Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 27
Sunnudagur 12. júli 1981
27
nútíminn
OLDFIELD
ENDURVAKINN
— þrjár bestu plöturnar
hans endurútgefnar
■ „Tubular Bells”. Já, klingir
ekki i klukku inn i hausnum á
þér? Þér finnst þú eitthvaö kann-
ast viö nafniö? Var þaö ekki
nafniö á plötunni sem frændi
sýndi þér um daginn meö tárin i
augunum og sagöi aö þetta væri
án efa ein besta plata sem út hafi
komið? Þér fannst nú litiö til
koma og sagöir aö hvaöa plata
meö AC/DC myndi slá þessari viö
eöa það sagöiröu allt til þess aö
hann setti plötuna á fóninn. Smátt
og smátt rann þaö upp fyrir þér
að þetta væri nú ekki svo slæmt
og að þessi stráklingur, sem væri
aö leika sér meö öll þessi hljóö-
færi einsamall væri kannski ekki
svo galinn. Og að lokum þegar
upp var staöiö þurftir þú aö viöur-
kenna aö þetta væri hin áheyri-
legasta plata og alls ekki svo vit-
laus. Siöan þegar heim var komiö
fórstu aö hugsa betur um málið
og komst að þeirri niöurstööu aö
þaö væri kannski best aö kaupa
sér eintak af plötunni og tékka
betur á þvi hvaö gæinn væri aö
gera. Næsta dag, eftir aö hafa
slegið pápa um lán fyrir nýrri
kennslubók i algebru, röltir þú
niöur i plötubúð og biöur þangaö
til enginn er viö búöarboröiö,
vindur þér aö þvi Og spyrö:
„Attu „Tubular Bells?”
„Ha, hvaö?” segir afgreiöslu-
stúlkan sem einmitt i þessu var
aö fagna pásu og þvi að geta
fengiö sér rettu i ró og næöi.
„Hvaö meinarðu maöur. Þessi
plata er ekki til og hefur ekki
verið. lengi”. Punktur, pasta.
Þannig fór um sjóferö þá.
Til þess aö firra væntanlegum
aðdáendum Mike Oldfield sömu
sálarkvölum og til þess aö gefa
gömlum aödáendum hans kost á
aö endurnýja gegnumspilaöar
plötur hans hafa Steinar h.f.
ákveöiö aö pressa hér heima og
endurútgefa þrjár af plötum hans
„Tubular Bells”, „Platinum” og
„QE 2”.
En hver er þessi Mike Oldfield
sem allt þetta snýst um?
Mike Odfield er fæddur i Read-
ing á Englandi 15. mai 1953. Hann
fór hægt af stað i músikbrans-
anum. Fram til fjórtán ára aldurs
hefur hann hægt um sig og
stundar algeng strákapör þeirra
ára. A fjórtánda árinu stofnar
hann dúó meö systur sinni Sally
Oldfield. Þgu léku aö mestu leyti
þjóölagatónlist og kölluðu sig
„Sallyangie”. Ekkert varö um
frægö og frama i þaö skiptiö og
dúóiö hvarf af sjónarsviöinu aö
ári liönu. Þá stofnaöi Oldfield
sina eigin hljómsveit „Barefoot”.
Sú hljómsveit kom saman, lék og
lognaðist útaf án þess að vekja
nokkra athygli.
Skömmu siöar rak á fjörur Old-
field boö um aö gerast meölimur i
hljómsveit Kevin Ayers „The
Whole World”. Hann tók þvi boöi
og byrjaöi feril sinn hjá þeim á
bassa, en skipti fljótt yfir á gitar.
Þaö er aö vissu leyti hægt aö
segja aö „The Whole World” hafi
opnaö honum ýmsar dyr og ekki
sist þá hinn klassisk menntaði
David Bedford, sem átti eftir aö
starfa mikið með Oldfield á
seinna skeiöi. Hljómsveitin varö
aldrei neitt „big hit” og leystist
upp áriö 1971. Eins og reiknings-
glöggir menn hafa bent á þá var
Mike Oldfield 18 ára þegar þaö
geröist. En það er i rauninni áriö
áður, sem hann leggur grundvöll-
inn að velgengni sinni. Þá samdi
hann meginpart „Tubular Bells”,
17 ára að aldri.
Þær hugmyndir sem hann haföi
aö verkinu spilaöi hann inn á
segulband, þaö sem á fagmáli
heitir „demo” (eins og i „demon-
stration”). Meö þetta „demo-
tape” eitt aö vopni lagöi hann i
leiöangur um frumskóg plötuút-
gáfunnar og reyndi aö fá einhvern
til aö gefa þetta út. Hann hafði
ekki árangur sem erfiöi. Einn
á fætur öðrum neituðu þeir hon-
um af ástæöum sem þeir þekkja
best sjálfir, en naga sig nú vafa-
laust i handarbakiö fyrir aö hafa
beitt fyrir sig. Þaö leit þvi ekki
giftulega út fyrir Oldfield, en
hvaö segir ekki máltækiö:
„Þegar neyöin er stærst, veröur
lopinn lengstur og nakin kona
kemst i peysuna”. Lausnaroröiö
fyrir Oldfield var „Virgin” og
Oldfield var aö vissu leyti einnig
lausnarorö fyrir Virgin. Nýstofn-
aö fyrirtæki i Bretlandi Virgin
ákvaö aö leita fyrir sér meö
plötuútgáfu og „Tubular Bells”
Mike Odfields var fyrsta verk-
efnið.
23. mai 1973 er merkisdagur
bæði hjá Virgin og Oldfield. Virg-
in gaf út sina fyrstu plötu (og þá
best seldu hingaö til) og Mike
Oldfield lagöi heiminn aö fótum
sér. „Tubular Bells” fékk frá-
bærar móttökur og i dag er verkiö
taliö meöal sigildra verka þess-
arar aldar. Hún rauk upp i fyrsta
sætiö i Bretlandi og kom viö á
nánast öllum vinsældarlistum i
veröldinni. Samanlögö sala
hennar er talinn i dag vera 10
milljónir eintaka. Og rétt i þvi
sem veröldin er aö jafna sig á
„Tubular Bells” æöinu gefur Old-
field út aöra plötu sina „Hergest
Ridge”. Hann haföi ekki setiö
auöum höndum eftir útkomu
„Tubular Bells” þótt hann heföi
vel efni á þvi vegna velgengni
„Tubular Bells”. „Hergest
Ridge” rauk strax i fyrsta sætiö i
Bretlandi og þokaöi þar meö
„Tubular Bells” niöur i annaö
sætiö. Þannig skipuöu þessar
tvær plötur efstu sætin i nokkrar
vikur og haföi þetta aldrei áöur
gerst i sögu vinsældarlistanna á
Bretlandi.
Eftir þetta mjög svo friska
starf tók Oldfield sér tima til aö
aðstoða vin sinn David Bedford
;viö gerð plötu hans „Stars End”.
Sú plata þótti óhemju léleg, en
þrátt fyrir það hefur Bedford
haldiö áfram aö gefa út plötur og
Oldfield haldiö áfram aö aöstoöa
hann.' Þessu næst sneri Oldfield
sér aö þvi aö gefa sjálfur út plötu
og næsta stúdióplata hans var
„Ommadawn”, sem kom út 1975.
Móttökur voru aö venju mjög
góöar enda platan góö. Lista-
maöur er aldrei ánægöur og þaö
sannaöi Oldfield meö þvi aö gefa
út á árinu 1976 safn af endurunn-
um og endurhljóöblönduöum
fyrstu þremur plötunum auk
nokkurra eldri verka og kallaöi
verkiö „Boxed”. Eftir þetta virt-
ist hann hafa farið i tónlistarlegt
fri þvi hann lét ekkert frá sér
heyra næstu tvö árin. Loks árið
1978 gaf hann út tvennu „In-
cantations”. Viötökur voru
nokkuð blandaöar, en þaö var
samdóma álit gagnrýnenda aö
þetta væri jafneölilegasta platan
hans. Ariö eftir gaf hann út
hljómleikaplötu „Exposed”.
Sama ár gaf hann út „Platinum”
og lyftust þá heldur augnbrýrnar
á aödáendum þvi hér var Oldfield
kominn i sitt gamla form. 1980 gaf
hann siðan út sina nýjustu plötu
„QE 2”.
Framan af spilaöi Oldfield
sjálfur á öll hljóöfæri á plötum
sinum en er fram liöu timar fékk
hann sér til aðstoöar tónlistar-
menn úr ýmsum áttum. Þegar
hann hélt i tónleikaferöalög þurfti
alltaf aö ráöa tónlistarmenn hon-
um til aðstoðar og samt hefur
hann notast viö segulbönd til upp-
fyllingar. Oldfield var aldrei meö
fasta hljómsveit i kringum sig, en
nú er það breytt. Hann stofnaöi
hljómsveit fyrr á árinu og er nú á
ferðalagi um Bretland og mun
siöar fara til Evrópu.
Mike Oldfield hefur alla tiö
veriö einn helsti tónlistarmaöur
Virgin plötuútgáfunnar og saga
hans er saga þeirra. Steinar h.f.
hafa sem kunnugt er gert samn-
ing um að pressa plötur þeirra
hér heima og gefa út. Ákveðið var
að gefa þrjár af plötum Oldfield
út aftur, en þær eru „Tubular
Bells”, sem enn er i stööugri sölu
og tvær nýjustu plöturnar
„Platinum” og „QE 2”.
Nú ættuö þiö aö vita nákvæm-
lega hvaö ég á við þegar ég byrja
næstu plötugagnrýni á oröunum:
„Tubular Bells”.
Stjórn Verkamannabústaða
í Reykjavík
óskar að ráða aðalbókara.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu i
tölvubókhaldi.
Umsóknarfrestur er til 25. júli.
Nánari upplýsingar á skrifstofu V.B.
Suðurlandsbraut 30.
Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik.
Í3
Félag járn
iðnaðar
Skemmtiferð 1981
fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra
verður farin sunnudaginn 23. ágúst n.k.
Ferðast verður að Gullfossi og Geysi.
Lagt verður upp frá skrifstofu félagsins að
Suðurlandsbraut 30, kl. 9.00 f.h.
Tilkynnið þátttöku til skrifstofu félagsins
sem fyrst.
Stjórn F élags járniðnaðarmanna.
Iðnskólinn
í Reykjavík
Stundakennara vantar i Offset-Ljósmynd-
un, skeytingu og plötugerð og prentun.
Nánari upplýsingar veitir Óli Vestman
Einarsson, deildarstjóri i sima 18326.
Iðnskólinn í Reykjavik
iwi'nájrxraa
Tilkynning til söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, aö gjalddagi
söluskatts fyrir júnimánuö er 15. júli. Ber þá aö skila
skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt sölu-
skattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráðuneytiö,
6. júli 1981
Hjálpræðisherinn
sunnudaginn 12. júli kl. 11 helgunarsam-
koma (Samkomunni verður útvarpað)
kl. 16 útisamkoma á Lækjartorgi
kl. 20 Bæn
kl. 20.30 Hjálpræðissamkoma
Kommander Solhaug og frú
Brigader óskar Jónsson og margir aðrir
gestir taka þátt i samkomunni.
Allir velkomnir
St. Jósepsspítali Landakoti
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á
barnadeild, lyflækningadeild, hand-
lækningadeild og vöknun frá 1. september
eða eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i
sima 19600 milli kl. 11—12 og 14—15.
Reykjavik, 10./7.1981
Hjúkrunarforstjóri