Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.01.2008, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 8. janúar 2008 3 Flestir vita hversu góð útivist er fyrir heilsuna en færri gera sér kannski grein fyrir því hve nauðsynlegt er að bera á sig góða sólar- vörn, jafnvel þótt það kunni að vera kalt úti. Útfjólubláir geislar sólarinn- ar skaða nefni- lega ekki aðeins húðina á strönd- inni, heldur gera þeir það allt árið um kring og við ólík veðurskil- yrði, í kulda jafnt sem steikjandi hita. Sólargeislar hraða ótímabærri öldrun húðarinnar og í tímans rás geta þeir þannig valdið hrukkum, blettum og hrufóttri húð, en fæst viljum við líta út eins og hrukku- dýr langt um aldur fram. Góð sólarvörn getur átt sinn þátt í að hindra þessi skaðlegu áhrif. Einnig skal hafa hugfast að venju- legt rakakrem gerir ekki sama gagn og sólarvörn, þar sem húðin drekkur rakakremið frekar í sig á meðan vörnin liggur utan á húð- inni og verndar hana gegn sól- inni. Þannig að nú er bara um að gera og skreppa út í næstu verslun og verða sér úti um góða sólarvörn, enda nóg í boði, og gleyma ekki að spyrja sérfræðing- ana álits. - rve Hvernig sem viðrar Heilsufar frænda okkar Dana er ekki sem best ef marka má niðurstöður nýlegrar könnunar. Rannsóknin var unnin af Lýð- heilsustöð ríkisins við Syddansk Universitet og snérist um að mæla hversu mikið súrefni þátttakend- urnir tækju inn meðan þeir hjóluðu, miðað við líkamsþyngd þeirra. Fram kemur í Berlingske Tidende 2. janúar að 35 prósent þeirra karlmanna sem tóku þátt í rannsókninni og 43 prósent kvenna voru í lélegu ástandi. Verst komu konur á aldrinum 65 ára og eldri út og eins karlmenn á aldrinum 18 til 24 ára en um helmingur þess- ara hópa hafði mjög litla getu til að taka upp súrefni miðað við lík- amsþyngd. Aðrar rannsóknir benda líka á að síðustu tuttugu ár hafi geta fólks á aldrinum 45 til 50 ára til að taka upp súrefni, fallið um 20 pró- sent. Bendir það því til að sífellt fleiri Danir á miðjum aldri séu kyrrsetufólk og yfir kjörþyngd og hafa líkurnar á sjúkdómum marg- faldast hjá þessum hóp. - rt Danir ekki í formi Strákar vilja gjarnan hnykla vöðva og líkjast ofurhetjum í vexti, en slíkur vöðvabúnað- ur fæst ekki í barnastærðum frá náttúrunnar hendi. Barnslíkaminn er raunar óhæf- ur til að byggja upp ofurvöðva eins og sjá má á íþróttamönn- um og ofurhetjum, en strákar óska sér engu að síður stærri vöðva. Hvað er til ráða? Hopp, hí og útileikir. Strákar, og stelpur líka, geta ýmis- legt gert til að byggja upp heil- brigða og máttuga vöðva. Vöðvar styrkjast nefnilega við leik, hlaup, hopp og hjólreiðar, því öll líkam- leg áreynsla frá dansi upp í fótbolta gerir alla krakka hraustari. Mataræði skiptir miklu til að verða sterkur og stór, en óþarfi er að einblína á fæðutegundir sem innihalda prótín og járn, því það þarf engan töframat til. Líkaminn verður sterkastur ef fæðan er fjölbreytt og næring- arrík. Lyftingar eru freistandi til vöðvastækkunar en staðreynd- in er sú að lyftingar stækka ekki vöðva barna sem enn hafa ekki tekið út kynþroska. Lóða- lyftingar geta þvert á móti verið varhugaverðar og skaðað mjög vöðva og sinar barna. Óhætt er að lyfta léttum lóðum undir eftirliti þjálfara, og sömuleiðis þjálfa skrokk með teygjuböndum, en þess háttar æfingar styrkja vöðva án þess að stækka þá. Armbeygjur og magaæfingar þjálfa einnig vöðvamassann, en það gera líka gömlu góðu útileikirnir, svo allir út að leika! - þlg Vöðvar óskast! Sífellt fleiri Danir fara yfir kjörþyngd. Borðaðu þig granna(n) Nánari upplýsingar Sími 865-8407 www.vigtarradgjafarnir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.