Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 12
12 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Opnunartími: Mánudaga - Föstudaga 10 - 18 - Laugardaga og
Sunnudaga 13 - 16
Hobbyhúsið ehf - Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040
Hinir vinsælu húsbílar frá Hobby
Ford T 650 og T 600
Til afgreiðslu í viku 18 og 19.
Þ
rátt fyrir að fáir hafi dregið í efa frásögn vistmanna
á Breiðavíkurheimilinu um ofbeldi og misnotkun
sem þar viðgekkst upp úr miðri síðustu öld, var mik-
ilvægt að rannsaka málið opinberlega.
Skýrsla nefndar forsætisráðuneytisins sem nú
liggur fyrir staðfestir það sem sagt hefur verið. Þar kemur
fram að meiri líkur en minni séu á að vistmenn hafi verið
beittir ofbeldi, ákvörðun um vistun á vegum ríkisins byggði
oft á hæpnum forsendum og opinberu eftirliti með stofnun-
inni var ábótavant. Þetta eru alvarlegar niðurstöður.
Þrátt fyrir að langt sé um liðið er ekki hægt að slá því föstu
að einstaklingar séu ekki lengur beittir óréttmætu ofbeldi af
hálfu ríkisins. Gleymum því ekki að fjölmargir töldu eðlilegt
að fulltrúar yfirvalda tækju börn frá foreldrum sínum af
litlu tilefni fyrir rúmum fimmtíu árum. Því sem við teljum
eðlilega valdbeitingu ríkisins í dag verður ef til vill lýst sem
ósanngjörnu ofbeldi eftir fimmtíu ár. Við verðum því alltaf
að efast um heimildir yfirvalda til að ráðskast með líf ein-
staklinganna og takmarka verulega valdheimildir ríkisins.
Það á við um barnaverndarmál eins og önnur mál.
Viðbrögð Geirs H. Haarde forsætisráðherra sýna að hann
áttar sig á alvarleika þessa máls. Því hefur hann falið nefnd-
inni sem rannsakaði Breiðavíkurmálið að halda starfi sínu
áfram. Eiga nefndarmenn að fjalla um önnur vist- og með-
ferðarheimili ríkisins sem falla undir lög sem sett voru á síð-
asta ári.
Stjórnmálamenn brugðust við fréttum af Breiðavíkur-
heimilinu á síðasta ári af yfirvegun. Þeir slepptu því að fara
í pólitískar skotgrafir. Málið er líka þess eðlis. Búast má við
að samstaða náist um framhald málsins á Alþingi svo hægt
verði að koma til móts við þá vistmenn sem enn eru á lífi.
Forsætisráðherra hefur boðað gerð lagafrumvarps til að
gera stjórnvöldum kleift að greiða vistmönnum skaðabætur.
Þrátt fyrir að skaðabótaskylda sé fyrnd samkvæmt lögum
ber ríkið siðferðislega ábyrgð. Leiðin sem forsætisráðherra
boðar losar hvern og einn fyrrverandi vistmann undan því
að sækja málið sjálfur fyrir dómstólum. Það hlýtur að vera
jákvætt fyrir þessa einstaklinga að þurfa ekki að standa í
dýrum málaferlum þar sem lagagrundvöllur er óljós.
Auðvitað bæta peningar ekki tjón og missi sem mennirnir
hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. Því átta sig allir á eftir að hafa
lesið um vist þeirra í fjölmiðlum og horft á heimildarmyndina
Syndir feðranna, sem sýnd var í kvikmyndahúsum og Ríkis-
sjónvarpinu á síðasta ári. Margir voru sviptir barnæsku sinni
og samveru með fjölskyldu, barðir, pyntaðir og svívirtir. Þeir
fengu hvorki hvatningu né aðstöðu til að stunda nám.
Greiðsla skaðabóta er hins vegar táknræn viðurkenning á
því að þeir voru beittir miklum órétti af hálfu stjórnvalda.
Barátta þeirra minnkar líka líkur á að sama sagan endurtaki
sig á öðrum stað á öðrum tíma. Skaðabætur eru viðurkenning
á því að enginn dragi frásögn þeirra lengur í efa.
Nefnd skilar skýrslu um Breiðavíkurheimilið.
Breiðavíkurbætur
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR
Hvar eru borgarfulltrúarnir?
Erfiðlega hefur gengið ná í Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson, tilvonandi borgarstjóra
undanfarna daga og vikur eða allt frá
því hann hélt frábæran fréttamanna-
fund í Valhöll á dögunum.
Einhverjir aðrir borgarfull-
trúar hafa nú tekið upp
á því að nota helst ekki
aðalinnganga og velja
sér fáfarnari götur til
ferðalaga milli lokaðra
kontóra hvar þeir liggja
undir feldi og íhuga
pólitíska framtíð sína.
Nýtt spil í undir-
búningi
Óljósar fréttir berast nú af því að í
undirbúningi sé nýtt spil sem komi
á markað innan skamms. Vinnuheiti
á spilinu er „Borgarstjórnarspilið“. Er
það um margt hefðbundið borð-
leikjaspil en þar geta þátttakendur
„lent í REI-málinu“ með
tilheyrandi skömmum,
„fengið viku hjá Geir til
að íhuga mál sín“ eða
„sloppið út um
bakdyr frá erfiðum
málum“.
Höfðareitur-
inn
Nokkra athygli
vakti þegar Jórunn Frí-
mannsdóttir mætti í kveðju-
hóf Björns Inga í Höfða.
Þótti það áhugavert í ljósi ummæla
sem Jórunn lét falla við einhver meiri-
hlutaskiptin í borginni. Þar vandaði
hún Birni Inga ekki kveðjurnar og
sagðist „ekki sjá nokkurn skapaðan
hlut á eftir honum“. Því mun víst einn
reitur Borgarstjórnarspilsins heita
„Höfðareitur“ en þar
eru haldin pólitísk
kveðjuhóf þar
sem menn geta
átt á hættu að
pólitískir and-
stæðingar og
fyrrverandi
samherjar
mæti þótt
þeir sjái sko
ekkert eftir
manni.
olav@
frettabla-
did.is
Lífskjör kunna að versna
Það besta við kjarasamningana sem voru undirrit-aðir á dögunum er að þeir byggja á þeirri hugsun
að reyna að hækka við þá sem lægst hafa launin, án
þess að sú hækkun hlaupi upp allan launastigann.
Vonandi er að sá vilji gangi eftir. Ríkisstjórnin setti
út mikla fjármuni til að liðka fyrir samningunum og
nauðsynlegt að hafa í huga að ríkisútgjöld voru
einnig aukin mjög vegna ársins 2008. Allir lögðu sig
fram um að samningar næðust og vissulega er mikið
unnið með því að draga úr óvissu í hagkerfinu og
auka jöfnuð.
Mismunandi áhrif
En það eru nokkur atriði sem munu skipta miklu
máli á næstu mánuðum og misserum. Þar ber fyrst
að nefna að það er auðvitað hætta á því að launa-
hækkunin hlaupi upp launastigann og til þeirra sem
samningsaðilar höfðu orðið ásáttir um að ekki ættu
að fá hækkun. Ef forsvarsmenn þeirra fyrirtækja
sem launahækkanirnar ná ekki til, láta undan
kröfum starfsmanna sinna um launahækkanir, mun
kostnaðurinn rjúka upp fyrir allt atvinnulífið. Í öðru
lagi leggjast þessir kjarasamningar með mismiklum
þunga á einstakar atvinnugreinar. Mat manna er að
sjávarútvegurinn komi einna verst út úr þessu og
hafa tölur um 12% hækkun launakostnaðar verið
nefndar. Í ljósi niðurskurðar í þorskveiðum og
yfirvofandi loðnubrests má ljóst vera að geta
greinarinnar til að greiða hærri laun er vart til
staðar. Smásöluverslunin mun einnig þurfa að búa
við hækkun umfram aðra, en væntanlega mun sú
kostnaðarhækkun velta af nokkrum þunga út í
verðlagið.
Hvernig dreifist kjararýrnunin?
Vandinn er auðvitað sá að hagkerfið er að kólna
mjög hratt núna. Líkur eru á því að hagvöxtur verði
mjög lítill, jafnvel enginn og ef á versta veg fer
gætum við verið á leið inn í kreppu. Við þessar
aðstæður munu fyrirtækin gera annað hvort, velta
hækkunum út í verðlagið eða, ef það er ekki hægt,
segja upp fólki. Ég tel reyndar að þrýstingur á gengi
krónunnar muni heldur vaxa á næstunni. Hækkun á
allri hrávöru á alþjóðlegum mörkuðum, hækkun á
olíu og nú innlendar kostnaðarhækkanir m.a. vegna
kjarasamninga, munu setja verulegan þrýsting á öll
verðbólguviðmið. Í ljósi þessa alls er valið sem
Seðlabankinn stendur frammi fyrir hvort hann
reynir að halda genginu uppi með vöxtum og kalla
þannig fram atvinnuleysi eða hvort hann leyfir
genginu að falla með tilheyrandi verðbólguskoti. Sé
fyrri leiðin valin, munu þeir sem missa atvinnuna
bera meginþungann af lífskjaraskerðingunni, sé
seinni leiðin farin mun hún dreifast á fleiri. Því
miður verður þessi lífskjaraskerðing vart umflúin,
það er bara spurning hvernig henni verður dreift.
Vonandi kemur til skjalanna ný og kröftug innspýt-
ing í hagkerfið sem hjálpar okkur í gegnum erfið-
asta skaflinn, en það versta sem við gætum gert er
að reyna að bæta kjörin með því að greiða hærri
laun en atvinnulífið getur staðið undir. Af þeirri
hringavitleysu höfum við bitra og slæma reynslu.
Gott meginstef
Það er gríðarlega mikilvægt við kjarasamninga almennt að stuðla að því að draga úr launamun.
Oftast hefur það verið gert með því að einblína á
hækkanir lægstu launa og er það vel. Launaskriðið
og sérstaklega hjá þeim sem nóg hafa fyrir hefur
hins vegar verið svo gríðarlegt að viðfangsefni
kjarasamninga með aðkomu ríkisstjórnarinnar ætti
fyrst og fremst að fela í sér mjög róttækar aðgerðir
til kjarajöfnunar. Þar er átt við sérstakt skattþrep
fyrir lægstu laun, verulegar hækkanir elli- og
örorkubóta og róttækar aðgerðir í húsnæðismálum,
aukna aðkomu ríkisins að húsaleigubótum, vaxtabót-
um og hækkanir á barnabótum. En fyrst og fremst
var komið að því að setja punkt aftan við þá forsmán
að fólki sé boðið upp á að vinna fullan vinnudag
fyrir laun sem ekki duga fyrir framfærslu. Það er
ástand sem ekki sæmir ríkri þjóð. Og það er ástand
sem Jafnaðarmannaflokkur Íslands getur ekki
státað af.
Meginstefið í samningunum er gott. Það er gott og
rétt að reyna eftir megni að hækka lægstu laun og
að draga úr misvægi í samfélaginu. Hins vegar
verðum við að vera minnug þess að samningar
fjölmennra hópa eru enn eftir, þeirra hópa sem
tilheyra umönnunar- og uppeldisstéttum og þar þarf
að gera mun betur til að koma í veg fyrir aukinn og
áframhaldandi flótta úr þeim stéttum sem sjá um að
halda hjólum velferðarkerfisins gangandi.
Áherslur Sjálfstæðisflokksins
Það eru viss vonbrigði að ríkisstjórnin skuli ekki
koma til móts við samningana með myndarlegri
hætti en raun ber vitni. Raunar er gengið ótrúlega
skammt þar í ýmsum greinum. Athygli vekur að
ríflegasta framlagið er í þágu fyrirtækjanna þar
sem skatturinn lækkar á einu bretti úr 18% í 15%.
Þar blasir við að skattapólitík Sjálfstæðisflokksins
ræður för en ekki hugsjónir um jöfnuð og réttlæti.
Hugmyndir um sérstakt skattþrep á lægstu laun
voru jafnframt slegnar út af borðinu.
Launaleynd hafnað
Það hlýtur að vera mesta áskorun kjarasamninga
næstu mánaða og missera að útrýma kynbundnum
launamun. Því er brýnt að hafna launaleynd og
afnema hana með öllu svo hægt sé að beita beinum
aðgerðum til kjarajöfnunar milli kynja þar sem
launamunurinn er til staðar. Jafnframt verður að
horfast í augu við þá staðreynd að ríkið verður að
koma til móts við sveitarfélögin úti um land allt til
að þau geti staðið undir eðlilegri og sjálfsagðri
velferðarþjónustu og verið samkeppnisfær um
starfsfólkið.
Stjórnvöld sem sætta sig við ójöfnuð valda ekki
sínu mikilvægasta hlutverki sem er að stuðla að sátt
og eindrægni í samfélaginu.
Voru kjarasamningarnir
skynsamlegir?
ILLUGI
GUNNARSSON
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
BITBEIN Svandís Svavarsdóttir spyr: