Tíminn - 12.07.1981, Page 7

Tíminn - 12.07.1981, Page 7
Sunnudagur 12. júli 1981 7 THE AWOROMEDA STRAIN ÍHEN THEGREATTRAiN ROBBERY W Michael Chrichton: Congo. Penguin 1981. ■ Það er enn að brjótast um i mér hvor sannsögulegir við- burðir liggi að baki þessari bók. 1 formála er gefið i skyn að hún sé byggð á för amerisks leiðangurs til Kongó-árdalsins i fótspor Henry Morton Stanleys 1979. Þar er m.a.s. söguhetjunum þakkað framlag þeirra til bók- arinnar eins og þær væru per- sónur af holdi og blóði. Siðan kemur einhver lygilegasta saga sem um getur. Leiðang- urinn heldur til Afriku á veg- um háþróaðrar leitarmið- stöðvar i Texas, ERTS, og er siðan i stöðugu sambandi um gervihnött þangað, likt og i Bond-mynd. Flokkurinn á að leita að demantauppsprettu, týndum leiðangri, gömlum rústum eftir frumbyggja- menningu og einn leiðangurs- manna er að viðra górilluna sina sem kann fingramál. Þau komast i kast við mannætur, gjósandi eldfjöll, villta mann- apa, flýja á lygilegan hátt undan pigmýum i loftbelg. Sumsé ævintýraleg bók með sannsögulegu yfirbragði. THE ADVENTURES Ol- SHERLOCK HOLMES Sir Arthur Conan Doyle: The Adventures of Sherlock Holmes. Penguin 1981. ■ Auðvitað er engin ástæða til að vera með málalengingar um Conan Doyle og hugarfikju hans, hinn dáða og röklynda eiknaspæjara Sherlock Holm- es og vin hans, hinn trúfasta Watson. Sherlock hefur fyrir löngu vaxið uppúr bókum Con- an Doyles, hann er almanna- eign, erkitýpa, tákn. Hér er kilja frá Penguin með völdum sögum af meistaranum sem allir aðdáendur hanns þekkja mæta vel, t.a.m. ,,A Scandal in Bohemia”, „The Red-Head- ed League”, og „The Blue Carbuncle”, og fleiri góðar. Það er gott að hugsa til þess að Sherlock Holmes liggi á lausu i ódýrum og handhægum út- gáfum. Betri afþreyingu getur vart. Conan Doyle tileinkaði safn þetta gömlum kennara sinum, Joseph Bell lækni i Edinborg, sem einmitt er tal- inn fyrirmyndin að Sherláki. V.S.NAIPAUm THE RETURN OFEVAPERON ivith THE KtUJSGStíi. THINIDA l) '\V(;nrft ríuL síihcé -Uiotht-íl p«>cé»of ri(pt>rti»p*' »íiU - (Mtmvar V.S. Naipaul: The Return of Eva Perón. Penguin 1981. ■ Um daginn fjölluðum við um skáldsögu eftir Naipaul hér á siðunni, „A Bend in the River”, sem er siðar tilkomir^ en þessi bók en fyrr útgefin. Naipaul er fyrst og siðast höf- undur þriðja heimsins og þeirra sem velta málefnum hansfyrirsér. Hann er fæddur á Trinidad af indverskum uppruna og skrifar á ensku. Vandkvæði þessa bakgarðs heimsins eru honum efst i huga hér eins og áður. Þetta er safn greina um þjóðfélags mál sem Naipaul kveðst hafa skrifað til að fylla upp i tóma- rúm á rithöfundarferli sinum 1972-75. Hæst ber grein um svarta múslimaleiðtogan Michael X — Abdul Malik — sem var hengdur fyrir morð á Trinidad 1975. Bókin fær nafn sitt af grein um endurkomu Perónismans til Argentinu á siðasta áratug, að auki um borgaraskæruliða þar og Borges. Ennfremur greinar urh Zaireundir stjórn Mobutus og um Joseph Conrad og við- kynningu höfundar við hann, Conrad og Afriku. ■ Vladimir Nabokov Tyrants Destroyed Vladimir Nabokov: Tyrants Destroyed. Penguin 1981. ■ Nabokov sem lést árið 1977 skrifaði skáldsögur á þremur tungumálum, móðurmáli sinu rússnesku, á frönsku og svo flestar á ensku. Með þessu öðl- aðist hann fágætt vald yfir tungumálinu, gat meðhöndlað það úr vissri fjarlægð, enda var hann fyrst og fremst stil- isti, meistari fágaðra vinnu- bragða ogóvæntra uppákoma. Nabokov var að mörgu leyti rithöfundur fyrir rithöfunda. Mörgum hverjum finnst hann leiðinlegur, að hann velti sér fullmikið uppúr óendanlegum möguleikum tungunnar.. 1 þessu hefti eru 13 smásögur, flestar hverjar skrifaðar á út- legðarárum Nabokovs i Evrópu 1924-39 á rússnesku. Þetta eru útlagaraunir, ljóð- rænar og skrifaðar af mildri kaldhæðni. Nabokov, sem leit á sig sem allsendis ópólitiskan höfund, gerir lymskulega upp sakirnar við harðstjóra — Lenin sem yfirtók heimaland hans, Stalin sem afskræmdi það og Hitler sem eyðilagði heittelskaða Evrópu. B Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bóka- verslun Máls og menningar. SUNNUDAGS ^■BLAÐIÐ UÚOVIUINN Alltaf um helgar HVERNIG ER HE/LSAN? — rætt við nokkra borgarbúa AFGÖRÐUM OG GRÓÐR/ Sævar og Hafsteinn svara fyrispurnum lesenda CC § a: (N. d o «0 1 Ólöf ríka játar holdlegar syndir sinar Allir vilja vatns- þétt þök f Kynntu þér úrvaliðaf Aquaseal þakpappa. Mismunandi teg- undir fyrir mismunandi að- stæður. Auk þess sérstök Aquaseal efni fyrir sprungu- og holufyllingar og gljúpafleti. Rétt ráð gegn raka OLÍUVERZLUN ÍSIANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5 ■ REYKJAVÍK SÍMI 24220

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.