Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2008, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 07.02.2008, Qupperneq 55
Það verður ýmislegt um að vera á Þjóðminjasafni Íslands á Safna- nótt annað kvöld. Aðgangur að safninu verður ókeypis og húsið stendur opið frá kl. 19 og fram yfir miðnætti. Draugar láta að sér kveða; hin alíslenska Skotta segir börnum sögur af draugum og vættum kl. 19.30 og 20.30 og Atli Rafn Sigurðarson leikari segir hrollvekjandi draugasögur kl. 21, 22 og 23. Að auki opna á safninu tvær ljósmyndasýningar kl. 20, en sýn- ingarnar hverfast báðar um klæðaburð Íslendinga, á ólíkum tímum þó. Sýningin Tvö-þúsund- og-átta verður opnuð á Veggnum, en á henni má sjá ljósmyndir Veru Pálsdóttur af fatatísku nútímans eins og hún birtist utan á fastagestum skemmtistaðarins dauðadæmda, Sirkuss. Hug- myndin að sýningunni kviknaði þegar fregnir af lokun staðarins bárust; vel þótti við hæfi að reyna að varðveita stemninguna sem þar ríkti með myndaþætti enda fastagestir staðarins oft æði skrautlegir í útliti. Vera Pálsdótt- ir gekk því í verkið og fangaði fatatísku staðarins með mynda- vélinni. Ljósmyndasýningin Til gagns og til fegurðar – sjálfsmyndir í ljósmyndum og klæðnaði 1860 til 1960 verður einnig opnuð annað kvöld. Æsa Sigurjónsdóttir list- fræðingur er höfundur sýningar- innar, en rannsóknir hennar á útliti og klæðaburði Íslendinga í ljósmyndum frá 1860 til 1960 eru kynntar á sýningunni og í sam- nefndri bók sem kemur út við þetta tilefni. Á sýningunni er bent á hvernig Íslendingar hafa notað ljósmyndir, þjóðbúninga og tísku til að búa til mynd af sér. Ljósmyndirnar á sýningunni eru vísbending um hvernig Íslend- ingar litu út og sýna hvernig þá langaði til að vera. Gestir Þjóðminjasafnsins geta því notað Safnanótt til þess að kynna sér óaðfinnanlegan fata- smekk þjóðarinnar í nútíð og for- tíð. Draugar, sjálfsmynd og tískaTabori í útvarpi Í kvöld heldur áfram hátíð Útvarpsleikhússins sem helg- uð er þýska leikskáldinu Georg Tabori en kl. 22.20 verður fluttur fyrri hluti af verki hans Andvaka í leikgerð og í leik- stjórn Maríu Kristjánsdóttur. María hefur tekið saman þátt um Tabori og var hann fluttur fyrir viku, en flutningur á síð- ari hluta Andvöku er á dag- skrá eftir viku. Þá er væntan- legur endurflutningur á einu hans frægasta verki: Móðir mín hetjan í leikstjórn Hall- mars Sigurðssonar. Með aðal- hlutverkin fara Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún Þ. Stephensen og meðal annarra leikenda eru Bríet Héðinsdótt- ir, Baldvin Halldórsson o.fl. George Tabori fæddist í Ungverjalandi 24. maí 1914. Ungur fór hann til Þýskalands til náms en flúði þaðan þegar nasistar komust til valda, enda gyðingur. Hann fluttist til Eng- lands og fékk þar ríkisborg- ararétt. Faðir hans lést í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz en móður hans tókst að flýja. George Tabori flutti til Bandaríkjanna 1947 og starfaði þar næstu tuttugu árin. Hann vann þar við að koma á framfæri verkum sínum sem og vina sinna Bert- olds Brechts og Max Fritz. George Tabori sneri aftur til Þýskalands 1971 og starfaði þar og í Austurríki sem höf- undur og leikstjóri allt til dauðadags. Leikendur í Andvöku eru þau Erlingur Gíslason, Hjálm- ar Hjálmarsson og Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir. Þar segir frá konu í Þýskalandi sem leigir skömmu eftir stríð erlendum farandverkamanni svefnstað eina nótt, en ýmis- legt heldur vöku fyrir þessum tveimur einmana sálum. Verk- ið er aðgengilegt á vef ríkisút- varpsins í hálfan mánuð eftir að flutningur kvöldsins er afstaðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.