Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 79
SUNNUDAGUR 24. febrúar 2008 27 Þrjár myndir verða frumsýndar hjá kvikmyndaklúbbnum Fjalakettinum í kvöld og annað kvöld. Í kvöld verður sýndur viðskiptatryllirinn Yella, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýn- enda. Fékk aðalleikkonan Nina Hoss til að mynda Silfurbjörninn í Berlín fyrir frammistöðu sína. Annað kvöld verður síðan frumsýnd ljóðræna heimildar- myndin Menneskens Land – min film om Grønland þar sem nútímasamfélag Grænlendinga er krufið til mergjar. Einnig verður frumsýnd annað kvöld myndin Requiem eftir Hans-Christian Schmid sem byggir á raunveru- legum atburðum þegar ung kaþólsk kona lét lífið eftir að reynt var að særa úr henni illa anda. Nánari upplýsingar um Fjalaköttinn má finna á www. filmfest.is. Þrjár myndir frumsýndar YELLA Nina Hoss fékk Silfurbjörninn í Berlín fyrir frammistöðu sína í Yella. Úrslit í Eurovision-forvali Íslands réðust loksins, loksins, í gærkvöldi, þegar síðustu átta lögin börðust á banaspjótum í beinni frá Smáralind. Þetta var búin að vera einhver lengsta sönglagakeppni í veraldar- sögunni, rúmlega fimm mánuða törn; fyrsta undan- undanúrslitakvöldið fór fram 6. október. Flytjendur og höfundar úrslitalag- anna átta voru misjafnlega æstir í að koma sér og sínu lagi á fram- færi. Þannig virtist sem Merzedes Club með sitt Ho Ho Ho og Euro- bandið með sitt Fullkomna líf legðu allt í sölurnar, á meðan aðrir keppendur voru minna að stressa sig yfir fjölmiðlaathyglinni fyrir keppniskvöldið og treystu fremur á frammistöðu sína á sviðinu. Það voru þeir Valli sport og Páll Óskar sem voru klappstjórar æst- ustu liðanna tveggja. Valli sport vann með Barða Jóhannssyni að kynningu að öllum lögunum hans þremur í keppninni. Valli var gríð- arlega uppfinningasamur þegar kom að því að fá umfjöllun um sitt fólk í fjölmiðlum og ekki skemmdi fyrir að hann var með gott efni í höndunum; fáránlega grípandi lag, fjóra hressa próteinhlunka og limafagra en laglausa söngkonu. Eftir því var þó tekið hve höfund- ur lagsins var lítið að trana sér fram við fjölmiðla. Í vikunni fram að keppni fóðr- aði Valli Sport blaðamenn á hverri stórfréttinni á eftir annarri; plata var í vinnslu með Merzedes Club, samningur við Cod var kominn í höfn og viðræður hafnar við EMI og hinn útdottni Haffi Haff hafði tekið að sér förðun og greiðslu. Valli seildist meira að segja svo langt að fara að fletta ættfræði- skrám og kom þaðan með þau stór- tíðindi að afi beljakans Gaz-mans hefði samið Öxar við ána. Þá skellti Valli saman „Úr að ofan“ keppni í MR og lét Merzedes- klúbbinn dæma og opnuauglýsing- ar í blöðum blöstu við fólki þegar nær dró. Þá voru frægðarmenni eins og Logi Bergmann, Pétur Jóhann og Sveppi dregnir á flot til að lýsa stuðningi við lagið. Það var sjálf stórstjarnan Páll Óskar sem plöggaði fyrir Friðrik Ómar og Regínu Ósk. Bæði höfðu orðið í öðru sæti (Regína 2006, Friðrik í fyrra), svo það var þeim mikið kappsmál að fara alla leið í ár. Páll Óskar er þaulvanur í að snúa blaðamönnum um fingur sér og laumaði því fljótlega inn að ný ensk útgáfa af laginu væri alveg rosaleg. Skömmu síðar lét hann það svo koma fram að enski textinn væri eftir hann sjálfan. Þá benti Páll á að lagið væri orðið gríðar- vinsælt á Euro- vision-síðum og á YouTube, væri þar jafnvel vinsælla en sjálfur Grammy- konsert Amy Wine- house. Þriðji mega- plöggar- inn lét svo til sín taka á síðustu metrunum. Tónleikahaldarinn Kári Sturluson sendi fjölmiðlum skilaboð um gríðarlegan áhuga austur-evrópskra útgáfufyrir- tækja á lagi Dr. Spock, Hvar ertu nú? Að auki var því stungið að fjöl- miðlum að Hairdoctor myndi greiða sveitarmeðlimum, sérhann- aður gúmmíhanskaþjarki myndi koma fram með hljómsveitinni í Smáralind og Ellý Ármanns tók sveitarmeðlimi í kennslustund í að skrifa ástarbréf. Nú liggja úrslitin fyrir og í ljósi þeirra getur fólk metið hvort sé vænlegra til sigurs að vera músin sem læðist eða músin sem hringir fimm sinnum á dag í blaðamenn með æsandi tíðindi af vænlegum Eurovision-förum. Barátta á bak við tjöldin í Laugardagslögunum FÓR HAMFÖRUM Í PLÖGGI Á MERZEDES CLUB Valli Sport vann fyrir kaupinu sínu. FÓR FÍNLEGA Í AÐ KYNNA EUROBANDIÐ Páll Óskar læddi inn fréttum af vinum sínum. KOM INN Á SÍÐUSTU METRUNUM Kári Sturluson plöggaði fyrir Dr. Spock. Rúnar Sigurbjörnsson opnar ljósmyndasýninguna Doors á Næsta bar í kvöld klukkan 18. Sýningin samanstendur af myndum af hurðum í borginni Xiamen í Kína þar sem Rúnar og kona hans Elín Jónína Ólafsdóttir hafa dvalið síðastliðin ár. Sýningin var opnuð í Kína í fyrra en er nú komin til Íslands. Rúnar og Elín ætla við opnunina að flytja frumsamin lög af plötunni The Long Road Home sem kemur út á Íslandi og í Kína á þessu ári. Ljósmyndir af hurðum RÚNAR OG ELÍN Rúnar og Elín spila lög af væntanlegri plötu sinni The Long Road Home við opnun sýningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.