Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 11
Sunnudaeur 12. júli 1981 i. Álekhine 2. Keres 3. Korchnoi 4. Benkö Najdorf 7. Álburt 8. Liberzon 9. Gulko lö. Spassky KORCHNOI... unda sæti og Litháen i þrettánda sæti. Alekhine varð efstur á fyrsta boröi, þá kom Eistlending- urinn Paul Keres, siöan Capa- blanca og fjtíröi Lettinn Vladimir Petrov. Aörir frægir Eystrasalts- bilar voru Paul Schmidt frá Eist- landi og Vladas Mikenas frá Litháen. Er striðið skall á kusu margir skákmeistarar að veröa eftir i Argentinu en flestir EystrasaltsbUarnir héldu þó heim á leið. Eistlendingarnir Paul Keres og Schmidt fóru viöa um Evrópu meðanstriöstóö og tefldu meðal annars á skákmótum sem Þjóöverjar skipulögöu á her- numdu svæðunum en er styrjöld- inni lauk kaus Keres aö f ara heim i ráöstjórnina, en Schmidt varö eftir i Þýskalandi og fluttist skömmu siöar til Bandarikjanna. Petrov dó i fangabUöum réttfyrir striöslok, Mikenas fór heim til sin, Vaitonis flýöi til Kanada og Feigin varö eftir i Argentinu. Margir skákmenn frá þessum löndum hafasiöan brotB sér leið allt á toppinn i sovéskum skák- heimi og þó sumir séu ljúflingar kerfisins, einsog til aö mynda Lettinn Mikhail Tal, þá er öörum ekki treyst sérlega vel. Stór- meistarinn Ratmir Kholmob frá Litháen hefur til dæmis aldrei faigiöaö tefla utan Sovétrikjanna eöa Austur-blokkarinnar vegna þess aö hann á ættingja á Vestur- löndum og Sovétmenn óttast sýni- lega aö hann flýi til þeirra. Loks má nefna aö er siöari heimsstyrj- öldin skall yfir tílympiumótið i Buenos Aires uröu margir skák- menn margra þjóöa eftir i Argentfnu. Þeirra á meöal var Pólverjinn Najdorf sem ekki sneri heim aö striöslokum. Eftir heimsstyrjöldina varö nokkurt hlé á þvi' að sovéskir skákmeistarar sæju sig knUna til þess aö yfirgefa landið. Þeir sem vildu fengu þaö heldur ekki. En h'klegt má telja að engin himin- hrtípandi ánægja hafi alltaf rikt og sérstaklega voru þaö gyöingar sem vildu komast burt. Þeir hafa alla tiö veriö syndaselir i Sovét- rik’junumum og nú var búið að stofna handa þeim heilt riki, Isra- el. Þeir sem sdttu um aö fara fengu hinsvegar afsvar. Þaö var um og eftir 1970 sem aöeins fór aö hægjast um og nokkrir sovéskir skákmeistarar fengu leyfi til aö flytjast burt og þá ýmist til Israel eða eitthvert annaö þvi auðvitað eru ekki allir gyöingar. Shamkovich, Lein, Alburt... Flestirsovéskir skákmenn hafa endað uppi i Bandarikjunum. Þar búa nU fjórir stórmeistarar sem fyrrum tefldu undir fána Sovét- rikjanna en hafa skipt um þjóö- emi. Fyrstur var Leonid Sham- kovich, fæddur 1923. Hann varö alþjóölegur meistari 1962, og stórmeistari þremur árum slðar, en komst aldrei i allra fremstu röð. Hann sigraði þó á nokkrum allsterkum skákmótum meðan hann taldist til Sovétmanna, en áriö 1975 fékk hann leyfi tií aö flytjast til Israel. Þar festi hann ekki yndi og flutti fljótlega til Kanada og þaðan til Bandarikj- anna. Shamkovich hefur sig all- nokkuö I frammi i bandarisku og alþjóölegu skáklifi og hefur oft náö ágætum árangri. Anatoly Lein fetaöi i fótspor hans áriö 1976 en þá sótti hann um hæli i Bandarikjunum. Lein, fæddur 1931, náöi stórmeistaratitlinum áriö 1968 en komst ekki i fremstu röð, fremur en Shamkovich, en náöi likt og hann oft prýðilegum árangri á ntinni háttar mótum. Eftir aö hann fluttist til Banda- rikjanna varð hann meðal annars efstur á alþjóölegu skákmóti i New York 1977, en þar náði Helgi ólafsson fyrsta áfanga sinum aö álþjóðlegum meistaratitli. Og nú um áramótin náöi Lein þeim ágæta árangri aö veröa 3ji á Hastings-mótinu i Englandi, á eftir Andersson og Torre. Lev Alburt komst burt frá Sovétrikjunum með nokkuð sögu- legum hætti. Hann flýði sem sé rétt einsog Korchnoi. Það var sumarið 1979 að skákfélag hans, Buresvestnik, kom til Vestur-- Þýskalands að keppa þar við hinn fræga Solingen-klúbb i klúbba-- keppni Evrópu. Að aflokinni keppninni komst Alburt á brott og inná nálæga lögreglustöð þar sem hann baö um hæli sem pólitiskur flóttamaður. Hann fékk það og fór siðan til Bandarikjanna þar sem hann býr nú. Alburt, sem er fæddur 1946, var útnefndur stór- meistari 1976, en náði ekki að sýna það sem ihonum býr meðan hann bjó enn i heimalandi sinu. Er hann var kominn vestur yfir járntjald fór honum strax að ganga betur og vann hann all- mörg mót og náði góðum árangri á öðrum. Hann sigraði til að mynda með yfirburðum á einu móti i Bandarikjunum i fyrra en þar varð Jón L. Árnason i öðru sæti og skorti aðeins hálfan vinn- ing i stórmeistaraáfanga. A ólympiuskákmótinu á Möltu i fyrra tefldi Alburt á fyrsta boröi fyrir Bandarikin og vakti það mikla athygli að er bandariska sveitin keppti við hina sovésku neitaði Anatoly Karpov, heims- meistari að taka i hönd Alburt áðurenþeirskyldu hefja tafl. Um siðustu áramót hafði Alburt rakað saman 2575 Elo-stigum sem gerði hann að einum stetk- asta skákmanni heims en hann er vist mistækur... Harmleikur Dzhindzhikhashvili Einna merkilegastur er ferill fjóröa sovésk-bandariska stór- meistarans, Roman Dzhindshik- hashvili. Hann er upphaflega Georgiumaöur einsog DjUgasvili- Stalin, fæddist 1944, og fór snemma að láta á sér bera. 1970 varö hann alþjóðlegur meistari og nokkrum árum siöar var hann aöstoðarm aöur Korchnois i fyrsta einvigi hans við Karpov. Sovét- menn reyndu mikið aö fá hann til ap upplýsa leyndarmál Korchnois viö menn Karpovs, en hvort sem þaö hefur tekist eður ei, þá fékk hann altént leyfi til aö flytjast til Israel áriö 1976. Eftir komuna vestur blómstraöi hann og náöi hreint og beint frábærum árangri. 1977 náöi hann stór- meistaratitliog virtistá góöri leið með aö veröa einn af allra sterk- ustu skákmönnum heims. Hann sigraöi á Hastings 1977/1978 og á hinu ægisterka Interpolis-móti i Hollandi 1978 varð hann i þriðja sæti ásamt öðrum. Þaö var sannarlega frábær árangur. Svo fór smátt og smátt að bera á undarlegum hlutum I fari Szhindzhikhashvilis. Hann reynd- ist vera jafnveikur fyrir fjár- hættuspili og hinn frægi landi hans, ritsnillingurinn Dostoy- evsky, og réöi sér engan veginn þegar hann stóö fyrir framan spilahjólið. En einsog gengur er gæfan oft viösfjarri og Dzhind- zhikhashvili steypti sér i miklar skuldir. Hann ftír frá Israel til Hollands, þaöan til Vestur— Þýskalands og i Þýskalandi þurfti hann að fara i felur undan lög- reglunni. Hann vippaöi sér þá yfir til Bandarikjanna en þar sótti i sama fariö. Taflmennskan varö útundan og getu Dzhindzhikha- svilis fór sifellt hrakandi. Hann mátti heldur varla vera aö þvi aö tefla þvi' á milli skáka var hann óþreytandi að spila uppá peninga og hætti öllu til. Á fyrrnefndu mótisem Alburt og Jón L. Arna- son kepptu á varð hann aö fá frl frá nokkrum umferöum til aö skreppa á spilaviti i nálægri borg og svona hegðun kann auövitaö dcki góöri lukku aö stýra. A tveimur árum hrapaöi Elo-stiga- tala hans Ur 2597 I 2490 og það er liklega óhætt aö afskrifa hann. Hann er nú sagður vera i felum I New York undan skuldunautum og lögreglunni. Sosonko, Liberzon, Ivanov.. Ekki hefur svona illa farið fyrir öllum. Gennadi Sósonko hefur til dæmis gert þaö gott eftir aö hann fhittisttil Hollands. Hann fæddist i Siberiu árið 1943 og varö- snemma mjög efnilegur, ekki sist sem skákþjálfari. Hann var mjög ungur þegar hann fór aö aöstoöa Tal og siðar Korchnoi en 1972 fékk hann leyfi til að flytjast til Hollands. Þar var hann fljótur aö ná tign alþjóðlegs meistara, 1974, og 1976 var hann Utnefndur stór- meistari af FIDE. Hann er nU næststerkasti skákmaöur Hdíands, á eftir Jan Timman. Hann vann Wijk aan Zee 1977 ásamt Geller, á undan bæöi Friörik Ólafssyni og Guömundi Sigurjónssyni en vinnur annars sjaldan mót, er rtílegur I tiöinni og stundum um of. Hinsvegar stendur hann sig sjaldan eöa aldrei illa og nU i vor varö hann aftur efstur á Wijk aan Zee, nú ásamt Timman. Ennþá einn fyrrverandi Sovét- maðurinn er Valdimir Liberzon sem býr nU I Israel og hefur gert siöan 1973. Hann fæddist 1937 og varö stórmeistari 1965. Eftir aö hann fluttist til Israel hefur hann oft náö prýöisárangri og aöeins skömmu eftir aö hannn fluttist vestur sigraöi hann á sterku móti á Feneyjum og varö þar meöal annars á undan fyrrum landa sinum, Vassili Smyslov. Ekki hefur enn veriö skýrt fá Urslitum þess móts i sovéskum fjöl- r.iiölum. Annar Sovétmaöur og skákmeistari sem býr nú I Israel heitir Radashkovich en hann er, enn sem komið er að minnsta kosti, aðeins alþjóðlegur neistari. Þá nefnist til sögunnar Ivanov nokkur og var ekki hátt skrifaöur I heimalandi sinu fyrr en hann lagði heimsmeistarann Anatoly Karpov aö velli i skák sem þeir tefldu I Spartakiöðunni 1979. Þá fékk hann aö fara til Kúbu aö tefla þar á móti en notaöi fyrsta tæki- færi til að stinga af. Það gafst á flugvellinum i Montreal þar sem miUilent var. Ivanov gaf sig fram við lögreglumenn á flugvellinum og baö um hæli sem pólitlskur flóttamaður. Þaö fékk hann og býr nú i Kandada. Spassky óttast um lif sitt Enþaö eru fleiri skákmeistarar en sovéskir sem hafa yfirgefiö heimalönd sin i Austurblokkinni. Viö tslendingar könnumst liklega best viö Pal Benkö, ungverska stórmeistarann, sem sagöi skiliö viö land sitter hann var staddur hér á tslandi. Þaö var skömmu eftir innrásina i Ungverjaland og Benkö mun ekki hafa getaö hugsaö sér aö dvelja áfram I Ung- verjalandi eftir allt þaö sem þar haföi gengiö á. Hann var um og eftir 1960 meðal sterkustu skák- manna heims og keppti tvisvar á áskorendamótunum en varö neöarlega i bæði skiptin. Benkö býr nU i Bandarlkjunum og þó hann sé nU ekki lengur jafnöfl- ugur og hér áöur fyrr gengur honum iöulega býsna vel. Nokkrir skákmenn hafa einnig yfirgefið heimabyggöir sinar I Ptíllandi og JUgtíslavi'u en flestir eru ein- hverra hluta vegna frá Tékktísltívakiu. Alþjóöameistar- inn Kottnauer haföi sig á brott þaðan snemma á sjötta ára- tugnum og 1968 fór Lubomir Kavalek. Hann fæddist 1943 og var Utnefndur stórmeistari áriö 1967. Eftir aö hann fluttist vestur Framhald á bls. 26.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.