sérstaka vini Cortes. Og Fanning greinir frá því að Newsweek hafi brennimerkt Garðar Thor sem manninn sem syngur eins og Pavarotti en lítur út eins og Brad Pitt. Hvort sem Garðari Thor líki betur eða verr. Garðar reynir reyndar að draga úr þessari einkunn í við- talinu. Samvinna Garðars og tónlistarmógúlsins Einars Bárðarsonar, sem sagður er hinn íslenski Simon Cowell í greininni, er tíunduð. Og þangað leitar Fréttablaðið nánari upplýs- inga: Einar greinir frá því að þeir séu nú að undirbúa næstu plötu, „enda mikið vatn runn- ið til sjávar síðan efni á fyrstu plötuna var valið. Þrjú ár liðin. Líklega verður meira um óperutónlist á næstu plötu en þeirri fyrri án þess að hún verði of kröfuhörð við hlust- endur“. Þegar hefur verið ákveðið að Kiri te Kanawa muni syngja dúett með Garðari á plötunni auk þess sem verið er að leita eftir stórstjörnu úr poppgeiranum til að syngja á henni einnig. - jbg Garðar Cortes í írsku óperunni GARÐAR THOR CORTES Ísmaðurinn er kominn á kort- ið samkvæmt hinu írska Independent. > GOTT ÁR FYRIR KATE Kate Moss tvöfaldaði tekj- ur sínar á árinu sem nú er liðið, miðað við árið 2006. Fatalína fyrirsætunnar fyrir Topshop átti sinn þátt í því, ásamt herferðum fyrir Versace, Burberry og Calvin Klein. Kókaínskandallinn frá árinu 2005 virðist því gleymdur og grafinn og gott betur en það. Miðasala í síma 4 600 200 I www.leikfelag.is ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! Tilboðið gildir á eftirtaldar sýningar: 8., 9., 10., 14., 15., 16., 17., 21., 22., 23., 24. og 28. febrúar EINSTAKT TILBOÐ FYRIR HANDHAFA MASTERCARD-KREDITKORTA: MIÐINN Í FORSÖLU Á 1.990 KR.! (ALMENNT VERÐ 3.500 KR.) SALA HEFST Á MORGUN! Forsala til 7. febrúar – fyrstir koma – fyrstir fá. Miðasölusími 4 600 200

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.