Fréttablaðið - 02.02.2008, Síða 70

Fréttablaðið - 02.02.2008, Síða 70
46 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > KNÚSVÆNN Matthew McConaughey hefur verið valinn knúsvæn- asta stjarnan. 500 mæður víðs vegar að úr Bandaríkjunum krýndu kappann, en á topp- fimm lista þeirra rötuðu einn- ig George Clooney, Brad Pitt, fótboltastjarnan Tom Brady og stjórnmálamaðurinn John Edwards. Cheryl Cole, eiginkona fót- boltamannsins Ashley Cole, ku hafa snúið sér til Victoriu Beckham til að fá ráð vegna meints framhjáhalds eigin- manns síns. Victoria Beck- ham hefur sjálf þurft að takast á við svipaðar aðstæður, því eins og ein- hverjir muna eflaust hélt Rebecca Loos því fram árið 2004 að hún hefði átt í ást- arsambandi við David Beckham. Fréttir af framhjá- haldi Coles bárust fyrir um viku síðan, þegar hár- greiðslukonan Aimee Walton sagði frá því að hún hefði varið nótt með fótboltamanninum í desember síðastliðnum. Í kjölfar þess kvaðst fyr- irsætan Brooke Healy einnig hafa deilt rúmi með Cole í desember, en Coralie Robinson greindi frá því að hún hefði varið nótt með honum árið 2004, þegar hann og Cheryl trúlofuðu sig. Eftir að Walt- on kom fram á sjónarsviðið sagðist Cheryl styðja við bakið á eiginmanni sínum. Hún ku hins vegar hafa yfirgefið heimili þeirra eftir að hinar stúlkurnar tvær sögðu sínar sögur. Victoria Beckham ku þá hafa boðið henni aðstoð sína. „Victoria varð mjög leið þegar hún heyrði hvað hefði gerst, og vildi að Cheryl vissi að hún væri til staðar fyrir hana. Þær eru góðar vinkonur, og Posh gekk í gegnum það nákvæmlega sama árið 2004,“ segir heimildarmaður Female- first. „Hún stóð við bakið á manni sínum og komst í gegn- um þetta, og hún vildi segja Cheryl að hún gæti það líka. En á meðan ekki var hægt að sanna ásakanirnar á hendur David, gæti Ashley átt í meiri erfiðleikum með að hreinsa nafn sitt,“ bætir hann við. Cheryl Cole leitar til Victoriu Skutlurnar Holly Madison, Bridget Marquardt og Kendra Wilkinson, kærustur Playboy-kóngsins Hughs Hefner, birtast í þriðja sinn á forsíðu tímaritsins á næstunni. „Þetta var ekki upphaflega hugmyndin enda vissi ég að þær hefðu birst áður á forsíðunni. Fyrir árslista okkar yfir 25 kynþokkafyllstu stjörnurnar fáum við alltaf atkvæði frá lesendum okkar á netinu og eftir því sem tíminn leið stigu stelpurnar hærra og hærra upp listann,“ sagði Hefner. Stúlkurnar, sem eru stjörnur raunveruleikaþátt- arins The Girls Next Door á sjónvarpsstöðinni E!, lentu í fjórða sæti á listanum. Í efstu þremur sætunum voru Angelina Jolie, Scarlett Johansson og Jessica Alba. Á meðal fleiri stjarna sem fengu atkvæði voru Jennifer Love Hewitt, Alicia Keys, Cameron Diaz, Beyonce, Christina Aguilera og Britney Spears. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá varð ég óvænt ástfanginn,“ sagði Hefner um samband sitt við kærusturnar þrjár. „Sambandið við Holly á örugglega eftir að endast að eilífu. Hinar endast í þessu eins lengi og þær vilja þangað til þær hefja sinn eigin feril og sitt eigið líf.“ Sex ár eru liðin síðan Hefner, sem verður 82 ára í apríl, og hin 29 ára Holly byrjuðu saman. Þykir það langur tími þegar kemur að ástamálum Playboy-kóngsins mikla. Í þriðja sinn á forsíðu Playboy HEFNER OG KÆRUSTURNAR Hefner með kærustum sínum Holly Madison, Bridget Marquardt og Kendru Wilkinson. FARIN AÐ HEIMAN Cheryl Cole hefur yfirgefið heimili sitt og eigin- mannsins Ashley, í kjölfar frétta af meintu framhjáhaldi hans. Leikarinn Verne Troyer, sem best er þekktur sem „Mini me“ úr síð- ustu Austin Powers myndum, á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Á netinu gengur nú myndskeið sem sýnir ágengan papparassa elta leik- arann á röndum og spyrja hann hvort hann ætli ekki að koma fyrr- verandi konu sinni til hjálpar. Papparassinn vill meina að Verne hafi skilið eiginkonuna eftir blanka, háða dópi og á barmi þess að fyrir- fara sér. Mini virðist undrandi á þessum fréttum og kveinkar sér undan þeim meintu fréttum papparassans að eiginkonan fyrr- verandi hafi nýlega dvalið á geð- sjúkrahúsi. Að lokum missir Mini þolinmæðina, segir papparassan- um að fokka sér og keyrir í burtu. Myndskeiðið er ekki eina skýið á himni leikarans dvergvaxna þessa dagana því hann missti spón úr aski sínum þegar Heath Ledger hvarf yfir móðuna miklu. Verne átti að leika með Heath í myndinni The Imaginarium of Doctor Parn- assus eftir leikstjórann Terry Gilli- am, en snarlega var hætt við kvik- myndagerðina þegar aðalleikarinn lést. Mini me í klandri MINI ME Í VONDUM MÁLUM Verne Troyer á ekki sjö dagana sæla. VEITIR RÁÐ Victoria Beck- ham vill deila reynslu sinni með Cheryl, en hún hefur lent í svipuðum aðstæðum. Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Passat 4x4 F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.