Fréttablaðið - 19.01.2008, Page 71
LAUGARDAGUR 19. janúar 2008
Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft
til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla,
fylgihluti og margt fleira.
Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600
Fax 551 5601 sala@utilegumadurinn.is
Hjólhýsasýning
Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Polar hjólhýsum
helgina 19. - 20. janúar í verslun okkar að Fosshálsi 5-7.
7 hjólhýsi til sýnis og Léttar veitingar í boði!
Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600
Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is
Vesturlandsvegur
B&L
Nesti
Grjótháls
Fossháls
H
ér
eru
m við
Lau kl. 10.00-17.00
Sun kl. 12.00-16.00
Breiðustu og best einangruðu hjólhýsin á markaðnum, sérhönnuð
fyrir norðlægar slóðir og koma ríkulega hlaðin staðalbúnaði.
hjólhýsin
Ríkulega hlaðin staðalbúnaði
Alde 3010 lokað vatnshitakerfi
í gólfi og undir öllum gluggum
IDC stöðugleikakerfi
Sólarrafhlaða 150 wött
19” LCD sjónvarp 12/220 volt
DVD/CD spilari & útvarp
Gasofn m/grilli
Stór ísskápur m/aðskildum frysti
Sérstakur vínkælir
Bakkskynjari, þráðlaus
8 cm Tempur yfirdýna í hjónarúmi
2 x 75 ampera rafgeymar
WS 3000 öryggiskúpling á beisli
Stór opnanleg sóllúga
Gasúttak f. grill ofl. úti
Flugnanet f. gluggum/hurð/sóllúgu
Handklæðaþurrkari á baði
Geymsluhólf að utan
4 hátalarar fram/aftur
Dimmir á inniljósum
Útdraganleg koja yfir hjónarúmi
Gasskynjari
19˝ LCD
skjár
Séstakur
vínkælir
DVD
spilari
44mm
einangrun
-40 °C
iDC
stöðugleikakerfi
iDC
Leikstjórar í Hollywood hafa kom-
ist að samkomulagi við fulltrúa
kvikmyndavera um nýjan sam-
starfssamning til þriggja ára.
Samningurinn felur meðal annars
í sér að leikstjórar fá greitt fyrir
efni sem birtist á netinu. Hand-
ritshöfundar, sem enn eru í verk-
falli, hafa einmitt deilt hart um
þennan sama málaflokk.
Með nýja samningnum vonast
menn til að þrýstingur myndist á
handritshöfundana um að ná sam-
komulagi við kvikmyndaverin.
„Ég er mjög ánægður með nýja
samninginn og vona að hann verði
til þess að flýta samningaviðræð-
unum við handritshöfunda,“ sagði
leikarinn og leikstjórinn George
Clooney.
Leikstjórar ná sáttum
GEORGE CLOONEY Clooney er ánægður
með nýja samninginn.
Breska söngkonan Lily Allen
missti fóstur á dögunum. Barnið
hefði orðið fyrsta barn Allen, sem
er 22 ára gömul, og kærasta
hennar, Ed Simons úr Chemical
Brothers. Þungunin var mjög
óvænt, enda höfðu þau bara verið
saman í fjóra mánuði þegar Allen
varð ólétt. Hún hafði þó tekið
fréttunum fagnandi, og var farin
að hlakka til þess að verða mamma,
samkvæmt heimildarmönnum
The Sun.
Talsmaður Allen hefur staðfest
fósturlátið. „Hún og kærasti henn-
ar, Ed Simons, munu ekki tjá sig
frekar og við biðjum um að þeim
verði veitt næði á þessum erfiða
tíma.“
Lily missti fóstrið
SORGARFRÉTTIR Þó að þungun Lily
Allen hafi verið óvænt var hún farin að
hlakka til þess að verða mamma.
Hver herralínan á fætur annarri birtist á
sýningarpöllunum í Mílanó þessa dag-
ana, og að vanda er úr nógu að velja
fyrir áhugasama. Karlmenn munu
feta sig út í pallíettujakka og bleika
lakkskó á næsta hausti, ef dæma má
af nýafstaðinni sýningu Moschino í
tískuborginni.
Bleikir skór hjá
Moschino
Sýning Moschino samanstóð að miklu leyti af klæði-
legum buxum, jökkum og peysum, en inn á milli
mátti sjá heldur óhefðbundnari fylgihluti. Pallíettu-
vesti gjörbreytti til dæmis annars nokkuð saklausum
jakkafötum, og bleikir lakkskór setja óneitanlega svip
á klæðnaðinn fyrir matarboðið. Munstur voru líka
nokkuð áberandi, eins og svart-hvíti klæðnaðurinn ber
merki um.
SKEMMTILEGAR ÁHERSLUR
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/G
ETTY