Tíminn - 19.06.1981, Síða 15

Tíminn - 19.06.1981, Síða 15
Föstudagur 19. júnl 1981 19 menningarmál Þorkell Sigurbjörnsson Gunnar Reynir Sveinsson ■ Atli Heimir Sveinsson Musica Nova - kirkjutónleikar ■ Kunnugir segja, að ekki ein- asta sé tónlistarlif hér á landi hlutfallslega langfjölbreyttast og gróskumest á Norðurlöndum, heldur sé hér mest að gerast á sviði nýrrar og nútimatónlistar, án tillits til höfðatölu. Enda er það mikið gleðiefn: að Musica Nova skuli nú vera upprisin eftir áratugs dauðadá. Siðan Musicu Novu leið hefur mikið vatn til sjávar runnið — tónlistarmenntun þjóðarinnar hefur f arið fram, og hún vaxið að reynslu og þekkingu, og ,,ungu skáldin” sem þá höfðu tilhneig- ingu til að ofkrydda tilveruna, eru að verða miðaldra. Að visu hafa komið ungir menn i staðinn, en annað hvort þarf meira til að ganga fram af mönnum nú en þá, eða tónsmiðati'skan hefur breyst i rólegra horf. Allt um það, á kirkjutónleikunum i Kristskirkju hinn 10. júni' var ekkert sérlega framúrstefnulegt að sjá eða heyra: þar var ekkert sem ekki hefði getað verið frá fyrri öld, eða jafnvel öldinni þar á undan. En ekki verra fyrir það. Tónleikarnir skiptust i tvennt: fyrst lék Ragnar Björnsson 10 sálmaforleiki eftir 6 tónskáld, þá Atla Heimi Sveinsson, Leif bórar- insson, Þorkel Sigurbjörnsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Ragnar Björnsson og Jón Nordal. Flestir eru forleikir þessir við gömul is- lensk sálmalög. Siðan söng kór, einsöngvari og orgel kantötu eftir Leif Þórarinsson — fióra sálma úr Bibliunni. Sálmaforleiki rnir 10 eru áheyrileg li'til stykki. Þeir voru vist frumfluttir i Skálholti fyrir einu eða tveimur árum, en ég hafði ekki heyrt þá áður. Þarna er mikið um módúlasjónir og kró- matiu, rétt eins og hjá Wagner eða Berlioz, og ,,möguleikar orgelsins”aðriren þeir, sem allir þekkja frá fornu fari, ekki reynd- ir til muna. Forleikimir fóru lika vel i þessu frábæra umhverfi sem kaþólska kirkjan er — þessi bygg- ing væriútaf fyrir sig ærinástæða til að gerast kaþólikki, ef maður væri á annað borð áhugasamur um trúmál. Aður fyrr, þegar bróðir Ferdinand var á dögum, var steinninn ber og dökkur i kirkjunni, og þar var alltaf dimmt og drungalegt, eins og i gömlum gotneskum kirkjum i Evrópu. En siðar var hún máluð að innan i' ljósum lit, og léttara gler sett i gluggana, svo nú er bjart yfir kirkjunni. Og þarna er mjög góður hljómburður og án gjallanda, auk þess sem mér skilst að Frobeniusorgelið i Kristskirkju sé hið eina hér á landi, sem i rauninni komist á blað sem konsertorgel. Leifur Þórarinsson mun hafa samið kantötuna „Ris upp, ó guð” fyrirkirkjukór Akraness, sem fór i söngför til Þýzkalands i fyrra með hluta hennar, þann sem full- búinn var. Einsöngvari var Hall- dór Vilhelmsson, en einsöngvarar úr kór Agústa Ágústsdóttir og Pétur ö. Jónsson; stjórnandi var Haukur Guðlaugsson en A. Cor- veiras organisti Svonatónlist nýt- ur sinstórvel i Kristskirkju — það var raunar þvi' likast, sem heilag- ur andi væri kominn i spilið á köflum, þegar Halldór var að syngja, þvi' röddin virtist fylla kirkjuna og koma úr öllum áttum í senn. en Eysteinn Asgrimsson segir einmitt um heilagan anda: Almáttigr guð, allra stétta yfirbjóðandi engla og þjóða, ei þurfandi stað né stundir, stað haldandi i kyrrleiks valdi, senn verandi úti og inni, uppi og niðri og þar i miðju, lof sé þér um aldr og ævi, eining sönn i þrennum greinum. Halldór söng þarna veigamesta hlutverkið, en kórinn gerði lika vel svo unun var á að hlýða. Mönnum þótti þessi kantata Leifs hið magnaðasta tónverk, og það er skemmtilegt að kirkjukór Akraness skuli hafa þann metnað að fá eitt vort meiriháttar tón- skáld til að semja fyrir sig sér- staka kantötu þegar hann fer út i heim til að syngja. Sigurður Stein- þórsson skrifar um tónlist. Sumar á Kjarvalsstödum Kjarvalsstaðir sumariö 81 Myndir: Jóhannes Kjarval. Austursalur. Eru til ósýndar Kjar valsmyndir? ■ fig man ekki hversu langt er siðan seinasta Kjarvalssýningin á Kjarvalsstöðum var tekin ofan, en allavega var komið mál til þess, a.m.k. fyrir okkur sem sækjum sýningar i höfuðborginni. Sömu myndir, sama sýning, verður á endanum svolitið þreyt- andi, jafnvel þótt sjálfur Kjarval sé á veggjunum, og þar sem safnið á ekki til skiptanna, er gott að hvila meistarann ööru hverju, þvi svo blossar hann upp i allri sinni dýrð eftir nokkra mánuöi. Að þessu sinni eru 119 verk á sýningunni. Þær hafa allar veriö þar áður, nema þrjár, ef ég fer rétt með, Dularfull blá mynd, önnur er af mosa og hin þriöja af dreng en það er andlitsmynd. t Vestursalnum er svo unga fólkiö með sína hluti, silfur og gull. Það er oft örðugt að gera upp á milli myndlistarmanna og lista- m ann a yf irleitt. E n þaö er þó ekki minnsti vafi á þvi, aö Kjarval var i sinni tið einhver mesti málari þjóðar sinnar, og hann var og er henni allri mjög kær. Það á þvi vel við að nota sumarið til þess að kynna verk hans með langri sýn- ingu. Þá komamargirferðamenn til borgarinnar, ekki aðeins út- lendingar, heldur einnig fólk utan af landi, sem ékki á greiöan að- gang að góðum sýningum flesta daga. Og hvaö okkur heimamenn varöar, þá er sú spurning áleitin. hvort borgin eigi ekki fleiri verk ósýnd? Kjarval gaf Reykjavikurborg á sinum tfma margar myndir, eða árið 1968, og einhvern veginn læð- ist sá grunur að manni, að þær hafi aldrei allar verið sýndar. Ef svo er, þyrfti endilega að koma þeim hið fyrsta á framfæri, til ■ Jóhannes Kjarval rnálafti sln- ar myndir oft úti i náttúrunni. Hann málaði um allt land. Hér er mvnd af listamanninum við úti- vinnu. þessaöauka fjölbreytni á föstum sýningum Kjarvalsstaða á verk- um hans. Einnig ætti Listasafn tslands að hlaupa þarna undir bagga, því það á Kjarvalsmyndir lika. Já, og vel á minnst, það þyrfti endilega að auka samvinnu safna iReykjavik, þvi útlendingar hafa sagt mér, aö t.d. um helgar, séu söfninöll opin á sama tima, þann- ig að ógjörningur er að komast yfir það að sjá þau á sama degi. Akureyringar munu hafa leyst þettaá þann máta að þeir hafasin söfn opin þannig að menn geta gengið á söfnin i ákveöinni röð, þvi þau eru ekki öll opin samtim- is. Hver var Kjarval? Það liggur i augum uppi, að auðvitað lifa listamenn aðallega i verkum sinum og einvöröungu eftir að þeir hverfa úr þessum heimi. Islenska þjóðin þekkir þennan mann Kjarval, eða þeir sem komnir eru yfir vissan aldur. Hann var stórbrotinn persónu- leiki,og fór sjaldan i miðjum hlið- um. Hann var rithöfundur og skáld og hann setti þvi ekki aðeins svip á samtið sina meö málverk- um. Hann var goðsögn, eöa þjóð saga lika. Af þvi' hefur áður veriö fundið, að Kjarvalsstaðir viröast aðeins ætla að rekja einn þátt sögu hans, sum sé myndlistina. Ritmál og skáldskap lætur það liggja milli hluta, þótt að visu sé borgin að láta færan rithöfund skrá ævisögu hans. Hjörleifur Einarsson fæddur 28/11 1955 dáinn 27/5 1981 Kveðja frá Félagi starfs- manna Samvinnutrygginga og Andvöku FSSA • Þau válegu tiðindi spurðust að kvöldi þess 27. mai s.l. aö litillar flugvélar með fjórum mönnum væri saknað. Viðtæk leit var hafin — menn vonuðu og biðu. 1 hönd fóru sólarlausir dagar. Harmafregnin var staðfest — vélin hafði farist og meö henni mennimir fjórir. Þjóðin öll er harmi slegin og tregar látna syni sina. En þungbærust og sárust er sorgin þeim er misstu ástvini sina. Við sem eftir lifum, eigum erfitt með að sætta okkur við það, þegar menn eru hrifnir burt mitt úr dagsins önn. Menn i blóma lifsins, fullir af starfsorku og sem virðast eiga ólokið ótal verkefnum. Frammi fyrir slikum atburð- um finnum viö vel hvaö viö er- um smá og vanmegnug. Við drjúpum höföi i auðmýkt og reynum að hugga okkur við að Hjörleifur og félagar hans hafi verið kallaðir til starfa að há- leitari og göfugri verkefnum en við i skammsýni okkar hugðum biða þeirra okkar á meðal. Hjörleifur Einarsson fulltrúi hjá Samvinnutryggingum var fæddurá Egilsstööum 28. nóv- ember 1955, sonur sæmdar- hjónanna i' Mýnesi i Eiðaþing- há, Laufeyjar Guöjónsdóttur, sem um margra ára skeiö var barnakennari i sveit sinni og Einars Bjö’nssonar bónda. Hann var yngstur sjö barna þeirra hjóna. Hjörleifur hlaut gottuppeldi á heimili ástrikra foreldra og i glöðum systkina- hópi. Hann haföi góöa eðlis- greind og hlauti arf mikinn fé- lagsmálaáhuga og sterka samfélagsvitund. Hann stund- aði nám á Eiðum en þaöan lá leið hans i' Verslunarskóla Is- lands, þar sem hann lauk prófi vorið 1974. Stundaði siöan framhaldsnám i Folkstone i Englandi um nokkurra mán- aða skeið. 1 janúar 1975 hóf Hjörleifur störf hjá Samvinnutrygging- um og starfaði þar siðan. Hann reyndist traustur starfs- maður, vann störf sin af heil- um hug, ábyrgð og áhuga, lagði sig fram. Hæfileikar hansvoru b'ka ótviræðir og þvi voru honum f alin ábyrgðar- og trúnaðarstörf bæði af fyrir- tækinu og starfsmönnum. Starfsmenn kusu hann for- mann starfsmannaíélagsins i janúar 1980 og gegndi hann þvi starfi með sóma þar til hann lést, yngstur allra þeirra sem gegnt hafa íormennsku i fé- laginu frá stofnun. Hjörleifur var vel meðal- maður á vöxt, friður sýnum og glaðlyndur, næmgeðja nokkuð og fljótur til, góðviljaöur og haföi þroska sér miklu eldri manna. 1 brjósti hans sló við- kvæmt og hlýtt hjarta. Hann var góöur félagi. Hjörleifur var kvæntur Höllu Björku Guðjónsdóttur frá Ytra-Gili i Eyjafiröi. Mik- illi myndarkonu og áttu þau Jrjá syni, Sigurð Birgi f. 24/6 1972, Einar f. 22/10 1977 og Guðjón f. 23/4 1979. Hjörleifur og Halla höfðu þrátt fyrir ungan aldur af hag- sýni og miklum dugnaði komiö sér upp góðri ibúö að Lang- holtsvegi 14 og búiö sér og son- unum hlýlegt og fallegt heim- ili. Samstarfsmenn Hjörleifs hjá Samvinnutryggingafélög- unum kveðja kæran félaga og minnast hans með virðingu og þökk. Við vottum aðstandendum hans, eiginkonunni ungu, sem nú veröur að axla þungar byrðar,litlu sonunum þremur, foreldrum Hjörleifs, systkin- um hans og öörum ættingjum og vinum, okkar dýpstu sam- úð. Við biöjum þess aö Drottin huggi þá sem hryggöin slær. Minningin um góðan dreng lýsi þeim og ylji á dimmum dögum. Siguröur Þórhallsson. Það er þvi rétt nú að nota tæki- færið og rekja lifshlaup þessa listamannsi örfáum oröum, fyrir þá sem ekki vita, en æviágrip Kjarvals er einnig i sýningar- skránni núna. Kjarval var fæddur i Efriey i Meðallandi 15. október árið 1885 en var alinn upp hjá fósturfor- eldrum i Borgarfirði eystra. Hann hét fullu nafni Jóhannes Sveinsson Kjarval og voru for- eldrar hans hjónin Sveinn Ingi- mundarson bóndi og kona hans Kari'tas Þorsteinsdóttir, en þau bjuggu i Meðallandi. Fjögurra ára að aldri, fór Kjarval i fóstur til móðurbróður sins Jóhannesar Jónssonar bónda i Geitvik og konu hans Guðbjargar Gissurar- dóttur. Þar var hann fram yfir fermingu. Stundaði hann siðan sjómennsku og fór á skútum. A skútunum mun hann hafa gjört si'nar fyrstu myndir. Hann stundaði nám i Flensborgarskól- anum i'tvo vetur, er hann var um tvitugt,en um þessar mundir eru liðin 70 ár siðan Kjarval sigldi með togara til Englands og hóf listnám erlendis, en áður hafði hann numið af frumherjunum, Asgrimi Jönssyni og Þórarni B. Þorlákssyni. Kjarval var einn vetur i Eng- landi aö horfa á Turner, en hélt siðan til Kaupmannahafnar, skútumaður, sem var að hefja listnám i' frægum skóla, Lista- akademiunni i Kaupmannahöfn, en þaðan lauk hann prófi árið 1928, og þar með útskrifaður i lifið og starfið. Árin 1918-1920 dvaldist hann i Florens og Róm og áriö 1928 i Paris. Frá 1920 var hann búsettur á tslandi, mest i Reykjavik, en þó dvaldist hann langdvölum við myndlistarstörf viða um landið. Kjarval skilaöi miklu lifsverki og enginn veit tölu mynda hans, sem eru slfkum töfrum gæddar, að varla mun það hafa komiö fyrir að þær væru ekki gæddar einhverjum sérstökiim giibs- neista. Hvort heldur þar var krot á servéttu, jólakort, ellegar oliu- málverk á striga. Hann var rausnarmaður alla tið og gaf Reykjavikurborg stór- gjöf af myndum árið 1969 sem áöur sagöi og myndir hans eru út um allt, heima og erlendis. Hann lést i Reykjavik 13. april árið 1972. . Jónas Guð- mundsson skrifar um myndlist

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.