Fréttablaðið - 08.01.2008, Síða 36
20 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Þá prófum
við dálítið
nudd...
Hvar ertu
eiginlega?
Frrrrábært!
Áfram svona.
Ánægður?Ok...
allt í
lagi!
Hlustaðu! Það eina
sem ég mun veita
þér á þessu svæði er
ofsalegur
sársauki!
Ég vil ekki
að það sé
gælt við
þetta svæði!
Skiljum
við hvorn
annan?
Pondus... af
óhuggulegri
tilviljun er nárinn
hérna niðri!
Hey, hey, hey,
heyyyy! Bíddu
nú aðeins! Hvað
ætlarðu að gera
þarna niðri?
Já. Ég
kem
undir
eins.
Viltu sækja
mig? Ég er
hjá Tim.
Pabbi,
þetta er
Palli.
Halló.
Hvað er á listanum
mínum í dag?
Eldfjalla-
ferðir
Oooo!Hún á að
heita Dziko. Oooo!
Frænka pabba
míns frá Eþíópíu
heitir það.
Ooooo!
Heyrðuð þið? Linda og Mikki
ætla að skíra dóttur
sína Dziko!
Hvað finnst þér
svo um nafnið?
Það er
svooooooo
sætt!
Oooooo!
Oooooo!
Oooooo!
Fyrir tæpri hálfri öld
uppgötvaði bandaríska
athafnakonan Ruth Hand-
ler að dóttur hennar fannst
fátt jafn skemmtilegt og að
breyta pappaafgöngum í
lifandi fólk og lifa sig inn í heim
hinna stóru og fullorðnu. Handler
varð ljóst að á meðan drengir fengu
kúrekabyssur og leikfangabíla gátu
stúlkur eingöngu leikið sér með
dúkkur í líki smábarna, sennilega
vegna þess að tíðarandinn taldi það
frumhlutverk konunnar að kunna
þá kúnst upp á tíu að meðhöndla
ungabörn. En Handler sætti sig
ekki við dúkkuskort dóttur sinnar
og setti á markað fígúru sem síðar
átti eftir að breyta heiminum, nefni-
lega Barbie.
Og þótt ljóshærða dúkkan hafi
stundum farið fyrir brjóstið á kven-
réttindasinnum og femínistum
sökum staðlaðs útlits − ljóst hár og
stór barmur og á köflum djarfur
klæðaburður – þá er Barbie fyrir-
bæri í hinum vestræna heimi. Hún
hefur tekið tillit til ólíks litarafts og
jafnvel keypt sér föt að hætti
kvenna í Mið-Austurlöndum.
Umburðarlyndið, sem skortir víst í
dag, hefur aldrei verið af skornum
skammti hjá Barbie. Þá hefur mitti
hennar meira að segja verið breikk-
að þannig að hún yrði ekki sökuð
um að vera vond fyrirmynd hvað
vaxtarlag varðar.
Barbie hefur hins vegar, þrátt
fyrir góðan vilja, mátt þola hæðni
og mótlæti allan þann tíma sem hún
hefur staðið þæg og góð í leikfanga-
búðum. Verið sögð ala á órökstudd-
um draumórum ungra stúlkna um
Barbie-hús og Ken að ógleymdum
Barbie-bílnum. En þeir sem hafa
viljað sjá stúlkuna hennar Handler
standa í björtu báli skyldu minnast
þeirra dúkka sem ungar stúlkur í
dag grátbiðja um í jólagjöf, dúkkur
sem skreyta sig með jafn efnislitl-
um fötum og hórurnar í Amster-
dam og minna einna helst á Britney
Spears á vondum degi. Enda verða
örlög þeirra eflaust hin sömu og
hjá þeirri ólánsömu táningsstjörnu
– sem var tjóðruð niður í sjúkrabíl,
uppdópuð á róandi lyfjum fyrir
hesta. Barbie átti þó sinn mann,
ólíkt Bratz sem virðist ekki vita í
hvorn fótinn hún á að stíga.
STUÐ MILLI STRÍÐA: Britney og Bratz
FREYR GÍGJA GUNNARSSON VILL KEN OG BARBIE AFTUR Á TOPPINN
Reyk eða reyklaus?
Kranamaður
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf óskar
eftir að ráða mann á krana.
Nánari upplýsingar veitir Eyþór í
síma 693-7382
G
O
T
T
F
O
L
K
NÆTURVAKTIN
Á DVD
NÆTUR-
VAKTIN
allir 12 þættirnir
á 2 diskum troðfullir af
aukaefni; tilurð þáttanna
/ upptökur frá spunum,
gerð næturvaktarinnar
og yfirlestur
(commentary)
frá höfundum
og aðalleikurum.
Eigum við
að ræða
það eitthvað?
2
DVD