Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 82
30 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR VELDU ÞAÐ BESTA! RÝMINGARSALA! NÚNA ER TÆKIFÆRIÐ! 700.00 0 AFSLÁ TTUR 500.00 0 AFSLÁ TTUR 400.00 0 AFSLÁ TTUR 90-100 % LÁN 300.00 0 AFSLÁ TTUR 80.000 15” SJÓNVARP MEÐ DVD, AÐ VERÐMÆTI KR. FYLGIR HVERJU HJÓLHÝSI Á ÚTSÖLUNNI! FYRSTA ALVÖRU ÚTSALAN Á NOTUÐUM HJÓLHÝSUM! Nú eigum við allt of mikið af notuðum hjólhýsum og húsbílum og þurfum þess vegna að losa pláss. Því bjóðum við 150-700.000 KR. AFSLÁTT AF ÖLLUM NOTUÐUM HJÓLHÝSUM sem við eigum á lager. Útsalan stendur yfir fram á miðvikudag -ef birgðir endast svo lengi! DRÍFÐU ÞIG OG GERÐU GEGGJUÐ KAUP! FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ! WWW.VIKURVERK.IS VÍKURHVARFI 6 SÍMI 557 7720 BARA Í 5 DAG A! ALLIR VAGNA R INNI VERIÐ VELKOMIN! OPIÐ LAUGARDAG KL. 12-16 SUNNUDAG KL. 13-17. KÖRFUBOLTI 39. bikarúrslitaleikur karla sem fer fram klukkan 16 í Laugardalshöllinni í dag verður sögulegur því eftir hann verður nýtt nafn skrifað á bikarinn. Úrslitaliðin Snæfell og Fjölnir hafa ekki unnið bikarinn áður. Snæfell er sex sætum og 12 stig- um fyrir ofan Fjölni í deildinni en Fjölnir vann hins vegar eina leik liðanna í vetur með 14 stigum í Hólminum. Það er ekki hægt að segja að félögin sem mætast í dag hafi góðar minningar frá bikarúrslita- leikjum því þau hafa tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum með 29,7 stigum að meðaltali og eru öll töpin meðal þeirra fimm stærstu í sögu bikaúrslitaleikja karla. Snæ- fell tapaði með 39 stigum fyrir Keflavík 1993 og svo aftur með 24 stigum fyrir Keflavík tíu árum síðar en Fjölnir tapaði með 26 stig- um fyrir Njarðvík í eina úrslita- leik sínum fyrir þremur árum. Hólmarar og Grafarvogsfólk verð- ur hins vegar fljótt að gleyma þessum úrslitaleikjum vinnist bik- arinn loksins í dag. Enginn af spekingum Frétta- blaðsins býst við að Fjölnismenn vinni bikarinn í dag (sjá til hliðar) en það voru heldur ekki margir sem spáðu þeim sigri á Skalla- grími í Borgarnesi í undanúrslita- leiknum á dögunum. Grafarvogs- liðið er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum frá því að það tryggði sér sætið í úrslitaleiknum, þar af með 45 stiga mun á heima- velli gegn ÍR. Það er allt annað uppi á teningn- um hjá Snæfellingum, sem hafa unnið sex deildar- og bikarleiki í röð og aðeins tapað 2 af 10 leikjum á þessu ári, sem var mikil framför frá lokum síðasta árs þegar liðið tapaði 3 af síðustu 4 leikjum sínum. Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, mætir þarna sínu uppeldis- félagi en hann hefur bæði farið í bikaúrslitaleik með Snæfelli sem leikmaður (skoraði 29 stig í 76-115 tapi fyrir Keflavík 1993) og sem þjálfari (71-95 tap fyrir Keflavík 2003). Þetta verður fjórði leikur- inn sem Bárður stjórnar gegn Snæfelli en hann hefur tapað báðum leikjum sínum fyrir sunn- an en vann hins vegar eina leikinn sem hann hefur stjórnað í Hólmin- um. ooj@frettabladid.is Fyrsti bikartitillinn í boði Snæfell og Fjölnir hafa aldrei orðið bikarmeistarar í körfubolta en fá frábært tækifæri til að bæta úr því þegar liðin mætast í úrslitaleik Lýsingarbikarsins í Laugardalshöllinni. Snæfell þykir sigurstranglegra. FYRIRLIÐARNIR Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, og Hjalti Þór Vilhjálmsson, fyrirliði Fjölnis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HVERNIG FER LEIKURINN OG- HVER VERÐUR MAÐUR LEIKSINS? Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR: Snæfell vinnur með 2 stigum. Hlynur Bæringsson. Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur: Snæfell vinnur með 20 stigum. Hlynur Bæringsson. Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavíkur: Snæfell vinnur með 17 stigum. Justin Shouse. Hafþór Ingi Gunnarsson, leikmaður Skallagríms: Snæfell með 15-20 stig- um. Hlynur Bæringsson. Sverrir Þór Sverrisson, fyrirliði Njarðvíkur: Snæfell vinnur með 10 stigum. Hlynur Bæringsson og Justin Shouse. KÖRFUBOLTI Geof Kotila, þjálfari Snæfells, er kominn með sitt lið í bikarúrslitaleik í fimmta sinn á sex árum því undir hans stjórn fór Bakken Bears í úrslitaleik danska bikarsins fjögur ár í röð frá 2003 til 2006. Bakken Bears varð bikarmeist- ari 2004 og 2005 en tapaði úrslitaleiknum bæði 2003 og 2006. Á þessum fjórum árum vann liðið 20 af 22 bikarleikjum undir stjórn Kotila. - óój Geof Kotila, þjálfari Snæfells: Fimmti leikur- inn á sex árum KÖRFUBOLTI Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells, er eini leikmaðurinn í úrslitaleik karla í dag sem hefur orðið bikarmeist- ari en hann vann titilinn með ÍR- ingum árið 2001 og var þá með 12 stig og 10 fráköst í úrslitaleikn- um. Sigurður hefur líka unnið alla fimm leiki sína í Laugardalshöll- inni, úrslitaleikinn með ÍR fyrir sjö árum og svo tvo leiki með Snæfelli á úrslitahelgi Powerade- bikarsins bæði 2004 og 2007. Sjö aðrir leikmenn hafa komist í Höllina en tapað bikarúrslitaleik, Hlynur Bæringsson og Jón Ólafur Jónsson (báðir með Snæfelli 2003), Magni Hafsteins- son (með KR 2002) og svo Fjölnismennirnir Árni Þór Jónsson, Helgi Hrafn Þorláksson og Hjalti Þór Vilhjálmsson sem voru allir með Fjölni 2005 þegar liðið tapaði fyrir Njarðvík. Í liði Fjölnis þá var einnig Guðni Valentínusarson sem spilar nú með Snæfelli. - óój Sigurður Þorvaldsson: Hefur aldrei tapað í Höllinni FIMM-NÚLL Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN KÖRFUBOLTI Fjölnismenn ætla að halda mikla körfuboltahátið í aðdraganda bikarúrslitaleiksins en hún hefst klukkan 14 í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í dag. Fjölnismenn mæta Snæfelling- um klukkan 16 í Laugardalshöll- inni. Á hátíðina mætir troðslu- meistari Íslands, Ólafur Ólafsson frá Grindavík, og verður með troðslusýningu ásamt öðrum háloftafuglum en auk þess verður rúlluboltakeppni, skotkeppni og Fjölnisfólkið getur fengið andlitsmálun og Fjölnis húðflúr. Stuðningsmannahópurinn Kári mætir og tekur Fjölnislagið og það verða síðan rútuferðir í Höllina klukkan 15.20 í boði Hópbíla. - óój Körfuboltahátíð í Grafarvogi: Troðslumeistar- inn mætir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.