Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 30

Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 30
Sunnudagur 12. júlf 1981 í 30 llllll III I I ■ • ■ aam m ** m mm mMmmMMwM MORÐ/SJALFSMORÐ — í Mayerling ■Astandið var alvarlegt. Klukkan hálf sjö að morgni hafði Rudolph krónprins Austurríkis, vakið þjón sinn, Loschek, og beðið hann að ræsa sig klukkutíma síðar. Nú var klukkan orðin hálf átta og Loschek var búinn að berja mörgum sinnum á dyr krónprinsins en enginn ansaði. Það sem gerði málið viðkvæmara en ella var að Loschek vissi að krónprinsinn var ekki ein- samall i herbergi sínu. Hann fékk hiisvörðinn Zweiger sér til aðstoðar en ekki stoðaði það. Kronprinsinn rótaði sér ekki. Loschek ályktaði sem svo að prinsinn og Maria Vetsera, sem varhjá honum.væru önnum kafin við að elskast og tækju þvi ekki eftirbarámfðinni á hurðina. Hvað áttihann að gera? Zweiger vissi það ekki og þar sem þeir stóðu ráðvilltir við dyr krónprinsins kom Coburg prins, mágur Rudolphs, að þeim. Er þeir spuröu hann ráða kvaö hann rétt- ast að huröin yröi brotin upp en siðan skyldi Loschek einn ganga innfyrir. Eftir nokkrar minútur tókst mönnunum þremur að brjóta huröina upp. Loschek gægðist inn fyrir dyragættina og þaö fór hrollur um hann. A himnasæng- inni lágu maöur og kona. Hann sá strax að bæöi voru látin. Krón- prins Austurrfkis lá vinstra meg- ini rúminu i stórum blóðpolli og á stól viö rUmið lá spegill og skammbyssa. Marie Vetsera, stUlka frá Vínarborg, virtist I fyrstusofandi og kringum likama hennar hafði veriö staflað blóm- um. Skjálfandi af ótta hraðaði Los- chek sér aftur fram ganginn og sagöi furöu lostnum mági krón- prinsins frá þvi sem hann hafði séð i herberginu. Hvernig dóu þau? spurði prinsinn. Loschek giskaði: Blásýrueitrun. Engin rök voru fyrir þessari ágiskun og átti hún eftir að koma þjóninum I mikil vandræði. Harmleikurinn i Mayerling, eins cg heimurinn kallaöi þennan atburð eftir höllinni, er einhver frægasta og dularfyllsta gáta sög- unnar. Svo virtist sem krónprinsinn hefði myrt ástkonu slna og slðan framiö sjálfsmorð, rómansahöf- undar fengu aldeilis byr undir vængi. Prinsinn sem var harö- giftur maöur hafði i örvæntingu bundiö endiá lifsittog stUlkunnar sem hann gæti aldrei eignast. Þessi skýring hefur i langan tima veriö sU vinsælasta en aðrar skýringar, og ekki eins róman- tískar, virtíst ekki siður sennileg- ar. Marie hverfur Þennan morgun, 30. janUar 1889, barst fréttin um dauða prinsins og ástkonu hans með ör- skotshraða um höllina. Allir vissu að þegar i stað yrði að f æra Franz Josep, keisara Austurrikis-Ung- verjalands og föður Rudolphs, þessa ógnvekjandi frétt. Hans há- göf gi var þá staddur i Vinarborg i sextán milna fjarlægð frá Meyer- ling og þar var einnig móðir krón- prinsins, Elizabet keisaraynja. Jósep Hoyos greifi var sendur til Hofburgarhallar þar sem keis- arahjónin dvöldust og varlega oröaö skeyti var sent til DT. Widenhofers, læknis hirðarinnar, þar sem sagði að hans væri þörf á Mayerling. Hoyos ók til járnbrautar- stöðvarinnar iBaden og heimtaöi að hraðlestin tíl Vinarborgar yrði stöövuð svo hann gæti stigið um borð. Stöövarstjórinn vildi ekki gera það nema hafa góða ástæðu til svo Hoyos sagði honum frá skyndilegum dauðdaga prinsins en lét hann sverja eiö um að segja engum frá þvi. Nokkrum minut- um siðar var Hoyos kominn um ! borð I lestina og stöðvarstjórinn flýtti sér til að sima fréttirnar til, Rothschild bankans sem átti járnbrautina. Híq'os náði til Hoburgar klukk- an ellefu minUtur yfir tiu. Enginn sem hann sagöi tiðindin treysti sér til að láta keisarann vita svo Hoyos sjálfur fór til keisaraynj- unnar og tjáði henni lát sonar hennar. HUn sagöi siöan manni sinum þessar hræöilegu fréttir. Hoyos gat ekki gefið þeim nákvæmar upplysingar um at- burðinn en sagði að talið væri að þau hefðu látist af eitri. Franz Josep skipaði snimmendis svo fyrir að einungis skyldi sagt að krónprinsinn heföi dáið af hjarta- slagi og fyrir alla muni yrði að halda láti Marie Vetsera leyndu og yfirleitt þvi að hUn hefði verið hjá prinsinum. Þaö reyndistekki vera svo auð- velt. Helene Vetsera, barónessa og móöir stUlkunnar, var I höll- inni og fór mikið fyrir henni. Fyr- ir þremur dögum haföi hin 17 ára dóttir hennar horfið. 28. janUar hafði Marie farið I bdöir með Larisch greifaynju og er greifa- ynjan hafði eitt sinn misst sjónar af sttílkunni örskamma stund virtist jöröin hafa gleypt hana. Henni var sagt að stUlkan hefði ekiö burt i hestvagni og skilið eft- ir miða. A miöanum sagði Marie Vetsera aö hUn hyggðist fremja sjálfsmorð. „Hann er svo fallegur” Greifaynjan flýtti sér tíl frænda Marie, Alexander Baltazzi, sem kvaðst álita að krónprinsinn væri við málið riðinn. Hann fór tilsyst- ur sinnar, barónessunnar, og hUn flýttisér tíllögreglustjórans i Vinarborg sem sagðist ekki hafa lögsögu yfir keisarafjölskyld- unni. Þá fór hin harmþrungna móðir til hallarinnar og þar var hUn 30. janUar er Elizabet keisaraynja sagði henni að dóttir hennar væri látin. „Rudolph minn er lika dá- inn”. „Vesalings óheppna barnið mitt hvað hefur hUn gert?” æpti barónessan og varð það til að ýta enn undirallskyns sögusagnir um málið. Keisaraynjan svaraði ekki en lagði áherslu á að prinsinn hefði dáið af hjartaslagi. HUn lagði til aö barónessan færi þegar i stað frá Vin. Deilthefur veriö um það I mörg ár hvort Vetsera barónessa hafi vitað um og jafnvel beitt se'r fyrir samdrætti dóttur sinnar og krón- prinsins.Illar tungur hafa haldið þvf fram aö hUn hafi beinlinis hrint dóttursinni I fang Rudolphs. Hið eina sem vitað er meö vissu er að Marie var kynnt fyrir Rudolph i október árið áöur og gerðist það á kappreiðum skammt utan við Vinarborg. Maðurinn sem kynnti þau kunni sjálfur að meta kvenlega fegurð: það var prinsinn af Wales siðar Játvarður VII konungur Eng- lands. Nokkrum dögum eftir harmleikinn skrifaöi Játvarður til móður sinnar: ,,Ég hitti aum- ingja stUlkuna oftsinnis i Hom- burg eða Vinarborg. Ég benti prinsinum á hana og sagði honum að mér þætti hUn falleg, en hann virtist ekki vera sama sinnis.” Larisch greifaynja krafðist einn- ig sjálfri sér tO handa þess vafa- sama heiðurs að hafa kynnt prinsinn og stUlkuna og sagði hUn að Mariehefði veriö ástfang- in á laun af Rudolph. „Hann var svo fallegur”, sagöi hUn þjón- ustustUlku sinni. Troðfull af kynþokka Vetsera-fjölskyldan vartiltölu- lega nýkomin tíl Vinar. Helene barónessa var dóttir grisks bankastjóra, en hún giftist aust- urri'skum aöalsmanni I Konstantinópel, þar sem hann var diplómat. Einn af bræðrum hennar bjó iEnglandi og þar voru Marie og móðir hennar kynntar fyrir prinsinum af Wales. Það var aftur á móti Rudolph sem Marie elskaði og var þaö vist móður hennar til mikillar óánægju. „ÞU skalt ekki halda, móðir min”, skrifaöi stúlkan, „að ég hafi gleymt honum. Ég elska hann si- fellt meira.” Tækifærin til aö hitta krónprinsinn voru hinsvegar fá þvi Vetsera-fjölskyldan taldist ekki til háaðalsins og fékk ekki aðgang að hriðinni. Fyrir sitt leyti fannst Rudolph gaman að augljósri ást ungu stúlkunnar á sér. HUn taldist ekki beint falleg á mælikvarða nitjándu aldar, en enginn vafi getur leikið á að hún var troðfull af kynþokka. HUn var ekki sérlega greind, en góðhjörtuð og bliðlynd og það sem mest var um vert, hún var greinilega yfir sig ástfangin af Rudólph. HUn hafði undarlega mikil áhrif á hann enda hafði hann á þessum tima miklaþörf fyrirástog umhyggju. Árið 1888 var Rudolph mjög áhyggjufullur maður. Hann sá hvernig keisaradæmið var að ■ eyðast innan frá af spillingu og harðstjórn og hann hafði engin völd til að stöðva þessa sjálfs- eyðingu austurriska keisara- dæmisins. Hann gerði sér ljóst að er hann sjálfur tæki loks við völdum yrði það líklega of seint. Faðir hans hafnaði algerlega öllum hugmyndum um að beina rikinu i frjálsræðisátt, þvi hann var þeirrar skoðunar að ekkert mætti draga Ur þvi valdi sem hann hafði samkvæmtumboði frá guði. Enda fór það svo að i lok fyrri heimsstyrjaldarinnar fyrri hrundi Habsborgar-keisara- dæmið einsog spilaborg. Rudolph var hugsjónamaður og vonbrigöi hans með að geta ekki komið neinu góðu til leiöar voru ósegjanleg. Honum féll ekki að sitja uti i horni og biða þess að hásætið sem hann átti aö taka við, brotnaði I mél. Hjónaband hans og Stephanie, prinsessu af Belgiu, var óhamingjusamt. HUn var kaldlynd og skildi ekki hugarstrið eiginmanns sins. Hann leitaöi þvi á önnur mið eins og vandi var i ættínni. Fyrsta ástkona hans var Mizzi Kasper, kátlynd austurrisk stúlka, og hann mun ekki hafa sagt alveg skilið við hana þd hann færi siðar að dufla við Marie Vet- sera. „Lifað saman i dálitlum kofa...” Veturinn 1888 var dimmur og harður en þennan vetur áttu krónprinsinn og Marie ástar- ævintýri sitt. Marie skrifaöi fyrr- um kennslukonu sinni bréf um þetta leyti og segir þar frá heim- sókn tíl prinsins. Þaö var Larisch greifaynja sem fór með hana og skildi hana eftír i herbergjum prinsins ihöllinni. Þaö var tvennt i herberginu sem vakti fyrst og fremst athygli hennar. Annað var skammbyssa og hitt var haus- kúpa. HUn tók hauskúpuna og var að skoða hana er Rudolp gekk inn og hann brostitilhennar. Það var óhugnanleg byrjun á þvi ástar- ævintýri sem heimurinn átti eftir að smjatta á. „ÞU mátt alls ekki segja systur minni og móður frá þessu bréfi,” segir Marie i bréfinu. „Ef bær frétta af þessu frem ég sjálfs- morð.” Og i öðru bréfi skrifaði hún: „Ég tel klukkustundirnar vegna þess að siðan ég kynntist honum hefur ást min sifelít auk- ist. Ég hugleiði nótt og dag hve- nær ég komist til hans næst.” Marie fann leið tíl að hafa sam- band við prinsinn en það var i gegnum þjónustustúlku hennar og þjón hans. HUn laumaðist brott þegar foreldrar hennar voru i óperunni. „Hann er guð minn,” sagði hún i bréfi. „Ég get ekki lif- að án þin,” skrifaði Rudolph til hennar. „Ég verð geðsjúkur ef ég fæ ekki að hitta þig.” Rudolph gaf Marie giftingar- hring með áletrun sem siðar var talin mikilvæg- „In Liebe Vereintnis in denTod” sem merkir „Sameinuð I ástinni allt tíl dauð- ans.” Marie sagði: „Ef við gæt- um bara lifað saman i dálitlum kofa yrðum við svo hamingju- söm. Viö tölum sifellt um það en þvi miður getur það ekki orðið. Ég vildi gefa lif mitt til að hann yrði hamingjusamur. Ég myndi gera það með gleði þvi mittlif er einskis virði.” Þessi orð gefa ýmislegt til kynna. Loks sagði Marie gömlu kennslukonunni sinni að ef upp um þau kæmist myndu þau fremja sjálfsmorð. Tvær tigrisynjur ••• 10. janúar var Marie i höllinni. HUn var með Rudolph i tvær stundirog var yfirsig glöð, að þvi er hún sagði þjónustustúlku sinni. „NU eigum við hvort annað af lik- ama og sál,” sagði hún. En Rudolph virðist hafa haldið sam- bandi sinu við Mizzi og að þvi er hún segir stakk hann upp á að þau fremdu sjálfsmorö saman. Hann var hugfanginn af dauðanum og hafði fyrir sið að spyrja vini sina hvort þeir væru hræddir viö dauö- ann. Hann er sagður hafa verið mjög þunglyndur og er hann fréttir af dauða einhvers sagði hann gjarnan: „Hann er hepp- inn.” Enginn vafi leikur á að i jantíar 1889 var Rudolph með allan hug- ann við sjálfsmorð og Marie blandaðist inn i þær hugleiðingar hans. 24. janúar var hann „mjög breyttur”, að þvi er eiginkona bresks diplómats hefur sagt frá. Þremur dögum slðar lenti hann i rifrildi við föður sinn I móttöku i þýska sendiráöinu fyrir allra augum en þarna voru bæði kona hans og Marie viðstaddar. „Þær voru eins og tvær Hgrisynjur, til- búnar að ri'fa hvor aðra á hol,” sagöi einn gestanna. Um kvöldið á Rudolph að hafa farið að hitta Mizzi en orörómur um það er þó fremur óáreiðanlegur. Þannig stóðu málin að morgni 28. janúar þegar Rudolph heimt- aði vagn sinn um hádegi og ók til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.