Tíminn - 12.07.1981, Side 32

Tíminn - 12.07.1981, Side 32
L málædi um málverk ■ Er Pablo Picasso var i heiminn borinn gerði ljósmóðirin mistök sem áttu nærri eftir að kosta okkur hin mikinn lista- mann. Hún áleit sem sé að hann væri andvana fæddur og lagði hann frá sér á borð meðan hún hélt áfram að sinna móðurinni. Þaö var frændi Pablós sem tók eftir þvi að krakkaanginn var lif- andi þó ekki væri mikið fjör i hon- um. Hann stökk til og blés lifs- andanum i munn barnsins og það tók strax kipp. Þvi miður var frændinn mikill pipureykinga- maður og hafði einmitt verið að totta pipuna sina er hann kom krakkanum til bjargar. Fyrstu hljóð Picassos i heiminum voru þvi gifurlegir hóstar... ■ Eftir að hafa málaö frægasta málverk sitt, Nekt á leið niður stiga, sem vakti mikla hneykslun er það var sýnt á syningu i Bandarikjunum árið 1913, hætti franski málarinn Marcel Duchamp algerlega að mála en eir.beitti sér að svokallaðri „ready made” list. Týndi hann hluti upp af götunni og setti á sýningar og nefndi list. Skömmu siðar gaf Duchamp listiðkanir al- veg upp á bátinn en sneri sér að tafli i staðinn. Hann náði ekki heimsmeistaratign i þeirri grein en er talinn einn af feðrum nú- tima myndlistar. Claude Monet keypti einu sinni happdrættismiða af einhverri rælni. Hann bjóst ekki við að vinna en svo fór nú samt. Hann vann 100 þúsund franka i happ- drættinu og gat i fyrsta sinn hætt að vinna og dundað sér við það sem hann langaði til. Hann gerði það skammlaust og málaði myndir sem nú eru taldar vera snilldarverk. Er mesta fegurðardrottning Parisarborgar, Mme. Virginie Avegno Gautreau, var máluð af realiska málaranum John Singer Seargent nákvæmlega eins og hún var, þá varð allt vitlaust i samkvæmislifi Parisar. Á Sear- gents, Madame X, sést grunn- hyggin, frek og eigingjörn kona og Mme. Gautreau fékk sam- stundis taugaáfall. Listamaður- inn var neyddui á flótta og hann komst með naumindum til Lundúna... Stærsta listasafn heims er i Vetrarhöllinni i Leningrad og nærliggjandi byggingum. Alls eru þar 322 sýningarsalir og fimmtán milur eru milli þeirra allra. A söfnunum eru nærri þrjár milljónir sýningargripa.... Hans van Meegeren var lista- verkafalsari og sérhæfði sig i verkum hollenska málarans Ver- meers sem er talinn meiri háttar snillingur. Meegeren var af- skaplega fær falsari og ef til vill hefði aldrei komist upp um hann ef hann hefði ekki selt þýska nasistaleiðtoganum Hermann Göring eina mynd eftir sig. Eftir striðið ákærði hollenska stjórnin, sem áleit að um raunverulegt Vermeer-verk heföi verið að ræða Meegeren 'fyrir að hafa selt þjóðardýrgrip úr landi. Til að forðast fangelsisdóm játaði falsarinn synd sina en þá brá svo við að fáir trúðu honum — svo vel var málverkið falsað. Meegeren varð að sanna mál sitt með þvi að mála aðra mynd „eftir” Vermeer, og trúðu menn þá sin- um eigin augum. Annar frægur listaverkafalsari var Madame Claude Latour og sérhæfði hún sig i myndum af úthverfum Parisar i stil við Maurice Utrillo. Utrillo var mjög vinsæll málari á þeim tima en svo vel lukkaðar voru myndir maddömmunnar að Utrillo sjálfur átti þaö til að álita myndir eftir hana vera eftir sjálfan sig. Stærsta máiverk i heimi er Orrustan við Gettysburg sem máluð var árið 1883 af Paul Philippoteaus og sextán aö- stoöarmönnum hans. Voru þeir i tvö ár að vinna að myndinni og á VELA VERKSTÆÐI ARNARVOGI - GARÐABÆ — SIMAR 52850 52661 Ný framleiðsla: Splittvindur með sjálfvirkri útslökun Autotrawl Togvírarnir geta fariö beint I toggálga — engir dekkpollar. Sjálfvirkt vírastýri Rúmgóöar tromlur SB-vinda SPLITTVINDUR BB-vinda Ný framleiðsla: Deiligírar fyrir vökvadælur Henta einkum fyrir hæggengar vélar. Fimm úttök: fjögur hraógeng eitt hæggengt. Koma í staö framlenginga. Tvær aöalgerðir 80 og 120 hö, en sérsmíðaö stærra ef meö þarf. Höfum umboð fyrir: Hæggengir, kraftmiklir vökvamótorar Vinsælustu vindumótorarnir í dag. Alhlióa vökvabúnaöur í háþrýstikerfi þ.á.m. vindukerfi. endanum var hún 410 feta löng, 70 feta há og vóg 11792 pund. Arið 1964 keypti Joe King sem fram- leiðir Winston og Salem þennan ó- skapnáö... ■ Franski málarinn Jean Geri- cault var einn af forsvarsmönn- um hins sósialrealiska skóla i franskri myndlist á nitjándu öld. Einu sinni ákvað hann að mála mynd sem skyldi byggð á sjóslysi sem varð ekki löngu áður, en þar enduöu 149 farþegar á þvi að reka fyrir veðri og vindum um sjóinn. Mannát var ekki fátitt og önnur örþrifaráð. Myndina kallaöi Geri- cault Fleki Medúsu og vakti hún ógeð hins klassiska skóla. Málar- inn neytti allra bragða til að sveipa mynd sina raunveruleika og til að geta sett sig inn i and- rúmsloftið á flekanum fór hann á sjúkrahús og sat og góndi á deyj- andi menn. Einnig rakaði hann á sér höfuðið og læsti sig inni i lik- húsi nokkrar nætur... Arið 1961 var málverk Henri Matisse, Le Bateau, hengt upp á sýningu i Nútimalistasafninu i New York sem er i Bandarikjum Norður-Ameriku. Gerðist þetta árið 1961 og væri ekki i frásögur færandi nema hvað er málverkið hafði hangið uppi i 47 daga og 116 þúsund manns gengið hjá og skoðað það, tók allt i einu einhver eftir þvi að það var á hvolfi... Einu sinni ætlaði Picasso að mála mynd af Gertrude Stein, þeirri frægu konu.Eitthvað gekk honum illa og eftir að hún hafði setið fyrir áttatiu sinnum gafst Picasso upp, þurrkaði andlitið út af málverkinu og sagðist ekki „sjá” hana lengur. Hann fór til Spánar og lauk við málverkið þar — þar sem hann sá Stein alls ekki. O g er kvartað var yfir þvi við hann að málverkið væri alls ekki likt Stein.þá svaraði hann jafnan þvi til að einn daginn myndi Stein likjast málverkinu. Og þótt ótrú- legt megi virðast fór það einmitt svo.... A1 Hirschfeld er frægur skop- myndateiknari i Bandarikjunum og hann hefur þann sið að skrifa jafnan með ofurlitlum stöfum nafn dóttur sinnar, Ninu, inn á hverja einustu mynd. Aðdáendur hans vita þetta og að „finna Ninu” er mikil iþrótt meðal þeirra. 1 siðari heimsstyrjöldinni notaði flugherinn myndir hans til að þjálfa orrustu- og sprengju- flugmenn i að hitta skotmörk á jörðu niðri og ráðgjafi hjá Penta- gon sem sótt hafði um 60 þúsund dollara námsstyrk æfði sig með þvi að „finna Ninu”... Michelangelo lenti eitt sinn i rifrildi við Július páfa II og i von um aö vinna hylli hans á nýjan leik hóf myndhöggvarinn frægi að gera risastóra mynd af hans heilagleika. Smiöin tók þrjú ár en ekki leið á löngu uns myndin var brædd og notuð i fallbyssukúlur... r S Einnig sambyggöar togvindur fyrir 900 faöma af vír fyrir veiöar á 300 faöma dýpi. )

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.