Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 77
SUNNUDAGUR 24. febrúar 2008 25 Vel ber í veiði fyrir unnendur sönglistar í kvöld en þá fer fram dagskrá helguð sænska tenór- söngvaranum Jussi Björling í Salnum í Kópavogi. Salurinn hefur boðið hinu sænska Jussi Björling-félagi að flytja einstæða dagskrá, sem hlot- ið hefur heitið „A Golden Evening with Jussi Björling“ í Tíbrá-tón- leikaröðinni. Með hljóðritunum, orðum og ljósmyndum er dregin upp mynd af goðsögninni um hinn þjóðsagnakennda tenór sem hóf söngferil sinn aðeins fjögurra ára gamall og söng fram til dauðadags árið 1960, en þá var Björling aðeins 49 ára. Hágæðahljóðritanir með söng Björlings munu óma um tónleika- salinn á milli þess sem Bertil Bengtsson, einn helsti Björling- sérfræðingur heimsins í dag, leið- ir tónleikagesti í gegnum líf og list Jussi Björling í máli og myndum. Á meðal þess sem gestir fá að heyra Björling flytja er mögnuð upptaka af aríunni Nessun dorma úr óperunni Turandot eftir Pucc- ini sem var bjargað úr sænsku safni fyrir aðeins örfáum árum og endurunnin af mikilli natni. Jussi Björling-félagið hefur sannreynt þessa hugmynd við góðan orðstír í tónlistarsölum í stærri borgum Svíþjóðar. Svipað- ur árangur hefur náðst í tónleika- sölum í Bandaríkjunum, Englandi og Noregi þar sem dagskráin hefur vakið mikla eftirtekt og lukku. Hinn heimsþekkti sænski tenór- söngvari Jussi Björling kom í sína fyrstu og einu heimsókn til Íslands í nóvember árið 1952. Hann dvaldi hér í vikutíma, hélt tónleika við mikla hrifningu allra viðstaddra og var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Miða má nálgast í miðasölu Salarins. - vþ Goðsögnin Jussi Björling í Salnum Margir hafa mikið dálæti á tón- smíðum Vivaldis, enda ærin ástæða til. Þeir sem tilheyra þess- um hópi ættu að fjölmenna í Lang- holtskirkju í kvöld kl. 20 vegna þess að þá flytur Gradualekór kirkjunnar eitt af þekktustu verk- um tónskáldsins, Gloriu. Með kórnum leikur kammersveit sem er að hluta skipuð fyrrverandi meðlimum kórsins. Gloria og Árstíðirnar eru þau verk sem „Rauðhærði prestur- inn,“ Vivaldi, er þekktastur fyrir og oftast eru flutt. Gloria er samin fyrir blandaðan kór og hefur margsinnis verið flutt hérlendis. Það er sjaldgæfara að heyra verk- ið í flutningi barnakórs, en útsetn- ingin er eftir Louis Pichierri sem var tónlistarskólastjóri og hljóm- sveitarstjóri í New Hampshire. Í fyrri hluta tónleikanna á sunnudag mun Gradualekórinn flytja nokkur verk að auki, meðal annars þrjú lög úr frönsku mynd- inni „Les Choristes“ eftir Christ- ophe Barratier og Bruno Colais, Carmen fratrum arvalium sem Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi fyrir kórinn síðastliðið vor og Gloriu eftir danska tónskáldið Michael Bojesen. Gradualekór Langholtskirkju er skipaður 30 stúlkum á aldrinum 14–18 ára sem flestar hafa alist upp í öflugu tónlistarstarfi Kór- skóla Langholtskirkju og sumar sungið í kór í tíu ár. Þær eru allar í tónlistarnámi. Konsertmeistari á tónleikunum er Joaquin Páll Pal- omares sem er að ljúka námi frá Listaháskóla Íslands. Stjórnandi er Jón Stefánsson. -vþ Barnakór flytur Gloriu Vivaldis GRADUALEKÓR LANGHOLTSKIRKJU Flytur Gloriu eftir Vivaldi á tónleikum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JUSSI BJÖRLING Ein skær- asta stjarna óperu- heimsins fyrr og síðar. Píanóleikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur á tónleikum í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í dag kl. 15. Á efnisskránni eru nokkur af öndvegisverk- um píanóbókmenntanna eftir þá J.S. Bach, L.v. Beethoven, S. Rachmaninoff og F. Chopin. Helga Bryndís lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987 þar sem Jónas Ingimundarson var hennar helsti kennari. Hún stundaði framhaldsnám í píanóleik við Tónlistarskólann í Vínarborg og við Sibeliusar- akademíuna í Helsinki. Helga hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið með hljómsveitum, einsöngvurum, kammersveitum og kórum, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands og Caput-hópnum. Á næstunni má heyra Helgu Bryndísi leika einleik á Listahátíð í Reykjavík vorið 2008. Helga hefur starfað við Tónlistarskóla Akureyrar frá árinu 1992. Hún hlaut starfslaun listamanna árið 2003 og aftur árið 2007. Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugar- borgar. Miðaverð er 2000 kr. Öndvegisverk píanóbók- menntanna fá að hljóma HELGA BRYNDÍS MAGNÚSDÓTTIR PÍANÓLEIKARI Leikur á tónleikum í Laugarborg í dag. GAMANÓPERAN SÍGAUNABARÓNINN EFTIR JOHANN STRAUSS - Íslensk þýðing: Egill Bjarnason og Þorsteinn Gylfason Í GAMLA MJÓLKURSAMLAGINU BORGARNESI Miðapantanir 437 1598 • tskb@simnet.is • Uppl.: www.borgarbyggd.is Su. 24. feb. kl. 20.00 - UPPSELT Þr. 26. feb. kl. 20.00 - UPPSELT Síðustu sýningar: La. 1. mars kl. 20.00 - LAUS SÆTI Su. 2. mars kl. 20.00 - LAUS SÆTI Þr. 4. mars kl. 20.00 - LAUS SÆTI Félagið Heyrnarhjálp Texti er okkar tromp Málþing um aðgengismál Heyrnarhjálp býður til málþings um aðgengi fólks með heyrnarfötlun Grand Hótel við Sigtún 1. hæð 3. mars 2008 kl. 16-19.30 Efni málþings: Fjallað verður um aðgengismálin í víðum skilningi, s.s. um textun á íslensku efni í sjónvarpi, myndböndum og kvikmyndum, hvað gerir tónmöskvi og hvar á hann að vera, rittúlkun/táknmálstúlkun og réttur einstaklinga til túlkunar. Einnig er fjallað um heyrnarskerðinguna og áhrif hennar, tæknina, skólakerfi ð og vinnumarkaðinn. Sýning og kynning verður á heyrnar-og hjálpartækjum og öðrum sérútbúnaði. Sýningin opnar kl. 15.30 Markhópur: Heyrnarskertir/lausir, aðstandendur þeirra og ekki síður fagfólk, samstarfsmenn, vinnuveitendur og embættismenn sem tengjast málafl okkunum í starfi . Aðgengi fyrir alla. Tónmöskvi, rittúlkur, táknmálstúlkur Kaffi veitingar-námskeiðsgögn Húsið opnar 15.30. Verð 1000 krónur Fólk er hvatt til að skrá sig á netinu: heyrnarhjalp@centrum.is Heyrnarhjálp, félag heyrnarskertra á Íslandi. Langholtsvegur 111. 104 Reykjavík. Sími: 5515895 Fax: 5515835. Veffang: heyrnarhjalp.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.