Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 90
12 FERÐALÖG Skógar Transylvaníu Hvernig væri að skjóta smá got- neskri hryllingsrómantík í lífið? Rúmenía býður upp á ævintýra- legt landslag – skógi vaxnar hæðir þar sem birnir og úlfar ráfa um villtir, og bændur á hestvögnum á rólegum sveitavegum. Rúmenía er að sjálfsögðu líka fæðingar- staður Drakúla greifa eða Vlad stjaksetjara þrátt fyrir að heima- menn segi vampíruna hreinan uppspuna írska rithöfundarins Bram Stoker. Það er samt eflaust sniðugt að pakka hvítlauk í ferða- töskuna. Prófið gistiheimili Kal- nokys greifa á www.transylvani- ancastle.com Sund og safarí í Malaví Afríka er án efa einn heitasti áfangastaðurinn árið 2008 og ógrynni af áhugaverðum stöðum að velja úr hvort sem það eru safarí- eða strandferðir. Spenn- andi hótel verður til dæmis opnað í Malaví í júlí en það er tíu her- bergja skáli við Malavívatn með útsýni yfir hvíta strönd. Farið er í safaríferðir snemma á morgnana þegar dýrin eru á ferli og svo synt í kristalstæru vatninu undir heitri Afríkusól um eftirmiðdaginn. Athugið ferðir á www.western- oriental.com Leiktu Bond í Oman Zighy Bay á Musandan-skaga er óneitanlega ríkmannlegasti áfangastaður ársins. Eigendurnir segja að þeir hafi viljað mótsvar við hættulausu lífi okkar og bjóða þér meðal annars að mæta á stað- inn í svifdreka, klifra í döðlu- pálmatrjám og klífa hin einstöku Hajar-fjöll. Svo getur maður slakað á í hefðbundnum miðaustur- lenskum villum. Athugið www. theprivatetravelcompany.co.uk Túristalaus Kanaríeyja Íslendingar flykkjast til Kanarí á veturna og slík túristamergð höfð- ar ekki til allra. Hins vegar er eyjan El Hierro blessunarlega ferðamannalaus og er einstaklega athyglisverð. Einungis er hægt að nálgast þessa eldfjallaeyju með ferju og hún er dálitið ógnvekj- andi sjón þar sem hún rís hátt upp úr sjónum. Flestir eyjarskeggjar búa svo ofan í eldgígnum El Golfo í höfuðborginni Valverde. De Niro-hótel í New York Íbúar stóra eplisins bíða spenntir eftir opnun hótelsins Greenwich Hotel í TriBeCa (www.greenwich- hotelny.com) sem er í eigu stórleik- arans Roberts De Niro. Heyrst hefur að innanhússhönnunin sé guðdómleg og skartar hún að sögn meðal annars sundlaug sem er upp- ljómuð af gamaldags lugtum og veitingastað þar sem loftið er búið til úr nítíu þúsund vínkorkum. Indiana Jones-fílingur í Sýrlandi Fyrir þá sem njóta þess að upplifa nýjan menningarheim er borgin Aleppo í Sýrlandi fullkomin. Hún er uppfull af skrýtnum götumörk- uðum þar sem auðvelt er að villast af leið og minnir mikið á fyrstu Indiana Jones-myndina. Prófaðu að gista í hinu klassíska Baron Hotel eða á Beit Wakil (www.beit- wakil.com). Hjólaðu á lestarteinum í Svíþjóð Daltrail er stórsniðugur hjólavagn sem er notaður á gömlum lestar- teinum í vatnahéraðinu Svanskog fyrir norðan Gautaborg. Þú hjólar sumsé eftir teinunum í villtri nátt- úru þar sem enga vegi er að finna en elgir eru fjölmargir. Á áfanga- stað getur þú svo slegið upp tjaldi eða snúið heim eftir ánni á kanó. Kíktu á www.daltrail.se Marquez-stemning í Kólumbíu Cartagena í Kólumbíu er sögusvið meistaraverksins Ástin á tímum kólerunnar eftir Gabriel Garcia Marquez. Borgin er fræg fyrir eitur lyf og ofbeldi, en það sem kemur á óvart við hana nú til dags er að hún er ekkert hættuleg. Carta- gena er hins vegar afskaplega sjar- merandi með gömlum spænskum byggingum og einnig er hægt að skreppa í ævintýraferðir í Amazon- frumskóginn og í Andes-fjöllin. Athugið www.lastfrontiers.com Lemúrdýr og kameljón á Mada- gaskar Munið þið ekki eftir teiknimynd- inni? Madagaskar er ekkert ósvip- uð henni, fáir ferðamenn og und- arlegar dýrategundir. Nú býðst lúxusdýrum fágætur kostur á eyj- unni við Afríkustrendur, en það er Mandrare River Camp í skógum Ifotaka í suðri. Þar er einnig hægt að heimsækja forna grafreiti og læra að skjóta úr teygjubyssu eins og innfæddir. Athugið www. audleytravel.com Buddha Bar hótel í Prag Meginstraumurinn liggur til Tall- inn þessa dagana þannig að smart- settið er farið að fara aftur til Prag. Ekki er nóg með að þessi miðalda- borg í Mið-Evrópu sé undurfögur heldur er verið að opna þar nýtt hótel með sömu eigendum og hinn frægi Buddha Bar. Hótelið heitir www.buddha-bar-hotel.com. Einnig er breski hótelmaðurinn Rocco Forte að opna nýtt hótel í gömlu 13 aldar klaustri sem kallast The Aug- ustine (www.roccofortecollection. com) og á að vera súper smart. Glamúr í Beirút Einu sinni var þessi stríðshrjáða borg nefnd París Mið-Austurlanda og þotuliðið þyrptist þangað. Berút er enn dásamlega litrík borg þar sem fólk kann sannarlega að borða góðan mat og skemmta sér. Hinn breski Gordon Campbell Gray opnar hótelið Le Gray í sumar og segir sjálfur að Beirút sé heimsins skemmtilegasta borg. Eina hættan sem gestir hans geti lent í sé að freistast til að reykja vindil á hinum ofurfallega vindlabar á hót- elinu. www.campbellgrayhotel. com. Hægt er að fljúga til Beirút með bæði British Airways frá London og Air France frá París. www.campbellgrayhotels.com Villtar nætur á Mykonos Þessi gríska eyja er víðfræg fyrir næturlíf sitt og er reyndar einnig vinsæll áfangastaður samkyn- hneigðra. Flottir næturklúbbar eru meðal annars Cavo Paradiso (www.cavoparadiso.gr) og The Paradise Club (www.paradise club- mykonos.com). Smartasta hótelið er án efa Mykonos Grace, sem er gert upp í Philippe Starck-stíl þar sem öll herbergi skarta stórum svölum með heitum pottum. (www. mykonosgrace.com) Hverjir eru svölustu og skemmtilegustu staðirnir á komandi ári? Hér eru nokkrir áfangastaðir úr alfaraleið. HEITT ÁRIÐ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.