Fréttablaðið - 02.02.2008, Side 74

Fréttablaðið - 02.02.2008, Side 74
50 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Samtök knattspyrnumanna er heiti á leikmannasamtökum sem leikmenn í Landsbankadeild karla stofnuðu formlega á miðvikudagskvöld síðastliðið. Gunnlaugur Jónsson fer með formennsku í samtökunum, Sigurbjörn Hreiðarsson er ritari, Valur Fannar Gíslason er gjaldkeri, meðstjórnendur eru þeir Bjarni Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson og Arnar Grétarsson og Guðmundur Steinarsson eru í varastjórn. Gunnlaugur segir stofnun samtakanna hafa staðið til í langan tíma. „Fyrirliðar liðanna í efstu deild hafa verið að tala um stofnun leikmannasamtaka síðastliðin 5-6 ár og alls konar mál komið upp á þeim tíma þar sem vantaði ef til vill einhvern í forsvari fyrir leikmenn,“ sagði Gunnlaugur sem kvað umræðu um leikdaga í Lands- bankadeildinni næsta sumar hafa orðið til þess að menn tóku skrefið til fulls og stofnuðu samtökin. „Leikmenn hafa náttúrulega sterkar skoðanir á hvaða dögum þeir vilja að leikir séu spilaðir og það má segja að menn hafi byrjað að krúnka sig saman eftir að leikjaplanið fyrir sumarið var klárt. Síðan eru menn auðvitað að átta sig á því hversu mörg svið svona samtök geta náð yfir og hversu mikilvægt það er að leikmenn hafi einhvern málsvara og geti talað sem ein heild. Ég held að menn hafi fram að þessu kannski verið hræddir um að stofnun samtakanna væri of mikil vinna og erfitt væri að fá menn til þess að gefa sig í þetta,“ sagði Gunnlaugur og kvað samtökin ætla að taka eitt skref í einu. „Leikmenn hafa tekið þessu framtaki fagnandi og við vonumst auðvitað til þess að allir leikmenn Landsbanka- deildar sjái hag sinn í því og vilji vera hluti af samtökun- um. Við munum fara rólega af stað til að byrja með og ekki vera með neitt ársgjald, heldur nota fyrsta árið í það að skilgreina hvað þessi samtök ætli sér að standa fyrir og kynna þau fyrir leikmönnum. Tryggingar og almenn samningamál eru eitthvað sem við munum klárlega skoða nánar í framtíðinni en eins og ég segi þá leggjum við áherslu á að fara ekki of geyst af stað,“ sagði Gunnlaugur að lokum. GUNNLAUGUR JÓNSSON, KR: FORMAÐUR NÝSTOFNAÐRA SAMTAKA KNATTSPYRNUMANNA Í LANDSBANKADEILDINNI Mikilvægt að leikmenn geti talað sem ein heild Allir geta spilað með og röðin kostar aðeins tíkall! Ekki miss a af þess u tæ kifæ ri einn s tærs ti pottu r frá upph afi i phaf i Tippaðu á enska boltann á næsta sölustað eða á www.1x2.is! Opið til kl. 14.00 laugardag. Íslenskar getraunir styrkja íþróttafélögin í landinu um tugi milljóna á hverju ári. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA > Beðið eftir svari frá Andersson Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bíður HSÍ enn eftir svari frá Magnus Andersson um hvort hann hafi áhuga, eða möguleika, á að þjálfa íslenska landsliðið í handbolta. Andersson er samningsbundinn danska félaginu FCK til ársins 2011 og þarf því leyfi hjá félaginu til þess að ræða við Guðmund Ingvarsson og félaga hjá HSÍ. Miðað við þau laun sem Andersson er talinn hafa hjá FCK verður að teljast ólíklegt að HSÍ geti boðið honum fullt starf og því lík- legra að hann myndi þjálfa FCK samhliða landsliðinu ef af yrði. sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Bikarmeistarar Hauka tryggðu sér farseðilinn í bikarúr- slitaleikinn í Höllinni með örugg- um 19 stiga sigri á Fjölni, 82-63. Haukastúlkur eru þar með komnar í Höllina annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum þar sem þær mæta annaðhvort Grinda- vík eða Keflavík sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum í Grindavík á sunnudagskvöldið. Haukaliðið hafði töglin og hagld- irnar í leiknum allan tímann og 16 stigum yfir í hálfleik, 40-24. Krist- rún Sigurjónsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir áttu mjög góðan leik í liði Hauka og Kiera Hardy skilaði sínum stigum. Gréta María Grétarsdóttir, spil- andi þjálfari Fjölnis fór fyrir sínu liði með 15 stigum og 11 fráköst- um og Slavica Dimovska sem skoraði 19 stig var í strangri gæslu. -óój Fyrri undanúrslitaleikur Lýsingarbikars kvenna milli Hauka og Fjölnis í gær: Bikarmeistarar Hauka í Höllina HANDBOLTI Valsmenn komu í miklu stuði út úr EM-fríinu og sigruðu topplið Hauka örugglega í N1-deild karla í Vodafone-höllinni í gær. Fyrirliðinn Ólafur Haukur Gísla- son varði 31 skot og nýi maðurinn, Sigurður Eggertsson, setti hvert sýningaratriðið á fætur öðru í sókninni og var með sex mörk og 11 stoðsendingar í sínum fyrsta leik í Valstreyjunni síðan í vor. Valsmenn voru gríðarlega vel stemmdir frá fyrstu mínútu og það var helst að leikmenn Hlíðarenda- liðsins væru of æstir því Haukarn- ir voru duglegir að refsa þeim fyrir mörg klaufaleg mistök. Haukarnir nýttu sér vel hraðar sóknir í upphafi leiks og voru komnir í 6-9 þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður. Þá tók við frábær kafli Vals- manna, Ólafur og Valsvörnin settu í lás og Valsliðið skoraði sex mörk í röð og var síðan 15-12 yfir í hálf- leik. Haukarnir náðu að minnka muninn niður í tvö mörk en nær komust þeir ekki og Valsmenn tryggðu sér góðan sigur sem minnkaði forskot Haukanna á þá niður í fjögur stig. Ólafur Haukur Gíslason átti frá- bæran dag í marki Valsmanna og tók alls 31 skot, mörg þeirra úr mjög góðum færum. Það var helst að Haukarnir skoruðu á hann úr vítum, hraðaupphlaupum eða eftir sóknarfráköst. Sigurður Eggerts- son var maður fyrri hálfleiks með 4 mörk og 8 stoðsendingar en í þeim síðari var Ernir Hrafn Arn- arson aðalhugmyndasmiðurinn í sókninni. Sigurður skoraði mörg stórkost- leg mörk í þessum leik og það er ljóst að hann lífgar mikið upp á Valsliðið sem og íslensku deildina enda sannur skemmtikraftur á ferðinni. Sigurbergur Sveinsson, Gunnari Bergi Viktorsson og Kári Kristj- ánsson voru einu Haukamennirnir með lífsmarki framan af leik og góður lokakafli Andra Stefans kom of seint. Haukaliðið átti annars fá svör við góðum leik Valsmanna og þurfa að passa sig ef þau ætla ekki að missa toppsætið því með sams konar leik þá verða þeir ekki lengi í efsta sæti. ooj@frettabladid.is Valsmenn í stuði Sigurður Eggertsson skemmti í sínum fyrsta leik og Ólafur Haukur Gíslason lokaði Valsmarkinu. MÆTTUR Sigurður Eggertsson sýndi skemmtileg tilþrif í sínum fyrsta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mörk Vals (skot): Baldin Þorsteinsson 7/1 (10/2), Sigurður Eggertsson 6 (12), Sigfús Páll Sigfússon 4 (6), Fannar Friðgeirsson 3 (4), Elvar Friðriksson 3/1 (6/2), Ernir Hrafn Arnarson 3 (9), Ingvar Árnason 2 (2) Gunnar Harðars. 2 (2), Kristján Karlss. 2 (3), Arnór Malmquist 0 (3/1). Varin skot: Ólafur H. Gíslason 31 (57/4, 54%), Pálmar Pétursson 0 (1/1, 0%) Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 2, Fannar 2, Gunnar, Ingvar). Fiskuð víti: 5 (Sigfús 3, Baldvin, Gunnar). Utan vallar: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/4 (19/5), Andri Stefán 5 (10), Gunnar Berg Viktors son 5 (9), Kári Kristjánsson 3 (5), Elías Már Hall dórsson 2 (2), Freyr Brynjarsson 2 (4), Halldór Ingólfsson 1/1 (4/2), Gísli Jón Þórsson 0 (2). Varin skot: Magnús Sigmundsson 12/2 (35/4, 34%), Gísli Guðmundsson 6 (15,40%). Hraðaupphlaup: 8 (Sigurbergur 2, Andri 2, Kári, Freyr, Elías, Gunnar Berg). Fiskuð víti: 7 (Kári 4, Gunnar Berg, Gísli, Freyr). Utan vallar: 4 mínútur VALUR-HAUKAR 32-27 (15-12)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.