Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 24

Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 24
24 Sunnudagur 12. júli 1981 SKRIFAÐ Á VEGGINN ■ Sniftjga bók rak á fjörur okksr um daginn. Þannig er mál með vexti að ky.njafugl, Niegel Rees heitir hann gengur um i' heimaiandi sinu, Bret- landi, og les á veggi! Les það sem fólk lætur flakka i einriimi á klósettinu, og þegar það gerist stórtækara, á múrveggi eða op- inberar byggingar. „Graffiti” heitirsvona vegglist á ensku, en á Islandi hefur hún ekkert al- mennilegt nafn, þótt ekki séum við eftirbatar annarra þjóða i þvi aö krassa eða sprauta á veggi. Spekin og kimnin á veggjunum hans Niegel Rees er á köflum óborganleg. Sjáiði bara þetta handahófskennda lír- val sem takmarkast af þvi sem þýðanlegt og þvi sem velsæmið leyfir. A vegg i kirkjugarði: Grasiðer alltaf grænna á gröf náungans. Ennfremur: Dauðinn er aðferð náttiírunn- ar til aö segja þér aö hægja ferð- ina. Ef Batman var svona klár, af hverju var hann þá i nærbuxun- um utan yfir buxunum í dýragarði: Ekki gefa dýrunum. Þau eru dauð. Franz Ferdinand fundinn á lífi. Fyrri heimstyrjöldin var mistök. A Heathrow-flugvelli: Oidipus, hringdu i mömmu. Þarna eru lika djúphugsuð ,komment um trúmál og dauð- ann: Er líf fyrir dauðann? Guð er ekki dauður. Hann fann ekki bilastæði Guð var kona — þar til hán breytti um skoöun. Og svo einn gamall: Guð er dauður. Nietzsche. Nietzsche er dauður. Guð. 1 Columbfa-háskólanum i New York: Kem aftur eftir augnablik. Godot. Kilroy var hér! var vinsæl áletrun sem talin er tilorðin meðal ameriskra hermanna i Evrópu i striðinu. A vegg á Englandi: Það er lygi Kilroy var aldrei hér! Kilroy. 1 Cambridge: Niður með býsantinska kirkjutónlist! Imyndunarveiki er eini sjúk- dómurinn sem ég er ekki með. 1 London: Tveirmenn af hverjum einum sem tala i útvarpið eru geðklof- SHARP myndsegulbandið byggir á háþróaðri japanskri örtölvutækni og árangurinn er líka eftir því — myndsegulband sem ekki á sinn líka í mynd gæöum og tækninýjungum. með óendanlega möguleika rC-7700 kr. 18.900,- Vldeo Cassette Recordsr HLJOMTÆKJADEILD KARNABÆR LAUGAVEGI 66 SIMI 25999 NÚERU QÓÐRÁÐ ODYR! Þér er boöið aö hala samband viö verkfræöi- og tæknimenntaöa ráðgjafa Tæknimiðstöövar- innar ef þú vilt þiggja góð ráö i sambandi viö eftirfarandi: Vökva-og loftstrokkar Eitt samtal viö ráögjafa okkar, án skuldbindingar, getur sparað þér stórfé hvort sem um er aö ræöa vangaveltur um nýkaup eöa vandamál viö endurnýjun e viögerð á þvi sem fyrir er. VERSLUN-RÁÐGJÖF-VIÐGERÐARÞJÓNUSTA IÆKNIMIÐSTÖÐIN HF Smiðjuveg 66. 200 Kópauogi S:(91)-76600 FUJIKA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.