Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 10
10 ■ Fyrsti, og vafalitiö frægasti sovéski útlaginn áöur en Korchnoi kom til sögunnar, var enginn annar en Alexander Alekhine — heimsmeistari á ár- unum 1927/193 5 og aftur 1937/1946. Alekhine bar á sinum tima ægishjálm yfir abra skák- menni veröldinni og margir telja hann enn þann dag i dag vera sterkasta skákmeistara sem uppi hefur veriö. Hann var leiftrandi sóknarmaöur, meistari árásar- innar og hefur haft glfurleg áhrif á taflmennsku alla tiö sföan hann var uppá sitt besta. Sem persóna var hann umdeildur og er enn — ekki siöur en Viktor Korchnoi. Hann fæddist 18. október 1892 I Moskvu og var af finu foreldri. Faöir hans var aöalsmaöur og móöirin forrik. Þaö var einmitt móðir hans sem kenndi honum mannganginn og hann fékk þvi- lika ást á reitunum 64 aö hann ákvab aö helga þeim lif sitt. Hann var þó ekkert undrabarn, en er hann var orðinn tvitugur var ljóst aö hann var kominn I hóp hinna bestu. Arið 1912 varð hann efstur á sterku skákmóti i Stokkhólmi og tveimur árum siöar sigraöi hann á riissneksa meistaramótinu ásamt Nimzowitsch. Þar meö fékk hann rétt til að tefla á geysi- sterku alþjóðlegu skákmóti i Sankti Pétursborg og stóö sig mjög vel. Keppnin um fyrsta sæt- iö var aöallega milli Capablanca og Laskers (sem sigraði eftir mikinn endasprett) en Alekhine varöi þriöja sæti. Eftir mótiö var hann ásamtLasker, Capablanca, Tarrasch ogMarshall (sem lentu i f jóröa og fimmta sæti) Utnefnd- ur svokallaður stórmeistari I skák af Nikulási keisara öörum. Mun þaö hafa veriö i fyrsta sinn sem sá titill var notaður. Skömmu eftir aö þessu sterka móti lauk hóf Alekhine aö tefla á mjög sterku móti I Mannheim i Sunnudagur 12. júli 1981 iUiililillí FLEIRI FLÝJA EN Af sovéskum skákmönnum á Vesturlöndum Viktor Korchnoi var til skamms tíma sovéskur skákmeistari en býr nú á Vesturlöndum, í Sviss. Hann flúði heimaland sitt árið 1976 vegna þess, að því er hann segir, að honum var gert ókleift að stunda list sína óáreittur af stjórnvöldum. Korchnoi er maður sem lætur ekki lítið fara fyrir sér, það er óhætt að segja að hann hafi verið í sviðsljósinu. En þeir eru fleiri sovéskir skákmeistarar sem kosið hafa að yf ir- gefa föðurland sitt og leita á önnur mið og við skulum til gamans rifja upp nokkra þeirra helstu. Nokkrir fylgja með frá Eystrasaltslöndum eða austantjalds. Nú segir það í sjálf u sér næsta lítið að stöku skákmenn vilji heldur búa í þessu landi en hinu, menn flytjast milli Vesturlanda án þess það þyki tiltökumál, en munurinn er sá að frá Sovétríkjunum og fylgifiskum þeirra fá menn sjaldnastað fara einsog ekkertsé. Það getur kostað margra ára þref og jafnvel f lótta. Það er líka merkilegt að ótrúlega margir af öflugustu skák- mönnum á Vesturlöndum, bæði fyrr og nú, eru af sovésku bergi brotnir. Svo Bandaríkin séu tekin sem dæmi á móti: meirihluti stórmeistara sem þar búa eru aðfluttir og nær allir þeir sterkustu. There's some- thing rotten in the state of... Þýskalandi og var hann þar efst- ur þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út og hindraði frekari tafl- mennsku nema á vigstöðvunum. Rússnesku keppendurnir Alekhine, Bogoljubow og fleiri, voru kyrrsettir i Þyskalandi en fyrir áhrif fjölskyldu sinnar tókst Alekhine aö fá sig lausan Ur prisundinni og komast til RUss- lands þar sem hann gekk til liðs við Rauöa kross deildir á vig- stöðvunum viö Austurríki/Ung- verjaland. Siðan reiö bylting bolsévi'ka yfir RUssland og þá fór að þrengjast hagur Alekhines. Hann var enda af yfirstéttog sagt er aö hann hafi verið tekinn til fanga og dæmdur til dauba. Reyna að eigna sér Alekhine Þaö var kona Alekhines, Anne- liese Ruegg, sem bjargaöi honum Ur fangelsiog i nokkur ár þrauk- abi hann með þvi aö stunda m arg- vislegstörf, svo sem kvikmynda- leik. Ekki sló hann heldur slöku viö við taflboröið og áriö 1920 varö hann fyrsti meistari hinna nýju Sovétrfkja þótt opinberlega væri aöeins um skákþing RUsslands aö ræöa. Sama ár tókst honum að komast Ur landi og til Svisslands en kona hans var þaðan ættuö og kom honum enn til hjálpar. Er hann var kominn vestur yfir byrj- aöi hann á þvi aö yfirgefa konu sina, ekkert mátti veröa til þess aö draga huga hans frá skákinni. Hann fluttist til Frakklands og varð franskur rikisborgari árið 1925. Á þriðja áratugnum og frammá þann fjóröa var veldi Alekhines mest en þá sigraöi hann i hverju stórmótinu á fætur ööru. Það var hinsvegar Capablanca sem var heims- meistari og virtist ósigrandi. Alekhine haföi tröllatrU á sjálfum sér og I löngu og ströngu einvigi áriö 1927 tókst honum aö brjótast gegnum varnir KUbumannsins og sigra, öllum á óvart. Hann var þar meö oröinn heimsmeistari en geta ber þess aö á þessum tima var heimsmeistaratitillinn í raun og veru eign meistarans sem hann bar og hann réð sjálfur viö hverja hann tefldi og við hvaða skilmála. Alekhine þótti ekki syna mikla iþróttamennsku er hann neitaði Capablanca hvað eftir annað um tækifæri til aö hefna ósigursins en i staðinn sigr- aöi hann Bogoljubow tvisvar sinnum og tefldi árið 1935 einvigi viðhollenska áhugamanninn Max Euwe. Þá var Alekhine tekinn að dala nokkuö og auk þess lagstur i sukk og svinari: eftir að hafa náð góöri forystu i einviginu viö Hollendinginn fór hann á fyllerí og rann ekki af honum fyrr en hann haföi tapað heimsmeistara- titlinum. Euwe reyndist meiri herramaður en Alekhine og gaf honum strax færi á ööru einvigi, þaö fór fram áriö 1937 og bláedrU Alekhine sigraöi Euwe léttilega. 1 siöari hei msstyrjöldi nni vakti Alekhine mikla hneykslun i Frakklandi fyrir aö hafa sam- starf viö þýska setuliöiö að ymsu leyti, hann reit til dæmis nokkrar blaöagreinar gegn gyöingum og er Frakkland var frelsað fór hann til Spánar. Þar hugöist hann tefla einvi gi við Botvinnik en lést áöur en til þess kæmi, árið 1946. Eftir dauba hans byrjuöu Sovétmenn smáttog smáttaö eigna sérþenn- an Utlaga en meðan hann var og hét vildu þeir sem minnst af hon- um vita. Stórmeistarinn Kotov skrifaöi bók um Alekhine og áriö 1956 var haldiö fyrsta Alekhine-- minningarmótib i Moskvu, þar sigraði Botvinnik ásamt Smyslov. Alls hafa Sovétmenn haldiö fjög- ur slík mót til heiöurs manninum sem flUöi. Nimzowitsch, Bogoljubow... Tveir af hættulegustu keppi- nautum Alekhines er hann stóö á hátindi sfnum voru i svipaöri stööu og hann. Aron Nimzowitsch fæddist i Riga i Lettlandi áriö 1886 en þaö var þá hluti rússneska keisaradæmisins. Hann var gyö- ingur. Nimzowitsch náöi góðum árangri fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina en eftir striöiö og rUssnesíkj byltinguna hélthann til Sviþjóðar og siöar Danmerkur þar sem hann bjó allt til dauöadags áriö 1935. Nimzowitsch stóö sig einna best á árunum 1925/30 og vann þá sigra á mörgum mjög sterkum mótum en hann haföi ekki siður áhrif á sviði skákfræðimennsku. Hann skrifaöi tildæmis fræga bók sem hétt „Kerfi mitt” og hafði meö henni og fleiri bókum mikil áhrif á byrjanafræði og önnur fræöi. Nimzo-indversk vörn er viö hann kennd. Hinn keppinauturinn var Bogoljubow. Efim Bogoljubow, oröhákur fæddur ár- iö 1889, var (Jkranfumaður og feiknasterkur á sinum tima. 1924 og 1925 sigraði hann á skákþing- um Sovétrlkjanna og 1925 sigraöi hann Hka á mjög sterku skákmóti I Moskvu, varö á undan Lasker, Capablanca og fleirum. Um þaö sama bil urðu full vinslit með honum og soveskum yfirvöldum og ),ann yfirgaf Sovétríkin I filssi. Ariö 1927 varö hann þýskur rikis- borgari. Hann héltáfram aö tefla mjög vel og 1929 og 1934 tefldi hann heimsmeistaraeinvígi viö Alekhine en var burstaður i bæöi skiptin. Eftir þaö fór frammi- stöðu hans hnignandi og tilraunir hans til aö ná sér á strik eftir síö- ari heimsstyrjöldina fóru Ut um þúfur. Hann lést árið 1952. Fleiri fóru frá Sovétrikjunum um sama leyti. Dr. Ossip Bernstein var Úkraniumaöur einsog Bogoljubow en bjó i Moskvu fyrir byltingu Lenins og Trotskíjs. Hann fæddist árið 1882 og var fram undir byltinguna einn af sterkustu skákmeisturum I RUss- landi. Ariö 1920 komst hann úr landi og fór til Frakklands og geröist franskur rikisborgari en lét aö mestu af teflmennsku. öðru hvoru skaut hann þó upp kollinum á skákmótum og stóö sig jafnan þokkalega. Sföasta mótiö sem hann tók þátt i var IBM 1961 en ári siðar lést hann. Rossolimo var enn einn og átti fjölskrUöugan feril að baki er hann lést árið 1975 eftir að hafa dottið niður stiga. Hann fæddist árið 1910 i Kiev af grisku og rUssneksu foreldri en 1929 komsthann tilParisar og tók upp leiguakstur einsog siður var rússneskra útlaga. Jafnframt lagöi hann hart að sér við skák- borðið og á móti i París 1938 varð hann annar á eftir Capablanca. Eftir siöari heimsstyrjöldina gekk honum mjög vel á ymsum mótum en árið 1951 fluttist hann tii Bandarikjanna þar sem hann héltsér viö leiguaksturinn. Smátt. og smátt hvarf hann svo af sjón- arsviðinu og beitti sér i staöinn fyrir skákkennslu. Auk skáklist- arinnar átti Rossolimo sér ymis áhugamál og var til óæmis hand- hafi brúna beltisins i júdó. Enn má nefna Feodor Bohatircuk, fæddur áriö 1892, sem var einhver sterkasti skákmaður RUsslands og siðar Soyétrikjanna á fyrri hluta þessarar aldar og Sovét- meistari 1927, hann flutti áriö 1948 til Kanada. Þar gerðist hann prófessor i læknisfræöi og lifði enn þegar siðast fréttist. Eistland, Lettland og Litháen Sérstakur kapituli íytur aö Eystrasaltslöndunum þremur. Eistland, Lettland og Litháen fengu skammvinnt sjálfstæöi eftir fyrri heimsstyrjöldina og byltinguna i RUsslandi og það fór ekki milli mála að þau voru mikil efnislönd. Ekki sist á skák- sviöinu. A örfáum árum spruttu þar upp fjölmargir geysisterkir skákmenn og þessi litlu lönd létu mjög að sér kveða á ólympiu- mótum fyrir seinni heimsstyrj- öldina þegar Sovétrikin gleyptu þau sem aldrei skyldi oröiö hafa. A siöasta óiympiumótinu, sem haldiö var I Buenos Aires árið 1939 og stóö enn yfir er Hitler réöist á Pólland, varö Eistland I þriöja sæti (á eftir Þýskalandi og Póllandi!), Lettland varö I sjö-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.