Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 14
14 27. janúar 2008 SUNNUDAGUR Á RÖKSTÓLUM Búlgarska yngismærin færði okkur saman Hver er ykkar fyrsta minning um hvort annað? Guðmundur: Fyrsta minning mín um Dunu er þannig að foreldrum mínum var boðið á Gljúfrastein og var boðið sérstaklega að hafa mig með því það þyrfti að skemmta ein- hverju búlgörsku barni og ég þótti tilvalinn í það. Ætli ég hafi ekki verið svona fimm ára. Svo þegar komið var á Gljúfrastein reyndist búlgarska barnið vera átján ára yngismær þannig að ég var nú í hálfgerðu reiðileysi. En þá aumkuðu þær systurnar sig yfir mig og fóru með mig upp í her- bergi og þarna heyrði ég í fyrsta sinn í Bítlunum – heyrði John Lennon syngja og varð ekki samur á eftir. Duna breytti sem sagt lífi mínu. Guðný: Fyrsta minning mín um Guðmund Andra er fyrr en hún er þegar foreldar hans komu að heim- ili mínu eins og oft áður og höfðu lent í því tveimur dögum áður að Guðmundur Andri varð ofboðslega veikur og það vissi enginn hvað var að honum. Hann hafði lent á spítala milli heims og helju og var svo heppinn að lenda á einhverjum góðum læknahóp og þeir spraut- uðu öllu í hann sem hægt var að sprauta upp á von og óvon. Eftir á kom í ljós að þetta var heilahimnu- bólga en þarna komu þau hjónin til þess að jafna sig á þessu og þetta er djúpt í minningunni vegna þess að heilahimnubólga var að byrja að ganga á þessum tíma og maður vissi hvað hún var svakaleg. Thor og Margrét voru svo hamingjusöm og hvernig þau heilsuðust og grétu á hlaðinu heima er mér mjög eftir- minnilegt. Það er algjörlega óvart að ég spyr Guðmund ennþá hvernig hann hafi það, hef ennþá áhyggjur af heilsu hans. Kleinur og garðrækt á toppnum Nefnið þrjá hluti sem þið vitið ekki um hvort annað en gætuð trúað að væru sannir. Lokið svo augunum og nefnið mér fjögur atriði sem ykkur finnst einkenna hvort annað. Guðný: Ég gæti trúað að Guð- mundi Andra þætti laufabrauð mjög gott af því hann er að norðan í móðurætt. Svo myndi ég halda að honum þættu epli alveg óskaplega vond af því hann fær svo mikið tannkul í þessu veðri. Svo held ég hann sé að punkta niður í stóra skáldsögu. Guðmundur: Ef ég ætti að ímynda mér eitthvað um Dunu þá myndi ég fyrst segja það að ef hún syng- ur ekki í kór þá langar hana mjög mikið að syngja í kór og ég hugsa að hún syngi mjög mikið heima hjá sér. Og ég held að hún syngi mikið svona bæ jabbæ-babbæ-bæ lög með Ríó tríó og svoleiðis lög. Ég held í öðru lagi að hana dreymi um að eignast sauðfé og vera alvöru rollubóndi. Og í þriðja lagi held ég að hún hafi mjög gaman af rapparanum Eminem. Guðný: Þú færð tvö stig. Þriðja geigaði. Guðmundur: Var það rapparinn? Guðný: Já. Guðmundur: Ég hélt þetta bara út af Dóra DNA, syni þínum, og svo er Eminem svolítið kjaftfor. Ég hélt að þú hefðir kannski svolítið gaman af kjaftforum einstakling- um. En þetta með laufabrauðið, mér finnst það nú eiginlega bragð- ast eins og djúpsteiktur pappír. Mamma er nefnilega í rauninni ekki að norðan – afi og amma bjuggu bara á Akureyri en þau voru að austan og héldu austfirskt heimili. Laufabrauðsbakstur var því aldrei hluti af heimilishald- inu. Guðný: Og ég sem hélt að það væru ævinlega staflar af laufa- brauði í kringum þig ... Guðmundur: Nei, kleinum – og ég elska kleinur. Hitt með eplin var rétt – mér finnst sérlega óþægi- legt að borða epli og fæ stundum martraðir þar sem ég er að bíta í epli. Og bókin, jú, hún kemur væntanlega núna fyrir jólin. Guðný: Það sem einkennir Guð- mund er að hann er náttúrlega með munninn fyrir neðan nefið eins og hann á ættir til. Hann er óskaplega líkur í sína ætt en ég þekki mikið af hans fólki sem er afkomendur Thors Jensen. Sú ætt er lítið fyrir að láta bera á sér. Hann er greindur og feiminn, en þetta er svo feimið fólk – það er nokkuð sem enginn áttar sig á. Það er svolítið erfitt að toga upp úr því hlutina. Hann hefur sérstakan húmor fyrir tónlist og hann er ofsalega líkur móður sinni, Mar- gréti Indriðadóttur. Guðmundur: Þetta er nú voðalega fallega talað. Það fyrsta sem mér finnst einkenna Dunu er húmor- inn. Hún er mjög fyndin og orð- heppin og það er gaman að heyra þegar gellur í henni. Í öðru lagi hefur mér sýnst að hún kunni að tala við börn og þau laðast að henni. Þriðji hluturinn sem ég veit úr sjónvarpinu er að hún er mikil garðræktarkona og vill hafa grósku og gróður í kringum sig. Fjárbóndi og forsetaritari Guðný Halldórsdóttir hefur alla tíð haft áhyggjur af heilsu Guðmundar Andra Thorssonar og spyr hann stöðugt hvernig hann hafi það. Guðmundur Andri segir Guðnýju hafa breytt lífi sínu á Gljúfrasteini þegar hann var sex ára gamall. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti rökstólapar vikunnar og spurði það út í fatastyrki og þjóðargrafreitinn. STYÐJUM BJÖRK Guðmundur Andri segir Björk Guðmundsdóttur hafa fullt umboð frá sér til að umbreytast í stórhættulegt kvendýr. Guðný er stolt af henni fyrir að hafa gefið nýsjálenskum ljósmyndara einn á lúðurinn á flugvellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.