Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 12. júli 1981 ■ Það er ævintýri líkast — að vísu afar nútímalegu ævintýri — en engu að síð- ur ævintýri — fyrir ís- lenskan blaðamann, að fylgjast með rekstri og starfi þvi sem fram fer á fréttastofu amerísks stór- blaðs í Páris. Blaðamaður Tímans dvaldist nýlega í tvær vikur í Paris, og var þá með annan fótinn á fréttastofu The New York Times í Paris. Tíminn leið þannig að fylgst var með efnisöflun, efnismeðferð, gagnaúr- vinnslu og vinnubrögðum almennt. Hér á eftir verð- ur greint í megindráttum frá því sem fyrir augu og eyru bar á fréttastofunni. Richard Eder, yfirmaður fréttastofunnar byrjaði á því að setja blaðamann inn i almennan bakgrunn svona fréttastofu. Fréttaritarar eða blaða- menn á 35 stöðum í heimin- um „The New York Times hefur 35 fréttaritara eöa blaöamenn aö störfum, viösvegar um heim utan Bandarikjanna. Þessir starfs- menn vinna ákaflega sjálfstætt, en þó i nánum tnegslum viö T.N.Y.T. A nokkrum stööum eru blaöa- mennirnir fleiri en einn. A frétta- stofunum i London, Paris og Moskvu er þetta svo. Slik tilhögun rekur sögu sina aftur til striösár- anna þegar slikt var nauösynlegt og hefur haldist óbreytt siöan. A þessum stööum eru fréttastofur meö talsvert mannmargt starfs- fólk. 1 mörg ár var þaö svo aö allar fréttir sem sendar voru frá Evr- ópu til New York fóru i gegn um , einhverja þessara fréttastofa, en nú er allt efni sent beint. Þaö var meira aö segja algengt, aö fréttir sem sendast þurftu frá Afriku eöa Noregi, svo aö ég nefni einhver dæmi, fóru i gegnum fréttastof- una i London.” Ellefu manna starfslið A fréttastofu The New York Times i Paris er ellefu manna starfsliö og skiptist þaö þannig aö 3 fréttamenn eru þar i fullu starfi, aö yfirmanninum Eder meðtöld- um. Þessir þrir hafa allir verið sendir frá New York- útgáfunni beint. Þar aö auki er einn frétta- maöur sem ráöinn var i Evrópu, og skiptir hún starfstima sinum nokkurn veginn jafnt milli frétta- stofanna i London og Paris. Nokkrir skrifstofumenn starfa á fréttastofunni, bilstjóri, sendi- sveinn og bókhaldari. Allt það fólk er franskt og ráöiö i Paris. Mikil sérhæfing er meöal fréttamannanna. Til dæmis skrif- ar Bretinn Paul Lewis, sem er hagfræöingur aö mennt, eingöngu um hagfræöileg og viöskiptaleg mál Frakklands. Yfirmaöurinn, Richard Eder skrifar um stjórn- mál og Efnahagsbandalagsmál. Hann getur þó oft þurft aö bregöa pennanum fyrir sig á menningar- lega sviöinu einnig, þvi siöustu fimm árin áöur en hann kom til Parisar, en þaö var seint á árinu 1980, var hann aöal kvikmynda- og leikhússgagnrýnandi The New York Times i New York. Susan Heller Anderson sér um tækni- legu skrifin, og sá hún t.d. um að gera viðamikla grein um Alþjóö- legu flugsýninguna i Paris á meö- an að undirrituö dvaldist i Paris. Telexsamband allan sólar- hringinn við 4 fréttastöðv- ar Skrifstofan er i beinu telexsam- bandi við A.P. fréttastööina, Reuter, France Press og frétta- miölun The New York Times i New York. Fær stofan fréttir all- an sólarhringinn hvaöan æva úr heiminum, en aö sögn Eder, þá er þaö France Press sem þau á skrifstofunni nota hvaö mest, þvi þau skrifa jú einvöröungu um] frönsk og evrópsk málefni. Þá er franska sjónvarpiö einnig mikiö notaö, bæöi til þess aö fylgjast meö, svo og til þess aö fá hugmyndir eöa útgangspunkta i stærri greinar og viðtöl. Þaö er þvi svo, aö megninu af þvi efni, sem stofunni berst i gegn um telexsamband viö aörar stöövar er hent, en engu aö siöur kemur þaö sér vel fyrir þau á stofunni, þvi þau þurfa jú öll aö fylgjast vel meö þvi sem gerist um heim allan, þó Frakkland sé þeirra sérsviö um hriö. Ólíkt rekstri á venjulegu dagblaði Eder leggur áherslu á þaö, þeg- ar hann er aö skýra starf þessa útibús fyrir blaðamanni, aö þarna er engan veginn um dæmigeröan dagblaöarekstur að ræöa. t raun er þessi stofa ekki þarna til þess aö senda frá sér stuttar fréttir, heldur til þess að senda T.N.Y.T. stærri greinar og viötöl um hinar ýmsu hliöar fransks þjóölifs. Til þess aö skýra þetta nánar segir Eder: ,,A meðan aö kosninga- baráttan fyrir forsetakosningarn- ar stóð sem hæst, þá skrifaði Times i London daglega fréttir af stööu mála, en viö á fréttastofu New York Times hér i Paris sinntu m þessari baráttu á þann hátt, aö viö fórum i eitt mikiö kosningaferöalag meö hvorum forsetaframbjóðandanum og sendum siöar frá okkur tvær viöamiklar greinar um frambjóö- endurna tvo og kosningabarátt- uná- Okkar hlutverk hér er aö greina frá straumum og breyt- ingum á frönsku þjóðlifi, menn- ingarlegum, hagfræöilegum, pólitiskum eöa tæknilegum breyt- ingum. Hinn bandariski lesandi hefur takmarkaöan áhuga á þvi sem gerist utan Bandarikjanna. Viö veröum þvi aö leggja okkur i lima, bæöi viö efnisval og upp- setningu á greinum okkar, svo þærnáitil hins ameriska lesanda. Þetta gerum við meö þvi aö reyna i skrifum okkar aö höföa til ímyndunarafls fólksins, þannig aö oft erum viö i raun frekar rit- höfundar en blabamenn. Treyst til þess að velja efni sitt sjálfir Ég spyr Eder aö því hverjir ákveði þá efnisvalið: „Allir blaöamennirnir sem hér starfa eru taldir fullfærir um að taka sinar eigin ákvarðanir, og þeim er treyst af yfirmönnunum i New York til þess að velja efni og skrifa um þaö aö eigin vild, án ihlutunar annarra. Að visu koma blaðamennirnir hérna oftast til min og ráögast viö mig um þaö sem þeir þegar hafa valiö sér, eða i undantekningartilvikum til þess aö biöja um ráðleggingar varð- andi efni, en það er fyrst og fremst gert til þess aö ég, sem yf- irmaöur fréttastofunnar hafi yfir- sýn yfir starfsemina hér, þannig aö aldrei vilji svo klaufalega til, aö tvær persónur séu aö vinna i sama málinu þó frá ólikum sjón- arhornum sé. Þessi starfsemi hefur aö okkar mati og þeirra i New York gefið afskaplega góöa raun. Það efni sem viö sendum héöan frá okkur, en það gerum viö meö þvi aö vél- rita beint inn á videoskerm sem er tengdur Reuter, og það beint viö New York, eöa hvert sem er, er nær undantekningalaust birt. Efnismagnið frá okkur á mán- uöi hverjum er talsvert mismun- andi, en sem dæmi get ég sagt þér aö siöastliöinn mánuö fóru frá okkur tvær til þrjár greinar á dag. Ég sjálfur skrifa um fjórar til fimm greinar á viku, aöallega um stjórnmálaástandiö i Frakk- landi, eöa stööu mála innan Efna- hagsbandalagsins.” Klassíska baráttan á milli blaðamanna og útgefenda einnig við lýði á fréttastof- unni í París — Nú sagöir þú aö efni þaö sem þið sendið tii New York væri nær undantekningalaust birt. Er þaö þá birt óbreytt frá ykkar hendi, eöa lesiö þiö stundum eitthvaö sem þiö eigið aö hafa skrifaö, sem er gjörólikt þvi, sem upprunalega fór frá ykkur? „Eins og ég sagði áöan, er efni það sem viö sendum til New York nær undantekningalaust birt. Við getum þurft að biða eftir birtingu ieinhvern tima, en ef okkur þykir keyra um þverbak, þá hringjum við bara vestur um haf, og press- um á yfirmennina þar. Það geng- ur oftast, og eftir svona pressu- simtök, þá liður yfirleitt talsverð- ur timi þangaö til við þurfum aö hringja á nýjan leik. Varðandi spurninguna hvort efniö sé birt óbreytt, þá eigum við, eins og aðrir blaöamenn, aö sjálfsögöu i þessari klassísku baráttu viö útgefendurna, stund- um vilja þeir breyta innihaldi greinanna, en þá hafa þeir aö sjálfsögöu samband viö okkur og bera breytingarnar undir okkur. Efnislegu innihaldi er aldrei breytt að okkur forspurðum. Hins vegar, kemur eins og þú veist, oft upp sú staöa aö eitthvaö veröur aö stytta sökum plássleysis, og ef um litilvæga styttingu er aö ræða, þá gera þeir þaö á eigin spýtur i New York. Oft kemur þaö þó fyrir þegar viðhér, sjáum þessa styttingu, aö okkur finnst vera um stilmorö að ræöa.” Rekstur svona stofu geysi- lega dýr. — Hvaö meö fjármögnun. Er ekki rekstur svona frcttastofu dýr og þarf ekki aö greiða starfsfólk- inu hérna meir laun en tiökast i Bandarikjunum, þar sem flest viröist vera svo miklu ódýrara þar en hér i Frakklandi? „Rétt er þaö. Kostnaöur við rekstur svona stofu er geysilega mikill, en þaö veröur jú einnig aö athuga þaö aö The New York Times er stórblaö, sem hefur úr talsveröu að moöa. Oft þarf aö senda okkur i dýr feröalög, s.s. flugferöir innan Evrópu. Ég fer t.d. nú um helgina á fund með yfirritstjóra The New York Times i New York og verður sá fundur haldinn i Munchen. Þar koma saman flestir blaöamenn The New York Times i Evrópu og ræða viö ritstjórann um starfsemi okkar og skipulagningu fyrir komandi ár. Þá er simakostnaöur mjög mikill á þessari skrifstofu, þvi viö þurfum jú mjög oft aö hringja til annarra landa og svo auðvitað til New York. Frakkland er að visu mjög dýrt land, en þó eru mörg lönd þar sem framfærslukostnaðurinn er veru- lega hærri. Slikt er reiknað út af þeim i New York i hverju tilviki og einskonar uppbót greidd, eöa einhvers konar fyrirgreiðsla út- veguð, til þess að kjör þeirra megi verða sem svipuðust þeim sem tiðkast hjá blaðamönnum i Bandarikjunum. Þaö er yfirleitt ekki svo að blaöamenn þeir sem starfa fyrir bandarisk blöö utan Bandarikj- anna séu betur stæöir efnalega séö, en þeir sem starfa i Banda- rikjunum. Þeir eru aö visu oft meö talsvert hærri laun, en þaö er vegna þess aö þeir sem veljast til þess aö starfa utan Bandarikj- anna hafa yfirleitt langan starfs- aldur aö baki og eru þvi sjálf- krafa i hærri launaflokkum en þeir sem minni starfsreynslu hafa”. Eder sagöi aö þeir sem væru valdir til þess aö starfa fyrir The New York Times utan Bandarikj- anna hefðu yfirleitt tvö til þrjú mál á valdi sinu, þeir heföu langan starfsaldur og heföu fengiö mikla þjálfun i aö vinna sjálfstætt. Sagöi hann aö þeir sem óskuöu eftir svona starfi væru prófaöir áður en þeir fengju aö fara og væru siöan gjarnan sendir eitthvert til reynslu i tvo til þrjá mánuði, og ef vel gengi, þá fengju þeir aö halda áfram, en væru annars kallaöir heim á nýjan leik. Hann sagði aö svona starf væri ekki jafn eftirsótt og þaö hefði veriö hér á árum áöur, enda færu kröfur þær sem gerðar væru til manna stööugt vaxandi. Sem dæmi nefndi hann að þeir sem heföu hug á aö starfa i Kina eöa Moskvu, yröu til þess aö fá að gera slikt, aö fara á sérstaka málaskóla og hafa máliö algjör- lega á valdi sinu, ef þeir ættu aö eiga möguleika á að fá slikt starf. Þeir sem starfa fyrir banda- risku stórblöðin utan Bandarikj- anna dveljast oftast i hverju landi i þrjú til fjögur ár. t Paris eru nú starfandi blaöamenn frá fjórum stærstu dagblööum Bapdarikj- anna, stær«tu útvarps- og sjón- varpsstöövunum, sértimaritum eins og visinda- og tiskuritum, þannig aö alls eru þeir eitthvaö á fjóröa tuginn. Sagöi Eder aö tals- verður samgangur væri á meðal bandariskra blaðamanna i Paris. Mest samstarf sagði hann, að þeir hjá The New York Times heföu viö þá sem vinna við Parisarút- gáfu Herald Tribune. Frekar óskaö eftir góöri, al- mennri háskólamenntun, en prófi frá blaðamanna- eöa fjölmiöla- skóla. — Ég spuröi Eder aö lokum aö þvi, hverjar kröfur væru gerðar i Bandarikjunum til blaðamanna, i menntunarlegu tilliti. „Almennt er reiknað meö aö þeir sem hefja störf i blaða- mennsku hafi háskólapróf. Er þá gjarnan óskaö eftir þvi aö um góöa og almenna háskóla- menntun sé aö ræða, meö ein- hverri sérhæfingu. Próf frá blaðamanna- eöa fjölmiölunar- skólum eru ekki i hávegum höfð. Ég held mér sé óhætt aö segja, aö flestir útgefendur og ritstjórar liti á slika skóla sem tæknilegan undirbúning fyrir starfiö, en hon- um þurfi aö fylgja góö almenn menntun, þvi fjölmiölunarskól- arnir geti á engan hátt tryggt þaö aö viðkomandi veröi ritfær maöur, heldur kunni hann ein- ungis tæknileg vinnubrögö, sem sá sem hefur góða almenna menntun getur jú alltaf tamiö sér “All thc News That’s Fit to Print” VOL.CXXX.... No. 45,000 -NEW YORK, SUNDAY, JULY 5, 1981- THE WEATHER MftropoliUn »rea: Sorre ihowere today, tonight. Cloudy tomorrow. Tempereture range: todiy 67-417: yemterday 70-7S. Detaila on pa*e IS. ONE DOLLAR ARGENTINE REGIME SEVERELY STRAINED ? BY EGONQMIC WOES 'Sharp Inflation and High Rate ! ofJoblessness Cut Support for the Military Rulers BLACKS RETURNINl TO SOUTHERN CITII Economy and Improved Race Relations Major Incentives ByJOHNHERBERS HATII ..July3— The •II but three are parochlal school bands and anclent fire r trudutothewttinf offof fireworkadia- c piayi. pertldpanu defled the downpour i to celebrate the natwo'i 20$th blrthday parade of mlllury equipment IS, Column 1 By EDWARD SCHUMACHER BUENOS AIRES, July 4 — The mlll- tary Govemment of President Roberto Eduardo Vlola. hammered by a woreen- ing economy and intemal dlvlslon, la belng severely strained as the military seems to have lost the majority support it once thought it had from Argentina's Mmilllonpeople. Unemployraent has doubled. inflation has moved Into trtple figures and the peso has been devalued by more than 700 pertenl — all since the beglnning of thlsyear. The presidents of both the central bank and the national bank have rts signed In recent weeks. and wldely re- ported rumore pereist of other reslgna- tions to come, including that of Presi- dent Vlola hlmself. The rumore have helped create an atmosphere of uncer- talnty throughout the country 'Sltuatlon Really Dangerous' "The sítuallon ls really dangerous todsy," a top offlclal said, fearlng that lurd-llne ---------- GROMYKO CONFERS WITH POLES AGAIN ON PARTY CONGRESS EXPLORATORY ROLE SEEN j Speculation Is That Visit Will : Lead to a Grudging Soviet Acceptance of Pariey Presldent Roberto E. Vlola U.S. Aide Praises American Values OnMoscow’s TV "The sald former Peronist party leader. .. cauaa it Is based on Ulegliimate cUims. becaioe of IU repeaied vloUtlons of human righU, IU By JOHN DARNTON : WARSAW, JulyS — Andrei A. Gromy- ko, the Soviet Forelgn Mlnister. held a | second round of talks today with top Pol- 1 ish leaders, amid Increasing speculatlon ; that hls visit wtll lead to a grudglng ac- ; cepunce by Moacow of a special Polish ‘ Comraunisi Party congress 10 days •way. Tha 73-year-old Soviet offldal made several publlc appearances and then sal down for discussions with Sunislaw Kania. the Pollsh party leader, and Gen. Wojdech Jaruielskl, the Prime Mlnis- ter. No substantlve sutements on the meetlngs srere released hy the offlclsl prereagency. Pnvately, ssell-lnformed sources have suggeded that Mr. Gromyko came here on somethlng of an ezploratory mUilon. to leam how the Poluh leadera plan to handle the congress and to ax- prore hU Govemment's views on wlut ■hould, and should not. occur. ^ntrast WUh Suslov Vlslt vtsll of questions and proposi- Polish Joumalist cioae i. He contrastfd it wlth Aprll of Mikhail A. Suslov, Soviet party's chief ideoiogist. who * ■** ' thal were bslievwl to and disagreetble over ‘ IlberalUlng U llttle doubt that the Sovlet Kemed over the congress. i dastined to retum a moder- au refonnlst lcwderehip to power. to cndify democrsiic changes in ihe par- ty's tututas and to enunciate as officlal pollcy an attitud* of cautious approval part of •nd WssUmdl Whitas. too, ___________________ Joba have bacome avalUble,^ut for the blacks the retum hu tpeciai signifi- cance. Many of those retumlng are profes- sionaU or skliled workere who received thdr educatlon and tralning elsewhere and are now part of an emerglng middle cl«»« ln artas where bUcks have long been largely unskllled and heavily de- pendent on welfara And they are set- At the gathering of warehips of the North Atlantlc Treaty Organisatlon off inCrease m robbery arresu and W», 5Jd Street. visitore wore slick.re I decre.se than 2S percent ln New twoyeare. Uienum. ___ -creased, and pollce officials say they expect thU pattem to I contlnue through 1981. ■ . •- lhe pofoj, announced an dropped S.3 pertent ^Over the two yeare. the actual number j For example. while the Sovlet medu lak’C'y compUmti roae by 133,710 — | have reacted bitterly to the tough i nain íaan a.. ‘ ' n ‘•*— Reagan’s references to ■““‘ Matlock argued :tness and sim- if United States- toimprove. our current prob- possibillty that an attempt mtght be made at the congross lo bring about a decistve de- feat of the Mandst-Leninist forces of the perty and to lead to IUI Iquidatwn." The letler, however. was wrltten be- fore Uie proceas of selectlng delegates to the congress was completed; in fact. Iq- fluencing (hal process could have been one of lu alms. Now the Polhh leadere to be In a posltlon to argue that of the 1,967 delegates are middle- 15 Forelgn MlnUter, meeting In Warsaw wltb Stanlslaw Kanla, Pollsh party ddef, aod * Gen. Wojclech JaruzeUkl, Prlme Mlnlster. Nul to Mr. Gromyko U BorU I. ArUtov, Sovlet Ambassador to PoUreL » I ..... ' ■ - .ii ■« . . I Ethics of Gene Splicing Troubling Theologians

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.