Fréttablaðið - 02.02.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 02.02.2008, Síða 42
● hús&heimili þessi dæmigerða vísitölufjölskylda. Þó ekki alveg þar sem húsfreyjan þvertekur fyrir að taka kött. Segir slíkt alls ekki vera í boði. Einhver bið varð þó á því að fjölskyldan flytti inn í húsið þar sem hjónunum þótti það hreinlega óíbúðarhæft fyrir kornabarn. „Við leigðum bara úti í bæ á meðan Ól- afur, sem er smiður, vann í húsinu með dyggri hjálp vina og vanda- manna. Svo rifum við bókstaf- lega allt út þótt það hafi upphaf- lega ekki verið ætlunin, enda var kominn tími á viðhald,“ segir Ásdís og lýsir því hvernig skipt var um klóak, hita- og rafmagnslagnir og búin til tvö baðherbergi, kompa og þvottahús á meðan því gamla var rutt burt til að stækka eldhúsið um helming. Ásdís viðurkennir að mest hafi þau langað til að gera húsið meira gamaldags, en þau hafi loks ákveð- ið að halda því í sínum upprunalega stíl. „Já, við ákváðum að laga okkur bara að húsinu,“ segir hún og bætir við að sum húsgögnin hafi meira að segja fallið vel að stílnum, þar á meðal tekkhúsgögn sem þau Ól- afur erfðu eftir afa sína og ömmur. „Svo útfærðum við allt eftir okkar hugmyndum og græddum á því að gera svona mikið sjálf,“ segir Ásdís, sem vill þá frekar eiga pen- inga aflögu til ferðalaga og annarr- ar skemmtunar. Þrátt fyrir alla þá vinnu sem parið hefur lagt í húsið segir Ásdís enn nokkuð í land með að þau fullklári verkið. „Nei, ætli þetta verði bara ekki svona eilífðarverkefni,“ segir hún hress í bragði og ekki annað að heyra en gamli miðbæingurinn kunni vel við sig í Brooklyn. -rve Ásdís segir að tími hafi verið kominn til að lagfæra gólf og gera húsinu til góða. Ásdís segir að upphaflega hafi ekki staðið til að rífa allt út en smám saman hafa endurbæturnar undið upp á sig. Í þessari litríku ævintýraveröld hefst erfðaprinsinn á heimilinu við og unir hag sínum vel. Barnaherbergið á efri hæðinni er hreint út sagt ótrúlegt eftir breytingarnar. Meira að segja barnastóllinn er í gamaldags stíl. fyrir endurbætur Stund milli stríða. Ljóst er að það var heljarmikið verk að koma húsinu í núverandi mynd. 2. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.