Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 26

Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 26
Sunnudagur 12. júli 1981 ■ Þeyr voru hápunkturinn á nokkuh velheppnaftri hátWinni. Ljésm. Gunnar örn. ■ Hárprúð getur stúlkan varla talist en klæðnaður sem þessi er áberandi hjá þeim sem teljast vel að sér i „punk-kúlturnum” hérlendis. ÞUNGUR, ÞETTUR OG FRUMSTÆDUR TAKTUR ■ Fyrsta eiginlega nýbylgju- rokkhátfðin var haldin i Laugar- dalshöllinni fyrir um viku siöan en þar komu fram 12 hljómsveit- ir, bæöi þekktustu nöfnin á þessu sviði svo og minni spámenn Ur bilskUrum borgarinnar. Um leið og gengið var inn Ur anddyri Hallarinnar og inn i sal- inn skall tónlistin i bylgjum yfir gesti og þungur, þéttur og frum- stæður takturinn drundi i eyrum fólksins. Fyrsta hljómsveitin sem kom fram var Nast, ungir og hressir strákar Ur Kópavogi, en á eftir þeim léku Spilafifl sem munu vera að einhverju leyti leifar Ur hljómsveitinni Fimm, Fan Hout- ens Kakó, Taugadeildin, Clitoris, Exodus, Bara flokkurinn, Englaryk, Box, Fræbbblarnir, Tappi tikarrass og Þeyr að sið- ustu. Er undirritaður kom i höllina var Taugadeildin að byrja leik sinn. Sveitin skartar tveimur söngmönnum og þar af leiðandi er röddin nokkuð áberandi hjá þeim en yfirleitt drukknar hún hjá þessum hljómsveitum i yfir- þyrmandi bassa- og trommu- slætti. 1 öllum lögum Taugadeildar- innar er hraður og þéttur taktur áberandi og lögin eru keyrð i gegn af festu og ákveðni. A litla sviðinu tók siðan Clitoris við spilinu. Það var nokkuð vel raðað á bekkinn hjá þeim, einir þri'r gi'tarleikarar auk bassa/ trommu og söngs. Söngvarinn var nokkuð ,,Bubba Mortens” legur og hafði allavega burðina til þess en röddin komst ekki nógu vel/til skila til að dæma hana. Auk þess virtust þeir vera eitthvað táuga- strekktir þannig að leikurinn var ekki hnökralaus. Baraflokkurinn frá Akureyri hefur getið sér gott orð að undan- förnu og prógramm þeirra er nokkuð gott. Keyrslulögin eru áberandi hluti þess svipaö og hjá Taugadeildinni og sérstaklega ber að geta bassaleikara grúpp- unnar sem er mjög góður. Fræbbblarnir eru guðfeður hinnar grófari hliðar þessarar tónlistar en prógramm þeirra á þessu kvöldi var meitlaðra en áð- ur og hafa þeir sniðið nokkuð af hráu hljóðin hjá sér og breytingin er athyglisverð. Það er alltaf jafn gaman að hlusta á „kosmóbiólógiskar pæi- ingar” Þeyr, en sú sveit var há- punktur kvöldsins sem telja verð- ur nokkuð vel heppnað i flesta staði, ef undan eru skilin lætin sem urðu vegna hliómsveitarinn- ar Bruna BB. Tónleikarnir i Laugardalshöll- inni eru hluti af þeirri vakningu sem orðið hefur á undanförnu ári hérlendis en á þvi timabili hata fjölmargar góðar hljómsveitir sprottið upp sem spila þessa tón- list en hafa hingað til aðeins átt innangengt á Borgina eða sér- staka, frekar illa sótta, konserta. Margar af „bilskúrahljóm- sveitunum” á þessari hátið spil- uðu mjög hráa og grófa tónlist en hún á eftir að meitlast hjá mörg- um þeirra. Hinsvegar væri leitt ef hún „mýktist” um of þvi hUn er ekki hvað síst heillandi fyrir það hve hUn er hiá og gróf. —FRI ■ . Gólfiö I Höllinni var til margra hluta nytsamlegt. ■ Hasar varð er Bruni BB átti aö koma fram en prógram þeirra var taliö einum of villt til aö hægt væri aö láta þá flytja þaö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.