Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 16
16 27. janúar 2008 SUNNUDAGUR E ngir tveir dagar eru eins og aldrei hægt að vita hvernig dagurinn verður,“ segir Hrönn Harðardóttir, leik- skólakennari og deild- arstjóri á yngri deild á leikskólan- um Hamraborg í Reykjavík. Hrönn lýsir starfi leikskólakenn- ara sem köllun en um leið sé það mjög lýjandi bæði andlega og lík- amlega. „En ánægjan við starfið vegur svo sannarlega upp á móti hinu.“ Þrátt fyrir ánægjuna er auðvelt að koðna niður í starfi sem leik- skólakennari segir Hrönn og að besta ráðið til að koma í veg fyrir það sé símenntun, „Þetta er gef- andi og skemmtilegt starf en um leið bæði andlega og líkamlega lýjandi. Maður er dauðuppgefinn að vinnudegi loknum eftir að hafa haldið á og hlaupið á eftir smá- börnum allan daginn og það er stutt á milli þess að finnast mjög skemmtilegt í vinnunni og mjög leiðinlegt. Ég held að mörkin þar á milli séu þau að ef þú heldur þér ekki á tánum, til dæmis með því að fara á fyrirlestra, námskeið og í heimsókn á aðra leikskóla, þá brennur þú einfaldlega út.“ Reglulega er fjallað í fjölmiðl- um um manneklu á leikskólum. Hrönn segir ástandið á sínum leik- skóla mun betra en víða annars staðar en þó fari þau ekki varhluta af þessu vandamáli. „Við leik- skólakennararnir höldum alltaf morgunfundi klukkan níu á morgn- ana til að fara yfir stöðuna og það er púsl á hverjum einasta degi. Maður er alltaf að reyna að redda hverjum degi. Oft tökum við bara fyrir hálfan dag í einu og hittumst svo aftur í hádeginu til að skipu- leggja seinni part dags. Það hræði- legasta sem við lendum í að gera er að þurfa að loka deildum. En þá erum við líka alveg komin út á ystu nöf.“ Sá mikli skortur sem er á leik- skólakennurum skýrist að mati Hrannar að mestu leyti af launa- málum. „Fólk menntar sig í þessu og hverfur síðan í önnur störf eða vill jafnvel mennta sig í þessu en sér ekki tilganginn út af slæmum launum. Mikil og jákvæð þróun hefur hins vegar orðið í launamál- um leikskólakennara. Auðvitað er langt í land ennþá en nú til dags finnst mér að fólk ætti ekki að setja launin fyrir sig því þau eru ekki það slæm. En þá er ég að tala um leikskólakennara, almennur starfsmaður er enn langt á eftir.“ Hvað sem álagi, launamálum og manneklu líður segist Hrönn ekki geta hugsað sér annað starf. „Þetta er það sem ég lifi fyrir, það má eiginlega segja að þetta sé köllun. Morgnarnir eru ekki þannig að ég eigi erfitt með að vakna og nenni ekki í vinnuna, heldur sprett ég á fætur og hlakka til að mæta í hvert sinn.“ ■ Hlakka til að mæta í hvert sinn Mannekla og tímabundnar lokanir á deildum eru iðulega umfjöllunarefnið þegar leikskólar eru í fréttum og mæðir mikið á þeim kennurum sem eru starfandi á leikskólunum. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir blaðamaður og Arnþór Birkisson ljósmyndari fengu innsýn í hvernig vinnuvikan gengur fyrir sig hjá Hrönn Harðardóttur, leikskólakennara og deildarstjóra. ÆVINTÝRI EINARS ÁSKELS LESIN Hrönn segir ómögulegt að stimpla sig alveg út í lok vinnudags. „Ég er alltaf með hugann við vinnuna. Ég er til dæmis barnlaus og tengist börnunum sem ég vinn með mjög sterkt. Ég er náttúrlega með þau lungann úr vökutíma þeirra og sé þau miklu meira vakandi en foreldrar þeirra. Sem leikskólakennari þarf ég að hafa mikla yfirsýn yfir hópinn og fylgjast með hverju einasta barni, þroska þess, framförum og afturförum ef því er að skipta.“ HRÖNN ÁSAMT KRISTÓFER SYSTURSYNI SÍNUM Leikskólakennarar sem eiga börn kjósa yfirleitt að vinna með börn á aldri sem er andstæður þeirra eigin barna að sögn Hrannar. „Meðan þeirra börn eru lítil vilja þeir vinna með eldri börn. Svo þegar þeirra börn eldast færa þeir sig kannski á yngri deild. Það er náttúrlega mikið að vinna með tveggja ára börn allan daginn og vera svo með tveggja ára barn utan vinnu líka.“ SKRAFAÐ Á KAFFISTOFUNNI Leikskóla- kennarar hafa þriggja ára háskólanám að baki og margir bæta síðan við einhverri sérmenntun að sögn Hrannar. „Það er umræða um það núna að gera þetta að fimm ára námi með masters- gráðu. Mér finnst gott að það sé í boði en ég er hrædd um að verði það skylda fæli það marga frá þessu námi. Til samanburðar getur fólk útskrifast sem viðskiptafræðingar eftir þriggja ára nám.“ ELDAÐ Á HEIMILINU Meðan Hrönn var í leikskólakennaranáminu fór hún til Finn- lands sem skiptinemi og kom þangað seinna til að vinna sem leikskólakennari. Námsdvölin reyndist örlagarík þar sem Hrönn kynntist þar sambýlismanni sínum, Johnny Turtiainien. MÁNUDAGUR Vinnudagur hefst klukkan átta að morgni. Klukkan níu er morgunfundur þar sem leikskóla- stjórinn og deildarstjórarnir fara yfir daginn. „Síðan tekur við hópastarf, val og útivera með börnunum. Vinnudeg- inum lýkur rúmlega fjögur þar sem það vantar starfsfólk og ég þarf að vera aðeins lengur.“ Klukkan fimm er mánaðarlegur starfsmannafundur og að honum loknum deildarfundur til að fara yfir stöðu mála á deildinni. ÞRIÐJUDAGUR Hrönn mætir í vinnu klukkan átta og klukkan níu er morgunfundur. „Á milli tíu og eitt er ég í undirbúningstíma þar sem ég skipulegg starfsemi deildarinnar og undirbý komu lítillar stúlku sem byrjar aðlögun í næstu viku. Eftir það er ég inni á deild til klukkan fjögur þegar vinnudegi lýkur. MIÐVIKUDAGUR Mætt klukkan átta og klukkan níu er morgunfundur. „Í dag er listaskáladagur. Þá fer ég með börnin í litlum hópum í kjallarann þar sem listakennarinn tekur á móti okkur og við vinnum skemmtileg skapandi verkefni. Vinnudegi lýkur rúmlega hálf fimm sökum manneklu.“ FIMMTUDAGUR Mætt klukkan átta. „Klukkan níu er morgunfundur og við skipuleggjum daginn. Síðan er hópastarf, val og útivera með börn- unum. Vinnudegi lýkur um klukkan fjögur.“ FÖSTUDAGUR Mætt klukkan átta og morgunfundur klukkan níu þar sem dagurinn er skipulagður. „Á milli hálftíu og ellefu höldum við síðan deildarstjórafund þar sem deildarstjór- arnir bera saman bækur sínar hvað varðar starfið og skipuleggja stærri viðburði fram undan eins og þorrablót barnanna og öskudaginn. Dagurinn gengur sinn vanagang þar til vinnudegi lýkur klukkan fjögur.“ VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.