Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 31

Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 31
Sunnudagur 12. júll 1981 Mayerling-hallarinnar. Hann ( bjóst við bréfi og simskeyti, að ' þvíerhann sagði sveini sinum, og er honum barst hvorttveggja um ellefu-leytið sagði hann að- eins:„Já, það hlýtur að vera.” Hann hljóp lít og tók á móti Marie sem kom i vagni sem bróðir öku- manns Rudolphs ók. Að kvöldi þess 29. snæddi Rudolph kvöld- verö með Hoyos greifa og fór snem ma i rúmiö. Stuttu siöar var ökumaöur Rudolphs, Bratfisch, kallaður upp til hans til að syngja viökvæmnislega ástarsöngva en er hann fór voru Rudolph og Marie loks ein. Enginn heyrði skotiö sem drap hana. Rudolph beið þar til dagaði með að skjóta sjálfan sig. „Skammbyssa er öruggari” Er Widenhofer kom tíl Mayer- ling sá hann undir eins að bæði höfðu dáið af skotsárum. Marie hafði verið skotin I höfuðið á þann hátt að htín heföi vart getað gert það sjálf. Hins vegar var andlit Rudolphs illa brunnið sem bentitilþess að skotiö heföi verið af m jög stuttu færi. Litill vafi er á að Rudolph framdi sjálfsmorð og að það geröist nokkrum klukku- stundum eftir aö Marie lést. Slatin barón sem var einn þeirra sem rannsökuðu aöstæður sagði sföar í Endurminningum sinum : „Andlit Rudolphs var að mestu óskaddað en efsti hluti höfuðsins haföi verið næstum skotinn af”. Og Dr. Franz Auchenthaler, sem einnig var kvaddur á staöinn, hélt þvi i fyrstu fram að Marie hefði verið skotin af öðrum en henni sjálfri en hann breytti slðar fram- buröi sinum, ef til vill fyrir þrýst- ing frá hirðinni og sagði að hún hefði framið sjálfsmorö. Bæöi skildu þau eftir sig bréf. Marie sagöi i bréfi til móður sinn- ar: „Fyrirgef mér fyrir það sem ég hef gert. Ég fékk ekki staðist ástina i brjósti mér. Ég er ham- ingjusamari dáin en lifandi.” Og systur sinni sagði hún: „Við höld- um bæði glöð af stað. Gifstu af ást. Ég gat það ekki og fyrst ég gat ekki ætla ég að vera með hon- um. Ekki gráta min vegna. Ég fer yfir landamærin glöð i hjarta.” A öskubakka sem fannst við hlið hennar hafði verið skrifað: „Frekar skammbyssu. Skamm- byssa er öruggari.” Rudolph skrifaði konu sinni: ,,Ég mæti dauðanum rólegur. Aöeins þannig get ég bjargað minu góða nafni.” Hann vildi ekki deyja, sagði hann systur sinni, en það var nauðsyn- legt. Mörgum árum siðar trúði Elizabeth keisaraynja Eugenie keisaraynju af Frakkiandi sem sjálf hafði son sinn fyrir þvi I bréfi að Rudolph hefði haldið þvi fram að hann ætti engan rétt á að lifa þar sem hann hefði framið morð. Marie hafði dáiö mörgum stund- um á undan honum. Ruddaleg jarðarför Dr. Widenhofer sneri aftur til hallarinnar og sagði keisaranum frá réttri dánarorsök sonar hans. Rudolph haföi skotið ástkonu sina og siðan sjálfan sig. Krónprinsinn varö morðingi og sjálfsdrápari sem átti i raun ekki rétt að hvila i vigðri mold, samkvæmt lögum kirkjunnar. Lækninum var skipað að finna likur sem bentu til þess að prinsinn hefíi ekki verið með sjálfum sér og þannig var kröfum kirkjunnar mætt. Rudolph fékk þannig greftrun I kirkjugarCá. Einnig þurfti að losna við lik Marie, og fela veru hennar við Maýerling. Nöktum likama hennar hafði verið fleygt hirðu- levsislega i trékassa og þar lá hann, blæöandi og með opin augu. Ékki var taliö öruggt að flytja aðra likkistu tíl May- erling svo likiö var klætt vendi- lega upp og flutt I hestvagni milli frænda hennar sem hafði komið til að bera kennsl á líkiö og lög- reglustjórans tíl klaustursins i Helgenkruz þar sem það var jarðaö i kyrrþey. bótt frá hendi hiröarinnar væri lögð feiknaáhersla á að leyna þvi sem raunverulega haföi gerst við Mayerling spuröust tiðindin undrafljótt Ut.Þrátt fyrir stranga ritskoðun var f réttin komin Ut um alla Vinarborg fáeinum klukku- stundum eftir atburöinn. Til aö reyna að skýra skyndilega hvarf Marie var sagt að hún hefði dáiö snögglega en enginn tók mark á þvi. Þess I stað komst á kreik orö- rómur um að hún heföi myrt krónprinsinn og siöan framið sjálfsmorð. Er sagan um hina harðsoðnu greftrun hennar lak Ut vakti hUn mikla samUÖ með stUlkunni og þá fóru að ganga sögur um samkomulag þeirra tveggja um sjálfsmorð. Þær sögur eru liklega sannar. Fjöldamargar ástkonur Aðrar skýringar voru þó settar fram.Ein sagan segir aö Marie hafi fjarri þvi veriö saklaus stUlka og sagt er að hUn hafi glataö meydómi sinum aðeins sextán ára gömul. Hún á að hafa verið stórhrifin af Rudolph en fyrst og fremst fallist á aö deyja til aö nafn hennar bærist um heiminn og hún yrði hetja I rómantískum ævintýrum. Fyrir Rudolph hafi hún aðeins verið rétt og slétt hjásvæfa og sú eina þeirra sem var nægilega undir- gefintilað ganga I dauðann með honum. Hann var kynóöur, segir sagan, og átti fjöldamargar ást- konur og varþeim skipt niðureftir þjóðfélagsstöðu. Er hann gaf þær upp á bátinn er mæltaö hann hafi gefið þeim öllum sigarettuhylki úr silfri en fimm stiggiltu hvað varðaöi áletranir. Þær hjásvæfur sem töldust til háaöalsins fengu eftirlikingu af undirskrift prins- ins letrað á hylkiö, þær sem voru hátt settar i þjóöfélaginu fengu áletrunina „Rúdolp* erkihertogi og hershöfðingi”, þær sem voru af gömlum ættum sem ekki voru aðalsættir fengu stafinn „R” og kórönu erkihertogans, þær sem voru af lágaðli urðu að láta sér nægja kórónuna. Og loks voru þær sem voru af venjulegu fólki, þær fengu hylki sem á var aðeins skjaldarmerki erikhertogans. Ennþá furðulegri lausn á málinu kom fram árið 1955 þegar austurriska lögreglan geröi opin- ber skjöl sem „sönnuðu” að krón- prinsinn heföi veriö „dæmdur til dauöa” i „bandarisku einvigi”. Þeir sem héldu þessu fram — en þetta er aö hluta til byggt á óstaö- festum sögusögnum sem gengu skömmu eftir atburðinn — sögðu að maður af háaöli hefði kvartaö yfirþvivið keisarann að Rudolph hefði fiflaö dóttur hans.Hann bað um leyfi til að skora prinsinn á hólm en þaö mátti Franz Jóseph ekki heyra nefnt. Hann stakk hins vegar upp á aö annars konar „einvigi” færi fram. Fyrst skyldu Rudolph og aöalsmaður sverja að hlæyta úrslitunum en siðan skyldu þeir draga kúlur uppúr poka þar sem voru tvær slíkar kúlur, önnur svört og hin hvit. Sá sem drægi svörtu kúluna skyldi skjóta sig sjálfur. Rudolph gerði þaö og stóö við samkomu- lagið. bað er hinsvegar fráleitt aö maöur eins og Franz Joseph tæki þátt i svona athæfi og skýringin er yfir höfuö fráleit. 1000 ára keisaradæmi liður undir lok Það er hugur Rudolphs sem er kjarni leyndardómsins. „Það var eins og aumingja Rudolph væri sifellt að hugsa um sjálfsmorö,” skrifaöi prinsinn af Wales til Viktoríu drottningar. Hann var þunglyndur og dapur, greinilega sú manngerð sem er veik fyrir sjálfsvigi. Hann var sannfærður um að keisaradæmið væri dauða- dæmt og Marie Vetsera var si eina sem skildi tilfinningar hans og sálarstrið. Hann fór til Mayer- ling ráðinn i að deiija og hún fórnaði lifisinu til að ge/a honum léttara að stiga þetta örlagarfka skref. Hún kaus fremur að deyja með honum en lifa án hans. Ekki er að undra þó þetta mál hfööi til rómantiskra tUfinninga: á öld efnishyggjunnar leitveröldin sem i sjonhending sanna ást. Sjálfsmcrð Rudolphs olli þvi að Franz Ferdinand erkihertogi varð erfingi keisaradæmisins Austurrikis-Ungverjalands. Er ■ hann var myrtur i Sarajevo 28. júni' 1914 komst af staö fyrri heimsstyrjöldin sem átti eftir að sópa burt keisaradæminu eins og þaö lagði sig, keisaradæminu sem harfði rikt I Evrópu I 1000 ár. Þýttog endursagt. ■ Fyrir nokkrum árum geröi ungverski kvikmyndaleikstjórinn Miklós Jancsó mynd sem byggð var á atburðunum I Mayerling, þó frjálslega væri fariö með efnið. Húnlýsir hnignandi stórveldi og var kölluð á ensku „Private vices and public virtues” eða „Einkalestir og opinberar dyggðir”. thennitekur krónprinsinn, sem leikinn var af Lajos Balazsovits, þátt i miklum orgium og öörum mannfagnaði sem ekki eru að skapi siöprúðra I rikinu. Þvi var ieyniþjónusta rikisins fengin til að myrða pringsinn og eina ástkonu hans i rúm- inu. Er stóra myndin af þeim atburði... Útboð Vegagerð rikisins óskar eftir tilboði i lagningu hluta nýs Bláfjallavegar, sem mun liggja af Krisuvikurvegi um Undir- hliðar meðfram Lönguhlíð og i Bláfjöll. Gera skal undirbyggingu og burðarlag á um 5,0 km kafla frá óbrynnishólum að Lönguhlið. Vegbreidd er 6,5 m. Verkinu skal að fullu lokið 30. okt. 1981. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjald- kera Vegagerðar rikisins, Borgartúni 5, frá og með mánudeginum 13. júli, gegn 500 kr. skilatryggihgu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýs- ingar og breytingar skulu berast til Vega- gerðar rikisins skriflega, eigi siðar en 16. júli. Gera skal tilboð i samræmi við útboðs- gögn og skila i lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar rikisins, Borgartúni7,105 Reykjavik, fyrir kl. 14.00 hinn 20. júli 1981 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. REYKJAVÍK í JÚLÍ 1981. VEGAMÁLASTJÓRI Kennarar Tvo til þrjá kennara vantar að gagnfræða- skólanum ólafsfirði næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 31. júli n.k. Meðal kennslugreina eru iþróttir stúlkna, myndlist, verslunargreinar og ýmsar bók- legar greinar i 7.-9. bekk grurinskóla og á 1. ári framhaldsskóla. Nánari upplýsingar gefa skólastjórinn Óskar Þór Sigurbjörnsson i sima 96-62357 og formaður skólanefndar Barði Þórhalls- son i sima 96-62224. Skólanefnd ólafsfjarðar. SUMAR MATSEÐILl IOUK1SIMINU VIÐ BJÓÐUM SUMARMATSEÐILINN REYKJAVÍK Árberg, Ármúla 21. Brauðbær, Þórsgötu 1. Hótel Borg, Pósthússtræti 11. Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2. Hótel Hekla, Rauðarárstíg 18. Hótel Loftleiðir, Veitingabúð, Reykjav. Hótel Saga, v/Hagatorg. Hressingarskálinn, Austurtræti 22. Kráin, v/Hlemmtorg. Matstofa Austurbæjar, Laugavegi 116. LANDSBYGGÐIN Hótel Borgarnes, Borgarnesi. Hótel Húsavík, Húsavík. Hótel Höfn, Hornafirði. Hótel Höfn, Siglufirði. Hótel KEA, Súlnaberg, Akureyri. Hótel Mælifell, Sauðárkróki. Hótel Ólafsfjörður, Ólafsfirði. Hótel Reykjahlíð, v/Mývatn. Hótel Reynihlíð, v/Mývatn. Hótel Stykkishólmur, Stykkishólmi. Hótel Varðborg, Akureyri. Hótel Varmahlíð, Skagafiröi. Hver-inn, Hveragerði. Hvoll, Hvolsvelli. Staðarskáli, Hrútafirði. Valaskjálf, Egilsstöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.