Tíminn - 12.07.1981, Page 4

Tíminn - 12.07.1981, Page 4
4 Sunnudagur 12. júH 1981 Blaðamaður hefur taugar til Farf uglaheimila, að vísu misjaf nar eftir að haf a legið úti um hríð í Evrópu og náttað á slíkum stofnunum. Fyrir fólk sem ekki hættir sér í tjaldferðalög eru þau sennilega ódýrasta leiðin til að litast um í heiminum, sæmilegt Farf ugla- heimili má finna næstum því á hverjum útkjálka. Auk þess er af þeim nokkur skemmtun, þar hittir maður ferðasinnað fólk f rá öllum löndum, stofnar gjarnan til nýrra kynna. Ennfremur eru þau visst aðhald fyrir ferðalanginn, maður verður að komast í rúmið fyrir lokun og kemst ekki upp með neinn ósóma þar inni, stundum liqqur jafnvel við að herbúðaandrúmsloftið sé yfirþyrmandi — það var a.m.k. reynsla blm. á ítalíu, Hér forvitnast blm. um Farfuglaheimilið í Reykjavík, á Laugásvegi 41, hittir að máli forsvars- menn heimilisins, ferðaglaða útlendinga, vígalegt bakpokafólk — Farfugla sem oft á tíðum kunna manna best að ferðast. ■ „Þetta hefur veriö mjög gott sumar hjá okkur i ár, talsverð aukning frá þvi i fyrra,” sagöi Hulda Jónsdóttir, einn umsjónar- manna Farluglaheimilisins. „Mér finnast vera fleiri túristar hér á landi en i fyrra, einkum fleiri Norðurlandabúar. Við erum fjögur um þetta hérna og eigum fullt i fangi með aö anna þessu öllu”. Hulda stendur i gestamóttök- unni á Farfuglaheimilinu við Laufásveg og spjallar við blm. milli þess sem hún sinnir gestum frá aöskiljanlegum þjóðlöndum. Blm. vekur máls á þessu. „Jú, jú, hingaö koma allra þjóða kvikindi. t fyrra vorum við með fólk frá 42 löndum, mest- megnis Þjóðverja — þar er Far- fuglahreyfingin mjög sterk — Dani, Breta og Bandarikjamenn. Flestir gestirnir eru meölimir i hreyfingunni og með skirteini upp á það.” En hinir, sitja þeir úti i kuldan- um? „Nei, það er stefnan hjá okkur að taka alla inn sem óska eftir þvi. Að visu er það dýrara íyrir þá sem ekki eru meðlimir, 50 krónur nóttin fyrir þá, en 35 fyrir félagsmenn. Það er orðið nokkuð þröngt um okkur hérna, við erum með 60 rúm hér i húsinu, en auk þess höfum við haft afnot af Mið- bæjarskólanum siðustu fimm sumur. En okkur dreymir um að byggja nýtt heimili fyrir ofan tjaldstæðið i Laugardal, það stendur reyndar til.” Hafa Farfuglar ráð á þvi? „Peningar! Ja, þaö bjargast alltaf einhvern veginn með pen- inga, heimiliö hérna stendur a.m.k. fullvel undir sér.” En á veturna? „Hér er alltaf einhver slæðing- ur af fólki...” ,,Ég man ekki eftir þvi að hér hafi nokkrusinni verið tómt hús”, kallar Þorsteinn Magnússon, fastur starfsmaöur heimilisins i sex ár frami. ,,... að visu stundum ekki nema svona einn gestur á veturna,” heldur Hulda áfram, „en þaö er alltaf einhver þörf. Á veturna eru þetta mikið til Islendingar, en þeir virðast samt ekki átta sig nógu vel á þvi að þetta er fullt eins fyrir þá og útlendingana.” Við komumst aö raun um að það væru átla Farfuglaheimili hér á landi, þar af væru tvö opin á veturna, á Akureyri og i Reykja- vik. Heimiliö hér hefur verið starfrækt i um 18 ár meö um 60 rúmum i 7— manna herbergjum. Blm. fór að rifja upp hrakíalla- sögur af sjálfum sér þegar hann lenti i 60—100 manna svefnher- bergjum á Farfuglaheimilum er- lendis — og sumir hrutu, aðrir byltu sér i sveíni, og enn aðrir höfðu háværar draumfarir. „Það er stefnan hjá okkur i takt við timann að reyna að koma fólki fyrir i fjögurra manna herbergj- um. Það er i samræmi við kröfur nútimafólks,” segir Hulda. „Þá nýtist plássið lika mun betur. Nú höfum við aðskilin kvenna og karlaherbergi, það getur orðið misræmi þar á milli, karlaher- bergin full og kvennaherbergin næstum tóm.” • Kvaðir og þjónusta? „Heimilið er lokað milli 11 á kvöldin og 8 á morgnana og siðan milli 11 á daginn og 5 siðdegis, likt og á flestum heimilum erlendis. Við bjóðum upp á morgunmat, en annars hefur fólk aðstöðu til að „SOFUM BARA Á VETURNA” - í gestamóttöku Farfugla- helmilis elda sjálft. við reynum aö fylla upp f göt á ferðalögum fólks- ins og kynnum landið hérna yfir borðið.” Hvernig er háttarlag Farfugla? Það er Þorsteinn sem svarar þessu. „Það eru alveg undantekningar að við lendum i vandamálum. Þetta er lifandi fólk, meðfærilegt og elskulegt og hefur einlægan áhuga á ferðalögum, á þvi að sjá og skoða. Flestir eru hér, eina td tvær nætur áður en þeir þeysa út á land og koma svo oft aftur áður en þeir fara af landi brott.” Þorsteinn Magnússon hefur eins og áður sagði verið starfs- maður heimilisins i sex ár, en Hulda hefur verið þar fastráðin i eitt og hálft ár, áður vann hún þar á sumrin. Hulda: „Auk þess að vera föst erum við áhugastarfsmenn a.m.k. meiri parturinn af okkur, þegar dag- vinnunni lýkur tekur áhugamað- urinn við. Þegar gestirnir spyrja seint á nóttunni hvort við séum hérna alltaf segjumst við bara sofa á veturna.!” Timamyndir: GE „Það er skrýtinii bær!” ■ Farfuglaheimiliö við Laufás- veg er gamallegt hús og litt hæfandi núverandi brúki, það er ekki furða að Farfugla dreymi um að komast i nýtiskulegri vistarverur. Þó er ekki aö sjá að þrengslin komi niður á fjörlegu mannlifinu i húsinu. 1 eldhúsinu á jarðhæö hússins var æöi þröngt um fólk og þó ekki margir þar inni við át ellegar eldamennsku. Þar sat inni horni, kona, mælt á dönsku.sem kvaðst heita Ruth Bonnevie frá Holte sem er smábær noröan við Kaup- mannahöfn. Hún kom hingað fyrir tveimur vikum en ætlaði að vera fjórar i allt. Ruth var mjög upprifin af þvi að komast i blöðin, enda óneitanlega fleiri um hituna i Danmörku en i fámenninu hér, þar sem flest- allireru fjölmiölafigúrur a.m.k. einu sinni á ævinni. Enhvaðum það. Ruth lagðist i ferðalög með Ferðafélaginu um suöurhluta landsins, ekki kunni hún aö nafngreina alla staðina sem hún hafði sér á leið- inni, hafði þó kunnað mæta vel ■ Mæðgurnar frá Birmingham

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.