Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12. júli 1981 ^ÍLUtWllWl 9
menn og málefni
Töfin á viðræðum við
álverið um orkuverðið
Benedikt og
Geir vitna
■ Síðastliðinn vetur fóru fram
umræður f sjónvarpinu um stór-
iðjumál. Meðal þátttakenda
voru þeir Benedikt Gröndal og
Geir Hallgrimsson. Ummæli
þeirra um álsamningana svo-
nefnda, þ.e. samninginn við
Alusuisseum álbræðsluna vöktu
óskipta athygli.
Benedikt Gröndal sagðist
viðurkenna, að ,,að samningur-
inn væri að mörgu leyti mis-
heppnaður og til vonbrigða.”
Geir Hallgrimsson var spurö-
ur að þvi, hvort hann vildi gera
nyjan álsamning likan gamla
samningnum eöa öðruvisi.
„Vitaskuld öðruvisi”, sagði
Geir.
Rétt er vitanlega að taka það
með i reikninginn, að aöstæður
voru aðrar, þegar álsamningur-
inn var gerður en þær eru nil.
Eins og nii er komiö munu all-
flestir eða allir viðurkenna það
með þeim Benedikt og Geir, að
samningurinn er stórgallaður.
Einn mesti galli samningsins
er sá, að það vantar i hann öll
fullnægjandi ákvæði um endur-
skoðun, t.d. i sambandi við
orkuverð, ef aðstæður breytast.
Þetta er ekki ósvipaður galli og
á landhelgissamningnum, sem
viðreisnarstjórnin gerði við
Breta 1961, en i hann vantaði
uppsagnarákvæðið.
1 umræðum um stóriðjumál á
siðasta þingi, færði Guðmundur
G. Þórarinsson rök að þvi, að
það væri eitt mesta hagsmuna-
mál þjóðarinnar nú, að fá ál-
samninginn tekinn til endur-
skoðunar i þeim tilgangi að fá
orkuverð hækkað, þar sem
grundvallarbreytingar hafa
orðið i orkumálum siðan samn-
ingurinn var gerður.
Siban þessi krafa um endur-
skoðun samningsins kom fram á
Alþingi, eru nú liönir margir
mánuðir. Ekkert er kunnugt
um, að neitt hafi verið gert á
þeim tima, til að knyja fram
slika endurskoöun. Hvað tefur
Orminn langa? Hefur þettamál
strandað i einhverri skúffunni
hjá Hjörleifi?
Ályktunin 1965
Það er ekki úr vegi, þar sem
endurskoðun álsamningsins
hlýtur að komast brátt á dag-
skrá að rifja upp meðferð ál-
samningsins á Alþingi, en hann
var samþykktur þar voriö 1966.
Aður en samningurinn var
gerður, höfðu farið fram miklar
umræður um málið. 1 tilefni af
þvi' gerði miöstjórn Fram-
sóknarflokksins svohljóöandi
ályktun i marz 1965:
„Rétt er, að kannaðir séu
möguleikar á uppbyggingu ein-
stakra stærri iðngreina með
beinni þátttöku erlends fjár-
magns samkvæmt sérstökum
lögum og samningi hverju sinni,
enda sé nægilegt vinnuafl fyrir
hendi og sh'k atvinnufyrirtæki
liður i skipulegri uppbyggingu
atvinnuveganna, en megi aldrei
verða til þess, að slakað sé á eða
dregið Ur eflingu islenzkra at-
vinnuvega. Slik atvinnufyrir-
tæki yrðu að öllu leyti að lúta is-
lenzkum lögum. Megináherzlu
ber að leggja á, að staösetningu
sh'kra fyrirtækja sé, ef til kem-
ur, þannig hagað, að hún stuðli
að jafnvægi i byggð landsins.
Þess sé og jafnan gætt að
tryggja efnahagslegan og
tæknilegan grundvöll þess, að
Islendingar geti sem fyrst til-
einkað sér þá þekkingu og verk-
kunnáttu, sem flytjast kann inn
■ I álverinu i Straumsvfk
i landið á þennan hátt, svo að
slikur iðnaður geti orðið alis-
laizkur sem allra fyrst. Þess sé
og jafnan gætt, að erlend fjár-
festing verði aldrei nema litill
hluti af heildarfjárfestingu
þjóðarinnar.
1 tilefni af samningaumleit-
unum, sem nú standa yfir um
alúminvinnslu hér á landi, lýsir
miöstjórnin þvi yfir, að slikt
stórmál megi ekki afgreiöa
nema sem lið i heildaráætlun i
framkvæmda- og efnahagsmál-
um og ekki tiltök aö hefja þær
framkvæmdir við þá verðbólgu-
þróun og vinnuaflsskort, sem is-
lenzkir atvinnuvegir búa nú við.
Eins og sakir standa er þvi ný
stefna i efnahags- og atvinnu-
málum landsins forsenda þess,
að unnt sé að ráðast i stóriðju.
Hiö erlenda fyrirtæki njóti
engra hlunninda umfram is-
lenzka atvinnuvegi og lúti i einu
og öllu islenzkum lögum og raf-
orkusala til þess standi a.m.k.
undir stofnkostnaði virkjunar
að sinu leyti. Enn fremur hafi
islenzk stjórnvöld á hverjum
timaihlutun um skipun stjórnar
verksmiöjunnar og meiri hluti
stjórnenda sé islenzkir rikis-
borgarar. Miöstjórnin minnir
sérstaklega á, að staðsetning
alúminverksmiðju á mesta
þéttbýlissvæði landsins mundi,
eins og nú háttar, auka mjög á
ójafnvægi i byggð landsins. Að
óbreyttum þeim ástæöum felur
miðstjórnin framkvæmdastjórn
og þingflokki að beita áhrifum
sinum þannig, að verksmiðjan
veröi staðsett annars staöar.”
Til frekari skýringar er rétt
að getaþess, að mikillfólksflótti
var á þessum tima frá lands-
byggðinni til Faxaflóasvæðis-
ins. Þetta var fyrir tið byggða-
stefnunnar, sem valdið hefur
stórbreytingu i þessum efnum.
íslenzkir dóm-
stólar óvirtir
Viðreisnarstjórnin lagði ál-
samninginn fyrir Alþingi i april
1966. Samningurinn var lagður
fram i frumvarpsformi og fékk
neöri deild það fyrst til umfjöll-
unar. Að lokum fyrstu umræðu,
var þvi' vfsað til iðnaðar-
nefndar. Ingvar Gislason og
Þórarinn Þórarinsson voru full-
trúar Framsóknarflokksins i
nefndinni og lögðu þeir tii að
frumvarpinu væri visaö frá með
rökstuddri dagskrá, þar sem
samningurinn væri óaðgengi-
legur. Margar ástæður voru
færðar fyrir þessu, en þó eink-
um tvær.
Onnur var sú, að islenzkir
dómstólar voru sniögengnir, en
i staðinn skyldi alþjóðlegur
gerðardómur skera úr um
ágreiningsatriði. Um þetta
sagði svo i nefndaráliti Ingvars
og Þórarins :
„Þetta gerðardómsfyrir-
komulag væri ekki athugavert,
ef um væri að ræða venjulegan
millirikjasamning. En hér er
ekki um samning milli tveggja
rikisstjórna að tefla, heldur
samninga rikisstjórnarinnar,
Landsvirkjunar og Hafnar-
fjarðarkaupstaðar við einka-
fyrirtæki — svissneska álfélagið
og islenzka álfélagið. Agrein-
ingsmál út af slikum samning-
um, sem hér á landi rlsa, heyra
eftir viðurkenndum réttarfars-
reglum undir islenzka. dóm-
stóla, og skiptir engu, hvort
málsaðili er innlendur eöa út-
lendur. Það er á allan hátt óeðli-
legt að taka ágreining Alusuisse
viö islenzk stjórnvöld undan
lögsögu islenzkra dómstóla. Hitt
er þó enn fráleitara, að taka
ágreiningsmál við islenzka álfé-
lagið, sem aö nafninu til er is-
lenzkt félag, skrásetthér á landi
og hefur stjórn, sem að meiri
hluta er skipuð islenzkum rikis-
borgurum, undan islenzku
dómsvaldi. Það er furðulegt, að
rikisstjórninni skuli detta i hug
að semja ágreining islenzka ál-
félagsins við Hafnarfjarðar-
kaupstað eöa Landsvirkjun,
sem eru sérstakir og sjálfstæðir
réttaraðilar, undan lögsögu is-
lenzkra dómstóia. Slikt er að
okkar dómi ekki hægt aö sam-
þykkja. Þessi geröardóms-
ákvæði lýsa öll vantrausti á is-
lenzkum dómstólum og islenzku
réttarfari. Þau hljóta að
byggjast á þeirri imyndun eða
skoðun, að hér sé ekki fullkomið
réttarriki. Hefur aðalforstjóri
Alusuisse staöfest það i blaða-
viðtali, að Islenzkum dómstól-
um séekki treysttilaö fara meö
þessi mál, m.a. vegna þess, að
hann telur þá skorta reynslu i
þeim efnum. Geröardóms-
ákvæðin, eins og þau eru vaxin,
fela þvi' I sér óveröskuldaöa
litilsvirðingu á islenzkum dóm-
stólum. Við erum þeim alger-
lega andvigir. Og þau væru ein
út af fyrir sig næg ástæða til að
hafna þessum samningum.”
Orkuverðið
Hitt atriðiö, sem verst þótti i
álsamningnum, voru ákvæöi um
orkuveröið. Um það sagði svo i
nefndaráliti Framsóknar-
manna:
„Samningurinn gerir ráð
fyrir orkuverði, sem nemur 2.5
mills eða 10.75 aurum á kiló-
wattstund. Þetta orkuverö er
mjög lágt, og munu þess fá
dæmi, aö samið sé um svo lágt
orkuverð annars staðar. I
Noregi er hliðstætt orkuverð nú
3.2 mills eöa 13.75 aurar á kwst.
Jafnvel i Ghana er orka frá
hinni geysihagkvæmu störvirkj-
un i Voltafljóti seld til stóriðju á
2.65 mills eða 11.4 aura á kwst. 1
Grikklandi var nýlega samið
um orkusölu til stóriðju á verði,
sem nam rúml. 3 milis, en sá
samningur leiddi til svo al-
mennrar óánægju þar og stjórn-
málalegra erfiðleika, að nauö-
synlegt reyndist að ógilda hann
og semja um mun hærra raf-
orkuverð, eða ca. 4 mills.
En það er ekki aðeins i
samanburði við erlent orku-
verð, sem 10.75 aurar á kwst. er
litið. Ef litið er á islenzkar aö-
stæöur og virkjunarskilyrði,
kemur i ljós, að þetta orkuverö
er langt undir almennum fram-
leiðslukostnaði raforku i land-
inu á næstu áratugum. I
greinargerð með frumvarpi um
Landsvirkjun á siðasta Alþingi
(Alþt. 1964, A. bls. 1385) var birt
linurit um verðdreifingu vatns-
afls Islands. Kemur þar i ljós,
að það er aðeins mjög litill hluti
virkjanlegs afls hér á landi, sem
hægt er að gera ráö fyrir að
megi beizla á þessu verði. Af
rúmlega 30000 Gwh ársorku,
sem virkjanleg er talin i land-
inu, eru aðeins um 8-9 þús. Gwh
talin virkjanleg viö kostnaði,
sem sé innan við 15 aura á
kwst., og af þvi á nú þegar að
selja rúmlega 1000 á 10.75 aura.
Óhugsandier, aö þetta verði tal-
in hagkvæm ráðstöfun, þegar
fram h'ða stundir. Veröið er
augsýnilega of lágt.
I norskum raforkusamning-
um af þessu tagieru ákvæöi um
endurskoöun á 5 ára fresti. 1
þeim samningi, sem hér liggur
fyrir, er ekkert hliðstætt að
finna, þó aö þess sé þeim mun
rikari nauðsyn, sem raforku-
verðið er lægra. Endurskoðun
sú, sem samkvæmt þessum
samningi á aö fara fram árið
1984, tekur einungis til þess
þáttar orkuverðsins, sem stafar
af viðhaldskostnaði og gæzlu,
sem er aöeins sáralitill þáttur,
þar sem fjármagnskostnaður-
inn er meginþáttur verðsins, en
þær endurskoðanir, sem fram
eiga að fara árin 1994 og 2004,
eiga að fara fram eftir reglum,
sem eru ákveönar i samn-
ingnum og eru okkur mjög
óhagstæðar, ekki sizt vegna
þess, að þær gefa álbræðslunni
kost á tveim ólikum viðmiö-
unum, og getur hún valið þá,
sem lægri er. Eru þvi hverfandi
likur á þvi, að raforkuveröið
geti orðið hagstæðara siðar á
samningstimabilinu, sem nær
til 2014, og alls ekki fyrr en árið
1994.
En þá verðum við farnir að
virkja mun dýrari orku fyrir
okkur sjálfa.”
Endurskoðun
má ekki dragast
Þá voru i nefndarálitinu
gagnrýnd mörg fleiri atriöi, eins
og t.d. skortur á fullnægjandi
ákvæðum um umhverfisvernd.
Úr þvifékkst nokkuð bætt Siðar.
Þeirri fullyrðingu var harð-
lega mótmælt, að Búrfellsvirkj-
un væri fjárhagslega ófram-
kvæmanleg án orkusölu til ál-
bræðslunnar, en þessari fullyrð-
ingu var mjög hampaö af tals-
mönnum samningsins.
Tillaga Framsóknarmanna
um að visa samningnum frá
meö rökstuddri dagskrá var
felld, og einnig tillaga um
þjóðaratkvæðagreiðslu, sem
borin var fram meö 3. umræðu.
Þau rök, sem Framsóknar-
menn færöu fram gegn álsamn-
ingnum á þingi 1966, hafa full-
komlega staðizt dóm reynsl-
unnar. Bezta sönnun þess er hiö
lága verö, sem álbræöslan
greiðir nú fyrir orkuna.
En hvaö sem liöur fyrri deil-
um, ættu allir aö vera sammála
um, aö hefja verður viðræður
við álhringinn um endurskoöun
orkuverösins. Það mál má ekki
gleymast i' möppu hjá Hjörleifi.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar