Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 23

Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 23
Sunnudagur 12. júlí 1981 23 samfélagi þeirra „vegna þess aB hið raunverulega Dallas er mun verra.” Julia Sweeney, dálkahöfundur við „Times Herald” i Dallas, er hagvön i samfélagi auðkýfing- anna þar i borg. Hún telur að áfengisvandamál þessa fólks og afbakaðar hugmyndir þeirra um orðheldni og tryggö séu „ekki skárri, ef ekki verri en hjá Ew- ing-fjölskyldunni.” Ennfremur: „Það er mikið hræsnað hér og passað uppá að framhliðin sé i lagi. Til að mynda eru ótal kirkj- ur hér i Dallas, en varla nein telj- andi trúhneigð”. 1 Dallas eru flestir á sama máli um að það sé fremur bakgrunnur þáttanna en söguþráðurinn sem eigi sér snertiflöt við raunveru- leikann og það i vaxandi mæli. J.R. eigandi Southfork-búgarðs- ins segir: „A þeim tima sem sjón- varpsfólkið hefur verið hér i Dall- as hefur það lært sitthvað um okkur og fellt það inn i þættina.” Getum er leitt að þvi að náið samband Ewing-fjölskyldunnar sé, þrátt fyrir alla heiftina, gegn- umgangandi þáttur i mannlifi i Dallas. Dallas er á mrga lund ólik Houston, stóra bróður sinum i Texas-fylki. Þar rikja ekki ópersónulegar risasamsteypur, heldur stórar skyldur at- hafnamanna, i flestum tilvikum undir stjórn manna af annarri eða þriðju kynslóð. Hunt-fjölskyldan Langsamlega rikust, litrikust og dularfyllst er Hunt-fjölskyld- an, milljarðamæringar og ein af rikustu fjölskyldum i heiminum. Margir Dallasbúar standa fastir á þvi, þar á meðal menn I áhrifa- stöðum, að hún sé fyrirmynd Ew- ing-f j ölskyldunnar. Jack Anderson, viðkunnur pistlahöfundur i Washington, viil meina að i samanburði viö fjár- málaumsvif Hunt-fólksins sé sápuóperan Dallas hreint barna- gaman. Haroldson Lafayette (H.L) Hunt, sem lagði grunninn að Hunt veldinu, var sérvitringur sem tefldi einatt á tæpasta vað með góðum árangri. Hann er sagður hafa komist yfir oliusvæði i spil- um sem siðan lögðu grunninn að rikidæmi hans. Hann stóð i ára- raðir i málaferlum við manninn sem tapaði. Meðfram þvi að vera giftur sinni ektakvinnu i Dallas hélt hann við aðra konu i Flórida á meðan hann lagði hornstein að þriðju fjölákyldunni með einka- ritara sem hann giftist eftir dauða eiginkonunnar — afrakst- urinn: 15 börn. Þegar Jock Ewing, fjölskyldu- faðirinn i Dallas, neyðist til að leysa frá skjóðunni um tilvist gamallrar hjákonu og óskilgetins sonar var augljóst að þættirnir visuðu til fjölskyldulifs H.L. Hunt. Aftur á móti segir Jack Anderson að viðskipti sona hans „taki fantasium hvers sjónvarps- höfundar langt fram”. Reyfara- kenndar tilraunir þeirra til að ná itökum á silfurmarkaðnum bandariska veturinn 1979—80 komu til kasta yfirvalda og höfðu næstum kippt undan þeim fótun- um. Likt og faðir þeirra eru Hunt-bræðurnir ákafir stuðnings- menn hægriöfgasamtakanna „John Birch Society”. Hvað varðar lestina sem eru málaðir svo svörtum litum I sjónvarps- þáttunum eru þeir bræður nánast saklausir. Hrossakaup Likt og aöalpersónur þáttarins og aðrir ibúar Dallas eiga þeir það sammerkt að hafa sérstakt yndi af þvi að komast að hag- kvæmum samningum — „make a deal” — slikt þykir sérstök dyggö i Dallas. Nikolaus Lehmann, blaðamaöur frá Texas, telur slika viöskiptahætti vera „séreinkenni Dallasbúa, sem skilji þá frá öðr- um auðugum Bandarikjamönn- um”. Á ferðalögum eru þeir i stöðugu sambandi við heima- borgina og leggja á ráðin um nýja samninga, viö morgunverðar- borðið ræða þeir samninga, ef einhver Dallas-milli kaupir sér nýtt hús þykir það ekki rýra gildi þess, aö þaö sé fengiö með „good deal”. Sálfræðingurinn James Hall sér I öllu þessu samninga- stússi spegilmynd af viöskipta- háttum villta vestursins — hrossakaupin. Hversu dauðlegt vopn „diliö” geturverið sýnir skúrkurinn J.R. i sjónvarpsþáttunum þegar hann með undirferli eyðileggur gamlan viðskiptafélaga föður sins og hrekur hann úr i sjálfsmorð. í Dallas eru svo hráar aðferðir opinberlega fordæmdar. Rekstur þessa peningasamfélags hvilir miklu frekar á þegjandi sam- komulagi allra þeirra sem stunda viöskipti um að allir — negrar, mexikanar og minnihlutahópar náttúrulega undanskildir — eigi að hafa tækifæri til að komast áfram i viðskiptalifinu. Ennfrem- ur rikir samstaða um að verka- lýðsfélögum sé skilyrðislaust haldið niðri. Texas Instrument i Dallas er ásamt IBM og Eastman Kodak þriðja stærsta fyrirtæki i USA með 45.000 starfsmenn. Þeir hafa ekki myndað með sér verka- lýðsfélag. Fréttakona frá „Wall Street Journal” upplifði hvernig TI gat haldist þetta uppi með þvi að ráða sig i vinnu hjá fyrirtæk- inu. Á byrjendanámskeiði var ný- ráðnum starfsmönnum sýnd kvikmynd sem gekk út á það að verkalýðsfélög væru skaðleg fyrir viðskiptalifið og stæðu i vegi fyrir framförum. Likt og verka- lýðsfélög eru flokkar sem láta sig sveitarstjórnarmál varða illa séðir i Dallas, og hafa lítið sem ekkert að gera með stjórn borg- arinnar. Það er litill hópur áhrifamikilla auðmanna, sem ákveður hver skuli verða borgarstjóri. Þaö finnst varla nokkur kosninga- barátta, eða miklu fremur, hún á sér stað bak við luktar dyr. Fjár- aflamennirnir og borgarfeðurnir telja sjálfsagt að „þaösem sé gott fyrir viðskiptin sé llka gott fyrir Dallas.” * Osýnilegur negri 1 nýlegu hefti af „Dallas Maga- zine” gljápappirsriti sem er gefið út fyrir fina fólkið i borginni, var heldur óvenjuleg grein á milli auglýsinga um pelsa, kadiljáka og stórhýsi, grein um hinii „ósýnilega” mann — nefnilega negrann i Dallas. Meirihluti 266.000 svartra ibúa Dallas — um 30 prósent ibúanna — kúldrast á um 15 ferkilómetr- um i suðurhluta borgarinnar. Samkvæmt „Dallas Magazine” berja flestir hvitu ibúanna þessi borgarhverfi aldrei augum. Hvitu hverfin eru áberandi rikmannleg, þar eru herrasetur, súlnagöng, stóreflis garðar. En i svörtu hverfunum eru niðurnidd og hálf- brennd hús, gapandi gluggatóftir, götur þaktar glerbrotum, bilhræ, allt hefur þar yfirbragð slömms- ins. Eðlilega sést ekkert slikt i Dallasþáttunum. Þetta stafar ekki eingöngu af þvi að rika fólkið i Dallas skorti alla þjóðfélagslega samkennd. En það kýs miklu fremur að eyöa peningum i skýrt afmörkuö mál- efni en almennar umbætur. Þannig söfnuðust t.d. á „Balli nautgripabændanna” 500.000 dal- ir handa ameriska krabbameins- felaginu sem er metupphæð. Hvað svo? Jock Ewing túlkar viöhorf Dall- asbúa til fátækrahjálpar mæta vel i einum Dallasþættinum: „Sá sem festist i skitnum verður lika að geta komist þaðan aftur, ann- ars er hann enginn maður”. I þættinum sýnir Jock að þetta boð- orð á lika um hann sjálfan. Hann er á valdi fjárkúgara sem getur sýnt fram á að Jock hefur eignast launson með hjúkrunarkonu i sið- ari heimsstyrjöld. Jock ákveður að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Hann skýrir konu sinni frá málavöxtum og kallar siðan fjölskylduna saman á fund til að játa fyrir henni feilsporið. Málið er ekki lengi aö skýrast, sonurinn er — sjálfur verkstjór- inn á búgaröinum, nánast eini sympatiski maðurinn i öllu geng- inu, öskubuskan i fjölskyldunni, sem nú er dreginn inni allt bak- tjaldamakkið og skitmennskuna. Siðasta skotið I þættinum sýnir andlit J.R. afbakaö af hatri. Þarna er kominn enn einn keppi- nautur, um máttinn, dýrðina og auðæfin. Hvaö svo? Það verða áreiðan- lega nægir til að fylgjast með þvi, hvort sem þeir velta fyrir sér sannferðugleik þáttanna eður ei. e.h. ■ Ewing-hyskið, allir vilja byrla öllum eitur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.