Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 22
 8. JANÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● verktakar Hann er þekktur í verktaka- bransanum sem Gassi en heitir réttu nafni Garðar Þorbjörns- son og rekur fyrirtækið Urð og grjót. Jarðvegsvinna, línu- lagnir og gerð göngustíga eru aðalviðfangsefnin. Jólafríið stendur enn yfir hjá flestum starfsmönnum í Urð og grjóti þegar hringt er í Gassa og hann beðinn um viðtal. „Nú er maður bara á kafi í pappírsvinnu eins og hún er skemmtileg eða hitt þó heldur,“ byrjar hann og bætir við. „Ég vil þúsund sinnum held- ur vera ofan í skurði að moka en að sinna svona skrifstofuvinnu. Tel að Bandaríkjamenn ættu að afnema pyntingar og láta menn í pappírsvinnu í staðinn!“ Starfsmenn hjá Urð og grjóti eru yfirleitt 15 til 17 að sögn Gassa. Þeir fást aðallega við jarð- vegs- og lagnavinnu. „Mest erum við að vinna í holræsum, að leggja hitaveitu- rafmagns- og síma- kapla. Síðasta eitt og hálfa árið höfum við verið mikið í miðbæ Reykjavíkur að breyta lögnum út af nýja tónlistarhúsinu. Erum nær eingöngu núna á höfuðborg- arsvæðinu en svo höfum við líka sinnt Búrfellslínu, undirstöðum undir línuvirki og fleiru,“ lýsir hann. Aðspurður kveðst Gassi eiga fyrirtækið Urð og grjót ásamt konu sinni Ásdísi Tómasdóttur.“ Það hafi verið á hans nafni fyrst eftir að það hóf göngu sína árið 1977 en svo hafi því verið breytt í Urð og grjót ehf. árið 1999. „Það tók enginn eftir okkur meðan allt var á mínu nafni og ómerkt en svo fórum við að merkja tækin og þá vekja þau talsverða athygli. Því fylgja svo bæði kostir og gall- ar. Mikið áreiti af ýmsu tagi en auðvitað eru líka kostir við það að vera sýnilegur.“ Hann segir starfsemina líka hafa breyst með árunum. „Fyrst var verið að vinna fyrir Vegagerðina, Vitamála- stjórn og borgina. Þá var allt gert í tímavinnu en svo þróaðist þetta og breyttist og færðist meira í að verk væru boðin út. Í dag er allt unnið í tilboðsvinnu.“ Að sjálfsögðu fylgir fullt af tækjum fyrirtæki á borð við Urð og grjót. „Við eigum sautján bíla,“ segir Gassi. „Þar með talda minni vinnubíla. Við erum mest með Benz-vélar og svo O&K sem var stórveldi í Þýskalandi á sínum tíma. Þú sérð það þegar þú ferð í Leifsstöð og Kringluna að þar eru rúllustigar merktir O&K.“ Að lokum nefnir Gassi eitt verkefni sem Urð og grjót hefur sinnt síðustu fjórtán árin í tilboðs- vinnu fyrir borgina. Það er göngu- stígagerð. „Við höfum lagt stíga í Foss- voginum, Elliðaárdalnum, Graf- arvoginum, Grafarholtinu, Breið- holtinu og bara nefndu það,“ segir hann. „Það vilja allir fá göngu- stíga, bara ekki við hliðina á sér. Þess vegna erum við stundum óvinsælir. En maður kippir sér ekki upp við það.“ - gun Pappírsvinna er pyntingar Gassi var á skrifstofunni þegar Gunnar V. Andrésson ljósmyndari kom að mynda hann. Hann kveðst samt kunna betur við sig úti í skurði að moka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Byggingar rjúka upp víðs vegar um bæ- inn og borgarlandslagið fær nýjan svip. Í Hraunbænum er verið að byggja um 2.700 fermetra hús á tveimur hæðum. Á lóðinni að Hraunbæ 115 er nýhafin bygg- ing á tveggja hæða húsi sem mun meðal annars hýsa heilsugæsluna í Árbæ, apótek og aðra tengda starfsemi. Byggingafyrir- tækið Ris ehf. sér um framkvæmdir fyrir Faghús ehf. og arkitekt hússins er Pétur Örn Björnsson en verkfræðiþjónusta er í höndum Tæknivangs ehf. „Verkefni okkar er að steypa upp húsið og fullklára það að utan og reiknum við með að ljúka því í byrjun júlí næstkomandi,“ segir Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Ris ehf. „Það eru einhverjir tíu menn að vinna við þetta í augnablikinu og verða kannski í kringum tuttugu karlar þegar allt er í full- um gangi,“ segir hann og útskýrir að Ris ehf., sem er millistórt byggingafyrirtæki, sé töluvert í því að byggja og selja eigin mannvirki og hafi mörg járn í eldinum. „Við höfum ekki tafist stórlega þó tíðin sé búin að vera leiðinleg seinni hluta vetrar en við erum að byggja stúku við FH-völlinn og nýja búningsaðstöðu þar, einnig erum við að byggja íbúðir á Löngulínu og versl- unarhúsnæði í Skógarlind og svo erum við að ljúka 7.000 fermetra verslunarhúsnæði í Miðhrauni sem verið er að taka í notkun þessa dagana.“ segir Magnús. - rt Heilsugæsla rís í Árbænum Nýja byggingin við Hraunbæ mun hýsa heilsugæsluna í Árbænum. Teikning af húsinu við Hraunbæ. Arkitekt er Pétur Örn Björnsson. Byggingaframkvæmdir í Hraunbæ 115. Menn við vinnu sína í grunninum við Hraunbæ. Ris ehf. reisir tveggja hæða hús við Hraunbæ 115 fyrir Faghús ehf. MYND/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.