Fréttablaðið - 07.02.2008, Page 55

Fréttablaðið - 07.02.2008, Page 55
Það verður ýmislegt um að vera á Þjóðminjasafni Íslands á Safna- nótt annað kvöld. Aðgangur að safninu verður ókeypis og húsið stendur opið frá kl. 19 og fram yfir miðnætti. Draugar láta að sér kveða; hin alíslenska Skotta segir börnum sögur af draugum og vættum kl. 19.30 og 20.30 og Atli Rafn Sigurðarson leikari segir hrollvekjandi draugasögur kl. 21, 22 og 23. Að auki opna á safninu tvær ljósmyndasýningar kl. 20, en sýn- ingarnar hverfast báðar um klæðaburð Íslendinga, á ólíkum tímum þó. Sýningin Tvö-þúsund- og-átta verður opnuð á Veggnum, en á henni má sjá ljósmyndir Veru Pálsdóttur af fatatísku nútímans eins og hún birtist utan á fastagestum skemmtistaðarins dauðadæmda, Sirkuss. Hug- myndin að sýningunni kviknaði þegar fregnir af lokun staðarins bárust; vel þótti við hæfi að reyna að varðveita stemninguna sem þar ríkti með myndaþætti enda fastagestir staðarins oft æði skrautlegir í útliti. Vera Pálsdótt- ir gekk því í verkið og fangaði fatatísku staðarins með mynda- vélinni. Ljósmyndasýningin Til gagns og til fegurðar – sjálfsmyndir í ljósmyndum og klæðnaði 1860 til 1960 verður einnig opnuð annað kvöld. Æsa Sigurjónsdóttir list- fræðingur er höfundur sýningar- innar, en rannsóknir hennar á útliti og klæðaburði Íslendinga í ljósmyndum frá 1860 til 1960 eru kynntar á sýningunni og í sam- nefndri bók sem kemur út við þetta tilefni. Á sýningunni er bent á hvernig Íslendingar hafa notað ljósmyndir, þjóðbúninga og tísku til að búa til mynd af sér. Ljósmyndirnar á sýningunni eru vísbending um hvernig Íslend- ingar litu út og sýna hvernig þá langaði til að vera. Gestir Þjóðminjasafnsins geta því notað Safnanótt til þess að kynna sér óaðfinnanlegan fata- smekk þjóðarinnar í nútíð og for- tíð. Draugar, sjálfsmynd og tískaTabori í útvarpi Í kvöld heldur áfram hátíð Útvarpsleikhússins sem helg- uð er þýska leikskáldinu Georg Tabori en kl. 22.20 verður fluttur fyrri hluti af verki hans Andvaka í leikgerð og í leik- stjórn Maríu Kristjánsdóttur. María hefur tekið saman þátt um Tabori og var hann fluttur fyrir viku, en flutningur á síð- ari hluta Andvöku er á dag- skrá eftir viku. Þá er væntan- legur endurflutningur á einu hans frægasta verki: Móðir mín hetjan í leikstjórn Hall- mars Sigurðssonar. Með aðal- hlutverkin fara Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún Þ. Stephensen og meðal annarra leikenda eru Bríet Héðinsdótt- ir, Baldvin Halldórsson o.fl. George Tabori fæddist í Ungverjalandi 24. maí 1914. Ungur fór hann til Þýskalands til náms en flúði þaðan þegar nasistar komust til valda, enda gyðingur. Hann fluttist til Eng- lands og fékk þar ríkisborg- ararétt. Faðir hans lést í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz en móður hans tókst að flýja. George Tabori flutti til Bandaríkjanna 1947 og starfaði þar næstu tuttugu árin. Hann vann þar við að koma á framfæri verkum sínum sem og vina sinna Bert- olds Brechts og Max Fritz. George Tabori sneri aftur til Þýskalands 1971 og starfaði þar og í Austurríki sem höf- undur og leikstjóri allt til dauðadags. Leikendur í Andvöku eru þau Erlingur Gíslason, Hjálm- ar Hjálmarsson og Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir. Þar segir frá konu í Þýskalandi sem leigir skömmu eftir stríð erlendum farandverkamanni svefnstað eina nótt, en ýmis- legt heldur vöku fyrir þessum tveimur einmana sálum. Verk- ið er aðgengilegt á vef ríkisút- varpsins í hálfan mánuð eftir að flutningur kvöldsins er afstaðinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.