Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 87
FERÐALÖG 9 Kauptu bara miða aðra leiðina. Þú veist ekki hvaðan þú munt fljúga aftur heim. Yfirleitt er ódýr- ast og best að fljúga í gegnum London, nema þú sért að fara til Suður-Ameríku, þá er yfirleitt best að fljúga í gegnum New York eða Orlando. Láttu ráðast hvert þú flýgur frá millistoppunum, svo sem London og New York, með því að skoða hvert þú færð ódýr flug. Vertu opinn fyrir tilboð- um og nýjum stöðum því alls staðar í heiminum er áhugaverða staði að finna. Ekki láta fordóma og hræðslu, sem byggð er á litlum rökum, ráða ferðinni. Oft er gott ef þú ert að fara til staða eins og Suður-Ameríku, og ætlar þér að vera lengi, að byrja á því að skrá þig í skóla til að læra eitthvað í tungumálinu. Bæði kynnistu fólki og skólinn getur séð um að útvega þér húsnæði til að byrja með á meðan þú ert ná áttum. Góð regla ef þú ert að ferðast til frumstæðari staða: Vertu alltaf með pening á þér. Ferðatékkar og kreditkort eru sjaldnast tekin. Og bankinn getur þess vegna verið lokaður viku í senn. Gott er að muna að þótt flug til fjarlægra staða séu oftast dýrari, er það fljótt að vinnast upp, því hótelin og matur er yfirleitt hræódýrt. Hægt er að finna hótel sem kosta allt niður í 200 krónur nóttin. Ekki vera hrædd við að prófa ódýr hótel. Því ódýrara hóteli sem þú gistir á, því líklegra er að þú kynnist fólki því oft er boðið upp á að deila herbergi með öðrum. Þannig geturðu oft hitt aðra ferðalanga sem eru að fara eitthvað spennandi og gaman að slást með í för. Það er líka alltaf betra, öryggisins vegna, að vera fleiri en einn eða tveir. Sjálfur hef ég aldrei lent í vandræðum með fólk. Vegabréfsskoðun getur tekið tíma í litlum landamærastöðvum. Verið því viðbúin því að þurfa að sýna þolinmæði. Á sumum stöðum þurfa þeir einfaldlega að hringja símtal til að fá það staðfest að Ísland sé hreinlega til. Vertu óhræddur við að leita þér hjálpar og spyrj- ast fyrir en hafðu fyrirvara á fólki sem er áfjáð í að hjálpa þér að fyrra bragði og á það fyrst og fremst við í stórborgum. Úti í sveit er fólkið yfirleitt með alvöru og einlægan áhuga á að hjálpa þér. Ég nota alltaf tvær ferðabækur þegar ég ferðast um framandi staði. Annars vegar nota ég Lonely planet til að leita að gistingu og vel þá yfirleitt ódýra staði því mér er sama hvar ég gisti. Hins- vegar finnst mér gott að borða góðan mat og til að finna bestu veitingastaðina nota ég Frommers mér til leiðsagnar. Frommers er líka góð sé fólk að leita að dýrari gistingu. Til er kort sem kallast Priority pass og fylgir það sumum kreditkortum. Kortið gefur þér réttindi til að nota flugvélabiðstofur fyrir fyrsta flokks farþega og er í raun alger nauðsyn á löngum ferðalögum því þá geturðu oft komist í sturtu, hvílt þig í rúmi, farið í tölvu og borðað á flugvellinum. Ekki vera smeyk við að taka börn með í ferðalög á framandi slóðir. Fólki með börn er til dæmis oftar treyst betur og ferðamönnum með börn betur tekið. Ferðalögin verða þannig oft mun meira gefandi. Sértu að fara á framandi slóðir, er oftast best að fljúga fyrst á höfuðborgina og leigja þér sæmilegt hótel í tvo daga meðan þú ert að ná áttum og jafna þig. Svo geturðu ákveðið í framhaldi hvað þú vilt gera. Ekki panta þér kofann á ströndinni hérna heima í pakkaferð og fara beint í hann. Þannig verður fólk oftast fyrir vonbrigðum því kofinn á eyðiströndinni líkist svo þegar á reynir einna helst Benidorm á vondum degi. Það þarf alls ekki að vera slæmt að ferðast á rigningartímabili á framandi slóðum, bæði er gist- ing ódýrari og minni túrismi. ÞJÓÐARRÉTTUR CHILEBÚA Grillaður naggrís er þjóðarréttur Chilebúa og er hann borinn fram eins og hér sést – í heilu lagi. g er það í einu skipt- . Það er ólíklegt að g vilji klífa annan ofan var búin að ók við manni á flug- ð að því leyti mjög a sem ég þurfti að óðir gönguskór, hlýr sbrúsi. Tjöldin, mat, t hitt sá ferðaskrif- stofan um. Ferðin var erfið þar sem ég fékk matareitrun og ég mæli með því að fólk taki með sér klósettpappír því í þessu landi er búið að rækta alla mýkt úr plöntum – burknarnir eru meira að segja með göddum! Einnig er sniðugt að taka vatnsleysanleg vítamín með bragðefni því neysluvatnið er soðið upp úr sömu pottum og maturinn er soðinn í og bragðið því vont.“ „Árið 2003 flaug ég til Barcelona og ákvað að fara í öðruvísi ferð um Spán á eigin vegum. Við leigðum okkur bíl og keyrðum um Norður-Spán og vorum mjög frjáls. Ég ferðast öðruvísi um Evrópu en þegar ég er á meira fram- andi slóðum. Þannig reyni ég að finna mér bækur um öðruvísi gistimöguleika en þessi stöðluðu hótel – svo sem á sveitahótelum, í gömlum höllum og jafnvel hlöðum. Það er merkilegt með Spán að um leið og komið er út fyrir borgirnar er mat- urinn alltaf æðislegur, sama hversu lít- ill veitingastaðurinn er. Við rúntuðum á milli og fórum meðal annars niður til Pamplona og ég ákvað að hlaupa í nauta- hlaupinu. Hlaupið er á hverjum degi í viku og mikil stemning í kringum þetta. Þetta er nánast hættulaust því það er alltaf hægt að skjóta sér til hliðar undan nautinu, nema vera þeim mun drukkn- ari, eins og margir þarna eru.“ „Árið 2003 var ég að byrja á loka- ári mínu í tölvunarfræði og ákvað að taka námið í fjarnámi og búa einhvers staðar á meðan þar sem ódýrt væri að lifa. Chile varð fyrir valinu og fluttum við til borgar á stærð við Reykjavík, Vina del Mar, sem er um klukkutíma frá Santi- ago. Kærastan mín skráði sig í nám í háskólanum og þriggja ára dóttir okkar var með í för. Skólinn útvegaði okkur húsnæði hjá fjöl- skyldu sem við ætluðum að vera hjá í mánuð og finna okkur svo eigin leiguhúsnæði en okkur kom öllum svo vel saman að úr varð að við dvöldum hjá henni allan tím- ann, í heilt ár. Þegar við vorum ekki að læra notuðum við tímann í að ferðast og keyra um og keypt- um okkur ódýran bíl. Chile er eitt þróaðasta land Suður-Ameríku og ég mæli tvímælalaust með því að fólk noti sér tækifæri eins og fjar- nám í að ferðast í leiðinni á skemmtilegar slóðir.“ GÓÐ RÁÐ FYRIR FRJÁLSLEG OG FRUMLEG FERÐALÖG ÚR HANDRAÐA SIGMARS jaro fyrir valinu þar sem það þykir þægileg byrjunarganga. NAUTAHLAUPIÐ Í PAMPLONA Sigmar keyrði allan Norður-Spán og endaði svo á því að hlaupa í nautahlaupinu í Pamplona 14. júlí. NAUTAHLAUP Á SPÁNI ÖNGUSKÓM TIL CHILE MEÐ FJÖLSKYLDUNA FRAMHALD Á NÆSTU OPNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.