Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 16
16 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Minnisvarði um Sveinbjörn Eg- ilsson, rektor og skáld, var af- hjúpaður á æskuslóðum hans í Innri-Njarðvík þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu hans. Svein- björn er best þekktur sem fyrsti rektor Lærða skólans í Reykja- vík en hann var guðfræðing- ur, kennari, þýðandi og skáld og þýddi meðal annars Hómers- kviður. Foreldrar Sveinbjörns voru efnaðir bændur og nam Sveinbjörn guðfræði við Hafnar- háskóla og fékk kennarastöðu við Bessastaðaskóla þegar heim kom. Skólinn var svo fluttur til Reykjavíkur og varð Sveinbjörn þá rektor. Hann vann að ýmiss konar þýðingum fyrir skólann og tók saman orðabók yfir íslenskt skáldamál sem varð síðar uppsláttarrit fyrir rannsóknir á fornum íslenskum kveðskap. Sveinbjörn samdi nokkuð af ljóðum og sálmum, meðal annars Heims um ból. Veturinn 1849-50 kom upp svokallað Pereat-mál við Lærða skólann en það hófst með því að Sveinbjörn skikkaði nemend- ur skólans til að vera í bindindis- félagi og voru þeir ósáttir við það. Nemendurnir gengu úr félaginu og við það reiddist Sveinbjörn og las þeim skammarræðu sem þeir svöruðu með því að hrópa „per- eat“ eða niður með hann. Sveinbjörn lét af störfum ári síðar og lést stuttu seinna. ÞETTA GERÐIST 24. FEBRÚAR 1991: Minnisvarði um Sveinbjörn ELTON JOHN FÉKK NAFNBÓTINA SIR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1998 „Ég er heimsins frægasti hommi.“ Tónlistarmaðurinn Elton John kom út úr skápnum sem tví- kynhneigður árið 1976 en tók það til baka nokkrum árum seinna og kom út úr skápnum sem samkynhneigður. MERKISATBURÐIR: 1630 Þrettán hús og önnur verðmæti brenna til kaldra kola á Skálholtsstað. 1821 Mexíkó öðlast sjálfstæði frá Spáni. 1863 Forngripasafn Íslands stofnað. 1917 Bylting brýst út í Rússlandi. 1918 Eistland lýsir yfir sjálfstæði frá Rússum. 1924 Íhaldsflokkurinn stofnaður. Fimm árum síðar samein- ast hann Frjálslyndaflokkn- um undir nafninu Sjálf- stæðisflokkur. 1924 Stytta af Ingólfi Arnarsyni afhjúpuð á Arnarhóli. 1957 Sjómannasamband ís- lands stofnað. 1984 Írak hefur loftárásir á Íran. 1998 Elton John sleginn til ridd- ara. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og frænka, Svandís Júlíusdóttir Skúlagötu 78, 105 Reykjavík, Lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, mánu- daginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Karl Valur Guðjónsson Díana Björnsdóttir Brynja Guðjónsdóttir Sveinn Þór Hallgrímsson Júlíus Kristinsson Lotte Knudsen Kristján Kristinsson Egill Kristinsson Hafdís Ósk Gísladóttir barnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Hannesdóttir Skálagerði 15, Reykjavík, áður til heimilis að Kolbeinsgötu 6, Vopnafirði, sem lést á Vífilsstöðum 14. febrúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 25. febrúar kl.13.00. Hólmfríður Kjartansdóttir Sigurður Adolfsson Inga Hanna Kjartansdóttir Kjartan Þórir Kjartansson Áshildur Kristjánsdóttir Baldur Kjartansson Hrönn Róbertsdóttir Erla Kjartansdóttir Ágúst Borgþór Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, Arnóra Friðrikka Salóme Guðjónsdóttir síðast til heimilis að Sléttuvegi 13 Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 17. febrúar sl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 26. febrúar nk. kl. 14.00. Eiríkur Valdimarsson Arnfríður H. Valdimarsdóttir Ólafur Árnason Magnúsína G. Valdimarsdóttir Þór G. Þórarinsson Sigurjóna Valdimarsdóttir Kristjón Sigurðsson Arnór V. Valdimarsson Guðlaug Jónsdóttir Páll G. Valdimarsson Soffía Gísladóttir Sigurborg Valdimarsdóttir Jón Egilsson Guðjón Valdimarsson Ólafía G. Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk í úthlutun Félags- og trygginga- málaráðherra til atvinnumála kvenna nýverið var Sjóræningjahúsið á Patreksfirði. Alda Davíðsdóttir er for- stöðukona sýningarinnar og höfundur að verkefninu. Hún hefur nýlokið BA- námi í ferðamálafræðum frá Háskól- anum á Hólum og dreif sig strax að því loknu í mastersnám í menningar- stjórnun við Háskólann á Bifröst. „Þetta kom allt saman til þegar ég var að ljúka námi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og vissi það að ég þyrfti að gera eitthvað þegar ég kæmi heim,“ segir Alda en hún er fædd og uppalin á Patreksfirði. „Ég var orðin leið á því að vera í ein- hverri vinnu sem ég hafði enga sér- staka ánægju af. Ferðamálafræði er eitthvað sem maður getur notað hvar sem er á landinu og námið á Hólum miðar að ferðaþjónustu í dreifbýli svo það hentaði einstaklega vel. Sjó- ræningjahúsið verður sýning sem byggir á frásögnum sem ég hef fund- ið í bókum um komu strandræningja á svæðið seinni hluta sextándu aldar og fyrrihluta þeirrar sautjándu. Sýningin sjálf verður trú sögunni og sannleik- anum og mun sýna þetta eins og við teljum að hafi verið réttast. Svo verð- ur líka útisvæði þar sem við munum leika okkur með sjóræningjaþemað og þá horfum við frekar til krakkanna og kvikmyndasjóræningja eins og Jack Sparrow. Hugmyndin hjá okkur er að það megi fikta og koma við og fólk geti sjálft tekið þátt. “ Alda segir margvísleg tækifæri liggja í ferðamannaiðnaðinum um allt land og spurningin sé bara að útfæra hugmyndirnar svo þær verði aðdráttar- afl fyrir staðina. „Það helsta sem vantar fyrir ferða- menn er afþreying. Það er mikill fjöldi ferðafólks sem fer hér út á Látrabjarg á hverju sumri og okkur vantar ein- hvern sterkan segul til að toga það hingað inn í bæinn. Ég er að vona að Sjóræningjahúsið skili því. Núna erum við að vinna í heimildarhlutanum en það fer mikill tími í undirbúning og fjáröflun. Nú erum við þó komin með húsnæði í gamalli smiðju sem sveitar- félagið á og fáum leiguna á henni í nokkur ár sem styrk. Það þarf að gera mikið við húsið en við byrjum þá bara með litla sýningu í vor og hluta af úti- svæðinu en við reiknum með að opna í kringum sjómannadaginn sem er mikil hátíð hérna í bænum.“ Alda segist vona að verkefnið verði til frekari atvinnusköpunar í byggðar- laginu og er í viðræðum við sveitunga sína um að búa til minjagripi til sölu á sýninguna og er vongóð á að líflegri sýningu eins og Sjóræningjahúsinu verði vel tekið. „Ég held að við getum alveg leyft okkur að vera með vandaða sýningu en sprella svolítið líka. Það þarf ekki allt að vera alvarlegt. Byggðasöfn- in eru kafli út af fyrir sig og nú hafa opnað þessar upplifunarsýningar eins og draugasetur og galdrasýning sem byggja svolítið á öðru þannig að ég held að það sé að verða eitthvað nýtt til í þessum geira. Allstaðar um land- ið eru einhverjar spennandi sögur sem hægt er að grafa í og þetta er bara spurning um að láta sér detta eitthvað í hug og útfæra það. Nú eru Bílddæl- ingar til dæmis að fara af stað með sitt skrímslasetur og þetta hangir allt skemmtilega saman. Ég sé Vestfirðina fyrir mér sem spennandi og dramat- ískt ferðasvæði fyrir fjölskyldufólk að heimsækja.“ heida@frettabladid.is ALDA DAVÍÐSDÓTTIR: STOFNAR SJÓRÆNINGJASAFN Kafteinn Jack Sparrow á Patró ALDA DAVÍÐSDÓTTIR Setur upp sjóræningjasýningu í gamalli smiðju á Patreksfirði. MYND/BRÍET ARNARDÓTTIR Samnorræn ráðstefna um kennara- menntun og skólaþróun verður styrkt af Landsbankanum. Elín Sigfús dóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, undir- rituðu samninginn. Á ráðstefnunni verður fjallað um samstarf skóla og stofnana sem annast kennaramenntun. Þema ráðstefnunnar eru tengsl kennaramenntunar og skóla- þróunar og hvernig skólarnir geta haft áhrif á kennaramenntunina. Kennara- háskóli Íslands vill efla vettvangsnám kennaranema vegna mikilvægi þess í menntun kennara. Ráðstefnan er opin öllum þeim sem starfa að kennara- menntun hérlendis og á Norðurlönd- unum. Hún verður haldin í Kennara- háskólanum 21.-24. maí næstkomandi. Samnorræn ráðstefna fær styrk VIÐ UNDIRRITUN SAMNINGS Frá vinstri: Kristín Jónsdóttir, lektor og formaður undirbúnings- nefndar ráðstefnunnar, Ólafur Proppé, Elín Sigfúsdóttir og Viggó Ásgeirsson, forstöðu- maður markaðs- og vefdeildar Landsbankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.