Tíminn - 12.07.1981, Qupperneq 22

Tíminn - 12.07.1981, Qupperneq 22
22 Sunnudagur 12. júli 1981 „Dallas er mun verra” — veruleikinn að baki sj ónvarpsþáttunum dæmalaus ■ Það er öidungis víst að bláeygðir sjónvarps- áhorfendur eiga eftir að hafa Dal las-þættina dæmalausu yfir höfðum sér lengi enn. Og ekki víst að öllum þyki það miður. Þættirnir eru rétt að kom- ast i gang hér á landi og enn er verið að framleiða þá. Intrígur og sjálfskapar víti Ewing-fjölskylaunnar gerast æ makalausari og fyrir okkur sem horfum á með gagnrýnum augum æ fáránlegri. En hvaða stoð á Ewing-húmbúkkið í raunveruleikanum? Hvernig er umhorfs í hinni raunverulegu Dallasborg? ,,Der Spiegel" leitaði svara við þessu og Helg- ar-Tíminn endursegir frá- sögn þess frjálslega. Þar er mikið nýríki og geysi- legur völlur á mönnum, hvergi meiri gróska i öllum Bandaríkjunum. Ef Ew- ingarnir fengju nokkurs staðar þrifist væri það í Dallas. En vöxturinn hefur sinar skuggahliðar — menn beita misjöfnum meðulum til að koma ár sinni fyrir borð, vanræktir negrar þar eiga sér ekki viðreisnar von, verkalýðs- félög fá ekki þrifist. Viö berum niöur á svokölluöum „Balli nautgripafurstanna” á Southfork-búgaröinum nálægt Dallas, þar sem sjálfir þættirnir eru kvikmyndaöir. Til sögunnar er nefnd auökonan Patty Hamil- ton sem hefur oröiö sér úti um viöbótarglingur á armbandiö sitt — þaö er demantur slipaöur i Texas-fylki, verö 9000 dalir. Eiginmaöur hennar, olfukóng- urinn Bill frá Dallas, borgar án þess aö hika: „Peningarnir minir koma úr jöröinni, konan min spanderar þeim, og þannig á þaö lika aö vera. Annars hiröir rikiö þá bara.” Siikur talsmáti er algengur i Dallas. Þar liggja fjármunir á lausu fyrir hvern þann sem hefur vit á aö notfæra sér þá. Fast- eignir, olia, rafeindabúnaöur, bankar — uppgangurinn viröist engan endi taka. A meöan háþró- aöur iönaöurinn i Noröaustur- hluta landsins berst i bökknm viö veröbólgu, minnkandi framleiöni, afturkipp sem viröist engan endi taka, þeysa fjáraflamenn i Dallas á vit glæstrar framtiöar. Allt er þaö aö þakka þeirri staö- reynd aö þar rikir eins konar snemm-kapitaliskt ástand, óheft markaöslögmálin eru i fyrirrúmi og þaö sem mest er um vert — i Dallas fá engin verkalýösfélög þrifist sem gætu krafist sins skerfs áf öllum hagvextinum. Þvi aö bak viö glansandi forhliö skýjakljúfa er Dallas ennþá lik- astur frumbyggjabæ i villta vestrinu, þar sem mikiö er lagt undir og miklu tapaö, þar sem ungir menn geta oröiö milijóna- mæringar af eigin rammleik áöur en þeir ná þritugsaldri, þar sem bankar slá um sig meö gömlu amerisku fyrirheiti: „Amerika — þýöir uppgangur, frelsi og vald.” Blundandi þrár A tima langvinnrar viöskipta- kreppu og ótrausts ástands i alþjóöamálum slá slikar aöstæö- ur á viökvæman streng i ame- riskri þjóöarsál, þær vekja upp gamlan framkvæmdahug, löngun eftir frumbýlingsárunum sem fær fólk i öörum landshlutum til aö yfirgefa heimili sin og halda suö- vestur, rétt eins og i gamla daga. Og fyrir nokkru mætti Holly- wood á staöinn til aö gera úr þess- ari lifandi þjóösögu auömelta sjónvarpsþætti, til aö syngja upp- fyllingu ameriska draumsins i Dallas lof og pris á melódrama- tiska visu — og Hollywood hitti i mark, þarna var eitthvaö sem vondaufan áhorfendaskarann þyrsti eftir — blanda sem vekur upp blundandi þrá um aö þaö sé e.t.v. hægt aö „meika þaö” eftir allt. Hér er kannski undraformúla sjónvarpsseriunnar „Dallas” sem á tveggja ára lifsskeiöi hefur slegiööll áhorfendamet. Meira en 300 milljón áhorfendur i 64 lönd- um horfa á sæluna. Hér horfa auövitaö allir sem vettlingi geta valdiö, þótt ekki séum viö eins gínnkeyptir og kaninn. Þaö er allsendis óvist hvaö viö fáum aö sjá mikiö af þessum lofsöng fúl- mennskunnar. Dallas-borg fékk á sig heldur slæmt orö þegar John F. Kennedy var myrtur þar 1963. En þaö er eins og glansmynd miö- aö viö þá mynd sem sjónvarps- þættirnir gefa... Þvi i hjarta borgarinnar, þ.e. i hjarta sjónvarpsþáttanna, situr Ewing-hyskiö, nautabændur og óliukóngar, sem ræöur sinum ráöum meö lygum, svikum, þvingunum og moröum og fremur i tómstundum hjónabandsbrot, blóöskömm, o.sv.frv. og er auö- veld bráö fyrir Bakkus. Cesare Borgia sléttunar Þaö er undantekning aö banda- riskir fjármálamenn sjáist hegöa sér svona i amerisku sjónvarpi og yfirleitt aöeins meö þvi fororöi aö hiö góöa sigri aö lokum. Hjá Ew- ing-fjölskyldunni er fúlmennskan aftur á móti daglegt brauö. Fyrst og fremst er auövitaö aö sakast viö John Ross Ewing (J.R.), elsta soninn, sem aö sögn „New York Times” er eins konar „Cesare Borgia sléttunnar”, viö hliö hans er Don Vito Corleone, mafiufor- inginn úr „Guöfööurnum” eins og gömul frænka. 1 ekki svo mörgum þáttum tekst J.R., sem er leikinn af Tex- asbúanum Larry Hagman, að forfæra eina- af mágkonum sin- um, hrindir annarri niður stiga þannig aö hún fæöir andvana, barn. Hann veðsetur búgarð andvaralausra foreldra sinna fyrir óljós loforð um oliuviöskipti i Kina, rúinerar gamlan vin fjöl- skyldunnar og sefur hjá konu hans, flækir bróöur sinn Bobby, þeim einasta iþættinum sem hægt er að segja aö sé góöur aö upp- lagi, i stórkostlegt trygginga- svindl til þess aö gera útaf við hann viöskiptalega séö. Og það er ekki ennþá búiö aö reka hann aö heiman... J.R., getur varla kallast álitleg hetja i ihaldssömu landi, þar sem aö sjálfskipaöur ,, móralskur meirihluti” telur aö Amerika standi vörö um gildi Bibliunnar og fööurlandsins. Samt átti J.R. sér vfsan staö i hjarta þjóðarinnar eins og fáir aörir, heföi likasttil getaö oröiö forseti. Rétt fyrir sumarfri þátt- anna i fyrra var hann skotinn og lifshættulega særöur af óþekktum aöila án þess aö nokkur skýring værigefin. Bandariska þjóöin var sem i helgreipum fram á haustiö. Eitt föstudagskvöld i nóvember- mánuði siöastliönum upplýsti CBS-sjónvarpsstööin hina ógur- legu gátu. 83 milljón Bandarikja- manna höföu kveikt á sjónvarps- tækjum sinum, fáheyrö tala þeg- ar um afþreyingarprógram er aö ræöa. Jafnframt reis i USA alda söiu mennsku sem alltaf fylgir hvers konar múgsefjun i þvisa landi: Bolir meö mynd af J.R. bjórteg- undir, knæpur o.fl. var skýrt i höfuðiö á hinni nýju hetju. A flokksdegi repúblikana i Detroit i júlimánuöi siöastliðnum var selt merki meö áletruninni: „Demó- krati skaut J.R.!” Hreinsun-M kaþarsis Það er ekki auðhlaupið aö þvi aö finna handhægar skýringar á dæmafáum áhrifamætti Dallas-- þáttanna. Hvaö viökemur sam- tölum og söguþræöi er serian á engan hátt betri en flatneskjuleg- ar sápuóperur sem eru sýndar siödegis i bandarisku sjónvarpi, viðkvæmnisleg uppsuöa meö fáránlegum söguþræöi til afþrey- ingar húsmæörum. Þetta sem Lööur er aö gera gys aö. Þættirnir eiga sér enga raun- hæfa stoð i veruleikanum. Hvers vegna ætti t.d. milljónafjöl- skylda, faðir, móðir, gift og ógift börn og tengdadætur aö lifa sam- an undir einu þaki búgarösins? Af hverju ætti þetta hyski þar sem allir vildu helst byrla öllum eitur aö safnast saman á hverjum degi til að snæöa árbit viö sundlaug- ina? Illmennskan sigrar nær alltaf án fyrirhafnar. „Time” velti þvi fyrir sér hvort þetta veitti áhorfandanum útrás fyrir sjúk- lega draumóra yröi eins konar hreinsun — „kaþarsis”, þar sem fólk losaöi sig viö andsamfélags- legar kenndir. Ennfremur fjalla þættirnir um staölaöar týpur og tákn, haröa kalla, fallegar konur, rikidæmi, átthagabönd, og þrátt fyrir allt — fjölskyldulif. Bersýnilega geta Bandarikja- menn endurheimt vott af tapaðri fortiö i Dallas og jafnframt fundiö vissa von um framtiöina. Þarna eru menn meö gamaldags káboj- hatta sem skirrast ekki við aö staöfesta svik sin meö handa- bandi og keyra siðan á brott i risastórum limósinum. Þaö eru fyrirheit um framtið þar sem þin ósigrandi olia hefur rekiö allan.' skort á dyr. Vafasöm auglýsing I upphafi átti hið raunverulega Dallas erfitt meö aö sætta sig viö hina sky ridilegu og vafasömu frægö. 1 fyrstu voru andsvör fylk- isbúa neikvæð. En slikt gat þeim ekki haldist uppi meö sivaxandi vinsældum þáttanna, þeir fóru að njóta frægöarinnar og reyndu lika aö græöa dálitiö á öllum fyrir- gangnum. Og nú er þaö „heitasta sjónvarpsseria sem nokkru sinni hefur borist á öldum ljósvakans” (úr auglýsingu fyrir kábojhatt sem er framleiddur i Dallas) sem er aðall borgarinnar, út á þættina gengur stór hluti allrar auglýs- ingastarfsemi i borginni. Southfork Ranch, aðsetur Ew- ing-fjölskyldunnar, er raun- verulegur búgaröur kippkorn frá Dallas. Hann er til sýnis fyrir feröamenn og er löngu búinn að slá út staöinn þar sem Lee Har- wey Oswald skaut Kennedy hvaö snertir aðdráttarafl J.R. (!) Duncan, eigandi Southfork, sem leigði framleiöendum þáttanna búgaröinn, reynir eins og hann getur aö hagnast á túristaskaran- um sem safnast daglega saman fyrir utan heimili hans. Fyrir fjóra dollara fá forvitnir stutta hringferö um þennan helga reit. Téö „Ball nautgripabarón- anna” var haldið á Southfork-bú- garöinum i byrjun júnimánaðar. Þaö var engan veginn skilyröi að gestirnir ættu hjaröir á beit, þar hrökk aðgangseyrir, 500 dalir, til. Agóöinn rann til ameriska krabbameinsfélagsins. Viö upphaf gleöinnar flugu átta þyrlur á vettvang meö aöalleik- urum og framkvæmdaaðilum Dallas-þáttanna. Hápunktur kvöldsins var þegar bitist var um þau forréttindi aö fá að borða með J.R./Larry Hagman. Sá veröur fór á 3500 dollara. Fjáraflamaöurinn sem lagði svo mikiö uppúr félagsskap skúrksins trúöi fréttaritara „Dallas Times Herald” fyrir þvi aö hann heföi fúslega blætt 10.000 dollurum ef Linda Gray, sem leikur hina vinhneigöu eiginkonu J.R. heföi fylgt meö i kaupunum. „Dallas likist Dallas æ meir”, stundi James Billington, lög- maöur á eftirlaunum i borginni, þegar hann frétti af þessu. „Dallas er mun verra” Ollu tildrinu i kringum sjón- varpsþættina andæfir lílill hópur manna i Dallas. Þeim finnst aö þættirnir gefi ekki rétta mynd af

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.