Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 97

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 97
SUNNUDAGUR 27. janúar 2008 21 Um þessar mundir þeysast ungir listamenn úr Þjóðleikhúsinu um landið og sýna öðrum ungmennum leikritið norway.today, leiksýn- ingu sem sniðin er fyrir þann hóp sem verið er að höfða til. Á Akra- nesi á fimmtudaginn létu nemend- ur Fjölbrautaskóla Vesturlands sig ekki vanta í hátíðarsalinn eftir að búið var að breyta honum í leik- hús. Nemendur á svipuðum aldri og aðalpersónur verksins með GSM-síma í höndum, hlaðin sam- lokum, gosdrykkjum með i-potta hangandi í bandi, fylltu salinn þrátt fyrir handboltann. Ungling- arnir í verkinu voru líkir þessum ungu áhorfendum sem tóku sýn- ingunni ákaflega vel. Þau Ágúst og Júlía kynnast á netinu. Það er kunnuglegt. Þau eru leitandi. Það er kunnuglegt. Þau eru græjufólk. Það er kunn- uglegt. Þau tala um sjálfa sig. Það er kunnuglegt. Þau vilja fremja sjálfsmorð saman. Er það kunnuglegt? Þau eru að prófa sig í umhverfinu, í lífinu og spegla sig hvort í öðru. Það er kunnug- legt. Ungmenni sem sjá engan til- gang með lífinu og vilja finna til- gang með því að fyrirfara sér en enda svo brosandi og ástfangin, það er léttir. Hitt er svo annað mál að sjálfsvíg eða hugdettur um sjálfsvíg ungmenna er því miður eitt af þeim fyrirbærum um hegð- un í samfélaginu sem hefur far- aldursáhrif og því mjög viðkvæmt umfjöllunarefni. Það eru aðeins örfáir dagar síðan sagt var frá því í fréttum að sjö ungmenni í sama bæ hefðu fyrirfarið sér í Stóra- Bretlandi eftir að hafa haft um það samráð á netinu. Það er vandasamt að búa til listaverk af þessu tagi og mikil- vægt að gera grín með ábyrgð og nálgast alvöruna með ábyrgð en það tekst höfundi snilldarlega í sínu handriti. Leikhópnum hér tekst einnig að glæða verkið því lífi að fara úr kvíða yfir í létti, yfir í lauflétta framtíðarsýn, enda mátti sjá það á andlitum áhorf- enda þegar þeir fögnuðu lista- mönnunum í leikslok. Þau heita Júlía og Ágúst og klifra saman upp á háan klett ein- hvers staðar í Noregi með það í huga að varpa sér oní djúpan fjörð saman. Það er ekki nema í blábyrj- un sem við trúum að það geti gerst. Að þau heita Ágúst og Júlía er líka ákveðinn léttir, því allir vita jú hvernig fór fyrir þeim Rómeó og Júlíu. Áhorfendur voru sjálfir beðnir um að skrifa umsögn um sýning- una og hverjum manni rétt til þess ákveðið eyðublað þar sem meðal annars er spurt: Gætu Ágúst og Júlía verið til í alvörunni? Eru þau trúverðugar persónur? Jahá, svaraði falleg ljóshærð stúlka og vinkonur henn- ar í bekknum kinkuðu kolli til sam- þykkis. Það er einmitt styrkur þessarar sýningar að ungmennin tvö eru svo fjári trúverðug. Þórir Sæmundsson, sem mennt- aður er í Noregi, lék hinn vand- ræðalega Ágúst og varð að þeim hettupeysustrák sem við öll þekkj- um, vandræðalegur, hallærisleg- ur, blíður, fyndinn, örlítið nörda- legur og ekki þunglyndari en það að dulítið kelerí í ísköldu tjaldi fær hann algerlega til þess að gleyma áformunum um að stytta sér aldur, þó svo að þau haldi áfram að tala um það alveg í gegn- um allt verkið. Það verður eins og að hjakka í sameiginlegu áhuga- máli. Þórir hefur sterka nærveru og takta sem flestir strákarnir í salnum gátu speglað sig í. Hann þurfti ekki að ofreyna sig til þess að hlegið var dátt og mikið. Með hlutverk Júlíu fer Sara Marti Guðmundsdóttir. Hún skilar sínu hlutverki fantavel. Júlía er auðvitað leiðinlegri og frekari og stjórnar gangi meir heldur en hinn hengilmænulegi Ágúst en er engu síður mjög blæbrigðaríkur kar- akter af hendi höfundar. Sara Marti náði einmitt mjög vel tökum á þessum mismunandi blæbrigð- um, angist, endurminningum, stjórnsemi og dótadýrkun. Þau leggja í hann með vídeó- kameru og það sem gerist inni í tjaldinu er til að mynda sýnt á breiðtjaldi fyrir svo utan að þau eru að leika sér með myndavélina, í fúlustu alvöru þar sem þau eru að taka upp sín lokaorð. Hér var tækninni og græjugleðinni beitt markvisst til þess að ganga í augun á þessum áhorfendaaldri og það var mjög vel til fundið því þetta er jú þeirra blek og penni. Vigdís Jakobsdóttir á hrós skilið fyrir að raða saman þessum við- kvæmu og þó á sumum stöðum hlægilegu myndskeiðum þannig að heildin varð að góðri sýningu. Það hefði þó mátt stytta leik þeirra með upptökuvélina nokkuð í lokin og eins koma aðeins brattar inn í byrjun, sum sé þétta sýninguna aðeins. Leikmyndin minnti á opna tölvu þar sem skjárinn blasir við og enginn vandi að ímynda sér klettasyllu uppi við opinn fjörð hvort heldur var í Noregi eða hér á landi. Tónlistin í upphafi var vel valin og gaf einhvern veginn svo augljóslega til kynna hvers konar ungmenni voru á ferðinni. Það er hægt að tala um erfið mál, það er bara ekki sama hvern- ig það er gert. Þetta var vel gert. Elísabet Brekkan menning@frettabladid.is LEIKLIST norway.today eftir Igor Bauersima Þýðandi: María Kristjánsdóttir Leikmynd: Högni Sigurþórsson Ljós: Benedikt Axelsson Myndvinnsla: Halldór Snær Bjarnason og Högni Sigþórsson Leikstjóri: Vigdís Jakobsdóttir ★★★★ Trúverðug og áhrifamikil sýning um mikilvægt álitamál: Er lífið þess virði að lifa því? BERGÞÓR PÁLSSON SÖNGVARI Fræðir óperugesti um La traviata. LEIKLIST Þórir Sæmundsson og Sara Marti Guðmundsdóttir í vandaðri sýningu fyrir ungt fólk og þá sem eldri eru að auki. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar Árlegir Mozart-tónleikar í tilefni af fæðingardegi tónskáldsins fara fram á vegum Reykjavíkurborgar á Kjarvalsstöðum í kvöld. Á efnisskrá kvöldsins eru tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu, kv.376 og kv.481, ásamt píanósónötu kv.576 og Kegelstatt-tríóinu kv.498 fyrir klarinett, víólu og píanó. Flytjendur á tónleikunum eru þau Krystyna Cortes og Valgerður Andrésdóttir píanóleikarar, Laufey Sigurðardóttir fiðlu leikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víólu- leikari og Einar Jóhannesson klar- inettuleikari. Að auki mun Helgi Jónsson fræða tónleikagesti um tónskáldið og tónlistina sem flutt verður. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og fer sala aðgöngumiða fram við innganginn. - vþ Mozart á Kjarvalsstöðum Iceland.today: yes! Ástæða til að lifa! Kl. 14 Listasafn Íslands býður upp á leiðsögn Þóru Þórisdóttur mynd listar- manns um sýningu á verkum Kristjáns Davíðssonar í dag kl. 14. Í leiðsögninni fjallar Þóra um verk Kristjáns í tengslum við hið sjálf- sprottna í rómantískum hugmyndum um listsköpun og í ljósi listastefna á borð við art brut, óformlega list og abstrakt expressjónisma. Íslenska óperan frumsýnir óperuna góðkunnu La traviata eftir ítalska tónskáldið Giuseppe Verdi í febrúar næstkomandi. Í tilefni af því stendur áhugasömum til boða að fræðast um verkið frá tveim sérlegum sérfræðingum í málinu. Þeir Garðar Cortes og Bergþór Pálsson hafa báðir reynslu af því að syngja eitt þriggja aðalhlutverkanna í fyrri uppfærslum Íslensku óperunnar á La traviata. Þeir kumpánar hafa nú tekið að sér fræðslustörf fyrir Vinafélag Íslensku óperunnar í tengslum við þessa nýjustu upp- færslu á verkinu. Garðar Cortes, sem er tenórsöngvari og söng hlutverk Alfredo Germont í fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar á La traviata árið 1984, mun stýra námskeiði hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands þar sem óperan er til umfjöllunar. Námskeiðið spannar þrjú kvöld og á lokakvöldinu fer hópurinn á sýningu á verk- inu og nýtur þannig fræðslunnar sem hlotist hefur út í ystu æsar. Þar munu námskeiðsgestir eflaust hitta fyrir Bergþór Pálsson, því hann mun kynna verkið fyrir áheyrendum, sem áhuga hafa, á hverri sýningu fyrir utan frumsýningu, þeim að kostnaðarlausu, 45 mínútum áður en sýning hefst. Bergþór, sem er baritónsöngvari, söng hlutverk Giorgio Germont, í uppfærslu Íslensku óperunnar á verkinu árið 1995. La traviata er ein þekktasta og vinsælasta ópera sögunnar. Hún segir frá fylgdarkonunni Violettu, sem verður ástfangin af ungum aðals- manni, Alfredo. Faðir hans, Giorgio, neyðir Viol- ettu hins vegar til að gefa Alfredo upp á bátinn, til að bjarga heiðri fjölskyldunnar. Í nýjustu uppfærslu Íslensku óperunnar á verkinu eru það þau Sigrún Pálmadóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Tómas Tómasson sem syngja aðalhlutverkin. - vþ Óperufræðsla Sýningu á verkum Hreins Frið- finnssonar lýkur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag. Af því tilefni býður safnið upp á leiðsögn um sýninguna kl. 15 í dag. Tjáningarmáti Hreins er undir- strikaður af hárfínni kímni og ein- kennist af endurtekningum, draumum, þjóðsögum, sjónblekk- ingum og hinu yfirnáttúrulega. Á sýningunni er ekkert verk öðru fremra eða í aðalhlutverki. Þess í stað eru safngestir staddir í miðju dreifðrar veraldar þar sem áhersl- ur eru jafnar. Sýningarlok Hreins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.